sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ég og Berglind snöppuðum alveg í dag. Við skelltum okkur í sunnudagsbíltúr og fórum á bóka- og geisladiskamarkað niðrí bæ. Þar var heilmikið áhugavert! Þegar ég kemst á svona markaði þá er voðinn vís hjá kreditkortinu mínu.
Allavega, við keyptum helling af diskum og bókum. Allt frekar ódýrt, en fljótt að safnast upp í háa upphæð. En við ætlum ekki að nefna neinar tölur núna. Ég var bara líka svo glöð að sjá loksins eitthvað tónlistarúrval hérna á Akureyri!!
Ég fór t.d. í allar búðir sem selja geisladiska hérna í gær í þeirri von um að geta keypt mér eitthvað með Kraftwerk. Það er ekkert til hérna nema einhver froða sem ætti helst að selja 13 ára gelgjum. Segi svona af því að það var verið að spila svona froðu í græjunum í búðunum og það var alltaf einhver ca. 13 ára gelgja að raula með lögunum og kunni alla textana...
En...ég keypti mér 7 geisladiska:
Depeche Mode - The Singles 81-85
Tori Amos - Strange little girls
Kelis - Wanderland
Foo Fighters - The Colour and The Shape
Marc Almond - Stranger Things
Kraftwerk - Trans Europe Express
Kraftwerk - The Mix
Og ekki eru bækurnar af verri endanum. Ég keypti eina Lukku Láka bók handa Herði Gunnari. Svo keypti ég Játningar Púskins sem Sonja var búin að kynna fyrir mér. Hún les alltaf uppúr henni í partýum....very interesting! Svo fundum við Berglind sprenghlæjilegar erótískar smábækur á hundrað kall stykkið með æðislegum erótískum myndum framan á. Ég keypti 4 sem heita:
Elsku Molly - "Hún hafði þá sjúklegu ástríðu að kíkja á glugga þegar halla tók kvöldi eða í byrjun nætur."
Sexy, spennandi og djörf ástarsaqa
Mínar ástir - "Sönn íslenzk saga um reynslu ungs manns í ástamálum."
Djarfar sannar sögur nr.3 - "Hér segir ein reyndasta vændiskona í Hollywood frá ævi sinni og starfi og kennir þar margra grasa. Hún er opinská og djörf í frásögn sinni og dregur ekkert undan."
Enginn höfundur eða ártal tilgreint. Þó er talað um Atla Högnason sem höfund en hann er þá undir dulnefni. Allar þessar bækur eru óheimilar til sölu unglinga yngri en 18 ára!
Ég ætla að lesa þessar bækur og svo eru þær tilvaldar fyndnar afmælisgjafir. Gaman að hafa á náttborðinu.
Svo keypti ég tvö eintök af gamla Brandarablaðinu. Skemmtilegir dónabrandarar í máli og myndum.
Hvað betra að gera á sunnudegi en að vakna fyrir hádegi, kveikja á útvarpinu og stilla á rás 1, hlusta á messu og þá sérstaklega predikun, hugleiðing og gott veganesti fyrir vikuna. Fá sér tesopa og ristað brauð með reyktum laxi og graflaxsósu.
Ég þakka gott uppeldi foreldra minna.
Amen.
Ég og Berglind erum hressar á þessu laugardagskvöldi. Við tókum okkur tvær videospólur; Johnny English og Superstar. Sú seinni var muuuun skemmtilegri og við hlógum mikið. Við opnuðum líka rauðvín og átum Dominos pizzu fyrr í kvöld, snakk, Kims mega mix, ídýfu, blandaðan apollo lakkrís og maltesers.... Sukk og svínarí á laugardagskvöldi!!!
En það er gaman....

föstudagur, febrúar 27, 2004

Langar að segja eitthvað, bara veit ekki hvað. Er bara að taka mér smá pásu í lærdómnum. Ætla reyndar að taka pásu í kvöld og horfa á tvær, kanski þrjár myndir sem eru í sjónvarpinu. Annars er bara líffærafræði og lífeðlisfræði ennþá á fullum krafti. Það er gott á meðan maður er í svona gír, nennir að gera þetta og finnst það ekkert leiðinlegt. Manni líður vel þegar maður afrekar mikið og gerir það vel.
Var að uppgötva það annars að það er fullt af flottum hljómsveitarnöfnum í anatómíubókinni. Til dæmis, digital arteries eða fingurslagæðar, væri flott nafn á hljómsveit þar sem væri mikið lagt uppúr píanóleik eða miklu gítarsólói.
Mig dreymdi körtur eða froska í mýri í nótt. Hvað segja draumaráðningar um það? Hann hoppaði inní kastala. Er þetta kanski froskurinn sem ég á að kyssa svo að prinsinn minn birtist og við búum í höll eftir það???
Það stendur í draumaráðningabókinni minni að dreymi einhleypa menn froska munu þeir finna hamingjuna í hjónabandinu eftir frekar erfitt tilhugalíf!!! Jæja já!
Ú og já, ef menn ganga yfir mýrlendi í draumi boðar það velgengni!
Hamingja hamingja? eða hvað???

Múhahahah....

What Makes You Sexy? by eva71
Name/NickName
Gender
Sexy Body Part IsYour Boobs
Special Talents AreShowing off
Created with quill18's MemeGen 2.0!


What Makes You Sexy? by eva71
Name/NickName
Gender
Sexy Body Part IsYour Boobs
Special Talents AreEverything (Multi-talented)
Created with quill18's MemeGen 2.0!

fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Ég er búin að vera rosalega dugleg að læra lífefnafræði og líffærafræði í dag! Í tilefni þess steikti ég mér hamborgara og drakk gos og keypti smá nammi í poka. Í kvöld ætla ég að leyfa mér að glápa á sjónvarpið á sporlaust, sem er ansi góður "missing person" þáttur. Hef soldið mikið gaman að svona lögreglurannsóknar þáttum eins og um Taggart, Morse, Derrick, Matlock, Perry Mason og fleiri félaga. Já ég er nörd, en það er bara gaman af því!

