þriðjudagur, júní 29, 2004

DAMN!!Jæja þá, það er nú sem betur fer margt annað gott í boði á hróaskeldunni í ár!
Ég er farin suður núna og svo út á morgun.
Bless!!!

sunnudagur, júní 27, 2004

Ég ætla að vona að maðurinn verði ekki kominn í hjólastól fyrir hróaskelduhátíðina!
Shískebab eins og Gvendur segir!!!

laugardagur, júní 26, 2004

Ég var að koma heim af kvöldvakt. Hún var erilsöm, enda laugardagur og forsetakosningar í þokkabót.
Hræðilegasti punktur kvöldsins var þó sá að mér kveið fyrir matnum. Það er nebblilega alltaf saltfiskur á laugardögum á Dvaló. Svo vissi ég líka af því að mamma var með fullt af fólki í mat og það var eldað lambalæri með öllu þessu gamla góða; grænum baunum, brúnni sósu og steiktu hvítkáli.
En viti menn, það tók enn verra við. Það var ekki saltfiskur í matinn, heldur ljótar sveittar gellur!!
Jakk! "Gikkurinn" birtist nú ekki oft í mér, en þarna rak ég út tungu og veinaði. Ég fór inní eldhús og leitað mér því að einhverju öðru. Kvöldmaturinn minn var semsagt brauð með eggi, djúsglas og melónubiti.
Núna er ég hinsvegar södd og sæl. Ég fór beint í eldhúsið og ísskápinn þegar ég kom heim. Fékk mér lambið og meðlætið og skellti í örbylgjuna. Svo var malt dós inní ísskáp líka. Nammmmm...
Núna er ég södd og sæl og á leiðinni uppí rúm. Ég var víst svo ljúf til að bjóða mig fram á aukavakt í fyrramálið, nánar tiltekið 7:30 til 12:00. Svo fer ég líka á mína vanalegu kvöldvakt aftur 15:30 og vinn alveg til 23:30.
Þá þýðir ekki að blogga meir, heldur drífa sig í bólið og hvíla lúin bein.
Lengi lifi lambakjötið!!!
Góðanótt!

fimmtudagur, júní 24, 2004

Ég skellti mér til Reykjavíkur í gærkvöldi. Í dag er ég búin að vera með Árna Teit að taka upp ýmislegt skemmtilegt efni. Núna erum við búin að verað horfa á fótboltaleik, Portúgal vs. England, ég held með Portúgal en Árni með hinu leiðinlega liðinu með smábörnunum í.
Við fórum fyrst til útlanda áður en leikurinn byrjaði, á Burger King í Smáralind og fengum vondan hamborgara. Svo fórum við niður í Hagkaup í nammilandið og keyptum okkur fullt af nammi.
Núna er hálfleikur og helmingur af namminu eftir.
Svo verður líklegast tekin upp meiri músík á eftir eða bara prumpað sætu nammiprumpi í sófann yfir góðri bíómynd....

P.S. Ég keypti mér regnjakka í dag. Það spáir smá skúrum á hróa...

mánudagur, júní 21, 2004

Jæja. Þá er ég búin að sjá viðtalið við mig í Mogganum í dag. Það er bara nokkuð fínt, þó mér finnist ég þurfa að ganga með sjal fyrir andliti út á götu, því ég er pínu feimin núna. Ég þori ekki niður í kaupfélag að kaupa blaðið, heldur fór ég bara til ömmu að skoða það. En það er allt í lagi með viðtalið. Steini og Árni eru allavega sáttir, ekki fúlir. Ég nefnilega var ekkert búin að láta þá vita af þessu viðtali. Svo var hringt i mig í morgun frá Stöð 2 og við beðin um að koma í Ísland í bítið að spila þar sem þeir sáu þessa grein í mogganum í morgun. Ég sagði þeim að hringja í Árna og tala við hann því að hann væri aðalmaðurinn og réði öllu spileríi. Svo fattaði ég það að ég var ekkert búin að láta Árna vita af þessu og hann myndi örugglega verða eitt spurningamerki þegar þau fara að spyrja hann af þessu útaf þessu blaðaviðtali...
Við afþökkuðum allavega boðið um að koma fram. Kannski seinna, við megum það ef við viljum því þau vilja endilega fá okkur í þáttinn. Við höfum allavega ekki spilað neitt af viti lengi og því þarf að melta þetta aðeins. Svo hefur maður heyrt ýmsar sögur frá tónlistarmönnum sem hafa komið fram á stöð 2, veit ekki alveg hvort maður eigi að þora þangað....
Jæja, hreinleiki og skítur fer ekki saman. Ég þarf að drífa mig í að gera ýmislegt því tíminn er svo fljótur að líða og áður en ég veit af, þá þarf ég að mæta á kvöldvakt klukkan hálf fjögur í dag!
Bless í bili,
en þó ekki nærbuxur með bili!

