föstudagur, maí 28, 2004

Ég er búin að finna listamanninn í mér á ný!!!
Eftir að ég tók fram gömlu penslana mína í gær og fór að mála gömlu hilluna mína, þá hef ég ekki getað stoppað. Ef ég væri ekki að fara norður um helgina, þá myndi ég eyða helginni inni í bílskúr og halda áfram að mála. En núna er ég ekki að mála hillur eða húsgögn. Ónei, ég er að mála myndir og teikna. Það er gaman!
Ég sem er náttla búin að verað læra hjúkrunarfræði er að mála sniðugar myndir af hjartalínuriti og allskonar líffærum og svoleiðis. Það er skemmtilegt!
Ég held ég fari ekki norður fyrr en seint í kvöld!

P.S. Ég náði lífeðlisfræðinni og þá er ég búin að ná öllum prófunum! :)

fimmtudagur, maí 27, 2004

Ég tók út þessar asnalegu kannanir!
Niðurstaða þeirra var sú að ég er 9,6 HOT og svo eru um 61% sem segja að ég eigi að taka þátt í Eurovision!
Merkilegt...NOT!
Ekkert að gerast. Engar nýjar einkunnir. Ég bíð ennþá. En það er svosem nóg að gera í biðinni. Ég tók fram penslana mína og acryl litina mina og fór að mála litlu hilluna mína/náttborðið mitt. Það er orðið mjög flott núna, bláar hillur með silfurlituðu járni í kring. Kannski ég máli bara fleiri húsgögn í sumarfríinu og komi mér upp svona húsgagnasetti?

Ég fer norður á morgun. Það er búið að bjóða mér í eina útskriftarveislu og tvær fermingarveislur og plús það að ég þarf að klára mín íbúðarmál! Phew!! Það verður sko nóg að gera og því ekkert athugavert við það að ég lagði mig í svolitla stund í dag.
En það er semsé hann Balli frændi eða Baldvin Ringsted sem var að útskrifast úr Myndlistarskólanum á Akureyri með hæstu einkunn! Það verður því brunch á laugardaginn heima hjá mömmu hans. Svo eru þarna tvær fermingarveislur á sunnudeginum.
Svo byrja ég að vinna á þriðjudaginn á Dvalarheimilinu í Borgarnesi, þannig að það er plenty to do!!!
Ég er nýkomin úr sundi þar sem ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum. Ég, sem er lurkum lamin eftir þessa flutninga ætlaði að skella mér í nuddpottinn og láta þjáningar vöðva minna hverfa hægt og rólega. En nei, það er verið að flísaleggja nuddpottinn! Þannig að ég lá bara í litlu vaðlauginni, sem var bæðevei mjög köld og kalt úti líka þar sem sólin faldi sig á bak við skýjin. En ég lét mig hafa það. Náði að slaka ágætlega vel þarna og þegar ég kom uppúr sá ég að ég var komin með smá bíkínífar eftir þetta! Sólin sendir jú áfram geilsa þó hún sé bak við ský. Það gleyma því margir...
Nú eru það bara núðlur (þar sem ég er kúkablönk þessa dagana) og pælingar í gangi.
Ég er að pæla hvernig ég eigi að koma mér fyrir í gamla herberginu mínu. Ég er búin að setja inn rúmið mitt og það kemst ekki mikið meira fyrir! Ég held að Hörður Gunnar verði bara að sofa í rúminu sínu inní bílskúr! Ég veit bara að ég ætla að hafa græjurnar mínar og geisladiskana mína inní herbergi. Þarf ekkert annað!

P.S....það styttist í hróa!!!

miðvikudagur, maí 26, 2004

Það á alveg að gera mann vitlausan! Nú eru þær í iðjuþjálfun búnar að fá einkunnir sínar úr lífeðlisfræðinni, en ekki við hjúkkurnar! Djöfs bögg! Þetta er eina prófið sem maður er stressaður útaf og það á aldeilis að láta stressið dragast á langinn!!!

Annars er ég í góðum fíling heima hjá mömmu og pabba að koma mér fyrir í gamla góða herberginu mínu.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Þreytt og lúin. Haltrandi meiraðsegja!
Ég er nýkomin úr baði þar sem ég linaði þjáningar vöðva minna í ilmandi clarins-olíum.

Ég náði loks sambandi við alminnilegt fólk hjá Landflutningum í dag, sem ég hata ekki, bara aðrar flutningamiðstöðvar. Það komu ungir hressir strákar og tóku mest allt dótið mitt og ég get svo fengið dótið í fyrramálið hérna á Landflutningamiðstöðinni í Borgarnesi. Fékk afslátt og næs! Ég var næstum farin að grenja úr pirringi í dag útaf þessu. Það voru eintómir dólgar sem svöruðu í símann!
Ég verð samt að fara norður aftur um helgina og klára verkið. Á eftir að taka smá dót í viðbót og klára að þrífa. Þarf líka að fara í fermingarveislu og svona. Þannig að það er sko ekki komin hvíld hjá mér. Svo byrja ég jú að vinna 1. júní! Fer á morgun og kíkja á vaktaplanið mitt..muna...mmm

Annars frétti ég það að það væri flennistór mynd af mér í einhverjum nýjum bæklingi frá Háskólanum á Akureyri. Mynd af mér síðan á hæfileikakeppninni með svartan kúrekahatt...og líklegast töluvert ölvuð!....ussumsvei!

