laugardagur, janúar 31, 2004

Ég er í góðu yfirlæti hjá Sonju frænku. Greiði á móti greiða, hún hjá mér síðustu helgi og ég hjá henni núna. Talandi um greiða. Ég var að koma úr baði og uppgötvaði mér til skelfingar með úfið hárið að ég gleymdi hárburstanum mínum! Sonja sem er stutthærð á hvorki bursta né elliheimilisgreiðu þannig að ég dældi hárnæringu í hárið og blés og formaði með fingrunum. Tókst ágætlega, bara svona röff hárblásun. Sonja stakk upp á að ég gæti notað gaffal en ég afþakkaði það.
Gaman að vera í höfuðborg bananalýðveldisins.
Ójá, ég er orðin stórkostlega glöð því ég "eignaðist" 69 Love Songs!
:o)

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Þetta er allt saman kjaftæði sem við erum búin að trúa í gegnum ævina! Ég var að koma úr lífeðlisfræðitíma hjá Ingvari Teitssyni þar sem hann var að útskýra fyrir okkur lífeðlisfræði vöðvanna. Allt þetta pakk á líkamsræktarstöðvunum lifir í blekkingu! Hringiði bara í Ingvar og spyrjið hann ef þið trúið mér ekki. Það að hakka í sig kreatín í von um betri vöðva er bara bull. Það að teygja sig eftir gönguferð meikar ekki sens. True!
En það er gott að stunda aerobic exercise, gott fyrir hjartað!! Sund (sem er eitt af því fáu sem ég stunda), langhlaup. Aukið úthald við langvarandi áreynslu. Það er gott mál. Það eykur rauðu vöðvatrefjana. Þið náttla fattið þetta kanski ekki öll...en þegar maður er virkilega komin inn í þessi fræði...þá fattar maður hvað það er búið að LJÚGA MANN VITLAUSAN af ýmsum atriðum. Kraftlyftingar og vaxtarækt eru ekki mjög sniðugar. Mikið álag á skömmum tíma. Þar er vöðvinn náttla að gildna og það verður lítið úthald til lengri átaka og þetta er ekki hollt. Þess vegna eru þessir "sterakögglar" ekki bara að detta niður dauðir útaf sterum um miðjan aldur. Þetta er einfaldlega óholl hreyfing fyrir líkamann, vöðvana!
Jæja, best að predika ei meir. En þetta er staðreynd í lífeðlisfræðinni.

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Fréttir.
Ég þarf að fara óvænt suður um helgina. Myndatökur á flottu hljómsveitinni. Þannig að allir vinir mínir þarna fyrir sunnan skulu setja sig í gestamóttökuhlutverkið! Legg af stað uppúr hádegi á föstudag og fer svo aftur seinnipart sunnudags. Kül maan!
Ef einhver vill gleðja mig alveg stórkostlega. Þá má sá eða sú gefa mér "69 Love Songs", þriggja diska safnið með Magnetic Fields.
Ég er kolfallinn fyrir þessu....
Ég fór í skemmtilega tíma í hjúkrunarfræði í morgun. Við áttum að læra um persónulega hirðingu og vorum því að læra að þvo sjúklingum og skipta á rúmum og svo framvegis. Þarna í verknámsstofunni eru margar dúkkur til að æfa sig á allskyns atriði. Og þarna vorum við að þvo tvítóla dúkkum, með brjóst og tippi og gátum ekki stillt okkur með að hlæja pínulítið. Annars stóð ég mig nú vel, búa um rúm og svona eru atriði sem maður kann og líka sérstaklega þegar maður hefur unnið við umönnun áður.
Nú er bara nokkura þúsunda blaðsíðna lestur framundan, ekkert djamm næstu helgi.

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Hörður Gunnar er með ósoðið spagetti og er að benda á sjónvarpið og tala á einhverri útlensku eins og hann sé að útskýra eitthvað eins og kennari.... Mjög fyndið!
Vondi vondi heimur! Súra súra veröld!