laugardagur, júní 19, 2004

Ég vildi bara láta ykkur vita af því, að það verður lítið viðtal við mig, sennilega í mánudags-mogganum.
Annars er ég farin aftur í vinnuna núna klukkan fimm.
Ciao!

föstudagur, júní 18, 2004

Ég horfði á heilan fótboltaleik í kvöld. Leik Ítala og Svía sem fór 1-1.
Hann var bara skemmtilegur, hverjum hefði dottið það í hug?
Ég er farin að skutla pabba upp í sveit. Hann er að farað spila....hvað annað.

Annars gleymdi ég að segja frá því að mamma tók mig í líkamsskrúbbmeðferð í dag! Það var klikkað. Hún skrúbbaði allan líkaman vel og vandlega. Svo fór ég í sturtu og skolaði allt af. Eftir það nuddaði hún allan kroppinn og ég slefaði í koddann á meðan.
Það er gaman þegar mamma er að læra nýjar aðferðir og ég fæ að vera tilraunadýr.
Þjóðhátíðardagurinn var nú bara mjög fínn. Það var sólskín sem kítlaði öll nef og augu og smá af köldum vindhviðum, en þær voru fáar inni í Skallagrímsgarði. Kvennfélagskonur mega eiga það, þær eru flottar! Að gera þennan garð með öllum þessum trjám sem mynda skjól og baka síðan vöfflur og hita kaffi í garðinum alltaf á 17. júní. Ég ætla að ganga í kvenfélagðið!
Jebb...tók örfáar myndir, nennti því varla. Svo koma líklegast myndir frá hinum og þessum af þessu.
En þetta var bara mjög fínt, fyrir utan það að ég fékk þónokkrar blöðrur fjúkandi í hausinn minn og einn pappadisk með rjóma á, sem fauk á jakkann minn. En það skaddaðist enginn alvarlega.
Ég á frí í dag...annars er ég alltaf í vinnunni. Fer allavega að vinna um helgina. Æj, það er gott að vera í fríi!