Helgin: Meiri lærdómur! Verð glöð ef fólk hringir í mig eða eitthvað til að lyfta mig upp frá lestri...
Jæja....
Ég þarf að finna mér lag. Góðar uppástungur vel þegnar. Ég er búin að lofa að syngja lag á árshátíðinni, sem skemmtiatriði frá heilbrigðisdeild. Datt í hug að syngja La vie en rose, en ég hef svo oft sungið það. Langar að prófa eitthvað nýtt. Langar dáldið að taka Lynn Anderson slagarann Rosegarden og slá þessu uppí nett kántrý!
Eeen...mér vantar hugmyndir. Ég get ekki valið úr öllum þessum lögum sem eru í kollinum mínum!

Og hver er skemmtilegastur!? Hver vill vera gestur minn á árshátíð háskólans? Anyone? Kostar aðeins 3500kr fyrir allt saman. Sjáið hvað er í boði...

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Eitt af meginhlutverkum fitusýra er að vera orkuforði lífvera, en þá eru þær geymdar á formi þríglýseríða í fitufrumum. Fitufrumur fjölga sér ekki. Þannig að ef að manneskja fitnar, þá er fitufruman að stækka. Þríglýseríð eru lítt leysanleg í vatni. Fita er hugtak sem oftast er notað um dýrafitur með háu hlutfalli af mettaðri fitusýru, sem er óholl. Olía er hugtak, sem er notað um plöntufrumur með háu hlutfalli af ómettuðum fitursýrum, sem eru í hollari kantinum, eins og oliviu olía.
Fleiri fróðleiksmolar síðar!
Í lestrarpásu er gott að fá sér tesopa og tekex með osti og tómat. Ég er alveg að fara að gubba yfir þessum lestri í lífefnafræðinni. En sem betur fer sé ég þetta aðeins öðruvísi en fyrir nokkrum tímum síðan. Þá sá ég allt svart og fall framundan. En ég huxa að það sé jafnvel séns að ég nái þessu blessaða fagi í prófunum...og lífeðlisfræðinni, vonandi.... og fóstufræðinni...púff..ég er í mörgum erfiðum fögum. Ég reyni mitt besta!

"Helstu stjórnunarþættir ensíma eru stýrilnæmir, samgild stjórnun, ísóensím og próteólýtísk virkjun. Þar að auki er návist kóensíma og nokkurra málmjóna nauðsynleg fyrir starfsemi margra ensíma...."

Annar í sprengidegi. Upphituð baunasúpa er alltaf góð. Helst þegar hún er upphituð í annað sinn. Þá er hún orðin þykk og bragðmikil...nmmm... Ég fékk mér bara grænmeti og vatn í hádeginu til að vega upp á móti þessu sprengidagsáti. Annars verður maður eins og soðinn svínahnakki í framan eftir þetta saltát!

Jájá...

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Buzby er komin í heimsókn til Akureyrar. Sem þýðir aðeins tvennt, borða yfir sig og drykkja eftirá!
tékkiðáþví
Ójá. Ég ætlaði að minna fólk á, sérstaklega þá sem eru með of háan blóðþrýsting, að borða í hófi! Ekki éta yfir ykkur, það gæti virkilega orðið ykkar bani og sprengt upp blóðþrýstingnum og ollið hjartabilun!!!
Annars, verði ykkur að góðu ;)
Vissuð þið það að kona sem á við superfecundation að stríða, hún er með tvíbura eftir tvo mismundandi menn. Þá er það þannig að konan er með tvö egg þarna á lausu í leginu og hefur þá haft samfarir við tvo menn með stuttu millibili eða eitthvað... Maður mætti kanski segja að þetta væru svona "verslunarmannahelgarbörn" :o) Þetta lærði ég í fósturfræði í dag! Ég lærði margt annað líka og forvitnilegt. Mér finnst gaman í fósturfræði, enda hef ég alltaf ætlað að verða ljósmóðir.

Ég er annars núna með Betty Hoocker svuntuna mína

og er að standa í því að gera saltkjöt og baunir! Ég fann enga mynd af Agli Pálssyni afa mínum :( en ég hugsa bara sterk til hans og set gamla tóbaksklútinn hans á stólinn við hliðin á mér. Þegar afi dó þá tók ég tvo af vasaklútunum hans (hann átti heilan helling af þeim) og ég notaði þá alltaf þegar ég var búin að snoða mig til að hlýja kollinum. Þeir voru auðvitað vel þvegnir blessaðir snýtuklútarnir.

Ég er búin að verað spá í einu hérna. Ég keyri alltaf framhjá MA og VMA þegar ég er á leiðinni í skólann. Í dag er tildæmis búið að vera tæplega 10 stiga frost og skítkalt og mikil hálka og allt það. Nema hvað, þegar ég sé nemendur þessa skóla, stelpurnar aðallega, þá eru þær í magabolum, nælonsokkum, stuttum pilsum og háum hælum og stífmálaðar!
Ég huxaði bara Jesús Kristur viltu hlýja þeim og koma fyrir meira viti í þeirra unga koll!
Ég veit ekki. Ég pempíaðist aldrei svona í menntaskóla, ég er kanski bara sóði? Nei, nei, ég var alltaf hrein og hef alltaf reynt að huxa bara mjög vel um húðina á mér svo ég þurfi ekki endalaust að vera með farða á mér.
Það er líka bara víti að þurfa að mála sig á hverjum einasta degi, sérstaklega eldsnemma á morgnana!!!

