sunnudagur, desember 28, 2003

Var að koma úr Reykjavíkinni þar sem ég fór í Þjóðleikhúsið með mömmu og Herði Gunnari og fleirum til að sjá Dýrin í Hálsaskógi. Þetta var bara mjög skemmtilegt, þó kanski aðallega að fylgjast með krökkunum öskra og kalla á leikarana og hjálpa til. Mjög fyndið. Hörður Gunnar æpti einmitt mjög mikið og var ekkert feiminn við það...hehe.
Á morgun ætla ég suður aftur með familíunni, verðum held ég 15 í allt og förum að sjá LOTR í bíó. Ég er hinsvegar að spá í að vera eftir og dvejla um stund í höfuðborg lýðveldisins. Ég hef til dæmis EKKERT hitt af vinum mínum. Reyndar Teit og Gvend bekkjarbræður og Huldu og Snorra, en svo er það bara fjölskyldan. Hitti náttla Villa fyrir jól þar sem hann klippti mig, en ég hef ekki hitt neina aðra, ekki strákana í bandinu, margar vinkonur mínar og rugl!!!
Verð að bæta úr þessu!
Er mikið að spá í að vera í Reykjavík um áramótin. Var að vinna síðustu áramót með Sonju á Búðarkletti. How boring is that! Sonja fékk meirað segja ælupest, þannig að þetta voru mjög leiðinleg áramót hjá okkur. Auk þess nenni ég ekki að vera eins og alltaf heima hjá ömmu (þó amma sé auðvitað indæl) og umvafin sérvisku bræðrunum hennar mömmu. Auk þess sem ekkert verður að gerast nema eitthvað lítið tjútt í Búðarkletti, sem mér langar ekki á, og ekkert annað stuðparty, því það býr ekkert skemmtilegt stuð fólk í Booooringnes! Ef það býr hérna, þá fer það eitthvað annað eða heldur ekki partý hjá sér...eða eitthvað. Það er allavega ekkert voða spennandi að vera hérna um áramótin!
Verð að pæla í þessu. Hvar á ég að vera í fallega áramóta kjólnum mínum? Er reyndar með tvo fallega kjóla, get ekki valið í hvorum ég ætti að vera. Hvort ætti ég að vera í síða bláa kjólnum með hvítu doppunum í marlin monroe stílnum, eða dökkbláa sexy satin, glimmer kjólnum mínum???
Margar pælingar í gangi fyrir áramótin.....

föstudagur, desember 26, 2003

Jájá gleðilega hátíð öllsömul og hallelúja!
Ég er ánægð með það að vera í fríi, enda er ég ekkert búin að plana dagana framundan, bara ligg í leti og spila spil eða horfi á sjónvarp. Er einmitt að glápa á LOTR myndirnar tvær til að hita upp fyrir þá þriðju sem ég er að farað sjá eftir helgi. Svo er ég að fara í leikhús á Dýrin í Hálsaskógi með möm og litla strák og fleirum frænkum og frændum. Þannig að, ég þarf að fara suður fljótlega, líka til að taka upp nýtt efni með Worm Is Green. Var að spá i að fara suður í kvöld, en veit ekki. Langar soldið að djamma, hef ekki djammað óGEðsLEGa lengi!
En allir vinir mínir eru einhvernvegin þvers og krus hér og þar. Sumir í Rvík, sumir útá Skaga, sumir í Boringnes og aðrir náttla á Akureyri. Hmmm...ég ætti kanski bara að liggja uppí sófa og horfa á meira sjónvarp og éta fleiri smákökur í kvöld. Veit ekki. Veit heldur ekki hvað ég geri eða hvar ég verð um áramótin. Margar pælingar, en ég nenni bara ekki að pæla í þeim. Það er svooooo gott að liggja í leti þessa dagana. Sérstaklega er ég fegin að þurfa ekki að verað lesa undir endurtekningarprófin í janúar!!!
Ójá...hvað á ég að gera? Á ég að fara suður núna í kvöld eða bara á morgun eða eitthvað???
Þarf að pæla meira í þessu uppí sófa undir teppi....

