föstudagur, apríl 30, 2004

Ég DÓ! eftir að kom heim í dag eftir fimm. Var að sjálfsögðu að læra með O&J frá átta í morgun. Ég var eiginlega hálf vönkuð eftir daginn og lagðist uppí rúm á meðan H.G. fór út að leika sér. Ég þokkalega rotaðist í einn og hálfann tíma eða þangað til H.G. kom æpandi inn til mín eins og hann hafi séð draug. Þá hafði hann skorið sig á glerbroti úti og blóðið rann á nýskúrað gólfið (þurfti að skúra í gær eftir að hafa rakað hausinn á Jó Bró).
Ég huggaði hann nú með því að hann væri heppinn að því leytinu að mamma sín væri að læra hjúkrunarfræði og ef það væri eitthvað sem ég kynni þá er það að setja plástur á lítla skurði. Hann hætti því fljótlega að gráta og fór uppí sófa að horfa á Nigellu elda í sjónvarpinu (einn uppáhalds þátturinn hans H.G.).
Núna er ég hinsvegar nýbúin að elda og er að reynað borða eitthvað, en ég get svarið það, ég er hálf lasin.
Ég er lystarlaus, með titring og móðu í augum og skrítna tilfinningu í höfði og maga. Veit ekki hvað er að gerast, vonandi ekkert alvarlegt. Kanski ég sé á góðri leið með að læra yfir mig?
Eníveis. Held ég fari með H.G. á videoleigu á eftir og velja einvherja góða mynd. Geyma lærdóm kannski þangað til á morgun...
Alltaf eru við að fá fleiri og fleiri fín revjúv!
Var að koma heim af fimmtudagskvöldi á Kaffi Akureyri. Kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað Akureyringar eru skrítnir...
Ég hef ekkert meira um þetta að segja.
Góðanótt!

p.s.
ég sker úr mér hjartað með skeið...

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Buissy day...that's all I can say.
Ég lærði stanslaust frá 8 í morgun til fimm í dag! Át samloku í hádeginu um leið og ég las. Ég er að fíla það í tætlur að læra með Jóhönnu og Oddnýu. Svo fór ég og sótti Jóhann bro og klippti hann. Hann var eins og ég veit ekki hvað, hárið á honum var orðið svo mikið. Þetta endaði með því að ég skafaði hausinn á honum og nú lítur hann út eins og Egill Ólafsson stuðmaður... Ég klikkaði á því að taka mynd af honum. Verð að muna eftir því næst þegar hann kemur hingað.
Annars er ég dauðþreytt, þó langar mig pínu út í kvöld og fá mér öl með Röggu Popp. En að sjálfsögðu vantar mér þá pössun!
Veit ekki hvað verður...sjáum til.
En vá hvað ég er búin að vera dugleg í dag!
:o)

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Kom einhver dude hérna áðan og reyndi að fá mig til að skrifa nafn mitt á lista til að styðja Ástþór Magnússon í forsetakosningu sem framundan er. Held ekki. Maka frekar tómatsósu á mig.
Kjúklingurinn er svoooooooooo girnilegur!!!!!!!!!!!!!!!!!!
:o)
Mér verður óglatt á að hlusta á fréttirnar. Það eru ekkert nema viðbjóðslegar fréttir. Þá sérstaklega blóðböðin útí heimi. Getum við ekki bara öll sameinast í bæn og beðið um að þetta stoppi!?

Aníweis...
Ég var að læra með bekkjarsystrum mínum í dag eða proffunum eins og ég kalla þær, Oddnýu og Jóhönnu. Við vorum að hárreita okkur útaf gömlu fósturfræðiprófi sem kom okkur gjörsamlega í kerfi #&%!!*!!!! Við gátum varla svarað einni spurningu nema að leita af svarinu í klukkutíma! Ég er orðin hræddust við fósturfræðiprófið...

Núna er ég að bíða eftir Klikkuðum kjúklingi í ofninum. Á það skilið eftir þennan dag og núðlur gærkvöldsins eins og ég sagði fyrr. Svo ætla ég að fara í prófin hans Sigga Bjarklind í líffærafræðinni og aftur í fósturfræðina þegar H.G. er sofnaður í kveld. Siggi er furðulegur eins og ég hef sagt, eða töff. Það var nú ein spurning í gömlu prófi hans sem fékk mig til að hnussa. Hún er eitthvað á þessa leið...