Jæja, ég er farin að líta á sprenginuna í pottunum!

mánudagur, febrúar 23, 2004

Mundi allt í einu eftir einu atriði í viðbót í þessum draumi. Ég var að ríða asna útum holt og hæðir. Og samkvæmt draumaráðningabók merkir það að ríða asna í draumi að það sé staðfesting á því að maður sé í góðu hjónabandi.
En ég er ekki í hjónabandi þannig þetta meikar ekki sens. Nema að ég sé í sambandi við einhvern þar sem von er á góðu hjónabandi í framtíðinni..???
INSJALLAH!!!
Já, Brúðarbandið er að spila á stöð tvö í Íslandi í Dag!!!
Allir að kveikja á Imbanum!
Bollur, bollur og aftur bollur! Ég get ekki svona, ég fæ klígju við tilhugsunina um fleiri bollur. Ég át tvær og Hörður Gunnar rétt svo gat klárað eina. Sykurleðjudrullubollur sem fara ílla í maga. Eins gott að fá sér bara góðan tebolla á eftir, kamillu eða lakkrísrótarte. Eeeeeeennn, á morgun er sprengidagurinn sem er MINN dagur! Ég ELSKA saltkjöt og baunir og get varla beðið eftir því að borða þetta á morgun! Ég fór og keypti alveg heilmikið af efni í þennan mat í dag, líka til þess að eiga í vikunni og hita upp...mmmmmnammanammm! Svona gamaldagsmatur eins og líka kjötsúpa, er uppáhalds maturinn minn! Afi minn í Borgarnesi sem vann lengi í sláturhúsinu í denn var alltaf svo stoltur af mér. Við sátum alltaf lang síðust við matarborðið á 3 eða 4 súpudisk. Afi með stóru skeiðina. Ég ætla að stilla upp mynd af honum, Agli Pálssyni, á matarborðið og leggja á borð fyrir hann á morgun. Kanski setja smá neftóbak í stólinn og gamla vasaklútinn hans.
Draumur.

Mig dreymdi furðulegan draum í nótt eins og svo oft áður.
Ég var í hernum og var að bíða eftir þyrlu að sækja mig og nokkra liðsmenn uppá kirkjuholti í Borgarnesi. Það var brjálað rok og mikið um að vera eitthvað. Síðan kom einhver brjáluð vindhviða sem lyfti okkur öllum uppí loft! Ég hélt fast í bakpokann minn og svo tókst ég á loft, með bakpokann og var kominn á fleygiferð í loftinu í átt að kirkjunni. Það stefndi í það að ég myndi skella fast á kirjunni og jafnvel verða minn bani. En um leið og ég var komin upp að kirkjunni, þá stoppaði ég og lenti mjúklega fyrir framan kirkjudyrnar. Þar byrjaði ég svo strax á því að sinna sjúkum og sorgmæddum sem rauðakrosshjúkka og var að þvo fólkinu og gefa þeim mat! Síðan labba ég inn í kirkjuna sem er nú orðið að rosa stóru skipi. Það er verið að flytja fólk á öruggari stað skilst mér. Bæði hermenn og fórnarlömb voru í þessu skipi.
Síðan missi ég allt í einu alla endajaxlana. Þeir bara hreinlega losna og ég var ekkert að tyggja og ekki einu sinni tala. Tveir jaxlar uppi og tveir jaxlar niðri. Stórir og miklir og ég sýni öllum þetta mjög undrandi. Sérstaklega þar sem flestir þurfa að láta rífa úr sér endajaxlana, en mínir bara losnuðu.

Furðulegur draumur??

sunnudagur, febrúar 22, 2004

Sjáiði!!!
ég er svo fullur! maaaaaan! allavega, þá er ég að reynað troða myndum kvöldsins inná sprellmyndir 2!skoðið ef þið hafið áhuga!

oooooggg...ég hitti gauta og palla, stráka sem voru í MA á sama tíma og ég og ég var skotin í! og auðvitað eru þeir fráteknir og giftir!!! BÖMMER!
en ég á þó mína laumuást....

laugardagur, febrúar 21, 2004

Ég er á leiðinni á '80 ball með bláan augnskugga og bleikan varalit!
Ég er í þvílíku bakarastuði! Ég er búin að hnoða gerdeig í tvær pizzur. Jóhann bróðir er líka að koma á eftir til þess að passa fyrir mig í kvöld. Ég á engan pening, þannig að ég launa honum með heimatilbúnum pepperoni pizzum og það kann hann vel að meta! Enda var víst ekki spennandi heimavistarmaturinn í kvöld, medisterpylsur eða einhvern annar fjandi!
Ójá, það er stuð í eldhúsinu hennar Dúddu núna!
Ég og Hörður Gunnar, ásamt Magnúsi vini hans og nágranna, erum búin að baka uppáhalds kökuna okkar. Betty Crocker Gulrótarköku! Svo setjum við að sjálfsögðu hvítt vanillu frosting á hana, þykkt lag! Nammm....það er gaman á laugardögum.
Allir sem eru hressir og vilja mæta á eighties ball, gera það, í kvöld, Fiðlaranum, 500 kall inn og má fara með bús með sér!
Ennþá skemmtilegra ef fólk er klætt í eighties stíl!
Ég ætla að mæta og fara með nýju stafrænu myndavélina mína og taka vitnismyndir og setja svo á myndasíðuna mína á morgun.
Talandi um stafrænt, vissuð þið að það er til stafrænn þvagleki!?
Og ekki má gleyma bandi númer eitt þessa dagana! Þær eru komnar með heimasíðu stúlkurnar og að sjálfsögðu bæti ég þeim á linkalistann minn!
Ég tók út gestabókina mína. Endalaust vesen í henni alltaf, einhverjir klámperrar og ormar að troða sér inná hana. Þannig ef fólk vill kasta léttri kveðju á mig þá gerir það það bara í kommentakerfið eða bara senda mér tölvupóst.
Einfalt mál!

föstudagur, febrúar 20, 2004

Hvað annað betra að gera á einmanna föstudagskvöldi en að hlusta á Magnetic Fields, 69 Love Songs, fara í góða sturtu og svo bara snemma að sofa....einhverjar aðrar uppástungur annars?
Nei, ég hélt ekki.