Vonandi verður sól og blíða á morgun. Þá ætla ég í sund og liggja þar í nokkra tíma :o)
ÉG HATA AÐ FLYTJA!
ÉG HATA FLUTNINGAMIÐSTÖÐVAR!
Ég sit hér og sötra kaffi, fyrir framan fullt af pappakössum og bíð eftir að ná sambandi við mann hjá Flytjanda til að sækja stöffið. Ég vaknaði klukkan hálf átta í morgun, enda fór ég líka snemma að sofa í gær þar sem ég var úrvinda eftir allt vesenið hérna.
En mikið varð ég glöð að komast á netið núna. Ég ætlaði bara að skella upp tölvunni svo ég gæti hlustað á einhver lög þar sem ég er búin að taka græjurnar úr sambandi. En þá er semsagt netið komið aftur í lag. Húrra fyrir Gagnasmiðju Háskólans á Akureyri!
Jebb. Ætli ég byrji ekki á að þrífa ísskáp og eldavél í dag.
Djöfull er þetta nú annars boring blogg!

mánudagur, maí 24, 2004

Það er ömurlegt að vera netlaus heima í Skarðshlíðinni. Þess vegna sit ég hér í bæjarstjórabústaðnum og blogga.
Ég er sveitt og þreytt og íllt í bakinu. Búin að vera massív í tiltekt og pakkningu. Held ég nái því nú barasta að senda allt á bíl á morgun. Ég er allavega búin að taka græjur og sjónvarp úr sambandi og því ekki mjög gaman að vera heima.
Og hvað er þetta með að þvo veggi og loft! Ég fatta það ekki. Það er hundleiðinlegt og lítur líka út fyrir að vera tilgangslaust. Ég er búin að skrúbba alla fleti og ég sé ekki neinn mun! Bara með bakverk dauðans eftir þetta!
Jæja...hætta þessu kveini. Ég er farin aftur heim og búa mér til einhvern mat úr þessu sem til er inní ísskáp!
Ble!

fimmtudagur, maí 20, 2004

Svei mér þá. Ég var boðin í mat í bæjarstjórabústaðinn í kvöld og vá hvað það var góður matur í boði. Það var bara einfaldur sveitakjúklingur með fullt af soðnu grænmeti og góðu soði sem var gerð sósa úr. Einfalt en roooosalega gott!
Nú sit ég heima á milli pappakassa og ét nammi og drekk Akureyríska drykkinn Mix og hlusta á Sixteen Horsepower, Folklore, enn einn góði diskurinn sem Gvendur lánar mér. Gvendur, þú ert snillingur þegar að kemur að góðri tónlist!

miðvikudagur, maí 19, 2004

Drukkin hjúkka, en ekki svo drukkin í dag. Kannski verður einhver drykkja um helgina, hver veit. Ég á von á slatta af allskonar liði um helgina. Það verður nú tómlegt í minni íbúð, en hver þarf á hilluskrauti að halda í góðum félagsskap?!
Jájá...allt að gerast og margt og mikið komið í kassa. Ég er líklegast búin að fara svona 10 ferðir niðrí bæ, Glerártorg og Bónus til skiptis, að sækja fleiri og fleiri kassa.
Kemur sér vel, hitti marga í leiðinni. Badda frænda, Guðveigu frænku og Lillu, sem bauð mér meðal annars í mat í bæjarstjórabústaðinn á morgun, Uppstigningardag!
Jebbs. En í kvöld ætla ég að bjóða honum Laurent í kjúkling og svo ætlum við að horfa á þessa mynd. Hann á það líka skilið, búin að redda mér mikið í vetur í sambandi við tölvuvesen! Verð að klára matinn úr frystinum því ég þarf að farað afþýða og vesenast í að þrífa hann fljótlega.
Svo hlakkar mér svoooo til þangað til á morgun! :)
p.s. það er magnað að hlusta á Lamb í tiltektinni!
Það er allt að gerast hérna!Það er gaman að pakka niður og hlusta á góða músík og syngja með!