Nei, nei, varð bara soldið súr þegar ég loksins dreif mig í skólan í morgun. Ég hefði getað legið áfram lasin uppí rúmi þar sem ég þurfti í rauninni ekki að mæta í þessa tíma! Var komin heim aftur klukkan rúmlega níu! Auðvitað skreið ég aftur uppí satinveröldina og sofnaði vært.
Svo er bara búið að vera þvottastand á manni. Þvo, þvo, þvo. Ég er alltaf að þvo þvott. Hörður Gunnar er eins og versta tískufrík, hann skiptir um föt á hverjum degi!
Klukkan tifar. Fer bráðum að sækja tískufríkið og svo er bara fiskur í matinn í kvöld!
"Lífið er saltfiskur!"

mánudagur, janúar 26, 2004

Damn!
Ég er að farast úr einmannaleika núna. Mér langar svo í kærasta! Kúri kúr og lúri lúr. En það gerist ekkert. Þeir karlmenn sem ég hef kynnst í gegnum tíðina eru annaðhvort geðsjúklingar eða þá hræddir við að binda sig. Nú eða líka bara fráteknir eða giftir. Ömurlegt!
Þoli heldur ekki þegar fólk segir við mig "Ert þú á lausu!?!?!?" geðveikt hissa. Það minnir mig bara meira á það hvað það getur verið einmannalegt að vera ein. Stundum er þetta allt í lagi. En núna vantar mér mann. Hörður Gunnar er meiraðsegja alltaf að spyrja mig hvenær ég ætla að eignast mann! Honum er farið að langa í "pabba". Ég segi alltaf við hann, það kemur einn daginn einhver...en ég er farin að hallast á þá súru hlið að það muni ekki gerast.
Ömó!!!
Ég fór í leikskólan með strákinn í morgun, hálf vönkuð, með pínu hita og dúndrandi hausverk þannig að ég gat ekki einu sinni hlustað á tónlist! Ég ákvað því að fara heim og drekka te í allan dag og snýta mér. Ég er ennþá hálf raddlaus og tala því eins og gamall bóndi úr Eyjafirðinum. Ég ligg því hálf rænulaus uppí rúmi og er að reyna að glugga í bók af og til, en það gengur illa. Spurning um að reynað ná þessu af sér sem fyrst svo maður komist í gang aftur í skólanum. Þarf að farað gera verkefni í tölvufræði sem gildir eitthvað af lokaeinkunn svo ég má ekki vera af því að vera veik. Plús það eru verklegir tímar í hjúkrun tvisvar í þessari viku og þeim má ég ALLSEKKI missa af!
Inn á milli þess sem ég les og hugsa um lífeðlisfræðina, þá flögra ég af stað inní draumaheim og sé fyrir mér manninn minn hjúkra mér, nudda mig, skreppa útí apótek og kaupa Strepsils hálstöflur og færa mér ristaðbrauð með birkireyktum lax og graflaxssósu og lakkrísrótarte á bakka í rúmið.....en það er víst bara draumur, sem ég er farin að halda að verði aldrei að veruleika.
Ég er búin að ákveða það að eftir hjúkrunarnámið ætla ég að gerast nunna og fara í klaustur og hjúkra þar!

sunnudagur, janúar 25, 2004

Það er búið að vera svaka stuð um helgina. Ég og Sonja skemmtum okkur eins og drottningar og urðum mikið fyrir áreiti karlmanna í miðbænum, en það var bara gaman af því. Ég hinsvegar sló í gegn í hirðfíflakeppni, var alltaf með eitthvað sjóv og átti víst besta atriði helgarinnar. Ég var að horfa á Smack The Pony um daginn þar sem gellurnar voru að keppast um hver væri með mest áberandi g-strenginn. Og ég náði þessari ýktustu, semsagt ég gat sett g-strenginn uppá axlir og labbað um, að vísu soldið hokin en það tókst. Lýðurinn trylltist í hvert skipti sem ég gerði þetta. Þetta voru nebblilega soldið stórar buxur plús það að það teygðist rosalega vel á þeim. Nema þegar ég fór á klósettið síðar um kvöldið áður en ég fór að sofa þá duttu þær hreinlega beint niður á gólf því það var búið að teygja svo mikið á þeim. Ég ákvað bara að henda þeim.
En núna sit ég hálf lasin, með brjálaða hálsbólgu og er raddlaus. Það er kalt úti og því fór ég í heita sturtu og kveikti á kertum í kvöld og svo ætla ég að skríða uppí rúm....
Stuð stuð stuð...puð puð puð á morgun.
Góðanótt!