Fékk annars fínar jólagjafir, meira en ég bjóst við. Sonja fær allavega hrós fyrir flottustu gjöfina. Hún gaf mér sexy nærföt sem að geta vonandi glatt fleiri en mig...allavega einn mann! :o)
Skrítið samt, þetta eru fyrstu jólin sem ég fæ engan geisladisk í jólagjöf! Ég fæ ALLTAF geisladiska í jólagjöf, það er líka yfirleitt það eina sem mér langar í....

mánudagur, desember 22, 2003

Guðríður Ringsted er hjúkrunarfræðinemi.
Já, ég komst áfram, náði öllu, tvær áttur, tvær sexur og ein fimma.
Það var mikið fall þannig að það eru endurtökupróf í janúar til að fylla í öll 36 sætin í claususnum.
En Dúdda massaði þetta!
Með hjálp frá MÖRGUM og með MIKLUM stuðningi, tókst mér þetta.
Ég er svo glöð og þakklát.
Besta jólagjöf í heimi.
Ahh...

sunnudagur, desember 21, 2003

Jæja, ég ákvað að gera eitthvað í þessu eirðarleysi mínu og fór til mömmu og heimtaði að hún gerði mig fallega! Ég var nefnilega GRÁ í framan eftir próflesturinn! Hún litaði mig og eftir það var ég, Dúdda, mætt aftur til meðvitundar. Ég fór í búðir og heimsóknir og spjallaði til dæmis heilmikið við hana ömmu um Færeyjar í denn.....
Síðan tók ég mig til og bakaði smákökur í kvöld. Mamma er alveg á fullu þannig að hún hafði ekki tíma til að baka uppáhalds kökurnar mínar, lakkrískurlmarens, þannig að ég skellti í hrærivélina og bakaði helling. Rooooosalega góðar hjá mér!
Svo skellti ég mér LOKSINS í baðkarið! Lá þar heillengi i arómaþerapíu og hlustaði á góða músík. Þoli ekki þennan bévítans sturtuklefa fyrir norðan sem er eins og pínulítill kústaskápur, maður rekur sig alltaf í og opnar hurðirnar með því þannig að það frussast vatn á gólfið og svo er maður allur í marblettum á olnbogunum!
Á morgun ætla ég að fara í búðarráp í Reykjavík og einnig í smá klippingu, það er að segja ef Villi hefur tíma.
Glöð og rjóð í kinnum, segi ég, sæl að sinni!

laugardagur, desember 20, 2003

Hæ.
Ég er búin að vera hálf andvana eftir síðasta próf. Get ekki talað eða sagt mikið af viti. Er með hálfgert gullfiskaminni þar sem ég er búin með minniskvótan minn þennan mánuð eftir allan próflesturinn. Ég gleymi alltaf í miðri setningu hvað ég ætlaði að segja, þannig að það er gott ef ég get klárað að skrifa þetta blogg....
Er komin uppí Borgarnes. Ekki mikið breyst, kanski bætt við tveim jólaseríum síðan síðustu jól, annars "missti" ég af jólunum í fyrra og hlakkar því rosalega til jólanna núna þar sem ég hef ekki upplifað þau í tvö ár!
Hef ekki haft samband við neina vini mína, get ekki lyft upp símanum. Það er hinsvegar lítil áreynsla að sitja hér fyrir framan tölvuna og slefa á barminn sinn. Er með verki dauðans í fótunum og var að gleypa tvær verkjatöflur útaf því.
Vissi ekki að það var föstudagur í dag... allir dagar runnu saman í einn graut þegar ég var í prófum.
Ég fæ mikið störur útí loftið.
Það er bara gott að geta lagst uppí SÓFA, en ekki sitja í helv.. útileigu-klapp-stólunum sem ég hef setið á allan mánuðinn og er komin með rimlafar á rasskinnarnar eftir!
Það er gott að hafa kisu kúrandi í fanginu og horfa á sjónvarp, sem ég var búin að gleyma hvað var....
Það er gott, að vera komin í jólafrí!
:o)

fimmtudagur, desember 18, 2003

Ég NÁÐI vefja- og frumulíffræðinni!!!
Guði sé lof! Ég náði líka heimspekinni, fékk 8!
Ég er svo upptjúnuð að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér!
Ég á svo eftir að fá að vita, líklegast eftir helgi, út úr sálfræðinni, hjúkrunarfræðinni og svo þessu síðasta sem ég var í í dag, líffærafræðinni.
Núna, er ég að reynað farað þrífa eða pakka niður eða eitthvað, veit samt ekki alveg hvað ég á að gera af mér, er hálf ringluð eftir þetta próflestrarmaraþon.
Mér er boðið í mat í bæjarstjórahúsið í kvöld og svo er gathering hjá hjúkkunemum seinna í kvöld. Reyna að vera með, vantar samt pössun...
Æj...best að slaka á, leggjast bara í gólfið á meðan Hörður Gunnar horfir á Stundin Okkar.
Ég var ekki einu sinni nörd, heldur breyttist ég í nörd í próflestri!
Góðanótt.