....rosalega væri það nú samt spennó ef einhver dularfullur maður myndi hringja í mig í nótt og segjast elska mig....
Samt ekki sjómann dauðans!!!
Dúdda framtíðar hjúkka var að koma úr verklega prófinu. Ég dró miða sem á stóð "Lýstu og rökstyddu þvott að ofan og að mitti." Ég framkvæmdi það með bros á vör en samt alvarlega og lék og útskýrði vel frá. Enda fékk ég líka 9,5 í einkunn!!!
Vúbbídúú...sem þýðir það að ég fæ að fara í verknámið.
Svo hitti ég hana Thelmu hressu áðan frammi á gangi. Hún var að reyna að plata mig í það að taka þátt í árshátíðinni og/eða í hæfileikakeppninni sem er framundan. Vera með einhvern söng eða einhvert skemmtiatriði, t.d. klámvísurnar sem ég fór með í rútunni í vísindaferðinni!?!?! Ég sagði bara jájá og býst því við því að hún hringi fljótlega í mig fyrir árshátíðarsprellið, en árshátíðin er að mig minnir 6. mars.
Jájá. Allt að gerast. Glöð í dag á þessum flöskudegi, ég meina föstudegi.
Biskup Íslands, hann Kalli kallinn, verður með einhverja ræðu í matsalnum á eftir. Ég er að spá í að fara og hlusta víst ég er hérna ennþá að slæpast uppí skóla.
Kannski ég lesi smá lífeðlisfræði þangað til....
Ég er búin að vera í mjöööög hljóðlátu umhverfi í dag og í gær. Ég var að reynað pína mig í að hlusta ekki á neina músík svo ég gæti lært eitthvað af viti. En ég leyfði mér reyndar smá tónlistarskammt í kvöld af Lamb, Massive Attack og Duran Duran. Svo ætla ég að hlusta á smá Tom Waits áður en ég fer að sofa, en það er ekki strax, því ég á eftir að lesa soldið meir.
En í þessari þögn hef ég orðið var við það að einhver eða eitthvað er hérna svífandi í kringum mig og að láta vita af sér með ýmsum hætti. Ég er trúgjörn kona og trúi á það að framliðnir séu meðal oss og álfar í hólum og svoleiðis. Ég held að það sé einhver að fylgjast rosalega með lærdómnum mínum hérna. Mig grunar helst afa minn, því ég hef oft kallað á hann á kvíðastundum fyrir próf og önnur stressandi verkefni.
Núna er ég að heyra allskyns hljóð, hlutir eru að detta, ljós að slokkna, og kvikna og skrýtin lykt í loftinu. Einnig finnst mér alltaf eins og það sé verið að horfa á mig eða einhver að labba framhjá þannig að ég er alltaf að kippast upp og snúa mér við og gá í kringum mig. Mér líður samt ekki neitt illa. Mér finnst þetta eiginlega bara skemmtilegt því ég þoli ekki of mikla einveru. Ég er svoddan félagsvera, skiptir ekki máli hvort það sé lifandi eða liðinn, bara að ég hafi félagsskap!
:o)

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Ég þarf til dæmis að byrja á því að fara í sterila hanska og vera alveg pottþétt á því!

Ég var í allan morgun að æfa mig í ýmsum hjúkrunaratriðum. Það voru nokkrar stöðvar þarna sem við fengum að æfa okkur á, stöðvar, sem verða svo dregið um. Hlakkar bara svolítið til. Við megum setja upp smá leikþátt, tala við brúðurnar í rúmunum og svona. Ég er alveg pottþétt á því að ég ætla að leika! Taka þetta bara með trompi á morgun, kl. 9:20.
Sem er æði, því það er morgunkaffi frá 7:30 til 9:00 í leikskólanum á morgun. Byrja daginn rólega með litlu krílunum og kakó og ristað brauð.

Á laugardaginn er eitthvað '80 ball á Fiðlaranum. Berglind var að bjóða mér að mæta og ég held barasta að ég geri það. Veit samt ekki hvort ég fæ mér eitthvað áfengi þar sem ég var þunn í heila viku eftir vísindaferðina! En þá er líka ágætt að spara aðeins og vera þá líka á bíl. Þá þarf maður ekki að borga taxa heim því ég bý uppí ÞORPI!

Jæja...lesa meira!
"I love you, with all my heart...."

Það meikar ekki sens! Þá er ég að meina, ég er búin að lesa soldið mikið um líkamann. Núna er ég akkúrat að lesa ítarlegan kafla um hjartað. Hjartað er bara að hamast. Hamast og hamast við að pumpa blóði út um allan líkamann. Það er engin ást þarna til staðar. Ef ástin er einhverstaðar, þá fæddist hún líklegast í huga manns, eða réttara sagt heilanum. Heilinn er ekki nærri því fullkannaður. Hann er ennþá dularfullur og við þykjumst samt vita alveg heilan helling um hitt og þetta. Ég er til dæmis kanski bara að bulla núna? Kanski. Búin að lesa of mikið? En þetta "heart" sem tilheyrir ástinni er bara kærleikshjartað sem Jesú hefur, er það ekki? Þaðan kemur ástin, kærleikurinn, frá hans hjarta, því hann dó fyrir okkur, hjartað hans hætti að slá..eða hvað...er ég komin í algjört rugl?!
Jæja... best að klára þennann kafla svo ég vakni nú í skólann á morgun. Æfingadagur fyrir verklegt próf í hjúkrun!

"I love you, with all my brain...."

