föstudagur, október 31, 2003

Ég og Hörður Gunnar eigum gott föstudagskvöld saman. Við vorum að horfa á Family Guy og erum að sleikja Royal súkkulaðibúðing uppúr skál. Stundum er bara voða gaman þegar við erum svona tvö saman að mjóna okkur...
vúhúhú.... Hérna er smá lesning um Worm Is Green tónleikana á Grand Rokk um daginn, þegar við vorum að spila með Einari Erni.
Ég er með ljótuna í dag, ekki skrítið þar sem að ég er búin að verað læra vefja- og frumulíffræði í allann fokkings dag í lopapeysu og með úfið hár! Þess vegna finnst mér ástæða til þess að sýna minn hégóma og birta þessa mynd til þess að minna mig á að ég get verið falleg....

Úhhh...eitt hressandi símtal sem ég fékk frá honum Steina, Hanson brother og trommudude í Worm Is Green! Get ekki sagt mikið, bara að ég er eitt bros og vona að það haldist áfram, allavega fram í Janúar-Febrúar! :o)
Ég var að skoða myndir hjá Heiðu frá síðustu halloween-sprellunum hennar og þá fór ég að rifja upp mitt í fyrra. Ég var falleg stúlka frá Pakistan. Efast samt soldið um að margar stúlkur/konur frá Pakistan eigi svona bók...
En ég er annars mjööööög svekkt að komast ekki í Halloween partýið :(
Það kokar snjó niður! Það kyngir niður snjó! Við eigum eftir að kafna í snjó hérna! Það er búið að snjóa stanslaust síðan í morgun og ég sé ekkert út um gluggann!!! Hjálp! Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að rata út og finna bílinn minn seinna í dag þegar ég þarf að sækja strákinn í leikskólann....
"Krebs hringur. Lýsir því hvernig afurðum glýkólýsu er dælt inn í hvatbera via Acetyl-CoA og brotna þar áfram niður í oxunarefnahvörfum sem fela í sér vetnissviptingu (dehydrogenation). Vetnið sem losnar (2H) er flutt með kóensímunum NAD+ og FAD inn í öndunarkeðju sem er ensímkerfi í innri himnu hvatbera. Fullkomin oxun á glúkósa gefur 36 ATP."
Er skrítið að ég skuli GARGA yfir þessu!? Ég er orðin stressuð og það eru komin drög að próftöflu. Samkvæmt því er ég í prófum frá 8.-17. desember.
Þráðlausa netið er í fokki og ég er svooo fegin að geta slæpst hingað inn þegar mér langar að taka pásu....loksins kom pásan...

fimmtudagur, október 30, 2003

Ég fékk næstum tár í augun í morgun þegar ég var að fara með Hörð Gunnar í leikskólan. Ég vakti hann náttla fyrst með því að æpa til hamingju með afmælið og það virkaði því hann fór á fætur eins og elding. Þegar við vorum semsé komin uppí leikskóla þá bað hann mig svo innilega og fallega um að baka gulrótarköku með hvítu kremi...ég fékk kúlu í hálsinn því það var svooo sætt þegar hann sagði þetta! Svo sagði hann líka þegar ég var að kyssa hann bless, "mamma, fæ ég líka kanski pakka frá þér?" og enn og aftur fékk ég lítið tár í augað yfir þessum fallega góða dreng. Það var ekkert nema hógværðin og stilling, en ekki frekja og öskur sem kom frá honum.
Auðvitað fór ég heim og bakaði eina Betty Crocker gulrótarköku með hvítu kremi handa honum. Keypti líka smarties og skreytti kökuna á minn listræna hátt. Síðan fór ég út í dótabúð og keypti nýja spiderman kall handa honum og líka eina DVD-mynd með gömlum Superheroes þætti þar sem að Superman, Batman, Robin, Daredevil og fleiri góðar hetjur eru að berjast á móti vondu köllunum. Skemmtileg mynd, ég horfði á hana líka.
Þegar hann var svo komin heim fór hann og bauð Magnúsi vini sínum á neðstu hæð, að koma upp og fá sér gulrótarköku, því hann ætti afmæli í dag. Ég hló inní mér og fannst drengurinn minn hafa fullorðnast allt í einu svo mikið. Hann er farin að tala svo skýrt og farin að vera meiri og meiri "buddíinn minn".
Síðan hlóu þeir og skemmtu sér vel saman, tveir með gulrótarkökuna, allar hetjunar og tvær blöðrur. Það þurfti ekki mikið til að gleðja litla drenginn minn, enda var hann líka búin að fá stórt fjölskylduafmæli þegar við vorum í Borgó síðustu helgi.
Ég gleymdi bara einu. Ég keypti spes gleraugu og tennur (svona Austin Powers) og ætlaði að setja þetta á mig þegar ég bæri fram kökuna handa strákunum. En ég gleymdi þessu inná baði. Kanski ég vekji Hörð Gunnar bara í fyrramálið með þessu. Hann hlýtur að fara á fætur þá eins og elding aftur..hehehe!
En aðalmál dagsins í dag er...TIL HAMINGJU MEÐ 4 ÁRA AFMÆLIÐ, ELSKU HÖRÐUR GUNNAR MINN :o)