föstudagur, janúar 23, 2004

Ég hef alltof dýran te smekk. Ég keypti te fyrir tæplega 1200 krónur í gær. En það er þess virði. Ég lifi fyrir góð jurtate. Ég verð líka alltaf að prófa eitthvað nýtt te þegar ég er að kaupa tebirgðirnar mínar. Í gær keypti ég Himalaya te. Í því er kanill, engifer, kóríander, piparkorn, lakkrísrót og fleira. Gæti ekki verið meira spennandi! Þessi Yoga te eru frábær...
Annars er ég að trítlast hérna um og reynað vekja ekki Sonju sem sefur prinsessu svefni inni í herbergi. Ég þarf að mæta í þrjá hjúkrunarfræði tíma og hlusta á fyrirlestur um lífsmörk. Það er líka eitthvað sem ég er þokkalega fær í því að ég tók lífsmörk MILLJÓN sinnum þegar ég vann á Borgarspítalanum. En það er samt gaman að læra þetta, hvernig skal gera rétt og svo framvegis. Ég fæ líka að læra að taka blóðþrýsting með gamaldagsmæli og stetoscope, ekki svona imba-batterís-mæli. En það verður í næsta verknámstíma, miðvikudag held ég, sem við fáum að mæla hvora aðra þvers og kruss.
Það er gaman að læra hjúkrunarfræði :o)

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Nautn. Unaður. Sæla.
Ég sótti Sonju á flugvöllinn í hádeginu. Við snæddum léttan hádegisverð og svo fór ég og kláraði tvo lífeðlisfræðitíma í skólanum. Þegar ég kom heim ilmaði íbúðin af reykelsi, það var búið að ryksuga og vaska upp. Hún elsku Sonja mín. Ég bauð henni rúnt niður í bæ. Við fórum niður á Glerártorg, en þar var frekar fámennt. Við ákváðum því að bíða með kínakáls og flíspeysu könnunina þangað til á morgun, föstudag, því þá fara allir sveitungarnir í verslunarleiðangur og Glerártorgið þar með morandi af alls kyns liði.
Við skruppum síðan down-town á Cafe Amor. Fengum okkur kaffi latte og sykurbombutertusneiðar. Síðan röltuðum við Hafnarstrætið og kíktum í allskyns búðir. Þar á meðal uppáhalds búðina mína, Frúin í Hamborg, antík búð. Þar sáum við fullt af allskyns flottum kjólum og dóti og áttum erfitt með að fara út. Svo kíktum við í Krónuna, svona mini-moll með nokkrum tískubúðum. Skelltum okkur á efri hæðina í Cristu þar sem hvítar siffonskyrtur voru á 10000 krónur og kjólar á 20000. Gengum út hlæjandi, en að auki skellti ég mér í passamyndakassan þar sem passamyndirnar voru á tilboði, aðeins 500 krónur!
Svo fórum við og sóttum Hörð Gunnar í leikskólann og Sonja fór svo beint að leika við hann þegar við komum heim. Þá fékk ég einmitt tækifæri til að lesa yfir hjúkrunarglósurnar fyrir tímann á morgun. Svo eldaði Sonja dýrindis-indjána-kjúklingarétt og ég opnaði rauðvínsflösku. Svo gláptum við á handbolta og ég hætti svo að glápa þegar fór að síga á óhappahlið Íslendinga.
En eftir súkkulaði Royal búðing er ég sátt og sæl. Mér þykir vænt um Sonju. Hún er best. Ég ætla að gefa henni verðlaun.
Húrra fyrir Sonju!
Eftir mikinn lífeðlisfræðilestur held ég að ég gefist upp í bili. Ég nenni ekki að lesa meira um kynfæri karla rétt fyrir svefninn....Ég hætti að lesa þegar það birtist mynd af tvítóla manni í bókinni minni. Svo er sexfaldur lífeðlisfræðitími á morgun, þannig að það er eins gott að sofa vel..., en það er allt í lagi því Sonja slátur kemur í heimsókn á morgun, vei vei vei!! Ég sæki hana á flugvöllinn í hádeginu og sendi hana heim að þrífa íbúðina því ég hafði ekki tíma til þess. Það má ekki láta gestina vera í óhreinni íbúð....
Annars er mikið Massive Attack þema í gangi hjá mér þessa vikuna. Ég fæ aldrei nóg. Ég sagði við sjálfa mig að frekar myndi ég vilja missa sjónina frekar en heyrnina. Aldrei gæti ég lifað á tónlistar! Aldrei! Music is my ecstasy.
Talandi um þema, þá erum við Ragnheiður að spá í að hafa eitthvað þema á laugardagskvöldið. Einhver spes klæðnaður eða eitthvað. Pæling. Einhverjar uppástungur? Ég stakk uppá túrbótussur og mætum bara í leðri. Ég fíla leður.
Góðanótt!