miðvikudagur, desember 17, 2003

Er búin að vera mjög þreytt í morgun. Reyna að hætta að geyspa og halda augum opnum. Síðasta prófið á morgun. Búin að sulla í mig kaffi síðan ég vaknaði, en það virkar ekki.
Ég ákvað þá að setja Taraf de Haïdouks á fóninn og dansa eins og brjálæðingur við þessa rúmensku sígaunasveiflu. Og viti menn, ég er sprell vakandi eftir það!!!
Húrra fyrir musique des tziganes de roumanie!

þriðjudagur, desember 16, 2003

Ahaha..búin að vera að lesa anatomíuglósurnar hans Sigga Bjarklind og búin að vera að leiðrétta helling! T.d. sagði hann að ölnarhöfði eða olecranon og sambryskjan eða pupis symphisis, mörkuðu línuna á mili stóra og litla grindarhols eða pelvis major og minor. Við vitum náttúrulega að ölnarhöfðinn er á ölninni eða ulna og það er spjaldhöfði eða sacral pomontory sem markar línuna með sambryskjunni...ahahaha...ehemm..

mánudagur, desember 15, 2003

Langt síðan maður gerði eitthvað svona....

you are lavender
#E6E6FA

Your dominant hue is blue, making you a good friend who people love and trust. You're good in social situations and want to fit in. Just be careful not to compromise who you are to make them happy.

Your saturation level is very low - you have better things to do than jump headfirst into every little project. You make sure your actions are going to really accomplish something before you start because you hate wasting energy making everyone else think you're working.

Your outlook on life is bright. You see good things in situations where others may not be able to, and it frustrates you to see them get down on everything.
the spacefem.com html color quiz


Horrorr! Var að koma úr erfiðasta prófinu, vefja- og frumulíffræði. Vil ekki tala um það. Hlusta bara á Johnny Cash syngja jólalög núna. Ætla elda mér góðan kjúklingarétt í kvöld. Svo er bara EITT PRÓF EFTIR!!! Líffærarfræðin, ekki svo mikill horror...
En, smá slökun núna.
Var orðin mjög rugluð í gær. Sendi Siggu sms og óskaði henni nú aldeilis til hamingju með afmælið! Nema hún á ekki afmæli fyrr en 17. des.
Svo var ég að rífast í HG um að drífa sig í stuttbuxurnar. Hann vældi bara og skildi mig ekki... þangað til ég fattaði að ég var að rugla. Ég meinti stígvélin, ekki stuttbuxur.
Held ég sé á góðri leið með að lesa yfir mig og rugla mig í ríminu......

sunnudagur, desember 14, 2003

Úff!!
Vefja- og frumulíffræði er erfið og flókin.