miðvikudagur, október 29, 2003

Ég skil ekki alveg hvað er að gerast með tölvuna mína. Ég er komin í stresshnút útaf öllu! Ég get ekki mikið meir, verð að farað komast í jólafrí, get ekki beðið í mánuð. Hvað er að gerast!

mánudagur, október 27, 2003

Ég var að horfa á þátt í ríkissjónvarpinu um unga franska stúlku, Chloe, sem þjáist af anorexiu og bulimiu. Þetta er hrikalegur sjúkdómur í einu orði sagt. Hann reynir mikið á, bæði andlega og líkamlega. Þetta er vítahringur sem mjög erfitt er að losna úr, ef ekki ómögulegt að losna úr. Læknar, geðlæknar, sálfræðingar og margir aðrir vísinda og fræðimenn eru ráðþrota í sambandi við þennan sjúkdóm. Lítil sem engin lækning er til við þessum sjúkdómi, bara ef þú ert komin undir vissa kílóaþyngd, eins og í Chloe tilfelli var 35 kíló, þá þyrftir þú að leggjast inná sjúkrahús. Uss...ég óska að enginn þurfi að ganga í gegnum þessi böl! Af mörgum slæmum sjúkdómum sem eru til, þá standa þessir uppúr sem einir af hræðilegustu sjúkdómunum, að mínu mati....
GARG! Ég þoli ekki hvað ég get verið twisted í hausnum í sambandi við áhugamál og áhugaleysi og alls kyns hugmyndir...
Núna er ég alveg á fullu að spekúlera í þessari hjúkrun....langar mig virkilega að vera hjúkrunarfræðingur, nenni ég 4 ára bóknámi? Ég er að deyja mér langar allt í einu svo mikið í eitthvað listnám! Mér langar að læra myndlist, grafíska hönnun, matarlist, kökugerðarlist, tónlist, sönglist....LIST. En það er auðvitað list að vera hjúkrunarfræðingur, það sagði hún Kristín í tíma áðan...hmmm...veit ekki.
Ég get verið hrikaleg. Það er dýrt að fara í þetta nám, kostar að flytja og kostar að raska greyið Herði Gunnari hingað og þangað með mér. Ég veit ekki hvort ég er svona twisted í hausnum bara núna af því að það var svo rooosalega gaman hjá mér á Airwaves í Reykjavík.
Vonandi hristi ég þessari hugsun í burtu, en heilinn á mér er á spani hingað og þangað þessa dagana!
Ég get ekki sofnað. Ég er búin að veltast um og snúa mér í þvers og kross og fram og tilbaka, hálfskrúfu og snúning og alles í rúminu. Og í öllum þessum byltum hafa brjálaðar hugsanir verið að fljóta... Þá fór ég að hugsa um "Hann" og mér datt í hug bréf til Hans:
Kæri ------
Ég man þegar ég sá þig fyrst. Það var æðisleg tilfinning sem hljóp í gegnum líkamann. Ég sá það líka á þér að þú varst að hugsa svipað um mig. Til að gera langa sögu stutta, þá enduðum við saman í faðmlögum um nóttina.
Eftir fleiri stefnumót og símtöl og þvíumlíkt, var komin ákveðin spenna. Vitandi að ég var að farað flytja norður fljótlega og þú myndir verða eftir í Reykjavík. Hvað ætti að gera, við vorum eitthvað svo fullkomin saman og eigum við þá ekki að halda áfram þó ég sé líklegast að fara að búa á Akureyri næstu fjögur árin...ehehe..