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Góður dagur í dag. Gerði heilmikið þó mér finnst ég ekki hafa gert neitt. Ég var allavega í fríi í skólanum í dag en vaknaði samt klukkan átta og fór að læra. Svo var ég að vesenast í því að sækja um sumarvinnu hér og þar. Ég og mamma mín góða erum að plana og skipuleggja flutninga í vor. Það er spurning hvort ég spari og búi bara í Borgarnesi í sumar og bíði með að flytja á Akranesið þangað til bara næsta haust. Questions!!!
Svo erum við Hörður Gunnar búin að sprella heilmikið síðan við komum heim. Ég eldaði svo rosalega gott hakk og spagetti, ekki of einfalt og ekki of flókið. Svo er það bara bráðavaktin og royal búðingur í eftirmat!
Ú....bráðavaktin er byrjuð!!!
Hörður Gunnar er furðulegur fýr. Hann getur snúið tungunni sinni í marga hringi!

Hehehehe...maður þarf alltaf að passa uppá stílinn þegar maður er í hljómsveit. Eins gott að við í WIG höfum hann Villa stílista!
Mohahahaha!
Já...lestur!

Nohh... Um leið og ég opna fréttapésa Akureyrar þá blasir við mér auglýsing um Mínus tónleika 26. febrúar. Hvað ætli mæti margir? 3? Nei, líklegast fleiri. Akureyri er svolítill heví metal bær með alla sína snigla. En mér skyldist það hjá manni nokkrum að hljómsveitin Leaves hafi ætlað að koma og spila í Sjallanum fyrir nokkrum mánuðum síðan, til að halda sambærilega tónleika og þeir héldu í Reykjavík út af útkomu nýrrar plötu. En Sjalla menn vildu ekki fá þá og sögðu víst við þá að enginn myndi mæta!
Já, furðulegt fólk hérna. Hér fara allir á Kaffi Akureyri og snappa um leið og þeir heyra í Britney eða Justin.

Talandi um músík. Þá vil ég benda ykkur að fylgjast með þessari síðu. Það er víst búið að ákveða að diskurinn okkar kemur út þann 8. maí....

Nóg um músík. Best að reynað læra eitthvað á þessum frídegi mínum!

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Ég stoppaði hérna í smástund og hló svolítið af sjálfri mér. Ég er að stressa mig yfir verklega prófinu mínu í hjúkrun sem er á föstudaginn! Málið er náttla það að ef maður verður svo óheppin að falla á því, þá fær maður ekki að fara í verklega námið í lok mars. En það sem ég er að æfa mig í eru hlutir sem ég er búin að framkvæma milljón trilljón silljón sinnum og ætti ekki að vera að stressa mig yfir! Kolla vinkona mín sem er með mér í bekk er líka búin að vera sjúkraliði í mörg ár og er líka svona stressuð.... þó hún viti örugglega manna best hvernig eigi að framkvæma öll þessi verk.
Það er bara þegar maður heyrir orðið próf, þá verður maður stressaður og kvíðinn. Simple!
Ég meina, ég þarf að kunna allt um persónulega hirðingu, allt um sýkingavarnir og handþvott, allt um liðferla og hvernig eigi að færa sjúklinga til og frá í stól eða rúmi, allt um lífsmörk; blóðþrýsting, hita, öndun og púls, allt um útskilnað....
Ég hef gert allt af þessu á B-4 á Borgarspítalanum og fékk oft að heyra að ég gerði allt svo vel.
En ég vil ekki vera montin og þykjast kunna allt. Þá er einhvernvegin svo pottþétt að maður klúðri þessu!
Samt er alltaf að verað segja manni að vera ánægður með sjálfan sig og peppa sjálfan sig upp...
Æj... farin að mæla púlsinn á mér eða eitthvað.

En hey, telex, mátti ég ekki æfa mig á þér í sambandi við persónulega hirðingu? Speak up!
Þær voru æðislegar í Mósaik þættinum, Brúðargellurnar í Brúðarbandinu!!!
Ég VERÐ að sjá þær næst þegar þær spila!
Ég ætla að gerast grúppía!
Go girls!
Er að vinna í annarri sprellmyndasíðu.
Hún mun stækka smátt og smátt um leið og ég tek fleiri digital myndir.
En það er ekkert spennandi að taka myndir núna.
Bíðið spennt!
Ó mæ God!
Ég var að skoða heimabankann minn.... ÉG ER FÁTÆK!
Ég þarf að farað betla, og ég HATA að þurfað betla!
DAMN!!!
Nú eru það bara núðlupakkarnir, ef ég hef þá efni á þeim....
Ég er sælkeri og eyðslukló!
Ég vildi óska að ég gæti skammað sjálfa mig og refsað!
En það er ekki hægt...
Var að hlusta á Kraftwerk í útvarpinu.... "interpool, fbi, scotland yard..." og svo "money, number, buissnes..." og svo framv.
Minnir mig alltaf á Bjarna því hann hló svo mikið að því að þeir allir fjórir skulu hafa verið höfundar textans.
En mér langar alveg óóóótrúlega að sjá þá þegar þeir koma á klakann. Ég er bara ansi viss um það að það selst upp á sekúndubroti, og AFHVERJU halda tónleikana í Kaplakrika!?
Æj...svo verð ég örugglega alveg á fullu á þessum tíma í prófum eða einhverju álíka.
Bömmer, hömmer!