miðvikudagur, júní 16, 2004

Nýkomin heim af Dvaló. Var vaktstjóri á neðri hæðinni í kvöld og fékk að gera heilmikið skemmtilegt. Gefa lyf, sprauta, og margt fleira. Ég er að fíla þessa vinnu. Bara hæst ánægð. Gæti alveg hugsað mér að sérhæfa mig í öldrunarhjúkrun...
Allir að skemmta sér, en mér er sama. Er bara að vinna frá átta til tólf á morgun, þannig að ég get átt góðan sautjánda júní á morgun. Ég verð nú að taka hátíðlega þátt í því þar sem ég var nú eitt sinn valin fjallkonan hérna í Borgarnesi.
Já...eigiði góða nótt og góðan þjóðhátíðardag á morgun!
Jájá. Það er margt og mikið að gerast á hróa í ár!
Ég er orðin mjög spennt og búin að verað spekúlera í bandlistanum í ár. Blonde Redhead er eitthvað sem ég ætla ekki að missa af. Þau eru víst inspireruð af Sonic Youth svo eitthvað sé nefnt, en það er það eina sem myndi toppa hróa, ef Sonic Youth myndi mæta í ár þar sem þau eru að gefa út hina nýju plötu Sonic Nurse! Blue Foundation er eitthvað sem ég sá á Uxa '95 minnir mig og verður því gaman að sjá og heyra á ný. Svo er náttúrulega meistarinn Bowie líka! Ég gæti trúað því að hann verði síðast á sunnudagskvöldinu og taki langt gott programm með nýjum og gömlum lögum. Úff..held ég fá strútspínu þá. Danskt band sem kallar sig Diefenbach hljómar líka soldið spennó. Ég er alltaf opin fyrri dönskum tónum vegna þess að ég bjó nú í dágóðan tíma í Danaveldi. Svo er ég alltaf dáldið hrifin af heimstónlistinni. Og þá er gaman að fara inní Roskilde Ballroom og hlusta á hljóma frá fjarlægum löndum. Þetta gæti til dæmis verið áhugavert! Svo eru görlíbönd eins og Electrelane spennandi, undir áhrifum PJ Harvey og svona skemmtilegt gítarpönk. Svo er nú Fatboy Slim þarna. Hann verður kannski aðeins betri en hann var þegar hann kom hingað til lands og spilaði á Airwaves 2002. Damn hvað það var boring! Ég gef honum annan séns núna. Nú svo er nú hin margumtalaða Franz Ferdinand að spila líka og ekki má maður missa af því! Ætli maður verði ekki líka að athuga hann Gísla, íslenska/norska. Hann er nú eina framlag okkar íslendinga á hróa í ár... Og úff, úff, hvað mér hlakkar til að sjá Iggy Pop & The Stooges! Þarf ekki að segja meir um það! Jájá...það er hellingur að gerast þarna. Korn, best að kíkja á þá, DJ Krush, LFO, Lali Puna, Avril Lavigne að sjálfsögðu, æj þetta er margt og mikið.
MORRISEY! Þá förum við Sonja að gráta! Muse, N*E*R*D, Pixies..yess!! Norsku gæjarnir hennar Sonju rokka líka feitt, enda komu þeir til íslands á airwaves. Ég verð líka að sjá Santana þar sem ég er alin upp af hans tónum því foreldrar mínir hafa mikið spilað hann í gegnum tíðina. Og þar sem ég er með færeyskt blóð í æðum og þekki marga Teita, þá verð ég að sjá þennan Teit. Verður maður ekki að vera líka hip og kúl og fara og sjá Wu-Tang Clan? Ég man alltaf eftir því þegar Wycliff Jean var á hróa 2001, þá sagði hann hátt uppá sviði "Germany is number one!!!!" Karlinn áttaði sig ekki á því að hann væri í næsta landi og fékk smá púúú á sig. Svo er náttla Zero7 þarna líka og komin tími til að ég kynni mér þá tónlist betur! Annars er heill hellingur sem maður getur farið og hlustað á, en ég var svo mikið að reyna það síðast þegar ég fór að ég varð alveg uppgefin á þessum hlaupum. Þess vegna verður þetta meira skipulagt og hnitmiðað hjá mér í ár því ég er orðin svo gömul...ehemmm!

þriðjudagur, júní 15, 2004

Ég var að enda við að skutla Herði Gunnari á fótboltaæfingu númer 2. Ég er pínu á nojunni yfir að hafa farið heim og skilið hann einan eftir þarna. En miðað við í gær, þá þarfnaðist hann mín alls ekkert nema þarna fyrst í byrjun. Núna hinsvegar var hann ekki lengi að kveðja mig og hljóp eins og elding af stað til félaga sinna í boltanum.
Áfram Skallagrímur 7. flokkur!