þriðjudagur, maí 18, 2004

Ég elska þennan disk!
Eftir skemmtilegt langt símtal áðan, þá er ég tilbúin að fara barað sofa...zzz...þreytt.
En þá hringir síminn aftur og einhver gella heldur því fast fram að ég sé einhver Margrét og var ekki að samþykkja það að ég héti Guðríður og væri kölluð Dúdda og var bara með dónatón gagnvart mér og kallaði mig belju eða eitthvað þvíumlíkt!
Þvílíkt og annað eins. Ég sofna ekki uppúr þessu. Kannski ég taki smá meira til og set í kassa. Annars varð ég uppgefin áðan eftir að hafa sett þungar bækur í tvo kassa...
Hjálp!
Kínarúllur, karrýsósa og hrísgrjón, ahhh...
Ég er nýkomin heim, til Akureyrar, með pappakassa og þrif/flytja skapið. Ég ætlaði nú bara ekkert að byrja á neinu fyrr en á morgun, en mér klæjar í fingur og langar að pakka strax niður! Ég hef allavega ekkert mikið meira að gera hérna fyrir norðan, hversvegna ekki þá bara drífa í því að flytja? Ég hef íbúðina til lok maí mánaðar, en ég hef ekkert að gera og ég nenni ekki að verað draga þetta á langinn!
Jebb...ætla að fara niður og panta mér þvottavélar fyrir gardínuþvott og fleira.
Ble í bili!

mánudagur, maí 17, 2004

Múhahahaha!!!
Það er gaman að vera komin í frí og leika sér...

Yess!!
Þetta er málið!
ÉG FÉKK SJÖ Í LÍFEFNAFRÆÐI!!!!!!
Jesss! Ég held ég fari nú bara rúnt niður í miðbæ Borgarness og skipti í leiðinni yfir á sumardekkin!
Jíhaaa!!!!

sunnudagur, maí 16, 2004

Ég veit hvar ég ætla að versla sumarfötin mín í ár...

Jæja já! Jónsi var víst ekki að meika það svo mikið í gær. Skandall þessi keppni. Ekki mikið af góðum lögum. Þess vegna erum við Árni búin að ákveða að senda inn lag fyrir næstu keppni. Við ætlum að rústa þessari keppni sem er komin út í algjöra vitleysu!
En kvöldið var skemmtilegt þó ég hafi ekki verið lengi úti eftir eurodæmið. Það var svo troðið niðrí bæ að ég varð mjög þreytt og uppgefin fljótlega. Ég var náttla líka ennþá mjög þreytt eftir próftörnina og er enn.
Er núna heima hjá mömmu og pabba og ætla að skella mér í gott heitt bað á eftir og fara svo að lúlla. Svo er bara að skella sér norður aftur á morgun eða bara þriðjudag og fara í það að pakka niður og þrífa!

laugardagur, maí 15, 2004

Mikið rosalega var gaman hjá okkur hjúkkunemum í gær. Það var drukkið og talað og drukkið og talað, þá sérstaklega um prófin og Sigga Bjarklind svo eitthvað sé nefnt.
Sigrún gestgjafi stóð sig með prýði með litla Egils ísskápinn sinn inní eldhúsi og svo bauð hún að sjálfsögðu upp á ýmiskonar nasl. Svo eftir að glösin urðu fleiri og fleiri ákváðum við að halda áfram niðrí bæ. Ég og Rannveig voru alveg óðar að komast í karókí en flestar vildu fara á Kaffi Akureyri. Við hinsvegar ákváðum að taka okkur krók á Oddvitan og taka nokkur lög áður en farið væri á Kaffi Akureyri. Eftir að hafa tekið nokkur hress lög, þá fórum við á Kaffi Akureyri þar sem var TROÐIÐ! Held ég hafi aldrei séð svona mikið af fólki þarna, enda voru líka allir að skemmta sér sem voru að klára prófin. En ég meikaði það ekki lengi inná Kaffi Ak þannig að ég dreif mig bara heim og uppí rúm og rotaðist!
Ég vaknaði svo klukkan hálf tíu í morgun við það að vinur Harðar Gunnars bankaði(hamraði) á hurðina. En Hörður Gunnar var ekki heima, heldur gisti hann heima hjá Badda bróður pabba. Ég fór og sótti hann áðan og hann var bara hress og ég er hress og við ætlum núna að drífa okkur suður á land.
Eurovision partý í kvöld. Veit ekki hvað verður drukkið mikið þar sem ég tók út vænan skammt í gær. En svo er það bara flipp og flapp og klappi klapp því prófin eru búin!!!
:o)

föstudagur, maí 14, 2004

Ú ú ú ú
Mikið rosalega er gaman núna!
Ég er búin í prófum. Ég er að fara í partý. Ég er að í feitt eurovisionpartý á morgun.
Svo náttla er ég að fara á hróaskeldu í lok júní.
Svo eru tvær plötur að koma út sem ég ætla að eignast. Sú fyrri er náttla Sonic Youth platan en sú seinn er engin önnur en PJ Harvey, sem er að koma með þessa...PJ Harvey New Album
PJ Harvey's seventh album 'Uh Huh Her' – the follow up to 2001's Mercury Prize-winning 'Stories From The City, Stories From The Sea' – will be released by Island Records on the 31st May 2004, 8th June in the US. The album will be preceded by single 'The Letter', out 17th May.

Gaman gaman!!!
Ég er búin.
Sprungin blaðra.
Langar að sofa en samt ekki.
Ætla helst að djamma, þ.e.a.s. ef ég fæ pössun í kvöld.
Takk fyrir allan stuðninginn!
Þessi er líka í miklu uppáhaldi hjá mér!