Hvaða gerð af hlaupaskóm notar Sigurður Bjarklind?
a) Asics Gel Nimbus
b) Adidas Response Trail
c) Puma Cell
d) Nike Air Max
e) Rakaða Selskinnskó
f) Órakaða Kúskinnskó
g) Skó úr hákarlaskráp
h) Skó úr steinbítsroði
i) Hann hleypur berfættur


Ég sker úr mér hjartað með skeið.
Shitty shitty fuck fuck!
Ég er vöknuð og búin að fara með stubbinn í leikskólann. Setti í þvottavél og fékk mér gulrótarsafa. Er að rista beyglu og spekúlera hvernig skipuleggja skuli lærdóminn í dag.
Ég tók út kjúkling sem ég átti í frysti. Mér finnst ég eiga skilið góða máltíð í kvöld þar sem ég át bara núðlur og vatn í gær. Kvöldið þar áður var fiskur í matinn og hann var ekkert svo góður :(
Spurning um að gera eitthvað ljúffengt við kjullann. Ég þarf allavega að versla alveg heilan helling í Bónus í dag. Átti ekki þvottaefni í vélina áðan og varð því að fá lánað hjá grannanum. Klósettpappírinn er að verða búinn og batteríin í vasareikninum eru búin, sem gerir það að verkum að ég get ekki reiknað í tölfræðinni.
En ég huxa að ég snú mér að líffærafræðinni í dag, jafnvel lífefnafræðinni. Fögum hans Sigga Bjarklind. Hann er töff náungi. Það koma líklega mjög töff próf frá honum ef ég þekki hann rétt...
Beyglan er tilbúin. Hvítlauksrjómaost á og þá er ég sátt.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Þetta var ekki alveg að virka hérna hjá mér. Núna er ég búin að breyta til í íbúðinni, eða réttara sagt borðum og stólum og búin að búa til litla lærdómshornið mitt, eins og ég gerði fyrir clausus prófin síðasta haust. Þetta verður að virka. Ég er að reyna að komast í gír. Það gengur ílla...
Núðlur og vatn í matinn.
*andvarp*
Ég get svo svarið það! Langar miklu meira á þetta festival heldur en Roskilde!
Síðasti kennsludagur í dag og ég missti af honum. En það voru nú bara tveir tölfræðitímar í morgun. Málið er að Hörður Gunnar er lasinn. Hann gubbaði í nótt og er með hita. Ég er því í verklegu hjúkrunarnámi þessa stundina að sinna litla manninum mínum.
Vonandi verður hann nú ekki lasinn lengi. Ég þarf að lesa og lesa og lesa og lesa...........

mánudagur, apríl 26, 2004

Mér langar í allt hérna!
Það er að koma ný plata með Sonic Youth. Hún heitir Nurse og auðvitað þarf ég að eignast hana.

Ég er að spekúlera í að gera eitthvað brjálæðislegt eins og Óli. Hann er að fara á tónleika með Kiss í Ástralíu. Ég las að PJ Harvey væri að fara spila með Sonic Youth og Morrisey í Ástralíu. Það væru sko feitir tónleikar!!!
Tek bara lán....
Ég vaknaði á undan sólinni eða eitthvað fáránlegt því ég vaknaði svo snemma í morgun. Ég fór með pjakkinn í leikskólann og mætti svo í skólann. Ég gapti því það var enginn kominn! Isn´t zthat wierd!? Ég fór því til Láru (principal hjúkrunarfræðinnar) og tékkaði á því. Þetta var svo aukatími sem ekki þurfti að nota...hmmmokey. Það var allt í lagi. Ég fór því bara uppá bókasafn og lærði pínu þar. Þá fór maginn að æpa eftir einhverja tíma og ég með engan pening til að versla mér hungurstöðvandi þannig ég fór heim að eta.
Eftir nokkrar pælingar heima, uppgötvaði ég svo hvað klukkan var og uppgötvaði það að ég var búin að missa af þessum eina tíma sem átti að vera í dag!!! Eeeenn, þetta var bara einhver lásí umræðutími þannig ég gef bara skít í það.
Ég fíla mig eitthvað svo mikla rokkbitch í dag eftir að hafa horft á Kill Bill. Ég og Uma erum eitt!Það er mánudagur. Fiskur í matinn.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Alltaf bætast fleiri í hóp bloggara, t.d. Lísa og Ragnheiður...
Loksins sá ég Kill Bill vol.1 og svo líka Kill Bill vol.2 í bíó í gær. Þetta eru með bestu myndum sem ég hef séð.
Núna er ég bara að undirbúa mig fyrir skóla á morgun. Ég ætla að fara snemma að sofa og nú er bara LESTUR framundan!
Ég má ekki vera að þessu bloggi...iss og ussumsvei!