Eftir langan og stressandi umhugusunarfrest þinn sem var að gera mig gráhærða úr kvíðaköstum, ákvaðst þú að létta af hjarta þínu. Þú sagðir mér að þú værir tilbúin til að vera í long-distans-relationship með mér. Ég væri alltof áhugaverð og þú svona hrifin af mér að þú gætir ekki hugsað þér að sleppa mér. Þú sagðist hlakka til að hitta strákinn minn, kynnast honum og spila með honum fótbolta. Þú sagðist vera í þannig vinnu að þú gætir jafnvel tekið löng frí og komið í heimsókn í nokkra daga í senn.
Þetta hljómaði allt svo æðislegt þegar þú sagðir mér þetta og ég var full af gleði :)
En allt í einu, einn "góðan" veðurdag, þá breyttist þú. Þú varst fjarlægur og sýndir ekki mikinn áhuga. Þú "hvarfst" hreinlega og ég botnaði ekki neitt í neinu, sérstaklega eftir að hafa heyrt þínar æðislegu yfirlýsingar um mig....
Í dag sit ég enn með hrærigraut í hausnum því ég er ekkert að botna í þessu. Einstaka sinnum fæ ég skilaboð sem sýnir það að þú hugsar ennþá til mín. Ég hugsa oft til þín og það særir mig. Ég man hvað þú hélst þétt utan um mig eins og ég væri sykurpúði eða eitthvað... þér þótti allavega mjööög vænt um mig, og ég veit að þú gerir það enn.
En hvað kom fyrir? Fréttiru eitthvað ógeð um mig? Kynntist þú annarri? Ertu bara svona óákveðin týpa, soldið lík mér? Ertu hræddur við barnið eða fjarlægðina? Hvað, please segðu mér, hvað var/er að!?
Ég heimta skýringu, sérstaklega þegar þú sendir mér enn þann dag í dag sniðug og sæt skilaboð sem kítlar mínar hjartarætur um leið og þú særir nokkrar....
Kær kveðja,
Dúdda púdda ringlaða


Ég veit, ég veit...þetta hljómar hrikalega korní og asnalegt og svefngalsalegt...ég er barasta að springa í kollinum og ég varð að hrækja þessu útúr mér!
Vonandi get ég sofnað núna....

sunnudagur, október 26, 2003

Rapport!
Ég sat heima hjá möm og pab og lét mér leiðast í gærkvöldi. Var eiginlega að bíða eftir því að sunnudagurinn kæmi svo ég gæti keyrt norður. Ég treysti mér ekki til að keyra fram og tilbaka suður í partý hjá Unni. En, það var hið viðfræga Geirmundarball á hótelinu. Ég skellti mér í leðurbuxurnar og svartan bol og setti á mig rauðan varalit. Ég fór svo heim til Gvends með von um að hann væri að farað gera eitthvað skemmtilegt. Síðan var mér boðið heim til Auðar í smá partý. Þar voru allir á leiðinni á hótelið á ballið. Ég ákvað að skella mér með!
Ég varð næstum undir í troðningi, það var fullt af fólki þarna!
Það kom mér á óvart hvað það var mikið af myndarlegum mönnum þarna. En það er náttla ekki að marka mig, þegar ég bý á Akureyri, þar sem ekki eru til fallegir karlmenn. Ég spjallaði líka við fullt af gömlum góðum vinum og ég sá sko ekkert eftir því að hafa farið á þetta ball. Barasta bara gaman! En þegar ballið var að enda þá brutustu út slagsmál. Þau slagsmál héldu áfram víst langt fram eftir nóttu, fram á morgun, niðrí bæ og í heimahúsum. Nóg að gera hjá löggunni, enda heyrði ég í morgunfréttunum að maður hefði verið kjálkabrotinn í Borgarnesi í nótt.
Hazar á heimavelli!