Kaffi og ristuð beygla. Ég er á leiðinni í síðasta prófið mitt sem byrjar eftir 3 tíma. Ég get varla beðið. Svo verður kannski djamm í kvöld. Bróðir minn var að tilkynna mér það að hann gæti ekki passað. Hann var búin að gleyma því að hann var að fara sjálfur í eitthvað bekkjardæmi. Þannig...ég þarf að redda mér annarri pössun og það fljótt!
Mér finnst annars hálf óhugnalegt hvað ég er róleg yfir hjúkrunarfræðiprófinu. Verður þetta svona létt eða eigum við allar eftir að floppa í dag? Mér skilst það að við séum allar búnar að vera frekar latar við að læra fyrir þetta próf...
Nei, nei, þetta verður brilliant. Því eins og við Oddný segjum alltaf; við erum snillingar!

Ein skemmtileg skrýtla í lokin.

fimmtudagur, maí 13, 2004

Ég er löt og hef lítið sem ekkert lært í dag.
Kæruleysi.is

Þessi maður söng eitt sinn um carelss whisper...
Ég ætla að skrópa aðeins í próflestrinum og fara uppað Hálsi í Öxnadal þar sem hún Guðveig frænka er að bjóða mér í kaffi og súkkó!
Einhvernvegin þá leggst þetta hjúkrunarfræðipróf voða rólega í mig...
Ég var heima hjá Jóhönnu áðan, ásamt Oddnýju of course, þar sem við vorum að fara yfir gömul próf og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta væri nú alls ekki hræðilegt. Enda er allur kraftur búin, ég var búin í prófum í gær, þó ég eigi eitt eftir. Sem betur fer er hjúrkunarfræðiprófið síðast, því það virðist ætla að verða auðveldasta prófið. Plús það að við erum búnar með 30% í verkefnavinnu og klínísku námi!
Iss...ég er bara að sötra gott kaffi og hlusta á góða músík á meðan ég fletti rólega í gegnum glósurnar. Indælt...

miðvikudagur, maí 12, 2004

Hí hí hí

Composer
You are Barbalala! Music goes right to your heart.
You have a talent with your fingers and/or
mouth.


Which Barbapapa Personality Are You?
brought to you by Quizilla
Mér finnst Sonja frænka fyndin eða S. Kind eins og hún kallar sig, listakonan.
Mamma mía!
Ég er búin að öskra og æpa yfir þessari söngvakeppni í sjónvarpinu. Ég held barasta að þarna sé á ferðinni ein versta músík sem völ er á!
Er þetta ekki bara spurning um að farað semja þokkalega gott lag og fara með það í eurovision og gefa þeim gott spark í rassinn?
Þess vegna ákvað ég að setja upp enn eina könnunina hérna niðri til vinstri.

Ég ætti kannski að farað vinna hjá Gallup?
Hmmmjaaa...
Lífefnafræðiprófið var nú ekkert svo auðvelt. En eins og í gegnum öll prófin þýðir ekki annað en að vera jákvæð og búast við því að ná. Ég náði tölfræðinni sem er alveg splendid því það var FREKAR mikið fall í þeim áfanga.
Ég var ekki rekin úr lífefnafræðiprófinu áðan vegna þess að hafa verið í pacman bolnum mínum. Ég hélt kannski að Siggi Bj. myndi gera athugasemd við því þar sem hann var alltaf að teikna pacman upp í glósunum sínum til að sýna það þegar substance binst við active site og allt það rugl. En nei, hann brosti bara til mín þegar hann sá bolinn minn :)
Núna er EITT PRÓF EFTIR og ég get næstum grátið af gleði! Í kvöld ætla ég að taka það rólega með Herði Gunnari og horfa á undanúrslit Eurovisionkeppninnar og elda góðan mat. Svo verður kannski byrjað að glugga í hjúkrunarfræðibækurnar seint í kvöld. Annars er hinn reglulegi hittingur heima hjá Jóhönnu í fyrramálið, með Oddnýju til að fara yfir efnið og gömul próf.
Svo þarf ég bara að farað skella mér í ríkið og kaupa gin fyrir föstudagskvöldið!
Vúhú....
Ég náði tölfræðinni með 6!!!!!
Ég missti tár af gleði :)
Það verður gaman að fara í lífefnafræðiprófið núna á eftir!
Ég fer í lífefnafræðiprófið í dag.
Ég vil minna fólk á að senda mér efnafræðistyrkinn.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Enn og aftur um Sigurð Bjarklind.
Ég get nú ekki annað en hlegið þegar ég er að skoða og lesa glósurnar hans Sigga. Það léttir allavega lundina fyrir svona þung próf!
Hér er brot af glósum um efnaskipti fitufruma sem allir hafa gott af að vita eitthvað um þar sem offita er orðið heilmikið vandamál í hinum vestræna heimi í dag! Og Siggi reynir líka að gera lesninguna skiljanlega og skemmtilega.