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Það verður víst allt vitlaust um helgina hérna á Akureyri. Háskólamót, má segja, því Háskólinn í Reykjavík og Bifröst-skóli, eru á leið í "vísindaferðir" hingað í menningarbæinn.
Sonja drottning kemur á morgun og ég get ekki beðið eftir að fá að snjúbba hana.
Já, það verður stuð. En svo er víst verið að plana ferð heilbrigðisdeildarnema suður í höfuðborg lýðveldisins 5. febrúar. Þá förum við í okkar vísindaferð og skemmtum okkur.
Þetta er nú meira fylleríið á þessu háskólaliði....
Ég segi nú bara eins og hin skítugi Andrew W.K. "Party, party party! Party 'til you puke!"

þriðjudagur, janúar 20, 2004

wtf!?


You are going to Marry Josh Hartnett. He is really
shy, but don't let that fool you. He is really
outgoing and sweet with those he loves and will
be loyal to them for the rest of his life.
Congrats!!


Which male celebrity are you going to marry? (10 results that have pics!)
brought to you by Quizilla
Hehe...það er gaman af þessum litla heimi. Ég var að fá aðdáenda bréf frá einhverjum ítala sem var að lofsama plötuna okkar, Automagic. Hann var að biðja um frekari upplýsingar um bandið, texta, hvort við ætluðum í eitthvað tónleikaferðalag og hvort ný plata væri á leiðinni. Ég svaraði honum af einlægni og þakkaði fyrir frábærar viðtökur. Einhver vinur hans tók þetta uppá kasettu fyrir hann og gaf honum og hann gjörsamlega féll fyrir okkur og skilur ekki hvað við erum í raun vanmetin og fáum litla umfjöllun!
Rokk ma'r...
Ég skil heldur ekki afhverju svona fáir vita um Magnetic Fields, eins og það er brilliant, snilldar, excellent stöff!!!
Ég var víst ekki búin að segja frá því að ég er byrjuð í svokölluðu klínísku, verklegu námi. Það er gaman. Í fyrsta tímanum lærðum við að fara í sterila hanska og að meðhöndla og opna sterila umbúðir eins og sáraskiptinga bakka. Svo áttum við að gera verkefni um handþvott, ég og fjórar aðrar stelpur. Þar kom ég sterk inn því ég hef unnið á deild á Borgarspítalanum sem var í einangrun í einhverja mánuði!!! Ég veit því ýmislegt um sýkingavarnir og handþvott. Ég var svo með sýnikennslu og sýndi hinum stelpunum og kennaranum hvernig ætti að þvo sér og svo lét ég hinar stelpurnar þvo sér líka á meðan ég stóð yfir þeim og leiðbeindi þeim og benti þeim á villur og svoleiðis... rosa gaman...fílaði mig í tætlur! Við erum semsé að læra þessi grunnatriði og það er bara gaman og pís of keik fyrir mig og líka þá sem eru sjúkraliðar. Mæla lífsmörk og meðhöndla saur- og þvagprufur. Við gerum það með léttum leik!!!
Þannig að ég er vel undirbúin fyrir rannsóknina sem við Sonja ætlum að gera á Glerártorgi.
YESSSS!!!!
Sonja er að koma að heimsækja mig á fimmtudaginn! Hún fær verðlaun því hún er sú fyrsta sem heimsækir mig síðan ég flutti norður (fyrir utan foreldra mína)!
Vei, vei, vei....
Ætli allir fái sömu niðurstöðu. Ég hef bara séð þessa...

music
Good. You know your music. You should be able to
work at Championship Vinyl with Rob, Dick and
Barry


Do You Know Your Music (Sorry MTV Generation I Doubt You Can Handle This One)
brought to you by Quizilla
Ég er ekki frá því að augun mín hafa opnast við það að ná hjúkrunarfræðinni. Ég er allavega miklu jákvæðari í alla staði! Ég er farin að sjá myndarlega menn bregða fyrir hér... ótrúlegt en satt, en þeir eru sko alls ekki margir. Ég hef sko bara séð tvo...ehe...af hvað, 15000??
Fyrst er það drengur sem ég hitti fyrir tilviljun í Byko. Hann er bróðir gamallar vinkonu minnar og ég hef ekki séð hann í mörg ár. Hann býr á Akureyri og var einmitt mjög hissa og glaður að heyra það að ég byggi hérna. Kanski hann sé minn næsti prins? Veit ekki... spurði hann ekki neinar persónulegar spurningar, bara hvað væri að frétta af systur hans og svona...
Svo er það sætabrauðsdrengurinn. Ójá, hann er að vinna fyrir Kristjánsbakari og er alltaf að fylla á brauðið og svoleiðis í öllum búðunum. Hef séð hann mjög oft í NETTó og Bónus. Ég er farin að sjá hann oftar og er farin að gjóa mínum blindu augum á hann til að mæla hann betur. Nema hvað, þegar við HG vorum í NETTÓ um daginn og sætabrauðsdrengurinn var akkúrat að fylla á brauðin á meðan við HG völdum okkur vínarbrauð, þá sagði HG; "mamma, þér vantar mann!"
Ég fann hvernig að andlitið varð eins og rauð paprika í framan og þaut því eitthvað í burtu...fyndið samt eftir á.
Já, það eru þá til allavega tveir myndarlegir menn hérna á Akureyri. Þetta kallast framfarir, er þaggi?