mánudagur, júní 14, 2004

Ég gerði eitt merkilegt í dag.
Ég fór með Hörð Gunnar á sína fyrstu fótboltaæfingu! Hann var samt fyrst soldið smeykur og ætlaði ekkert að þora út á völlinn. Enda þekkir hann enga krakka blessaður drengurinn þar sem við eigum alltaf heima á nýjum stað á hverjum vetri og hann nær ekki að kynnast neinum. En hann er líka lang yngstur. Þetta er sko fyrir yngst krakka fædda '98 en H.G. er fæddur '99. Hann fær samt að vera með. Svo er hann líka frekar smávaxinn miðað við hina strákana, þannig að ég skildi hann svosem ágætlega að hann vildi ekki vera með fyrst.
En ég hljóp með honum út á völlinn. Ég bað bara þjálfarann hans um að vera soldið með hann fyrst því svo myndi hann lagast eftir smá stund. Og viti menn. Hann fór einmitt að sparka í boltann á fullu eftir eina mínutu. Hann er klár. En þekkir kannski ekki reglurnar nógu vel...
Hann til dæmis sparkaði í boltann og reyndi að skora mark, en það skipti ekki máli hvaða mark það var. Hann skaut bæði í markið hjá sínu liði og andstæðingunum. Svo var hann líka að reyna að ná boltanum af liðsmönnum sínum líkt og andstæðingum. En þrátt fyrir það, þá er hann klár með boltann. Samt soldið lítill þarna inn á milli hinna drengjanna, en þetta er stórskemmtilegt að horfa á!
Nema hvað! Það var grenjandi rigning og rok og ískalt úti. Ég var komin með kul á putta og gat varla talað þegar æfingin var búin. Þessi æfing var sko klukkan eitt í dag og núna rúmlega átta, þá er mér ennþá kalt! Ég er bara búin að drekka heitt kakó og te og vera klædd í tvær flíspeysur og með hausverk. Ég get ekki svona kulda! Enda ætla ég að mæta í vetrarklæðunum mínum á æfinguna á morgun. Já, það eru æfingar þrisvar í viku!
Ég er orðin móðir fótboltadrengs!
Djöfull er bloggið dautt núna mar! Maður hefur ekkert merkilegt að segja og ekki einu sinni áhugi að skrifa um sitt daglega líf hérna.
Ég get nú ritað nokkur orð um það sem hefur drifið á mína daga. Ég var náttla að syngja djass í klettinum um helgina og það tókst bara mjööög vel. Svo er ég bara búin að vinna eins og mófó á dvaló, kominn vel inní vaktstjórastöðurnar á báðum hæðum! Þær treysta mér greinilega mjög vel þannig að ég get verið með lyklavöldin ef það vantar vaktstjóra, á báðum hæðum! Það er fínt. Tíminn líður hraðar og maður er bara búinn í vinnunni áður en maður veit af.
Svo er ég búin að verað dunda mér í bílskúrnum. Búin að raða draslinu mínu betur upp þannig að það er hægt að ganga um í bílskúrnum. Svo er ég með æði fyrir að mála hina og þessa hluti. Er t.d. að mála litla kommóðu sem H.G. geymir legókubbana sína í. Ég sorteraði alla kubbana í liti og svo mála ég skúffuna í þeim lit sem kubbarnir eru... ER ég geðveik?!
En það er gaman að dunda sér svona. Maður hefur náttla engan tíma til að gera eitthvað svona þegar maður er í einhverju námi á fullu. Ohh,...sem minnir mig á það. Ég verð að farað drífa í því að finna mér íbúð á Akranesi!!!

Framundan! Hróarskelda eftir 17 daga!!!

miðvikudagur, júní 09, 2004

Það er gaman að vera á stubbamorgunvöktum og kvöldvöktum.
Ég er búin að liggja úti á palli í sólbaði í dag og hafa það gott því ég fer á kvöldvakt í kvöld. Svo er ég að hugleiða og æfa atriði sem tengist Borgfirðingahátíð. Það verður djass-kvöld á Búðarkletti föstudagskvöldið 11. júní og þar koma fram Gunnar Ringsted á gítar, Dan Cassidy á fiðlu, Sigurdór Guðmundsson á bassa, Yngvi Rafn Yngvason á trommur og svo verð ég, Guðríður Ringsted gestasöngkona.
Ég ætla að taka nokkur vel valin lög. Það er alltaf gaman að syngja djass. My favorite!
Jessöríbob.
Allir að mæta!

mánudagur, júní 07, 2004

Ég gef skít í bæjarlífið þegar það er svona mikið af fólki í bænum og maður kemst hvergi inn á neinn stað!
Nei, nei, annars var mjög gaman að skreppa downtown Reykjavík á laugardagskvöldið. Var samt hálf þreytt þar sem ég var á næturvakt nóttina áður og ekki búin að sofa neitt rosa mikið. En það var gaman að hitta alla vini mína og eiga með þeim góða stund.
Núna er sól úti og ég nýkomin af "stubbavakt" sem er alveg brilliant. Vinn bara frá 8 til 12 og á svo frí það sem eftir er dagsins! Er á nokkrum svona vöktum og finnst það helv..gott!
Á morgun er svo stór dagur. Diskurinn Automagic með Worm Is Green kemur út í USA!

laugardagur, júní 05, 2004

Það skal ég segja ykkur að þetta var skemmtileg næturvakt!
Í fyrsta lagi leið tíminn ekkert óskaplega hægt. Ég fékk hálfgerð lyklavöld og skammtaði lyf sem mér finnst alltaf skemmtilegt. Svo var ég að vinna með þessum fínu stúlkum sem voru hressar og kátar.
Það sem toppaði þó næturvaktina var það að við spottuðum eitthvað par úti á graslóðinni vera að kela á fullu og það ekkert lítið! Maður rýndi náttla augun til að komast að því hverjir voru þar að verki, en ég sem ekki þekki neina lengur hér í nesinu gat ekki fundið út hverjir þetta væru og ég sé auk þess frekar ílla. En smáborgarahátturin lifir í manni, það er víst.
Við kíktum af og til út um gluggan og svo var parið búið að færa sig aðeins í burtu, en ekki langt. Það stóð þá upp við húsvegg og var ansi lengi þar líka. Síðan þegar ég leit aftur út, þá löbbuðu þau akkúrat í hvora áttina og þá héldum við fyrst að þetta voru tveir karlar! Því við vorum búin að reikna út að annar aðilinn væri karl, en þegar þau löbbuðu frá hvoru öðru, þá var hinn karl líka!? Nei, nei, svo sáum við að hinn aðilinn var stelpa og hljóp í burtu.
Krydd í næturvaktina. Mætti alveg vera meira svona fútt. En það var náttla föstudagskvöld og því má búast við einhverju fjöri í bænum. Ég ætla bara að taka næturvaktir um helgar framvegis! Muhahahaha!!