laugardagur, október 25, 2003

Ég var rosalega dugleg í gær og bakaði heilar sex kökur. Einnig bakaði mamma hennar frægu skínkuhorn og ég gerði einn massívan heitan ofnrétt með aspass og öllu því. Það var semsé fjölskylduafmæliskaffi hérna áðan og allir stóru frændurnir og frænkurnar komu og hömsuðu í sig allar kræsingarnar.
Ég sjálf stóð alltaf yfir öllum og sá til þess að allt væri í toppstandi. Nóg kaffi, bæta á skinkuhornin og vaska upp diska ef það vantaði og svo framvegis...
Núna er ég að deyja úr þreytu og ætla að leggja mig pínulítið. Ég ætlaði að keyra norður eftir afmælið en ég var ansi bjartsýn. Ég hef ekki mikla orku í það núna. En ég er hinsvegar boðin í smá partý í Reykjavíkinni í kvöld en ég hugsa að ég komist ekki þangað. Keyrsla og barnapössun og ferð til Akureyrar eru atriðið sem stöðva mína ferð til Reykjavíkur í kvöld.
Það er Reyndar! fyrsti vetrardagur í dag, sem þýðir það að það er Geirmundarball á hótelinu! Mér dauðlangar að kíkja, sérstaklega þegar ég veit að það verða nokkrir kunningjar mínir þarna, plús allt sveitaliðið náttla. Þetta voru mjög fyndin böll á sínum tíma og maður fór oft á þau í gríni. Núna eru hinsvegar liðin einhver ár síðan ég fór síðast á Geirmundarsveiflu og ég hugsa að mér langi dáltið að Kíkja á þetta. Held að Gvendurinn sé til í að vera með í för... kanski maður bara endi á Hótel Borgarnesi í kvöld?

Annars, þá fékk ég skilaboð frá Honum áðan.... sætt :o) En það er naumast hvað karlmenn geta ruglað mann í ríminu!

föstudagur, október 24, 2003

Ég mundi allt í einu eftir því að ég hitti Lalla Johns á fimmtudagskvöldinu 16. október á Kaffibarnum. Hann var helv.. hress og ég spjallaði mikið við hann. Hann var í gallajakka, ber innanundir og sagði hátt á 5 mín. fresti að gallajakkar væru alltaf í tísku! Ég trúi honum, og það fékk mig líka til þess að fresta kaupum á nýjum jakka. Ég var að bölva því um daginn að ég væri búin að vera í sama gallajakkanum núna í næstum 6-7 ár! Það væri alveg kominn tími á nýjan skjótast-út-jakka. En ég get svo sannarlega verið áfram í gallajakkanum mínum. Lalli Johns sagði það og kyssti mig síðan á handarbakið eins og sannur herramaður. Ég spurði hann síðan hvað hefði orðið af flotta leðurjakkanum með ása tíglunum og spöðunum og því skrauti á. Mundi vel eftir þessum leddara í heimildarmyndinni um hann. Hann sagðist hafa sett leddarann í geymslu einhversstaðar og svo týnt honum, gleymdi hvar hann lét hann eða eitthvað....en gallajakkar eru í tísku! Og svo greiddi hann í gegnum þunna hárið sitt með fingrunum, alveg eins og í myndinni.
Selebs can be anywhere and anyways...