Mikið finnst mér annars Massive Attack diskurinn, "100TH WINDOW" góður!

mánudagur, janúar 19, 2004

ATH. ATH.
Sonju vantar far til Akureyrar næstu helgi. Getur farið á fimmtudegi.
Einhver!!??
Hjálpiði til, ég vil endilega fá hana í heimsókn!
Í dag er gleðidagur. Ég var loksins meðtekin aftur í samfélag tölvunnar. Ég hélt hreinlega að ég væri ekki komin inn í hjúkrunarfræðina þar sem að allar tölvur skólans neituðu mér aðgang. Ég hef ekki fengið neinar glósur eða getað fylgst með neinu út af netsambandsleysi. En nú er það komið og ég fagna því.
Verst að ég hafði svo roooosalega mikið að segja og blogga um þegar netið var dautt. Þess vegna greip ég í blað og penna og skrifaði hellings rugl í stílabók til að geta hrækt öllu útúr mér. Annars kom líka annað í þessa stílabók sem ég bjóst ekki við. Ég fór að semja fullt af lagatextum og er barasta komin með texta í allavega eina plötu!
Stefnan er að gefa út sólódisk með frumsömdu efni einhverntíman á lífsleiðinni....
Annars... þeir sem að þekkja mig og þekkja mig vel og hringja jafnvel stundum í mig þá er ég komin með heimasíma og þá er töluvert ódýrara að hringja. Ég er í símaskránni.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Ég sé ekki út um gluggann. Eins gott að það er frí í skólanum mínum í dag. Ég leyfi HG að vera heima í dag. Eins gott að ég á allan þennan mat í eldhússkápunum og ísskápnum.
Vonandi fer þessum veðurofsa nú að ljúka....

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Ég er búin að vera með óhugnalega svima í allan dag. Þegar ég stend upp líður mér skringilega og ég sest því fljótlega niður aftur. Veit ekki, kanski af því að ég er með svona hrottalega Rósufrænkuheimsókn. Ég er samt rjóð í kinnum og ekki eins og ég sé eitthvað blóðlítil. Samt fékk ég mér bara eitthvað að borða í kvöld sem ég veit að er járn í. Súkkulaði, hamborgara, nýrnabaunir o.s.frv....
Eins gott að fólk hringi reglulega í mig. Ég gæti legið á gólfinu allt í einu.
Sem minnir mig á það þegar ég klemmdi einu sinni litla puttan minn á RISASTóRU kælihurðinni í mjólkursamlaginu í Borgarnesi. Ég var að vinna í ostabúðinni og þegar ég var að bögglast með 50 lítra brúsa af einhverju sulli þá lá litli fingurinn minn eftir á karminum þegar hurðin skelltist aftur. (Það er reyndar ekki þess vegna sem litli fingurinn minn er boginn....) En allavega fékk ég góða klemmu þarna og ég fann fyrir yfirliðstilfinningu og ógleði á stundinni. Enda eru þarna taugaendar sem gefa sársaukaboðin sko... Allavega man ég að ég fór að kæla fingurinn undir köldu vatni í vaskinum þarna rétt hjá.....
Ég vaknaði allt í einu við það að Judith var öskrandi yfir mér "Ertu dáin!?!?!" því ég lá víst í blóði mínu á gólfinu. Það hafði semsé liðið yfir mig og ég hrunið niður, rekið höfuðið í vaskinn eða eitthvað því ég var með stórt gat og risa kúlu á enninu.
Fékk að fara á heilsugæsluna og svo heim með sleikjó....
Jámm...þannig var sú saga.
Mér langar í Hafnarfjarðarleikhúsið að sjá Meistarann og Margarita!!!
Ein uppáhalds bókin mín og þess vegna skylda að fara.
Ansi góður Mósaik þáttur í kvöld. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt það sem Jón Gnarr er að gera. Mynda Jesú sem Action man. Jón Gnarr er sniðugur maður.