mánudagur, febrúar 16, 2004

Hörður Gunnar er týndur!
Nei, nei, hann er hérna við hliðin á mér. Hann er bara að hverfa undir þessu sveppahári sínu. Ég er búin að fara út um allt í dauðaleit að ekta hárskera skærum. En þau fást víst ekki hvar sem er. Ég fann hinsvegar ágætlega fín skæri í bónus og ætla að ráðast á hárið á greyinu í kvöld. Það verður að sjást í augun á stráknum, eins og þau eru nú falleg! :o)
Verst að ég kann ekki að láta mynd af honum hérna, með nýju digital vélinni minni. En þeir sem verða eða vilja sjá hvernig hann lítur út í dag, þá get ég alltaf sent mynd með tölvupósti.
Hress mánudagur. Fór fyrst í líffærafræði svo lífefnafræði og var að koma núna úr hjúkrunarfræði. Við vorum að læra allt um þvag- og saurprufur og allskyns dót í kringum það, stólpípur og klyx svo eitthvað sé nefnt.
Við fengum allar að pissa í dollu og taka stix þvagprufur, enda er meiningin að við þurfum að prufa það flesta sem að sjúklingur þarf að ganga í gegnum svo við höfum einhverja tilfinningu fyrir því.
Við þurftum nú ekkert að kúka í dollu sem betur fer. Við förum bráðum í verknám hér og þar á sjúkrahúsum og verðum í því að gera þetta sem við erum búnar að vera að læra í verklegu tímunum. Fyrst förum við hinsvegar í próf á föstudaginn. Þá drögum við miða og getum lent í því t.d. að þvo manneskju, taka blóðþrýsting eða taka svona sýni eins og í dag. Kemur í ljós. Það er eins gott að falla ekki í þessu, því þá fáum við ekki að fara í verknámið í mars.

úff... svöng....

laugardagur, febrúar 14, 2004

Hamingja, hamingja. Loksins lét ég verða af því. Ég keypti mér ódýra digital myndavél í BT í dag! Júbbíííí...
Núna þarf ég bara að finna mér einhverja slóð þar sem ég get dælt inn myndunum svo allir geti fylgst með okkar daglega lífi hérna á Akureyrinis...

Svona lítur litli gripurinn minn út. Fínt fyrir litla konu eins og mig...

Mamma á afmæli í dag 14. febrúar.
Til lykke með födselsdagen mor!
Hún yngist með árunum, það skal ég segja ykkur.....
_________________________________________
Eftir Hitchcock þema kvöldsins, þá get ég ómögulega sofnað.
Góðar myndir.

Lagið "I Cry" með Lamb er á fóninum. Gott lag.
Lýsir mér vel.

Ég get ekki sofnað.

föstudagur, febrúar 13, 2004

Ég elska lagið Windowlicker með Aphex Twin. Þó sérstaklega myndbandið, vá! Hafiði séð það!?
Maan... Ég þoli ekki þegar ég er að elda, þá elda ég alltof mikið! Ég er náttla í raun að elda fyrir einn og hálfan þar sem HG borðar nú ekkert voða mikið. En ég geri alltaf of mikið (gourmet ég) þannig að það er afgangur fyrir tvo til þrjá eftir! Og ég þoli ekki að geyma matarafganga inni í ísskáp!
Fólk, komið í heimsókn! Komið og njótið lystisemda minna í matargerð! Komið í heimsókn til Akureyrar! Menningar og menntabæinn sjálfann! Júbbídúúúú......
Ehem.. mér leiðist.
Það er alltaf gaman þegar ókunnugt fólk er að kommenta bloggin mín. Aðdáendur bloggs míns fer sífellt stækkandi og kemur mér alltaf jafn mikið á óvart, sérstaklega þegar ég er að bulla alveg heilmikið og segi fátt gáfulegt. En þegar að svona ókunnugir, eins og t.d. telex er að kommenta, þá verð ég rooooosalega forvitin. Þá er allt í lagi að senda mér póst eða bara gefa mér smá hint uppá hver þetta er, því þá get ég til dæmis kommentað eitthvað gáfulegt tilbaka ef ég veit við hvern ég er að hafa samskipti :)
Er það ekki???

Já eða skrifa í gestabókina! Þar er hægt að gera svona private entry þannig að það er bara ég sem sé, ef fólk er feimið...
Brúðarbandið í Popplandi klukkan 15:00!!! Allir að hlusta!!!!
Ótrúlegt hvað manni dreymir mikla furðulega drauma stundum. Ég mundi allt í einu eftir einum sem mig dreymdi í nótt. Í grófum dráttum þá var hann svona:

Ég át fjögur stykki af fisk og fjórar kartöflur sem ég eldaði sjálf og amma mín heitin frá Akureyri var mjög stolt af mér.
Ég var á Snæfellsnesi með familíunni að skoða eitthvað, vorum í einhverri ferð, og vorum að byrja á einhverri bænastund þar sem Guðveig frænka stóð uppi og var að fara með bænirnar, þegar allt í einu urðu þvílíkir jarðskjálftar og læti og svo brjálað eldgos. Ég vildi fara heim sem fyrst og reif möm og pab og jóhann með mér og skipaði öllum að fara heim því ég var svo klikkað hrædd við eldgosið.
Síðan var ég allt í einu stödd í einhverju molli þar sem tveir menn úr sniglabandinu voru að afgreiða í einhverri geisladiskabúð. Ég fór að tala við þá um tónlist og þeir urðu báðir svona rooooosalega hrifinir af mér og vildu giftast mér, nema hvað, þeir voru báðir í sambúð og ég sagði bara að það væri ekki hægt og fór því í burtu.
Síðan var ég að renna mér niður Hlíðarfjallið á bretti og ég var ekkert smá góð í því, allir tóku eftir því og klöppuðu!

HVAÐ þýðir þetta ef þetta þýðir þá eitthvað!?!?!

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Múhahahaha!!!!!

Úff...best að hættað tala um þetta þarna dót sem ég hef verið að tala um. Allir hafa sitt val, hvernig þeir vilja lifa lífi sínu og allt í lagi með það. Svo lengi sem það er að lifa það fyrir sig og ekki að reynað draga alla oní svaðið, nema sjálfviljugir, eða eitthvað,....pass!!

Ég fór niðrá Glerártorg áðan til að kaupa skyr og mjólk. Nema hvað það er ÚTSALA á flíspeysum í Rúmfatalagernum!!! Vildi bara láta flíspeysu-fans vita. Annars kom ég við í Pennanum-Eymundsson og sá að það var þokkaleg útsala á diskum þar/tilboð. Og þegar Guðríður Ringsted kemst í nálægð við geisladiska, hvað þá ódýra diska á Íslandi, þá er voðinn vís. Ég keypti mér heila fjóra diska, en borgaði aðeins 3200 fyrir þá, sem mér finnst ansi gott miðað við hvað það er fáránlega dýrt að kaupa sér diska hérna.
Ég keypti mér;
David Bowie - London Boy
Les Negresses Vertes - Mlah
Tricky - Maxinquaye
Duran Duran - Arena (geðveikt kúl tónleikadiskur tekinn upp á ferð um heiminn 1984!)