fimmtudagur, október 23, 2003

Ójá...ég gerði mig líka að fífli á laugardagskvöldið á Nasa...seint...þá var ég líka pínu drukkin. En allavega þá var Sonja að tala við einhvern mann. Ég stóð þarna við hliðiná og Sonja kynnti mig síðan og hann kynnti sig, Friðrik.
Ég fór síðan að spjalla við hann og hann talaði mikið. Nema hvað hann sagði einhverntíman að hann væri læknir og ég skaut því að honum að ég væri hjúkkunemi og þá sagði hann að allir, sama hvort þeir eru með demanta á fingrum eða skít undir nöglunum, þyrftu einhverntíman að láta skeina af sér skítinn.... Hann var mjög fyndin og ég furðaði mig einmitt á því hvað þetta væri libo læknir!
Þegar við erum komin út seinna um kvöldið þá spyr ég Sonju hvar hún hefði kynnst þessum furðulega lækni. Sonja leit á mig og varð eitt spurningarmerki í framan. "Hvaða læknir!?" Þá lýsti ég manninum og þá fékk hún hláturkast.
Þetta var víst Friðrik Erlingsson rithöfundur. Ég skammaðist mín, sérstaklega þar sem ég hef unnið á bókasafni og ætti jafnvel að vita hver hann væri. En halló, maður sér ekki rithöfunda alltaf á bókum eins og maður sér leikara í myndum...
Þetta var samt mjög fyndið eftirá þó ég hafi ekki hlegið af þessu fyrst.
Afi minn á Akureyri hefði átt afmæli í dag. Blessuð sé minning hans. Mér þótti svoooo vænt um hann og ég græt hann ennþá í dag...
Djöf... karlmenn! Ég er alltaf að reynað komast yfir þetta, en þeir brjóta/mylja á mér hjartað, alltaf! Það hlýtur að ganga einhver bölvun yfir mér. Ég lendi alltaf í því að verða hrifin af röngum strákum...eða eitthvað. Þeir bestu og flottustu eru annaðhvort skrýtnir/crazy eða fráteknir/giftir. Djöfulsins bögg!
Ég lenti nú á góðum séns um helgina, það var daðrað og horfst í augu öll kvöldin, en ekkert gerðist. Við vorum bæði feimin, ég get verið HRIKALEGA feimin, enda er búið að brjóta niður mitt litla sjálfstraust í gegnum tíðina.
Hann, köllum hann bara Hr.Sætur, var að taka myndir fyrir ákv. sjónvarpsstöð. Ég þekkti þessa náunga ágætlega, spjallaði heilmikið við þá og ég og Hr. Sætur vorum alltaf að horfa á hvort annað og ég hélt loksins að þarna væri loksins kominn nýr maður í mitt líf, ný von, enginn aumingi....Nema hvað þegar ég hitti hann síðar um kvöldið, þá stendur hann vandræðalegur milli tveggja kvenna. Ég fer til þeirra og spjalla við þau og hann horfir ekki eins mikið í augun á mér og áður. Síðan spyr ég hvað stelpurnar heita og þá kynnir hann þær og segir vandræðalega að önnur þeirra sé kærastan hans!
Okey bleeeeessss!
Svona er ég fjandi heppinn. Ég var loksins farin að geta séð birtuna á ný en þá er hjartað mitt kramið enn og aftur. Öll von var úti aftur. Ég sem var á góðri leið með því að komast yfir HANN, sem ég var með síðast..
En nei....það er vont karma sem fylgir mér:
"Kremjið hjartað hennar Dúddu, svo það blæðir!"

miðvikudagur, október 22, 2003

Mmmm.... Það er gott að vera í heimsókn hjá mömmu og pabba. Mamma er með hummus æði núna og var að búa til rooooosalega gott hummus. Hún var svo ánægð að hún sagði að ég mætti ráða hvað væri í matinn, hvað sem er! Ég náttla æpti upp að mig langaði í kjötsúpu og hún eldaði hana! Núna sit ég sátt með fullan maga af fitu og grænmeti og ætla svo að fara og fylla meira í hann á eftir og fá mér gott te og kex með hummus....nammm.