Það sem gerist þegar vöðvi hringir í (eða sendir SMS) í fitufrumu og biður um fitusýrur til að brenna: Gerist ekki nema að vöðvinn sé virkur og vanur að hreyfa sig og hjá sumum einstaklingum er ástandið þannig að vöðvinn er löngu búinn að gleyma símanúmerinu hjá fitufrumunni. Þá hringir hann bara í Sugarbabes í lifur eða notar bara þann sykur sem er alltaf til staðar í blóðinu hjá þeim sem sífellt eru að narta fyrir nú utan það að svona Lazyboy vöðvi þarf ekki mikið til að brenna.

Latar og lítið notaðar vöðvafrumur nenna ekki að standa í því að virkja og brenna fitusýrur, frekar brenna þær kolvatnsefni sem eru alltaf til staðar í blóði hjá þeim sem eru stöðugt að narta og fá sér kóksopa og nammi og hreyfa sig hvort eð er lítið, þannig að það þarf ekki að brenna neinum helling af fitu.


Hananú og hafiði það! Allir út að skokka eins og Siggi Bjarklind!
Ég hlakka svo til...
Já. Það eru þessi tvö blessuðu AMEN próf eftir. Lífefnafræði og Hjúkrunarfræði II. Síðasta prófið er á föstudaginn og lýkur um fimm leytið. Þá byrjar grill- og ölveisla uppí Kjarna og síðar verður farið í bekkjarpartý til að fagna próflokum. Svo stefnir líklegast allur háskólalýðurinn niður í bæ um nóttina.
Ég ætla svo að bruna suður á laugardeginum og tjútta þar. Það er búið að bjóða mér í eitt eurovisionpartý og svo verður farið og kíkt í bæinn á þessu líflega kvöldi.
Þegar þetta helgarsprell er svo búið, þá fer ég norður aftur og byrja á því að bretta upp ermar og setja góða músík á og svo skúra, skrúbba, bóna og pakka oní kassa.
Jámm...hlakkar svooo til!


Annars er ég búin að vera með eitt lag á heilanum í gegnum öll prófin.
"Það er bara þú, það er bara þú, það er bara þú, það er bara þú.
Það er bara þú, bara þú sem ég þrái.
Það er bara þú, sem ég þrái að ég nái....!

Þetta glymur í hausnum á mér eins og í jukebox.
Þúsund þrífættir þorskar á fljúgandi færibandi!
Ég var að fara yfir gamalt próf með J&O og varð hrædd. Þetta er flókið fyrirbæri, lífefnafræðin og ég skaaaal ná þessu því ég nenni ekki að fara í þetta aftur!
Sem betur fer byrjar prófið ekki fyrr en klukkan tvö á morgun þannig að við J&O höfum tíma í fyrramálið til þess að fara aftur yfir helstu atriði.
Guð hjálpi mér svo á morgun milli tvö og fimm!
Mér leið eins og væmnu James Taylor lagi áðan þegar ég fór með H.G. í leikskólann. H.G. var brosandi og hló, ég hló líka. Við vorum að skoða dýralífið í grasinu. Það var svo góð lykt úti, hlýtt og sumarlegt þó að það væri alskýjað... bara góð tilfinning.
Núna hinsvegar er ég hinsvegar ekki eins og James Taylor lagið. Ég varð allt í einu pirruð yfir því að þurfa að fara lesa lífefnafræði, vera með túrverki og vera drulluþreytt!
Shæt hvað ég nennisuggi lengur!
Koma svo með gott tempó hérna!!!

P.S. Þó að James T. sé væminn maður, þá er músíkin hans góð! Common, ég var alin upp við hann af foreldrum mínum og er bara þakklát fyrir þá hlýju.
*væm*

Það er eitthvað að mér í augunum. Kannski af því að ég er búin að lesa of mikið? Allavega er ég að sjá allskyns hreyfingar útundan mér og svo er alltaf eitthvað bjart ljós að blikka til hliðanna!?
Kannski ég sé að verða skyggn???

mánudagur, maí 10, 2004

If you like pina coladas...
...þá fæst svona á hróarskeldu!
Hver er hin efnafræðilega skýring á því að staðið vatn er vont?
Ég var að koma úr eina erfiðasta prófi sem ég hef farið í...eða ekki???
Það kom mér á óvart hvað ég gat mikið, en hvort það sé rétt hjá mér það er annað mál. Ég er bara svooooo fegin að vera búin með þetta próf þar sem þetta var frekasta próf sem ég hef nokkurn tíman farið í!
Næst á daskrá er lífefnafræðin. Ekki tekur svosem betra við, en þetta er allavega ekki FIMM eininga áfangi, bara tveggja eininga :)En aldrei hef ég verið mikill "fan" efnafræðinnar og bið því alla um að senda mér lífefnafræðistyrk á miðvikudaginn þegar ég fer í prófið!
Núna er ég SVÖNG og ég ætla að fá mér eitthvað gott! Svo heldur lesturinn áfram...