Góð kaup held ég barasta....Ég var ekki að sóa peningum mínum í vitleysu, er það nokkuð? Frekar borga ég svona svipaða upphæð á mánuði heldur en áskrift að stöð 2 ;)
HAHH! Lýsandi dæmi fyrir stöð 2! Ameríka, Ameríka!!
En N.B., ég er ekki að úthýsa alla bandaríkjamenn. Það eru bara öfgarnir hérna á Íslandi sem mér finnst svona horrible. Sumir mættu aaaaðeins tempra sig niður og fara niður á levelið sem fer ekki yfir á strikið...

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ég bara get ekki setið á mér. Ég er búin að vera að velta þessu Rutar-íslandíbítið-dæmi fyrir mér. Hvað er að verða að mannfólkinu í dag?! Sko. Rut, hún er óhamingjusöm ógæfukona. En hey, er það virkilega eina lausnin að láta breyta sér í einhverja artificial-veru? Er ekki hægt að skoða aðra möguleika? Og hvað með að láta Ísland í bítið virkilega taka þátt í þessum ósóma? Sérstaklega þar sem Rut er ekki ófríðasta kona í heimi. Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt um þetta mál, en ég varð bara svo reið þegar ég var að fletta í gegnum blaðið og sá grein um þetta. Svo á næstu blaðsíðu blasti við mér fólki sem VIRKILEGA lifir í eymd. Búið að sprengja borgir og fólk í tætlur. Það grætur í blóði og ryki út á götu og Bush fær sér bara feitan vindil og segir It´s not my fault. Þetta sýnir bara hvað það er mikil KANA dýrkun í gangi hérna heima á litla fashion Íslandi. Að taka svona þátt eins og Extreme Makeover (hef reyndar ekki séð hann en heyrt mikið um hann), alveg eins og American Idol. Hvað kemur næst, Temptation Iceland í Vestmannaeyjum?!?!
NEi! Hingað og ekki lengra! Einhverstaðar stóð að það myndi kosta um 5 milljónir allar þessar aðgerðir á Rut. Well wtf!? Afhverju ekki að eyða þessu peningum í bágstadda eða þá sem búa í Afganistan, konur og börn sem lifa við þjáningu!! Virkilega þjáningu!!!! OHhhhhh! Ég verð svo reið þegar ég sé mynd af Rut, Hönnu Diðriks, Island í Bitið-fólkið eða eitthvað annað bjánalegt fólk sem styður svona aðgerðir. SKAMMIST YKKAR!!!
Mammon lifir og stækkar í hjörtum mannskepnunar....
Ég þoli ekki þegar maður er á fleygiferð í hausnum. Ég er að hugsa um svo mikið og allt að gerast og þá GET ÉG EKKI lært! Ég get ekki einbeitt mér að flóknum enskum lífeðlisfræðilestri núna. Ég er að hugsa um svo mikið!!! Ég þarf að gera svo mikið!!! GARG! Ég er að kafna!!!!!!!!

Til að gera brjálaðan dag góðan þá ætla ég að sækja Jóhann bro í kvöld og við ætlum að fá okkur pizzu. Vofff!!

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Stundun á maður bara vonda daga...
Ég byrjaði náttla á því að festa mig í fokkings snjóskafli í morgun. Allt í lagi, þegar ég er heima í dag er allt eitthvað svo misheppnað. Brann brauð í ristavélinni, skar mig á hníf, gleymdi þvotti í þurrkaranum þannig að hann var krumpaður til helvítis, náði í HG alltof seint, eldaði pasta sem var ógeðslega vont, vaskaði upp og hellti niður á nýskúrað gólfið, er að baslast í brjálaðri lífefnafræði og botna ekki í neinu!
Svo er ég náttla búin að verað djamma þrjár síðustu helgar, það bara lenti þannig á minni dagskrá. Ég er hálf fegin þó að ég hafi gert þetta nú í byrjun skóla-annar, en ekki rétt fyrir próf. Og eftir svona sprell og djamm þá verður maður andsk.. einmanna hérna norðan í heiðarassgati!
ÆJ,. ég er í súru skapi. Meika ekki neitt núna. Ætli sturtuklefinn hrynji ekki niður á eftir þegar ég skelli mér í sturtu fyrir svefninn? Það væri bara til að toppa daginn!
Já, er þetta ekki bara ansi gott fyrir framtíðarhjúkku?

Angel
You are one of the few out there whose wings are
truly ANGELIC. Selfless, powerful, and
divine, you are one blessed with a certain
cosmic grace. You are unequalled in
peacefulness, love, and beauty. As a Being of
Light your wings are massive and a soft white
or silver. Countless feathers grace them and
radiate the light within you for all the world
to see. You are a defender, protector, and
caretaker. Comforter of the weak and forgiver
of the wrong, chances are you are taken
advantage of once in awhile, maybe quite often.
But your innocence and wisdom sees the good in
everyone and so this mistreatment does not make
you colder. Merciful to the extreme, you will
try to help misguided souls find themselves and
peace. However not all Angelics allow
themselves to be gotten the better of - the
Seraphim for example will be driven to fighting
for the sake of Justice and protection of those
less powerful. Congratulations - and don't ever
change - the world needs more people like you.