föstudagur, desember 12, 2003

Ég skransaði í snjósköflum áðan og áttaði mig á því að það er föstudagur. Helgin er gengin í garð. Ekki mikil helgi hjá mér þar sem ég mun sitja sveitt yfir flóknum líffræðibókum. Ákvað því að skransa í snjóskafl hjá gellunesti og pantaði mér ostborgara og franskar og kók og keypti pulsu og kókómjólk handa litla manninum. Þetta vakti mikla lukku, sitjum bæði södd og sæl og ég er að setja mig í startgíra fyrir næsta próf. Gott að taka smá leti kast milli prófa. Nauðsynlegt.
Annars var Jóhann bróðir að tuða eitthvað að hann vildi fara upp í Borgó þann 20. des. Ég er ekki sátt við það. Langar suður sem fyrst og það þann 19. des. Hann er víst búin að panta sér miða á forsýningu á LOTR og getur ekki hætt við. Seisei, veit ei hvað skal gera...humm..gæti svosem beðið í einn dag, en samt ekki. Það bíður mín andlitsbað og litun hjá mömmsu þegar ég kem heim. Ég get ekki beðið eftir slökuninni...aarrrrhhhh...
Jæja. Var að koma úr þriðja prófinu, sálfræði. Gekk bara svona ágætlega, held þetta hafi verið léttasta prófið. Sem er gott, því erfiðasta prófið er næst. Á mánudaginn, klukkan níu um morgunin, mun reyna á getu mína í sambandi við vefja- og frumulíffræði. Verst að þetta er um helgina sem ég les fyrir prófið, því þá er Hörður Gunnar ekki á leikskólanum. En Lilla frænka ætlar að vera svo elskulega og taka hann í smá tíma bæði laugardag og sunnudag. Svo verður maður bara að læra á kvöldin eftir að hann er sofnaður. Vona bara að ég nái þessum áfanga, hræddust við hann....
Held ég verði að vaska aðeins upp, það er ÓGEÐSLEGT eldhúsið!

miðvikudagur, desember 10, 2003

Jahh! Búin með tvö próf af fimm. Tók hjúkrunarfræðiprófið í dag og það gekk bara ágætlega. Held ég sé allavega búin að ná þessum tveim prófum, spurning hvort að einkunin verði nógu há fyrir góða meðaleinkunn...en það er seinni tíma vandamálahugsun.
Í kvöld er svo bara kínarúllur og karrýsósa og svo horfa á Bráðavaktina. Síðan er barasta að byrja að lesa fyrir næsta próf sem er á föstudaginn. Það er sálfræði og mér kvíður alls ekki svo mikið fyrir það, ekki eins mikið og fyrir prófið sem er næsta mánudag....brrrr!
En taka eitt í einu! Smá slökun núna og svo lesning aftur seinna í kvöld þegar HG er sofnaður.

þriðjudagur, desember 09, 2003

Góð leið til þess að halda sér vakandi yfir próflestrinum er að drekka nógu mikið kaffi, blaðra við sjálfan sig um námsefnið og lesa upphátt eins og leikari.
Þakka annars góðan stuðning frá fjölskyldu og vinum. Það er eins gott að standa sig, síst vil ég valda öllum vonbrigðum ef ég myndi svo falla og þurfa að snúa mér að öðru í lífinu...
Enn og aftur, ég reyni að gera mitt besta, meira get ég ekki!

mánudagur, desember 08, 2003

Jæja. Þá er fyrsta prófið búið, heimspekin - siðfræðin. Ég er fegin, enda er þetta frekt fag og tók mikið af mínum próflestrarfrístíma. Það komu semsagt upp 4 ritgerðarspurningar af 15 sem við fengum í lok nóvember. Ég var búin að reyna mitt besta og átti mínar uppáhalds spurningar og vonaðist til að þær komu og aðrar alls ekki! Það kom ein spurning sem ég var pottþétt á, um staðgöngumeðgöngu og fleira. Svo komu þrjár aðrar sem ég var ekki voða viss á, en ótrúlegt en satt þá gat ég krafsað mig í gegnum þær tvær sem ég valdi líka (áttum bara að skrifa um 3 af 4 ritgerðarspurningum). Þetta var allt einhverstaðar í kollinum og spratt út í lokin. Var næstum allan próftíman, enda skrifaði ég 10 blaðsíður samtals af rökræðubulli. Er að spá í að sækja um örorkubætur fyrir skrifhendina mína....
Næst er það hjúkrunarfræðin þann 10. des. Það þýðir ekki að hangsa meir, heldur halda áfram að lesa!

laugardagur, desember 06, 2003

Útaf áhyggjum ættingja yfir því að ég væri að lesa mig í hel, þá ákvað ég að skella mér til frænku minnar með Herði Gunnari og fara í piparkökuskreytingar. Ég er enn hjá frænku minni, því hún bauð mér í hvítlauks-rósmarín-lambalæri. Ég þigg það, enda er ég með bók með mér og hef verið að glugga í hana í rólegheitum.
Ég geri mitt besta í þessu námi, ef það dugar ekki, þá á ég einfaldlega ekki heima á þessari hillu. En allavega, það er gott að eiga einn svona relaxing dag nú þegar ég var farin að gróa föst við glósurnar mínar.
Vakti alltof lengi í gær við lærdóm, enda að deyja úr þreytu núna. Búin að snúa sólarhringnum við, úpps! En það gerist eiginlega alltaf þegar maður er að lesa fyrir próf.
Verst að maður er að missa af þessu frábærlega dömustaðaballi, en það koma fleiri dömustundir og því kvíði ég ekki, heldur hlakka til næsta skiptis...