laugardagur, apríl 24, 2004

Jamm og jæja. Þunn og sæt, but it's alright.
Ég sit heima hjá Árna, nýbúin að éta tvo hamborgara franskar og kók. Ég komst að því að hún Lísa er með dæmi í tölvunni sinni sem gerir mér kleyft að hlaða inn myndirnar af digital myndavélinni minni. Þannig að myndir úr partýinu í gær eru á leiðinni á netið.

Það var gaman. Bjarni var þrumuhress og hoppaði eins og hirðfífl allan tímann. Þetta var líka hálf óldskúl partý, eins og það hefði verið spólað tilbaka til ársins 1998. Partý fyrir ofan Nínu útá skaga... Það var semsagt mikið stuð í gær og svo var farið downtown Reykjavík og kíkt á pöbbana. Þar hittum við margt skemmtilegt fólk og skemmtum okkur vel fram undir morgun.
Södd og sæl...

föstudagur, apríl 23, 2004

Ég og pabbi ræddum um músík í gær.

Við gerum það stundum þegar við erum að pæla. Ég var að kynna honum fyrir The Czars og Bonnie Prince Billy. Svo var hann eitthvað að spekúlera í hljómsveitarbissnessnum okkar í Worm Is Green.
Annars var ég að kaupa mér nýjasta disk þeirra í Lamb, ég bara gat ekki beðið lengur. Ég borða þá bara fleiri núðlupakka í staðinn! Ég get ekki lifað án músíkurrrrrrrr....En þessi diskur er alveg BRILLIANT! Að sjálfsögðu.
Ég fór svo líka að hitta strákana í WIG og við vorum að taka exclusive myndir fyrir enn eitt blaðaviðtalið. Við ætlum að taka fleiri myndir á laugardaginn því við náðum ekki alveg því sem við ætluðum að gera. Við fíbblumst alltof mikið eins og þið sjáið...hér er Bjarni að leika gólfmottu.

En það er samt gaman að fíbblast. Verst að ég hef lítinn tíma til þess þar sem prófin nálgast. En við vorum samt voða dugleg ég og Árni og eyddum sólríkum sumardeginum fyrsta í upptökur í dökku herbergi. En það var samt gaman. Birta og Lísa komu með ís og ég fór svo uppí Borgó aftur og borðað með stórfjölskyldunni, sem er upprunnin frá Gunnlaugsgötu tíu.
Ég og Hörður Gunnar erum búin að vera skemmtileg mamma og sonur í dag. Fórum með bílinn í smur og hengum í Kaupfélaginu og spjölluðum við fólk. Það er ótrúlegt hvað allir eru með allt á hreinu um mann í svona litlu bæjarfélagi. Það eina sem ég þurfti að segja var bara já og já til að staðfesta að það sem fólkið veit um mig sé rétt.... En það er bara gaman af svona umhyggju eins og Eva Sum kallar það.
Gleðilegt sumar allir saman!

P.S. Árni hann er nú meiri töffarinn...

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég á ekki mjólk í kaffið!!!
En allavega þá er ég við það að farað leggjaf stað suður. Sumardagurinn fyrsti á morgun og það finnst mér æði. Sumarið er tíminn. Elska hlýjuna og birtuna. Væmi væm...
Ragnheiður pæja og sætasta vinkonan mín kom í heimsókn til mín í gærkvöldi. Hún er ein af fjölmörgum sem er að skríða inn í bloggheiminn. Ég var að kenna henni á hitt og þetta á bloggernum. Annars er hún helv.. klár stelpan þar sem hún dúxaði víst í einhverjum HTML áfanga í skólanum sínum. Ég ætla að setja hana á linkalistann minn þegar hún verður komin vel af stað með bloggið sitt. Hún er að föndra við það þessa dagana....
Jæja..best að klára svarta kaffið og drífa sig svo!
Ég er bara svo ánægð að netið skuli loksins vera komið í lag og á erfitt með að slíta mig frá....


Og hananú!