*~*~*Claim Your Wings - Pics and Long Answers*~*~*
brought to you by Quizilla
Það er allt rennandi blautt úti og vinnumenn að hamast í holræsum. Allur snjórinn er að bráðna hægt og rólega og á það líklegast eftir að taka dágóðan tíma þar sem það er svooo mikill snjór hérna. Ég fagna þessu, enda varð ég alveg snældur vitlaus og brjáluð í morgun þegar ég festi bílinn minn í snjóskafli þegar ég var að drífa mig í skólann!
Ég meika þennan snjó ekki mikið lengur. En tíminn er sem betur fer fljótur að líða og það er farið að birta meira og allt það. En allavega, þá er ég búin að panta mér tíma hjá námsráðgjafa uppá það að flytja mig í fjarnámið útá Skaga....
Ég var að hlusta á hann Óla Palla á Rás 2 og hérna er svolítið sem hann benti á.....

mánudagur, febrúar 09, 2004

Ég er alveg búin að komast að því að ég GET lifað án karlmanns. Með því skilyrði að ég geti alltaf búið til avókadó sósuna mína sem inniheldur auðvitað avókadó, sýrðan rjóma, rauðlauk, KÓRÍANDER!, cayenne pipar, salt og lime-safa. OG! Ég verð að getað hlustað á Magnetic Fields!
Ég er kona.
Ég sauð ýsu og kartöflur.
Það er royal karamellubúðingur í eftirrétt.
Ég....er kona.
Þreytta konan er heima. Með því að hafa skrópað í skólanum í dag þá ákvað ég að þrífa alla íbúðina. Enda brá mér ekkert smá þegar ég kom heim í gærkvöldi þegar ló kom hlaupandi í andlitið á mér um leið og ég opnaði dyrnar! Komin tími á þrif hlýtur það að merkja...
Ég er líka enn hálf vönkuð yfir þessari vísindaferð sem var farin á föstudag. Það var náttla sprellifjör hjá okkur heilbrigðisdeildarnemum, en ég er ekki frá því að ég sé fyrst að losna við þynnkuna núna!
Mikið stuð, mikið gaman, man lítið og get því ekki bloggað mikið um það. En ef allir eru að deyja úr þorsta yfir skemmtilegri vísindaferðssögu þá suðið í mér. Hún kanski rifjast upp með tímanum...
Núna þarf ég að skreppa útí búð og kaupa mat, því eins og alltaf þegar ég kem eftir helgarfrí, þá er EKKERT til að borða né drekka. Það verður bara hollusta, fiskur og tedrykkja á næstunni... ásamt öllum núðlupökkunum náttla, því ég á núll pening!
Búfokkinghú!

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Fröken Ringsted já.... það er ekkert annað!
Leiðrétting!
Ég ætla EKKI að skella mér í skotfélag akureyrar heldur ÍÞRÓTTASKOTFÉLAG AKUREYRAR!!!
Laurent varð mjög sár þar sem hann er formaður þess, en EKKI SKotfélags AKureyrar.
Vonandi lifa allir sáttir og samlyndir það sem eftir er....
Góðanótt!

miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Mér líður samt alveg vel. Ég bara varð að taka þátt í smá netvísindum....

Morpheus
Morpheus


?? Which Of The Greek Gods Are You ??
brought to you by Quizilla
Ég elska lagið Zero með Lamb!
Ég elska það líka að vera komin með sófa í stofuna!
Ég elska að borða osta, ritzkex og hindberjasultu!
Ég elska líka kóríander, sem ég ætla að borða í kvöld.....
Guðríður er í góðu skapi. Já, ég var í skemmtilegum verklegum hjúkrunartímum í morgun. Við vorum að læra allt um lífsmörk; hita, öndunar, púls og blóðþrýstingsmælingar. Við fengum að læra á ekta blóðþrýstingsmæli með stetoscope og fleira. Voða gaman þegar við fáum að fikta svona við hvora aðra....
Svo fór ég á Kaffi Karólínu áðan og fékk mér hádegisverð. Mmmm...langt síðan ég hef sest þar um hádegisbil og snætt. Verð að gera það oftar og reyna þá líka að draga Berglindi með mér. Hún er nú jú í næsta húsi í myndlistarskólanum!
Svo fékk ég sófa í gærkvöldi!!! Loksins get ég kúrt fyrir framan sjónvarpið eða græjurnar og slakað á á rólegum kvöldum.
Svo er planið að skella mér í skotfélag Akureyrar á sunnudögum. Maður verður nú að æfa einhverja íþrótt ;) Harður kvennagli með ljóst sítt hár og þokka skýtur úr byssu í þynnku á sunnudögum...passið ykkur!

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ssssshheeeeiiiiiitt hvað ég át yfir mig! Ég er bókstaflega eins og loftbelgur hérna! Buzby liggur líka hérna emjandi, en hann hringdi í mig áðan og kom óvænt í heimsókn. Ég eldaði grænmetis-kartöflu-rétt handa okkur og bjó til góðar sósur og svoleiðis þar sem hann er grænmetisæta. Ég hafði einmitt miklar áhyggjur af því að ég myndi ekki verða södd af grænmetinu einu, en vá, ég er að springa!!!
Í kvöld verður semsé spjallað um ástralska frumbyggja og jafnvel kveiktur varðeldur á miðju stofugólfinu og spilað á didgeridoo eða hvernig svo sem það er skrifað.
Jafnvel ræðum við þetta verkefni sem við ætluðum að vinna saman að, Worm Is Green og Australian Aboriginals....meira um það síðar....
Haha! Ég er ekki svo vitlaus! Í Fréttablaðinu í dag stendur með stórum stöfum; "Létt hreyfing besta meðalið". Harðsperrur eru ekki af hinu góða! Þar er Stefán Björn Sigurðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands að tala um vöðvana, svipað og ég var að skrifa um hérna fyrir neðan. Hann segir einmitt að verulegar harðsperrur geta stafað af sliti í frumum og háræðum í vöðvunum, jafnvel smáblæðingum. Það er semsagt málið að hreyfa sig létt og jafnt og þétt. Ekki ofreyna sig....
Húrra fyrir mér!