fimmtudagur, desember 04, 2003

Er að læra undir próf, með úfið hár, á túr, með ljótuna, í adidas buxum og lopapeysu, gat á sokkunum, drasl útum alla íbúð, blönk, stressuð, þreytt....
...er hægt að ímynda sér eitthvað verra?
Jah..ég gæti verið græjulaus og þá án tónlistar sem væri hræðilegt!
Gvöði sé löf fyrir græjurnar mínar, amen.

miðvikudagur, desember 03, 2003

Ég er farin að hvæsa hérna....
GARG! Loksins þegar ég náði að fatta einhvernvegin betur fjölmenningarstefnuna, þá skrifaði ég alveg heilan helling um það, en ýtti á einhvern fokkings takka þannig að það hvarf allt og ég finn það ekki aftur! Glatað! Gone! Þess vegna finnst mér alltaf best að vera vinur pennans og blaðsins, en ég var bara orðin svo handlama að ég varð að svissa yfir í tölvupikk.
Djöfs!!!
Jæja, ég held nú að þetta sé í kollinum ennþá, bara verður að hanga þar til 8. desember þegar ég fer í heimspeki prófið!
Getur einhver útskýrt fjölmenningarstefnuna betur fyrir mér!?!? Þá sérstaklega fjölmenningarstefnuna sem er byggð á eðlishyggju!
Hvernig myndu annars frjálslyndir fjölmenningarsinnar og hinsvegar fjölmenningarsinnar sem byggja á eðlishyggju reyna að svara póstmódernistum???
Er í tómu rugli hérna....
Smá strumpavísindi í lærdómshléi... Ég er kanski á rangri hillu í lífinu. Ég átti kanski alltaf að fara útí myndlistarnám? Oh well....
Nei, nei, ég er sátt við það sem ég er að gera í dag.


Find your inner Smurf!

þriðjudagur, desember 02, 2003

Nýtt útlit.... Hafið ekki áhyggjur, ég er bara að dútla mér á netinu í pásum, sem eru fáar...
Ég er þreytt. Ég nenni ekki að læra. Mig langar að skríða uppí rúm og bíða þar fram að jólum. Vildi að ég gæti klónað mig og þá gæti hinn helmingurinn minn verið í prófunum. En það er ekki hægt. Best að anda að mér fersku lofti.

mánudagur, desember 01, 2003

Jahérna. Ég drullaðist í vefja- og frumulíffræði tíma í morgun, komin með kryppu af vöðvabólgu og áhyggjum. Fyrstu tveir tímarnir voru á full speed með Sigga Bjarklind þar sem hann rumpaði af "synapse" eða taugamótakaflanum. Ég sat sveitt í þessum tíma og nagaði af mér neglurnar og reyndi að glósa eins og ég gat en missti alltaf minnið á fimm sek. fresti.
Næstu tveir tímar á eftir var hann Þórir að kenna. JEss... hann er frábær. Hann var hinsvegar að tala um DNA og allt það, erfðir og krabbameinsfrumur. Miklu meira interessant og auðveldara að hlusta á og skilja....allavega fyrir mig. Svo er hann líka svo mikill leikari að hann gerir námið svo ótrúlega skemmtilegt miðað við hvernig það lítur út í námsbókunum.
Á morgun verður aukatími í líffærafræði, sem er þá jafnframt síðasti tíminn á þessari önn. Við hjúkkunemar ætlum að mæta með bros á vör, smákökur í boxi og kaffi á brúsa. Svo verður líklegast slegið á létta strengi áður en við förum heim og setjum okkur í prófbúninginn; lopapeysu, lopasokka, teygju í hárið og snýtipappír í vasa.
Jamm...gangi mér vel segi ég bara...er aðeins búin að jafna mig eftir taugaáfallið í gær...kanski af því ég var að læra um taugaboð og streitu í síðasta VFR tímanum???