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Worm
Is
Green
var
á
Kapital
um
páskana...
Afmælin eru nokkur þessa dagana...
Hún Unnur elsku krúsídúllan mín átti afmæli í gær, sem þýðir að ég á afmæli eftir hálft ár.
Svo á Litlarós, kisan mín elskulega, afmæli í dag. Hún er orðin 14 ára gömul og ennþá spræk eins og kettlingur!
Svo er það hann Bibbi besti sem á afmæli þann 22. apríl! Hann rétt nær að halda upp á það áður en hann fer út til USA. Og ég, sem fer óvænt suður í myndatökur, mæti að sjálfsögðu í afmælið!!
Jamm...annars er víst að farað koma að því að nýr diskur kemur frá PJ Harvey. Hlakkar mikið til. Er búin að vera að hlusta núna á nýja Bonnie Prince Billy diskinn, sem er mjög kántrýlegur og svo Kraftwerk diskinn Tour De France. Sá diskur er hrein schnilld og þá er lagið Vitamin í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Það er eins og að vera stödd í líffeðlisfræðitíma hjá Ingvari Teits þegar maður hlustar á þetta lag!
Annars lánaði Gvendurinn mér nokkra diska um daginn. Hann er alveg snillingur í því að kynna mér fyrir góðrí múzík. Þá finnst mér diskurinn The Ugly People-vs-The Beautilful People með hljómsveitinni The Czars ALLTOF góður! Ég er gjörsamlega sokkin í þennan disk og hlusta á hann dag og nótt! Síðan lánaði hann mér líka A Tribute To John Denver; Take Me Home. Þar eru góðir listamenn að taka lög snillingsins sem samdi meðal annars lagið Annies Song, að spila. Þá get ég nefnt Bonnie P.B., Low, Red House Painters og The Innocense Mission...
Svo var það bandið Clem Snide með diskinn Your Favourite Music, sem eru coverlög í skemmtilegum búningi.
Ah...ég fæ aldrei nóg af múzík. Sérstaklega hlusta ég mikið á músík þegar ég er á viðkvæma tímabilinu eða "Rósa frænka er í heimsókn" tímabilinu. Konur, þið skiljið mig...
HALELLÚJA!
Eftir að hafa kvartað og kveinað í gagnasmiðjunni var loksins eitthvað gert í net-veseninu í dag. Ég er semsé online núna og græt af gleði og hita mér pizzu og franskar í tilefni þess.
Annars er ég að fara suður á morgun, önnur vinna kallar. Já, það er nóg að gera í þessari hljómsveit og ég er að fara núna og bruna í einhverjar myndatökur fyrir enn eitt blaðaviðtalið. Það vantar sko exclusive myndir, ekki eitthvað gamalt.
Svo er heilmikið búið að gerast. Birtan og Gvendurinn farin að blogga og að sjálfsögðu bætti ég þeim á linkalistann minn!
En nú verð ég að skjótast í smá stund.
Meira blohohogg síðar!

sunnudagur, apríl 18, 2004

Það að vera ónettengd er hræðilegt! Ég hef ekki komist inná þetta bévítans háskólanet síðan ég kom norður og hef því alveg verið lost. En núna skellti ég mér í heimsókn til nágrannans og fékk að kíkja á stundatöfluna og fleira til að ná andanum aftur!
Rétt áður en ég fór norður þá var ég að leika mér við það að skanna gamlar myndir inn á myndasíðuna mína. Það væri áhugavert fyrir allavega suma fjölskyldumeðlimi mína á kíkja á þær. Gætu kítlað einhverjar hláturtaugar...
Kristín, Sonja, Sigga...muniði ekki eftir einhverju svona?

Jájá. Það var gaman þá. Svo setti ég sætar myndir af mér (því ég er með svo mikla ljótu núna) þegar ég var í færeyjum, eitthvað um 5 ára gömul minnir mig. Þarna eru ég og Sonja stóra að sigla um Færeyjar að veiða fisk.
Þangað til næst...tata!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Hvað er að gerast? Það er bara klikkuð snjókoma hér fyrir utan! Ætli ég komist norður? Ætti ég að vera lengur hérna?
Pæling.
Mér sýnist það nú vera greiðfært alla leið nema einhver hálka á Holtavörðuheiðinni samkvæmt vegagerðinni. Og ekki er vindhraðinn mikill. Svo er maður nú orðinn svo sjóaður í því að keyra svona langleiðir. Ég og akstur á þjóðvegi = vel þjálfað apparat.
Annars ætla ég nú að leggja af stað einhverntíman á eftir. Er bara að taka það rólega núna og hlusta á Toots Thielemans og Hörð Gunnar fikta í svuntuþeysaranum...skrítin blanda.