Og jeiiii...krókódíla Dundee er í sjónvarpinu á laugardaginn. Hamingja fyrir einsömu konuna. Ójá, einsömu konuna. Akkúrat á þessari stundu langar mig í mann. Einhvern til þess að kúra hjá mér á meðan óveðrið ber á rúðurnar og kaffærir bílana úti.
Mann til að elska...
Mynd dagsins er af sexhyrndu kristalssnjókorni eða hexan-crystal-solid eins og Siggi Bjarklind myndi eflaust segja...þessi mynd er líka góð...
Nú kanski skiljið þið hvað ég er að meina. En engar áhyggjur. Ég fór og verslaði svo mikið um daginn að ég á nóg af matarbirgðum, núðlur og svoleiðis....
Þvílíkt ævintýri....

mánudagur, janúar 12, 2004

Til þess að geta skemmt mér konunglega yfir erfiða efninu í t.d. lífefnafræðinni, þá les ég upphátt fyrir sjálfan mig með hreim eins og Sir David Attenborough!
Ingþór læknir minnir mig alltaf soldið á hann....
Anyways. Var að kíkja líka í fósturfræðina aðeins og þar eru frekar scary myndir. Ekki fyrir alla, ekki fyrir viðkvæma. En mér finnst þetta mjög áhugavert og ég verð ennþá æstari og áhugasamari fyrir náminu mínu!
Já, það er búið að vera gaman í dag þrátt fyrir veðurofsann.

Note to myself. Amma er í viðtali í Laufskálanum á Rás 1 á morgun.
Ég hélt ég myndi láta lífið úti í snjóskafli áðan, verða úti! Það er bylur úti, maður sér ekki milli húsa, hvað þá milli ljósastaura. Svo skafar eins og ég veit ekki hvað þannig að maður sér engin hjólför neinstaðar og giskar bara á eftir minni hvar vegurinn er!
Ég komst heim. En ég lagði bílnum mínum við Þórshöllina þar sem að það er illa ófært bílaplanið hérna fyrir framan. Það er kostur að hafa Þórshöllina þarna við hliðina á mér því að þar er alltaf hægt að leggja bílnum í neyð.

Ég var annars að hlæja að því hvað ég er í nördalegum fögum. Ég er náttúrulega í hjúkrunarfræði II, svo er það líffærafræði II og fósturfræði. En svo kemur; lífefnafræði, lífeðlisfræði (sem er b.t.w. FIMM eininga!) og svo tölfræði og fræðileg vinnubrögð eða TFV0103. Ég er semsagt með samtals 17 einingar núna!!!
Ég hefði aldrei valið mér þessi fög í framhaldsskóla ef þau hefðu verið mér til boða....
Eins gott að standa sig, en það er einmitt það sem ég ætla að gera!
Ekkert mál fyrir Jón Pál.... eða eitthvað.

Ég þarf einmitt líka að fara til augnlæknis og þá líklegast að fá mér ný nördagleraugu. Ég er farin að sjá hriiiiikalega ílla og það veldur mér áhyggjum. Sérstaklega þar sem ég sé í rauninni bara með öðru auganu, hitt er bara í blurry móðu. Einhver erfðagalli. Viljið þið heyra um erfðir??? Nei, ég skal halda kjafti núna....
ÞAÐ ERU HRÍÐIR ÚTI!... sagði einu sinni vitleysingur.
En það er svo sannarlega klikkað veður úti. Brjálaður snjór og kolvitlaus hálka. Ég þarf að setja þokuljósin á þegar ég keyri milli húsa. Hvað þá uppí sveit í leikskólan að sækja HG á eftir! Ég er búin að festa mig tvisvar á bílaplaninu í dag, sem þýðir að ég mætti of seint bæði í morgun og eftir hádegi í skólann!
En það er samt gaman hjá mér. Ég er ekki frá því að ég líti allt öðrum augum á Akureyri og Akureyringa í dag heldur en fyrir áramót. Það var gaman í skólanum en samt tómleg stofan. Ekki eru allar búnar að fá að vita hvort þær verði með þessa önn því að síðasta endurtekningarprófið var barasta á laugardaginn. Þær fá vonandi að vita þetta sem fyrst og ég vorkenni þeim og get ímyndað mér hvernig þeim líður.
Ég krossa fingur fyrir þær allar og vona að þetta verði eins sanngjörn útkoma og getur orðið.
Fór áðan í brjálaða veðrinu niðrí bókabúð og keypti mér þrjár bækur fyrir 19800 krónur!
Ég mun lifa á núðlum það sem eftir er þessa mánaðar...
En ég er samt hress. Það er gaman hjá mér. Framtíðin blasir við mér og ég er alveg sátt á þessari stundu að vera hér næstu fjögur árin.
:o)