sunnudagur, maí 09, 2004

Ég var aðeins að fikta í kaffipásu og þá fann ég þetta. Þetta er hann afi minn :)

Það er alveg satt sem Sigga segir, hann er voða líkur honum Toots Thielemans :)
Djöfs ófriður!
Það er ekki hægt að hafa opinn glugga, eins og það er nú gott veður úti. Það er einhver krakki sem er bara öskrandi og öskrandi, stanslaust hérna fyrir utan! Það endar með því að Dúdda gribba mætir á svæðið og öskrar á móti!
Smá egóflipp í gangi. Ég setti smá kosningadálk neðst vinstra megin á síðunni...
Já..ég er orðin þreytt á að læra. Finnst eins og klukkan sé orðin fimm um miðjan dag, en hún her bara að verða tólf sem þýðir að ég þarf að læra helling meira :(
Úff...nennisiggi lengur...
Smá um vöðva...

Með vaxandi aldri (hrörnun byrjar strax við 30.) minnkar hámarkskraftur vöðvanna og vöðvatrefjarnir verða að meðaltali grennri. Einnig tekur það lengri tíma fyrir fólk að ná arangri með þjálfun jafnframt því að svörun verður minni.

Sem segir okkur að það er eðlilegt að flest fólk sem er að keppa og ná góðum árangri í íþróttum er undir þrítugt. Eftir það, fer frægðin minnkandi...
Lærdómur stóð til tvö síðustu nótt og ég vaknaði áðan, klukkan átta og er byrjuð aftur.
Í gær tók ég mér samt fína pásu frá lærdómnum. Ég fór til Ragnheiðar þar sem hún bauð í mat og vinkonuskap. Þær voru allar hressar stelpurnar og á leiðinni út á lífið seinna. Ég hinsvegar tók u-beygju og fór aftur heim að læra eftir matinn því ég var ljóta skítuga stelpan, ne djók.
Takk fyrir mig Ragga mín!

Í gær kom soldið annað fyndið fyrir. Ég stóð hérna í öllu draslinu og var að farað leggjaf stað til Ragnheiðar þegar bóksali kemur og dinglar. Ég hleypi honum inn þar sem hann býðst til að gefa mér eina bók ef hann mætti kynna fyrir mér aðrar bækur. Ég bara jájá, wtf, koddu inn. Síðan kemur hann og ég held hann hafi misst málið í nokkrar sekúndur þegar hann sá draslið. Svo fékk H.G. svona hyper gestastæla þegar hann kom, þannig að hann hoppaði um og var með læti og fleygði dóti yfir hausa okkar á meðan karlgreyið var að reynað sýna mér bækur. Svo hellti H.G. vatnsglasi niður og fleygði gömlum kiwi-hýðum hingað og þangað og ég öskraði og var þreytt og pirruð og ljót í framan og úfin og mikil svitalykt af mér. Svo þegar ég sagði nei takk, ég ætla ekki að kaupa neitt en þiggja samt þessa ókeypis bók af þér, þá fór hann. Þegar ég lokaði hurðinni tók ég eftir að ég var búin að vera með opna buxnaklauf allan tíman. Þá sprakk ég úr hlátri og dreif mig síðan í matarboð...

Kanski pínu ýkt, en bóksalinn var allavega eitthvað skelkaður á svip meðan hann sat hérna í draslinu!

laugardagur, maí 08, 2004

Dugnaður eða er ég að drepa mig?
Ég var að læra í allan gærdag, til tvö um nóttina. Ég vaknaði klukkan átta í morgun og fór svo og hitti J&O og er búin að vera að læra með þeim í allan dag. Nú er ég þreytt og sé tvöfalt. Ég ætla að lúlla aðeins núna og fara svo til Ragnheiðar og grilla eitthvað gott. Svo verður haldið áfram í lærdómi eftir það, fram eftir nóttu.
Lífeðlisfræðipróf dauðans nálgast óðum!
Ótrúlegt hvað maður getur föndrað með ristað brauð. Ég fann dós af makríl í tómatsósulegi inní skáp. Skellti brauði í ristina og smurði hana síðan með pítusósu! Svo fór makríllin á og piparmyntute í könnu við hliðin á....
Ég er að segja ykkur, þetta er MASSA gott! Hver hefði getað ímyndað sér það...

föstudagur, maí 07, 2004

Ohh....nú væri gott að eiga góðan þjón til að stjana við mann.
Eða bara góðan mann.
Býður sig einhver fram?
...hey, þetta rímar!