Annars er ég líka að drekka nýmalað kaffi frá Brasilíu. Passar vel við hann Tootsa gamla!
Ég er búin að redda þessu. Ég fór bara og tók Gvendinn með mér útá skaga og hitti Bibba litla! Við skelltum okkur á kaffihús og hlógum úr okkur lifur og lungu á meðan Bjarni kom með Skotlandssögur á færibandi. Það er alveg merkilegt hvað maðurinn er alltaf hress og fyndinn.
Nú get ég keyrt norður á morgun með bros á vör því ég náði að hitta kauða áður en hann fer til Boston, USA í heilt ár. Svo sagði hann okkur frá því að hann myndi nú koma í heimsókn í október, afmælismánuði mínum! Svo gæti vel verið að græni ormurinn fari í tónleikaferð til USA og þá er nú tækifæri til heimsóknar...
Jájá...alltaf gaman að hitta Bjarna. Húrra fyrir honum!!!

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Ég held að ég keyri norður á morgun. Ef ég skrópa fimmtudag og föstudag til að vera eina helgi hér í viðbót, þá missi ég af átta lífeðlisfræðitímum. Það er ekkert voða gott. Svo er líka hálf leiðinlegt að fara norður á síðasta snúningi. Það er gott að vera komin fyrr og koma sér aftur í norðlenska gírinn. Eins er tíminn ósköp fljótur að líða. Áður en ég veit af er sumarfríið komið og ég farin að flytja. Það er bara leiðinlegt, ég hefði vilja hitta suma aðeins meira í páskafríinu mínu. Til dæmis hef ég ekki hitt Bjarna eftir að hann kom heim og ég er ekki viss um að ég nái að hitta hann áður en hann fer til Bandaríkjanna í EITT ÁR! Hmm...þá fer ég að huxa aftur...á ég að vera yfir helgina?
Ohh... ég snýst alltaf í endalausa hringi inní hausnum á mér!!!
Ég held að teiknimyndir Leibba sé eitt það sniðugasta í dag...

mánudagur, apríl 12, 2004

Við Hörður Gunnar erum ein heima og setjum Magnetic Fields í botn. Ma & Pa og Jóhann bro fóru suður í bíóferð að sjá The Passion....
Talandi um að vera ein heima. Ég er að huxa um að vera hérna fram yfir næstu helgi. Skólinn byrjar næsta fimmtudag, en ég er að spökúlera að vera aðeins lengur. Gæti verið að það verði einhverjar fleiri upptökur hjá græna orminum. En ma & pa eru að fara til danmerkur á fimmtudaginn og verða þar yfir helgina. Þau eru að fara á Clapton tónleika í Parken! Hótel og versla og út að borða...gaman fyrir þau. Þá verð ég bara ein með stubbinn hérna í Borgarnesi. Jóhann ætlar að fara norður í fyrramálið. Kannski maður bjóði bara Bjarna í heimsókn ásamt fleirum í græna orminum og grúppíum og halda nett partý?! Pæling...
Núna ætla ég að farað spila ólsen ólsen við Hörð Gunnar og hækka í græjunum.
Góðar stundir!
Það er gaman að eiga foreldra með gott plötusafn. Ég gróf upp plötur með Joni Mitchell og þær eru að gera það gott á þessum degi.
Í gær fórum við Gvendur á rúntinn í von um að fá okkur kaffisopa á klettinum eða eitthvað því okkur leiddist. Nema það var allt svart og harðlæst á klettinum og bara Dússabar með ljós og eitthvað af fólki inni. Við lögðum nú ekki í það að fara þangað þannig að við ákváðum að skella okkur út á Akranes á rúntinn þar og hitta jafnvel Árna, Villa og konur og jafnvel Bjarna bumbu þar sem hann kom frá Skotlandi í gær!
En þar voru allir þreyttir eða sofnaðir þannig að við Gvendur fórum bara tvö á Cafe Mörk og sátum þar með skrítið fólk í kringum okkur. Mér fannst þetta nú vera hálfgerð skylda hjá mér að fara að kynna mér skaganæturmenninguna aftur þar sem ég er nú að farað flytja þangað næsta haust. En á Cafe Mörk voru nú ekki margir og ekkert mjög áhugavert lið. Við ákváðum því að fylgja straumnum og skella okkur á ball á Breiðinni!!!
Þar var heilmikið af fólki og við Gvendur hittum marga gamla góða kunningja. Þetta var í raun eins og að stíga skref aftur í tímann og fara aftur í FVA. Nema það voru reyndar svolítið litlar og ungar stúlkur þarna. Mér leið eins og ég væri komin á fertugsaldur og með tíðahvörf!
Og eins og á flest öllum böllum Akraness, þá voru fjöldamörg slagsmál í gangi. Ég fylgdist með úr góðri fjarlægð og hneykslaðist á þessu aftur og aftur. Svo var ég farin að spotta út þessa slagsmálagaura. Górillur! Þeir eru eins og górillur, með hangandi langar hendur niður og leitandi að einhverjum sem er að fara inn á þess heilaga yfirráðasvæði. Górillur í yfirráðaslag...mjög fyndið þegar maður sér spaugilega hlið á þessu. En frekar sorglegt að horfa á alltaf SAMA fólkið vera í endalausum slagsmálum um leið og það fer út að skemmta sér. Það finnur aldrei friðinn...
Ég klikkaði á heimildum og er því ekki með neinar myndir af þessu balli. En ég get þó smellt einni góðri af Google í staðinn.