sunnudagur, janúar 11, 2004

Það er engin smá húsmóðurorka í manni þessa dagana. Ekki nóg með það að ég tók alla ibúðina í gegn, heldur tók ég allt dótið hans Harðar Gunnars í gegn og það er ekkert smá!
Ég fór í gegnum allt! Flokkaði alla legókubba saman, alla bíla saman og svo framvegis. Allt fínt sett í flokkaðar körfur og númer og spjöld. Nei djók, kanski ekki alveg. En þetta er orðið mjög fínt og skipulagt. Hann var líka ánægður strákurinn með útkomuna. Ég var búin að raða öllu fínt í hilluna og byggja upp bílabrautina hans og svo setti ég hreint á rúmið.
"Mamma, þú ert besti vinur minn!"
Þetta er ákveðin vítamínsprauta að fá að heyra svona frá litla krílinu sínu.
Svo ætla ég að toppa lokafrídaginn minn með því að elda mér arabískan kjúkling í kvöld!
Narta í það með brauðinu sem ég bakaði í gær..nammm...nema það er ósköp lítið eftir af því :o)
Svo er bara RELAX í kvöld. Glápa á vídjó eða eitthvað. Skólinn byrjar svo á morgun....hlakkar til. Reyndar er búið að vera soldið mikið erfitt að rétta sólarhringinn við. Ég sef ALLTAF til hádegis! Mér kvíður semsé soldið fyrir því að þurfað vakna klukkan sjö í fyrramálið. En ég reyni þá kanski bara að farað snemma að sofa. Verð bara alltaf andvaka. Eeeeen, vá hvað það var gott að sofa í nýju satínrúmfötunum...grrrrr.
Jæja, best að fleygja kjullanum inn í ofn.

Ójá, mamma er farin að fylgjast með blogginu mínu, sem þýðir samt ekki að ég minnki minn óheflaða sprellara!
HÆ MAMMA!

laugardagur, janúar 10, 2004

Klikkað!
Ég var að baka brauð! Ítölsk krydd, hvítlaukur og olivur í því. Geðveikt gott!
Klikkað!
Það er allt splendid núna. Búin að þrífa alla íbúðina hátt og lágt.
Ú....það er gott að vera í dúddúheimi.
Keypti líka dökkblá satin rúmföt...grrrr...
Geðveikt.
Klikkað...

föstudagur, janúar 09, 2004

Þegar ég kom heim í gær þá var lítið til í ísskápnum. Ég var líka þreytt og nennti ekki að hafa neinn mat til þannig að ég pantaði mér bara pizzu. Þegar ég vaknaði svo í morgun var EKKERT til að borða! Bara graflaxsósa og hindberjasulta. Reyndar var jógúrtdolla þarna, en hún rann út fyrir jól....
Ég var semsagt að koma heim úr miklum verslunarleiðangri. Bónusferð og auðvitað Glerártorgið líka. Verslaði heilan helling af mat þannig að það mætti halda að ég væri að fara að halda veislu! Ég kom líka við í Eymundsson og keypti mér einn geisladisk, ég varð. Keypti mér disk með Emir Kusturica & The No Smoking Orchestra, Unza Unza Time. Sprellfjörugur og skemmtilegur. Ég einmitt missti af þeim þegar þeir spiluðu hérna á klakanum.
Svo fór ég líka að kíkja á sófa. Helvíti eru til LJÓTIR sófar!!! En ég sá einn þokkalegan, tveggjasæta svefnsófa með stórum mjúkum púðum. Kostar 45000. Er að spá í að skella mér á hann....þarf aðeins að melta það...
Jæja...ekki meira blogg í bili...bara UNZA UNZA TIME!!!

fimmtudagur, janúar 08, 2004

"How beautiful you are, tonight. Just like a movie star...."

Hér sit ég ein, með uppáhalds tebollan minn og lakkrísrótarte. Nýkomin úr góðu baði. Hlusta á fallega tónlist. Kertaljós og reykelsi. Hugurinn flögrar og maður ímyndar sér...
Ég get ímyndað mér alveg rosalega drauma, það er óþolandi. Líf manns verður aldrei eins og svona draumur. Það er enginn fullkomin og allir hafa einhverja galla.
En ef það væri fullkomleiki hjá öllum og öllu, þá væri lífið eflaust lítið spennandi og leiðinlegt til lengdar. Haldiði það ekki?
Komin norður. Komin heim. Komin með stundatöflu. Komin í stuð!
Mikið er gott að koma heim.
Ég keyrði samt í svarta þoku í allan dag, soldið erfitt, en var með svona þrusugóða músík með mér allan tímann! Ég eyddi miklum tíma í tölvunni heima hjá mömmu og pabba í að dánlóda músík á diska. Nú mun mér ekki leiðast í músíkvalinu í langa tíð.
Jæja.
Þreytt.
Vaknaði klukkan átta í morgun og ætla snemma í háttinn í kvöld, helst.... sjáum það gerast.
Ég ætla allavega að pakka uppúr töskum og slappa svo af.
Hörður Gunnar fer í leikskólan í fyrramálið og ég þarf að kaupa mér tvær bækur.
Annað stúss líka. Kaupa sófa og síma.
Jájá.... allt komið í gang eftir jólafríið!