Annars er ég búin að vera að hlusta á nýjustu Worm Is Green lögin sem koma út bráðlega, vonandi. Þau eru massa góð þó ég segi sjálf frá! Mikil sjálfsdýrkun í gangi hérna....
Hehe...fyndið.
Hörður Gunnar var að borða kiwi og kom svo hlaupandi til mín hrópandi "ég er með skegg!" þar sem hann var búin að festa annan kiwi helminginn á hökuna sína.
Annað fyndið, í prófinu í morgun. Siggi Bjarklind lét ekki sjá sig í prófinu fyrr en mjög seint og þá voru margar farnar án þess að hafa fengið tækifæri til að spyrja hann að nokkru. Nema hvað, hann fer upp að töflu og skrifar:
Ég hélt að helvítis prófið byrjaði eftir hádegi! Afsakið!!
Svona er Siggi Bj. Síblótandi og hress...
HJÁLP!!!!
Þetta er alltof mikið efni fyrir alltof lítinn heila! Ég er að snappa og langar helst að leggjast undir sæng!
Komin heim. Gekk vel í LFÓ prófinu. Núna japlandi á harðfiskbitum. Líður vel.
Næsta próf = erfitt!
Fimm eininga lífeðlisfræði áfangi!
Mánudaginn 10. maí klukkan níu.
Það verður ekki djammað um helgina, nemar Ingvar Teits komi í heimsókn til mín...
Jæja.
Þá er það próf númer tvö klukkan níu eða líffærafræði og fósturfræði. 4 tíma próf uppí gullhúsi Oddfellow manna og ég er bara hress og kát. Ég er rétt í þessu að fá mér ristaða beyglu og glurótar+appelsínusafa með klaka. Svo þarf ég bara að velja mér góðan penna og leggja af stað.
Já svei mér þá, held ég eigi eftir að dúxa í þessu próf :)
(á maður ekki alltaf að vera bjartsýnn?)

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég er alveg að snappa í þessum lærdómi. Verð að taka mér góða pásu. Ég er sveitt og ógeðsleg og hvað er þá annað betra en að skella sér í góða ilmandi sturtu með sápum, olíum og þess háttar!
....Annies song er fallegt lag.
*væm*
Nú hlusta ég á John Denver tribute diskinn Take Me Home og svíf um á bleiku skýi því ég er svo væmin í dag......
Ég var að fá bréf inn um mína lúgu eða póstkassa...whatever. Það hljómar svo:

FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Á AKUREYRI

Viðskilnaður húsnæðis.

-Húsnæðið í heild ber að gera hreint á hefðbundinn hátt. Veggi og loft þarf að þvo.
-Gólf á að þvo og bóna, taka skal fram eldavél og ísskáp og þrífa undan þeim.
-Eldavél skal þrífa vel bæði innan og utan ásamt fylgihlutum. Nota skal ofnahreinsi ef þörf krefur.
-Ísskáp og frysti skal afísa, þurrka upp og skila þurrum og hreinum.
-Viftu skal opna og þrífa að innan og skipta um filter.
-Hreinlætistæki, krana og blöndunartæki skal þrífa með til þess gerðum efnum.
-Rimlatjöld fyrir gluggum á að þrífa og rúður pússaðar og þurrkað ofan af köppum.
-Allar perur skulu vera virkar.
-Skila skal til rekstrarstjóra öllum þeim lyklum sem leigjandi hefur veitt móttöku.


Hljómar kannski hræðilega þetta bréf, en ég er farin að hlakka lúmskt til. Er farin að plana hvað diska ég eigi að hafa með mér og hlusta á þegar ég fer og tek allt í gegn...

Er að spá hvort ég eigi að nenna uppí skóla. Var að fá póst um að ritgerðin sem gildir 30% í tölfræðinni kemur í hús í hádegi og getum við sótt þær þá.... er nú soldið forvitin.
Ef það er eitthvað sem ég sakna þá er það diskurinn minn með Arne Schau-Knudsen sem að var stolið!
Fyrrverandi bastarður stal honum :(
Ég held að þessi þurfi að fara í mjaðmaaðgerð.......annars er ég núna akkúrat að læra ítarlega um kynfæri karla og kvenna.

miðvikudagur, maí 05, 2004

Það er fallegur fuglasöngur úti, sem ég læt mér nægja á meðan aðrir fara á Kraftwerk tónleikana...
*snökt*
Ég held barasta áfram að læra og vona að eitthvað skemmtilegt gerist hjá mér.
SONIC NURSETo be released June 8, 2004
on Geffen Records

"I love you golden blue"

já takk!
Bróðir minn kemur mér oft skemmtilega á óvart. Sérstaklega þar sem ég þekki hann bara sem rólegu týpuna eða vofuna, sem aldrei segir neitt. Núna er ég farin að lesa bloggið hans og þar fann ég skemmtilegt yfirlit hjá honum yfir sakaskrána sína, sem er mjööög fyndin!
Vó, ef ég ætti að farað gera mína sakaskrá, þá þyrfti ég að flýja land....

p.s. annars er ég alveg að fíla lagið hennar bjarkar, hyperballad, af plötunni telegram, í ræmur!!!
telegram er miskilinn dýrgripur.
Góðan og hressan daginn!
Ég held áfram að læra í líffærafræðinni og fósturfræðinni í dag. Er búin að vera nokkuð dugleg og er nokkuð pottþétt fyrir þetta próf... Huxa jákvætt!
En í tilefni lærdómsins tók ég nokkrar myndir úr námsumhverfinu mínu!