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska!
Tónleikarnir tókust bara mjög vel í gær og prógrammið gekk meira að segja mjög hratt fyrir sig. En eftir tónleikana varð ég allt í einu mjög þreytt og fór bara beint heim að sofa. Ég vaknaði líka frekar snemma í morgun og fór strax uppí Borgarnes og tók tvo ferðafélaga með mér og kom við á Akranesi að sækja Hörð Gunnar. Alfreð kom með og hoppaði út á skaganum og Gvendurinn kom með mér uppí nesið.
Í dag er bara búið að vera rólegt. Góður og blíður páskadagur. Ég er búin að hlusta MIKIÐ á Magnetic Fields í allan dag, 69 Love Songs. Magnað meistaraverk sem maður fær aldrei leið af. Svo fór ég í langt og gott páskabað með gulri önd og skellti mér svo í "fín föt", allavega ekki gallabuxur og peysu eins og venjulega. Svo hef ég verið að dunda mér við að taka myndir í dag. Ég huxa líka mikið til ættingja minna erlendis. Ég veit að þeir sem eru úti hafa gaman af að sjá fjölskyldumyndir og eru ekki páskar mikil fjölskylduhátíð?
Amma og Solla frænka komu í lambalæri til okkar í Hamravíkina. Það var sweet. Mamma grillaði lærið og það var svo mjúkt og gott að mér fannst ég vera stödd á skýji í hvert sinn sem ég tók bita af lærinu! Síðan dormaði ég aðeins eftir matinn, enda pakksödd og ennþá soldið þreytt eftir tónleikabrasið í gær. Svo heyrði ég að Palli frændi væri komin í heimsókn og mamma farin að bera fram desertinn. Þá var nú mál að drífa sig fram svo maður fengi nú eitthvað af þessum desert! Þeir sem þekkja Palla vita hvað ég er að tala um. Það er eins og hann sé með innbyggðan radar í nefinu sem nemur lykt af desertum og nýbökuðu. Hann kemur alltaf þegar maður er að borða eitthvað gott! En það er bara gaman af því. Palli frændi er perla og skemmtilegur maður. Hann varð svo hress í kvöld að hann tók einhverja leikþætti sem ég rétt náði að taka á myndir.
Svo fór hann án þess að kveðja kóng né prest, en það er his way þannig að við verðum ekkert hissa á því frekar en fyrr um daginn.
Ég tók mér Bruce allmighty á leigu í kvöld og skemmti mér vel yfir henni. Samt var nú fyndnast að fylgjast með pabba þegar hann fékk hláturskast í miðri myndinni og GRENJAÐI og varð eins og tómatur í framan og náði ekki andanum. Mikið roooosalega fannst honum þetta atriði fyndið....
Núna er ég að hlaða inn myndirnar frá því í dag. Ég var svo að spekúlera í því að kíkja kannski á Búðarklettinn í kvöld með Gvendi. Við erum hvortsemer ekki að gera neitt sérstakt og láta okkur bara leiðast. Þá er mál að skella sér á klettinn og fá sér kaffisopa og vera soldið menningarleg....ekki satt?
Í lokin set ég mynd af henni Litlurós. Hún verður 14 ára í apríl og var hress eins og kettlingur í allt kvöld!
Góðar stundir!