Mjög fyndið viðtalið við okkur Sonju í röðinni fyrir utan Nasa (í AT). Við vorum með svo mikinn valkvíða, vissum ekki hvar við ættum að vera, hvert við ættum að fara eða á hvern við ættum að hlusta.... En í næstu viku kemur svo Worm Is Green með lagið Love Will Tear Us Apart í þættinum.
Ég fékk nú dáltið sjokk þegar ég horfði á upptökuna eftirá. Ég sá bara hvað ég er ógeðslega horuð og ég var svo dramatísk á svipin þegar ég var að syngja að það var eins og ég væri að farað gráta. Ekki horfa á þetta...afhverju er ég að tala um þetta... Nene, það er víst ekkert að marka þegar maður horfir og hlustar á sjálfan sig. En mér fannst ég líta út eins og drykkjusjúklingur!
Jæja krakkar!
Sjáiði dívuna syngja á Nasa, laugardagskvöldið 18. október með Worm is Green....yessss!

þriðjudagur, október 21, 2003

Einhvernvegin þá blogga ég miklu meira fyrir norðan. Kanski af því að mér leiðist svo mikið stundum að eini vinur minn er tölvan og þráðlausa tengið. En ég er semsé ennþá í Borgarnesi í hvíld, á samt að vera að læra, en ég allavega ætla ekki norður fyrr en næsta sunnudag.
Ég fór suður í gær og við tókum upp lagið í dag fyrir At-þáttin. Þetta verður sko sýnt á miðvikudaginn eftir viku en hinsvegar gæti viðtalið við mig, Sonju og Jóhönnu verið sýnt í þættinum á morgun. Ég fer svo aftur suður einhverntíman í vikunni og þá ætlum við Árni að taka upp eitthvað af nýjum lögum. Ójá, það er komið fullt af efni í næstu plötu en hún kemur líklegast út í febrúar ef allt gengur vel.
Svo er búið að bjóða mér í partý á laugardagskvöldið í bænum þannig að ég verð með annann fótinn í Reykjavík þessa vikuna. Ég er ansi hrædd um að póstkassinn minn fyrir norðan sé að springa...ehemm.
Svo ætla ég að reynað hafa smá fjölskyldu-afmæliskaffi á föstudag eða laugardag, þar sem ég er nýbúin að eiga afmæli og Hörður Gunnar á afmæli eftir nokkra daga.
Allt að gerast, eiginlega of mikið að ég veit ekki hvernig ég á að snúa mér. Ég veit bara að ég er dauðþreytt núna og mig langar að leggja mig....zzzzzz

mánudagur, október 20, 2003

Vá...ég veit ekki hvar ég á að byrja, kanski á þessu, allavega þá var helgin brilliant!
Okkur var þvílíkt fagnað á tónleikunum á Nasa og ég hef aldrei lent í eins mörgum blaða- og sjónvarpsviðtölum um ævina! Ég er núna í smá hvíld uppí Borgarnesi með Hörð Gunnar, en er svo að fara aftur suður í dag og verð líka á morgun. Við erum að fara í þáttinn At að spila og svo eru fleiri viðtöl. Maður er barasta algjör seleb! Hehehe, en þetta er gaman.
Ég get ekki sagt frá öllu núna, kanksi seinna, það gerðist svo mikið og það var svooooo gaman og ég held ég hafi ekki átt skemmtilegri afmælishelgi :o)