p.s. ég er ekki frá því að prófljótan sé að hverfa og hin geislandi gyðja er að brjótast út...ehemm

þriðjudagur, maí 04, 2004

Góð tónlist til að læra við og vekur hamingju í hug og hjarta:
Lamb - allir diskarnir!
Massive Attack - allir diskarnir!
Tori Amos - Strange little girls
Clem Snide - Your favorite music
The Czars - The ugly people vs. the beautiful people
Kill Bill sándtrakkið úr Vol.1
Lincoln - The sound of lincoln
Björk - Telegram
Air - The virgin suicides sándtrakk
Mark Kozelek - What's next to the moon
A tribute to John Denver - Take me home
Bonnie Prince Billy - Master and everyone
síðast en ekki síst
Nicolina - syngur í Sandavágs kirkju (færeyskir sálmar)
...og svo eru auðvitað fullt af öðrum góðum diskum, en í augnablikinu liggja þessir á víð og dreif við geislaspilarann!
Í kvöld verður sælkerinn að láta sér nægja að borða steiktan fiskbúðing.
Merkilegur þessi hríðarbylur úti. Ég er búin að grafa upp lopapeysuna, þykku vetrarhúfuna, brettaúlpuna, vettlinga og trefla vegna veðurs! Það er eins gott að eiga eitthvað gott að narta í þegar svona veður er og maður er að reynað læra undir próf.
Annars erum við HA hjúkkur á fyrsta ári búnar að opna síðu. Þarna getum við slúðrað um námið og kennara og nemendur. Massa stuð og slembið!

Djöfull er annars Nina Hagen grimm að sjá með Apocalyptica í laginu Seeman. Maður verður bara hræddur.
Múhahahahaha!!!
Var að skoða myndaalbúmið hennar Sonju og sá þar þessa stórkostlegu mynd! Það er eins og ég sé með risastór brjóst, miðað við skoruna, eins og ég og Steini séum kærustupar og eins og Sonja sé að klípa Villa í punginn og honum finnist það rosalega gott. Einsgott að ég get komið því til skila hér að þetta er náttla ekki eins og manni sýnist...
híhíhíhí....
Búin með fyrst prófið. Helv... tölfræðin, en það var nú bara gott.
Nú sit ég hér og velt fyrir mér næsta prófi sem er á dagskrá. Það er próf frá Sigga vini okkar Bjarklind og Alexander klobbalækni. Það er semsagt líffæra- og lífeðlisfræðin + fósturfræðin. En ég er nú ekki svo kvíðin fyrir því. Prófið er 7. maí, nægur tími til að leggja höfuðið í bleyti og jafnvel glápa á sjónvarp í millitíðinni.
Nú ætla ég hinsvegar að steikja mér djúsí heitan hamborgara með 100 ostategundum því það er kalt úti og ég er svöng. Já, það er kalt og það snjóar og frystir! En það jákvæða við það er að það er náttla miklu erfiðara að sitja og læra undir próf heima hjá sér þegar það er glampandi sól og hiti fyrir utan. Maður nennir voða lítið út í þetta veður hérna þannig maður situr sem fastast við bækurnar sínar....jammm....hungur kallar...hamborgari...

Ég er með prófljótuna í hámarki núna! Það verða sko ekki teknar neinar digital myndir af mér á næstunni...
Því fæ ég mér green-tea og set maska á andlitið fyrir svefninn.
Prófið byjrar klukkan níu á morgun, wish me luck!

mánudagur, maí 03, 2004

Vá hvað ég er ekki að nenna þessu lengur...
Hmmm...veit ekki alveg hvort að þetta sé gott. Sérstaklega þar sem ég á að vera góð hjúkka, en þetta er reyndar mjög persónulegt próf og persónulegar spurningar. Þannig að ég efast um að ég eigi eftir að skaða einhverja sjúklinga með því.
Eníveis...það er alltaf gaman að verað taka önnur próf heldur en þau sem maður á virkilega að vera að læra undir...
Slembið maar!

The Dante's Inferno Test has banished you to the Second Level of Hell!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very High
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Low
Level 2 (Lustful)Very High
Level 3 (Gluttonous)Low
Level 4 (Prodigal and Avaricious)Moderate
Level 5 (Wrathful and Gloomy)Low
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Very Low
Level 7 (Violent)Very High
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)High
Level 9 - Cocytus (Treacherous)High

Take the Dante's Inferno Hell Test
Ég og Gvendurinn erum búin að panta okkur miða og flug á Hróarskeldu. Ætla fleiri með okkur? Hópferð???
Hæ!
Hef varla tíma til að blogga en vildi láta vita að ég dó ekki beinlínis, er lifandi og er á fullu að lesa undir tölfræðipróf. Það er fyrsta prófið og það er klukkan níu á morgun. Rumpa því af eins og að rista brauð, enda hress og kát.
Og já...ég er búin að bíta það í mig. Ég ætla á Roskilde Festival! Júhúúúú.....