föstudagur, apríl 09, 2004

Ég er á leiðinni til höfuðborgar bananalýðveldisins. Sonja ætlar að fljóta með. Við fórum á rúntinn í Borgó í gærkvöldi og keyptum okkur bland í poka í Hyrnunni. Mjög fyndið og skrítið...Er að fara á æfingu með græna orminum í dag og undirbúa tónleika laugardagskvöldsins. Hlakkar til að hitta alla í páskaskapi. Ætla að reyna að hitta marga, en eins og alltaf, þá kemst maður ekki yfir allt.
Veit ekki, er hálf andlaus þessa dagana, enda andvarp að vera komin í frí.
Ætli ég bloggi nokkuð mikið í páskafríinu? Það kemur bara í ljós. Enda ætlaði ég nú að vera dugleg að lesa námsbækur í fríinu mínu...fun, fun, fun!
Jæja. Hreinleiki og skítur fer ekki saman. Best að farað drífa sig suður... og keyra á 90 km hraða.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Frændi og frænka...

Búin í verknámi, komin í páskafrí og jabbidídabb.
Kom í Borgarnesið í gærkvöldi. Var stoppuð af löggunni og sektuð! Ég mætti sko fimm löggubílum á leiðinni.
Ég fór í fermingarveislu í dag hjá Gunnhildi frænku og hér eru myndir af því. Mjög þreytuleg á myndunum.
Ble í bili...zzzz

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Jæja. Þá er bara ein vakt eftir af verknámi. Morgunvakt á morgun. Ég er að basla við að skrifa lokamat á verknáminu og ég er semsagt búin að lýsa hinu og þessu, styrkleikum mínum og veikleikum.... Ég bara get ekki fundið veikleika mína! Það er svo vont að segja frá þessu sjálfur, en mér finnst ég aldrei vera neitt óörugg í starfinu eða slíkt. Er það vont??
Allavega, ég get reynt að pæla í veikleikum mínum í starfi í nótt og á morgun. Ég þarf ekki að sýna þetta fyrr en um tvöleytið á morgun þegar við förum í lokamatið hjá Margréti.
En þessi kvöldvakt í kvöld var mjög róleg. Aðeins þrír sjúklingar og við vorum þrjár á vaktinni. Sjúklingur á mann, það er nú bara lúxus. En við gerðum gott úr því. Spiluðum og spjölluðum öll saman og áttum notalegt kvöld. Þegar ég var búin að segja góðanótt við sjúklingana þá mátti ég bara fara heim því ég var hvort sem er búin að fá að prófa allt sem hægt er að prófa í verknáminu á þessari deild.
Á morgun mun ég svo bruna suður eftir vaktina. Ég er búin að pakka fullt af fötum og dóti niður í tösku í dag og ég held ég sé með nokkur kíló! Allavega eru námsbækurnar svona 50 kíló í tveim töskum. Alltof mikill þungi í þessum bókum...
Hlakkar til að komast í páskafrí. Ég var að vinna alla síðustu páska, tvöfaldar vaktir, undirmannaðar á öldrunarlækningadeildinni á Borgarspítalanum. Nú, verður borðað páskaegg og páskasteikur, sungið og dansað.
Svo auðvitað er ég að fara í fermingarveislu á fimmtudaginn hjá henni Gunnhildi frænku.
Jamm....sprellifjör....
Ég er búin að vera í miklu PJ Harvey skapi þessa dagana. Ég er búin að hlusta á alla diskana hennar lon og don og dansa um í svörtum nærfötum með úfið hár og syngja með og að sjálfsögðu með eldrauðan varalit. Mér dauðlangar að lita hárið á mér svart!
En það er gaman að vera ein heima og flippa út. Ég er búin að vera skemmtilega löt eftir að Hörður Gunnar snjúbburinn minn fór suður með Jóhanni Bro. Mér finnst ég eiga það skilið.
Svo er kvöldvakt seinna í dag og á morgun líka. Eftir það er stefnan tekin suður í páskafrí.
Og ég vil minna gott fólk á það að við verðum að spila á Kapital 10. apríl. Allir að mæta!

p.s. hehehe... nafnið mitt er á allmusic siðunni.