miðvikudagur, október 15, 2003

Jæja gott fólk. Ég er búin að pakka niður fullt af drasli, ég má vera með yfirvigt í mínum bíl. Ég var að enda við að fá mér beyglur (hvað annað) og heitan tebolla. Nú er ég til í keyrslu og á bara eftir að fara með töskuna útí bíl og taka smá bensín og blikka sæta bensíntittinn í leiðinni. (Ég fer alltaf á sömu bensínstöðina af einni ástæðu..hehe). Svo er bara að sækja guttann og ég held ég geri það bara soldið fyrir 12, þá erum við á helv.. góðum tíma.
En jámm...ég hugsa að ég bloggi nú eitthvað næstu daga þar sem ég verð í internet-húsi í gistingu, ég má til með að segja frá gangi mála eins og viðtölum og allskyns látum. Nú, svo kanski verður þetta bara róleg helgi og ömurlega leiðinleg. Ég ætla allavega ekki að gera mér miklar vonir því skýjaborgir hrynja...ójá..
Ég er svo aldeilis hissa. Maður er bara ekkert í skólanum! Ég mætti í skólan áðan og sá að við vorum bara tvær mættar, mjög skrýtið þar sem ég mæti yfirleitt síðust. Þá komst ég að því þegar ég fór að spyrjast fyrir á skrifstofunni að KK væri veikur og heimspekin fellur því niður í dag. Maann...allir lasnir, það er eins gott að láta sprauta sig fyrir flensunni, því hún er víst komin og er frekar skæð, týpa A.
En, þá hef ég tíma til að lesa pínu því ég sæki ekki Hörð Gunnar fyrr en í hádeginu og svo legg ég af stað. Þá sé ég líka fram á að geta sett í eina þvottavél, gott mál. Ég get því brunað strax suður klukkan 12, gott mál...
Ég þarf víst að vera mætt suður fyrir klukkan sjö, hálf átta í kvöld, ég er að fara í sjónvarpsviðtal. Hehe, það er sko einhver útlensk, ég held, Kanadísk sjónvarpsstöð. Hún ætlar að taka viðtal við Biogen líka og einhverja fleiri. En þetta er semsé eins og MTV Kanada segir Árni. Það verður bara gaman, best að gera mig sæta í dag :o)
Ég varð reyndar að stríða Árna aðeins í gær. Ég sagði honum að ég væri búin að snoða mig aftur og ætlaði að fá mér lokk í nefið þegar ég kæmi til Reykjavíkur. Rebelinn í mér er að vakna aftur..moooohahahaha!!!!

þriðjudagur, október 14, 2003

Vóhóhó...ég var að lesa ársspá vogarinnar 2003 að gamni mínu og það fór um mig hrollur því að allar tölur, dagsetningar og merki passar 100%! Hvernig getur staðið á því? Er þetta bara einskær tilviljun?!
Ég man ekki hvort ég var búin að segja frá einni rosalega skemmtilegri bók. En þegar ég tek mér hlé frá heimlærdómnum fer ég yfirleitt að vafra netið, en oft tek ég í aðra bók. Ég er með eina bók á borðinu núna sem heitir "Kajak drekkhlaðin af draugum: Ínúítasögur". Þetta eru ótrúlegar smásögur sem eru ekki bara skemmtilegar heldur líka vekja þær mikla undrun og stundum óhugnað. En ég mæli virkilega með þessari bók ef einhver vil gott lesefni. Þetta er flokkað undir þjóðsögur í Dewey kerfinu á bókasöfnum svo það ætti ekki að vera erfitt að finna þetta. Lawrence Millman tók saman.
Ég ætla að segja frá einni mjög bizarre sögu:

Um þursa og mennska menn.
Til var þurs einn svo stór að hann gat tekið rostunga með berum höndum. Eins þurfti kona hans ekki nema hendurnar til að ná sér í sel. Þurs þessi varð eitt sinn hrifinn af mennskri konu og bað mann hennar um að hafa við sig konubyti. Það gerðu þeir. En þá for svo að þegar maðurinn ætlaði að sænga hjá skessunni sogaðist hann inn og sást aldrei aftur. En þursinn ýtti reði sínum upp í gegnum konuna og dó hún af því. Þótti þeim tröllum báðum þessi málalok þvílík hneisa að þau hirtu saman sitt hafurtask og héldu í norður og hefur ekki sést til þeirra síðan.