Jebb. Var semsé að vakna og er að spekúlera í að skella mér í sturtu og jafnvel skella mér suður til Reykjavíkur í kvöld þar sem ég á frí á morgun....

föstudagur, júní 04, 2004

Hann er ekkert smá brjálaður þessi þröstur úti í garði. Hann er ekki bara að ráðast á kisu greyið hérna úti, heldur er hann líka farin að fljúga á okkur og reyna að gogga í okkur eða skíta á okkur eða ég veit ekki hvað!
Annars er ég á leið í rúmið og leggja mig. Fyrsta næturvaktin verður í nótt og eins gott að vera vel hvíld. Ef sólin væri ekki farin bak við ský núna, þá væri ég alveg til í að skella mér í sund í smá stund. Hey, það rímar!
Bless í bili!

fimmtudagur, júní 03, 2004

Guð blessi gulrótarsafann!
Ég skellti mér í sund áðan og lá í vaðlauginni með Herði Gunnari og lét sólina skína á kroppinn. Ég er núna komin með sætt lítið bíkínífar! Held að það sé gulrótarsafadrykkju minni að þakka að ég sé að ná þokkalegum lit á húðina. Miðað við hvernig ég var, næpa! Núna er ég sko ekkert þeldökk! og verð líklegast aldrei svoleiðis, heldur svona fallega gulljósbrún og komin með nokkrar freknur í andlitið. Sætt og krúttlegt!
Ég er á leiðinni svo á kvöldvakt á eftir. Var líka á kvöldvakt í gær sem var bara ansi góð. Ég fékk að læra á vaktstjórastarfið, gefa lyf og annað skemmtilegt. Nú svo er þetta bara næs jobb. Maður situr og spjallar við gamla fólkið og allir hafa gaman af.
Það var kannski sérstaklega skemmtilegt í gær þar sem herra Ólafur Ragnar sagði nei við fjölmiðlafrumvarpinu. Það var ekki talað um annað í gær og sumum var orðið heitt í hamsi. Gaman að þessu..hehe!
Jebb...ætla ekki að eyða meira tíma í blogg. Það er ennþá sól úti og svo er brjálaður þröstur alltaf að ráðast á kisuna mína hérna fyrir utan. Er að huxa um að bjarga kisu. Það er líklegast eitthvað þrastarhreiður hér nálægt...

þriðjudagur, júní 01, 2004

Ég var að koma úr vinnunni. Fyrsti vinnudagurinn var bara nokkuð góður á Dvalarheimilinu hérna í Borgarnesi. Ef eitthvað er, þá var hann of rólegur og allt of afslöppuð vinna sem ég er búin að koma mér í! Það er kannski ágætt. En ég er búin að bjóða mig á allar vaktir, morgun-, kvöld- og næturvaktir. Vona samt að það verði meira að gera, því mér leiðist vinna þar sem maður lendir mikið í því að hanga og gera ekki neitt! En þetta var jú fyrsti dagurinn og ég meira að fylgjast með heldur en að vinna á fullu. Þetta kemur í ljós!
Annars er ég alveg flutt frá Akureyri! Ég fór semsé norður síðustu helgi og klárað að ganga frá og þrífa íbúðina og flytja síðasta draslið. Svo fór ég í nokkrar veislur og hitti mikið af skemmtilegu fólki. Ég dreif mig svo suður eftir fermingarveisluna hans Gunnars á sunnudaginn og var komin heim um tvöleytið aðfaranótt mánudagsins. Þreyta!
Ég á eftir að ganga frá öllu dótinu mínu inní bílskúr og koma mér betur fyrir inní herbergi. Nenni því ekki alveg strax....
En vííííí! Unnur og Bjarni ætla líka á Hróa!
:o)