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Það er ekkert eins gaman og að hlusta á gott drum n´bass þegar maður er að keyra þjóðveginn. Ég er nú að undribúa góðan ferðadisk með Squarepusher og Aphex Twin. Sýru-trip-ferð!

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Og auðvitað hin mikla móðir sem hjúkraði og hjúkraði....


Jahá....
Samviskusami nasistinn....


Brrrr.... Grái hversdagsleikinn er tekinn við. Mér hundleiðist! Ég veina! Samt reyndi ég að gera mér góðan dag og keypti mér tvo geisladiska, eldaði góðan mat og keypti mér smá gotterí. En það er náttla ekki hægt að kaupa hamingju eða lífsfyllingu.... Hlakkar bara til að fara norður á fimmtudaginn og byrja í skólanum og fara að GERA EITTHVAÐ. Takast á við verkefni!
Þoli ekki eirðarleysi!
Enginn hringir eða heimsækir mann.
Það hlýtur að vera vond lykt af mér og ég hlýt að vera hundleiðinleg.
Ég er í vondu skapi.
URRRRRR!!!!

sunnudagur, janúar 04, 2004

Skemmtileg helgi. Reykjavíkurdjamm, fullar sprell frænkur, taka púlsinn á skemmtistöðunum, kíkja á 22 og sjá nýju eigendurna með moppurnar og labb-rabb tækin....mmm...og margt gott fleira.
Tók upp ný lög með Árna fyrir nýju Worm Is Green plötuna sem kemur vonandi út í vor. Lofar góðu held ég...
Jájá og sei sei. Hlakkar bara soldið til að komast heim til mín, heim til Akureyrar, þar sem allt dótið mitt og græjurnar mínar og rúmið mitt og bara allt er!
Hlakkar til að mæta í skólann og sjá hvað af stelpunum komust áfram og verða með mér í bekk næstu fjögur árin.
Jájá og sei sei.
Hörður Gunnar hoppandi hress.

föstudagur, janúar 02, 2004

Gleðilegt ár öll sömul og þakka liðið.

Ég sem ætlaði að vera róleg á áramótum, datt í það! Ég fékk pössun um tvö leytið, var búin að setja mig í stellingar heima hjá ömmu með kaffi og karókí þegar Gunnhildur frænka bauðst allt í einu til að passa fyrir mig.
Ég skipti um gír, frískaði uppá makeupið og fór heim með Sonju og skellti í mér tvo kokteila. Síðan kom Gvendur og við fórum þrjú saman á Búðarklettos magnificos! Þar var stuð og hellingur af fólki, aðallega ungu fólki og mér fannst ég vera orðin ansi gömul þegar ég sá nokkra unglinga þarna sem ég var með í unglingavinnunni sem flokkstjóri þeirra!!!
Ég dansaði eins og mófó loka mínutur ballsins sem stóð til hálf sex um morguninn. Ég og Sonja erum helv.. góðar í að dansa saman! Rokkum feitt! Við vorum líka lang fallegastar þarna. Ég í bláasíða satin-glimmer kjólnum mínum og Sonja í bláa gulllitaða stutta marlyn monroe kjólnum sínum. Báðar með eldrauðan varalit og klikkaðan áramóta augnskugga!
Síðan var farið í eftirpartý þar sem var stuð líklegast þangað til ég veit ekki hvað. Þegar ég ákvað að fara heim að sofa var klukkan orðin átta um morgun og partýið ennþá í fullum gangi.
Ég vaknaði svo um þrjú leytið daginn eftir og ekkert þunn, bara búin að fokka þokkalega í sólarhringnum mínum og þarf að farað rétta mig af með því að fara snemma að sofa og vakna snemma svo ég verði ekki handónýt í skólanum þegar hann byrjar aftur!
Jæja.
Verð að standa upp og hætta að gera ekki neitt. Kanski ég drífi mig bara suður.
Allavega, bless í bili!