mánudagur, apríl 05, 2004

Ég er á kvöldvakt og er að stelast til að blogga. En ég er búin að vera dugleg og orkumikil og nú er allt rólegt og ég komin með kaffi í krús.
Ég veit að ég hef verið löt að blogga og allt það. En ég er barasta búin eftir hvern vinnudag og löt í fríi mínu. Ég nenni ekki einu sinni að elda eða eitthvað slíkt og stundi því mikið þegar ég fékk alminnilega MÁLTÍÐ í kvöldmat í mötneyti FSA.
En ég get ekki sagt mikið núna þar sem ég er hjúkkunemi að stelast í tölvu á vakt.
Kanski kemur andinn yfir mig þegar ég fer heim á eftir. Ég get allavega vakað eitthvað frameftir þar sem ég fer á kvöldvakt á morgun líka. Mmmm.... það er svoooo gott að fá að sofa út!
:o)

laugardagur, apríl 03, 2004

úff...þreytt...
Við Berglind fórum á kaffihús í gær og spjölluðum mikið um nýfæddan son Heklu, systur Berglindar og Binna. Ég er ekki frá því að það klingir í eggjastokkum þegar maður sér svona nýfætt, mjúkt barn. Ég var líka ein af þeim fyrstu sem sá hann þar sem Binni var að koma með hann frá skurðstofunni framhjá deildinni sem ég vinn á. Þess vegna hef ég verið að fylgjast með litla prinsinum þeirra, spennt eins og nýbökuð mamma! En það er nógur tími framundan hjá mér. Fyrst klára námið og svo má kanski annað barn koma. Ekki væri verra að eiga mann sem myndi hjálpa manni með uppeldið og fleira. Ég bíð róleg...
Ég mætti svo klukkan átta í vinnuna í morgun. Mjög þreytt en samt orka til að gera heilmikið. Ég fékk að gera margt nýtt í dag og var í raun að sjá alveg um tvo sjúklinga sem eru bæði að jafna sig eftir gerviliðsaðgerð.
Svo mátti ég fara heim bara um eittleytið því ég var til sex í gær að taka upplýsingasöfnun hjá nýjum sjúklingi. Ég fékk að klára fyrst að skrifa rapport um sjúklingana mína áður en ég fór heim samkvæmt lyklum. Það var gaman að fá að gera það :o)
Núna er ég að spá í að halla mér aðeins þar sem ég er búin að vera geispandi í allan dag. Í kvöld er svo stefnan tekin á næturlífið þar sem ég er að fá gesti í heimsókn og búin að lofa að kíkja út með þeim. Einnig þurfum við Berglind að opna rauðvínsflösku í tilefni þess að nýr heilbrigður drengur kom í heiminn í gær. Oh...hann er svo mikið krútt og það er gaman að snjúbba hann og þefa af honum...mmmm....ungabörn.

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Já já og sei sei!
Það hefur verið margt og mikið og skemmtilegt að gerast í dag. Ég mætti hress á bæklunardeildina og byrjaði á rapporti og svo stofugangi með hjúkkum og læknum. Síðan fékk ég að gera mörg skemmtileg verkefni. Ég fékk að baða mann, fjarlæga klemmur/hefti úr löngu skurðssári af hnéi eftir gerviliðsaðgerð, fjarlæga þvaglegg úr karlmanni, mæla endalaus lífsmörk og blóðsykur, sækja sjúkling á gjörgæslu og margt, margt fleira! Mikið að gerast og mikið sem ég gat skrifað um í dagbókina mína fyrir daginn í dag.
Jóhann bróðir og Hörður Gunnar fara í fyrramálið með Norðurleiðinni suður. Þannig að ég verð ein heima þangað til 8. apríl. En þá get ég líka kanski eldað mér góðan mat og sterkan mat og eitthvað sem H.G. borðar ekki. Legið í leti án þess að þurfa að "mömmast" í smá tíma. Það er kannski ljótt að segja það, en það er gott að fá smá "frí"...
Jájá.
Ég var á varðbergi í dag vegna þess að það er nú gabbdagurinn mikli. Ég var einu sinni mjög virk í þessum göbbum og lét líka gabba mig mikið einu sinni í grunnskóla. Við hjúkkunemar pössuðum okkur því það hefði verið týpískt ef við hefðum verið látnar sendast eitthvað að sækja eitthvað. En það gerðist ekkert svoleiðis.
Ég hitti líka fyrrverandi bekkjarsystur mína í dag, hún Kristbjörg litla, sem var með mér í bekk í MA. Hún er læknarritari á FSA og er því oft að skjótast hingað og þangað með einhverjar konsúltbeiðnir á deildir. Hún var hress og kát og það var mjög gaman að hitta hana.

Jæja...ætlað fá mér að borða...