Þetta er svona saga sem Sonja myndi lesa...hehehe!
Ojammojæja!
Ég mætti töluvert snemma í sálfræði tíman í morgun til þess að ná sæti. Ég var einhverntíman búin að segja frá því að ég þoldi ekki að mæta seint í tíma og þá sérstaklega sálfræðitíman, því það endar með því að ég stend eins og auli fyrir framan alla að reyna rýna eftir sæti.
En núna er ein yndisleg bekkjarsystir mín (gaman að kalla hana það) farin að taka sæti frá fyrir mig alltaf. Þetta er ung kona frá Dalvík og hún er farin að taka mig inn í hennar vinahóp og þær eru allar næs, ekkert fals, enda orðnar fullorðnar konur.
Við erum að tala um konur á öllum aldri þarna. Var einmitt að djamma með einni á sprellmótinu sem er 54 ára að byrja í hjúkrun með okkur! Dugnaðarforkur! Ég held að það ætti að heiðra svona konur með djarfan huga. Það eru nefnilega margar sem segja að ekki sé möguleiki á að mennta sig á eftir 50 ára aldurinn eða svo....
En...svo ég fari nú aftur að tala um sálfræði tíman, þá var stofan orðin full hvort sem er en ég reyndi að koma eins snemma og ég gat. En hún Eva, bekkjarsystir mín, tók sæti frá og ég var ánægð í mínu litla hjarta :o)
Nema hvað, kennslan féll niður og þá er ég bara á leið í Útstein núna og lesa pínu og fá mér alminnilegt að borða. Næsti tími er ekki fyrr en 10:55!
Víííhhhaaa!
....ég gæti lagt mig pínu stund, ég dáldið þreytt....

mánudagur, október 13, 2003

And also, tékk ðis át...
Það er nú aldeilis sem það er dagamunur á manni! Ég var svoleiðis að grotna úr leiðindum og fýlu á laugardag og sunnudag... Ég tók mig því til og þreif allt hátt og lágt á sunnudaginn og bakaði köku og eldaði góðan mat. Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi leið mér vel, náði meira að segja að læra fyrir morgundaginn og sofnaði með bros á vör. Ég vaknaði líka hress í morgun, tilbúin til þess að takast á við daginn og dreif mig á fætur. Það var líka gaman í skólanum í tímum hjá Sigga Bjarklind, hann er ótrúlega fyndinn stundum. Við vorum t.d. í líffærafræði að læra um vöðvana og við vorum eitthvað að spyrjast fyrir um nöfnin á vöðvunum og líka íslensku heitin. Hann gretti sig eitthvað og var að reynað rifja upp íslensku heitin og sagði eitthvað, en málið er að við erum náttla bara að læra latínu heitin á öllu. Þá spyr ein hvort að einhver viti íslensku nöfnin. Siggi rýkur upp og segir hátt "það veit enginn lifandi hvítur maður!" og svo "það eru bara latínunöfnin sem gilda!"... Lifandi hvítur maður...
En hann er alltaf hress og hann sagði að Rod Stewart væri ljótur.
Ég þaut heim og skellti í mér hádegismat og rauk svo aftur út að þvo bílinn minn. Við erum að tala um gífurlega orku miðað við undanfarna daga! Bíllinn var komin með nokkurra sentimetra þykkt lag af drullu utan á sig þannig að það tók verulega á að þrífa bílinn. Ég svitnaði og brunaði heim í sturtu.
Núna er ég komin með Gingko te í bolla og ég ætla að farað lesa sálfræði fyrir morguntíman. Kanksi líka eitt sem gaf mér orku og styrk. Við vorum að ræða námsefnið í morgun í frímínutum og það voru þvílíkar játningar um það að allir væru eftirá í náminu, í öllum fögunum, ok, ég er ekki sú eina og mér líður betur núna :)

laugardagur, október 11, 2003

Hrumf...
Það var voða gaman að sprella í gær. Við unnum samt ekki heilbrigðisdeildin, en við vorum langflottastar í búningunum og hvatningarlögunum. Það var tekið þátt í hinum ýmsu furðulegu "íþróttum" og við lentum held ég í næst síðasta sæti í lokin...það gengur bara betur næst. Ég kom heim rúmlega fimm og fór í sturtu, skellti hammara á pönnuna og málaði mig uppá nýtt og dressaði mig í alminnileg föt. Síðan var ferðinni haldið áfram í smá partý heima hjá einni bekkjarsystur minni áður en við fórum í Sjallann. Við komum þangað og þá voru allir að horfa á Idol. Það var ekki gaman að horfa á það og ég var orðin þreytt. Síðan voru síðustu atriðin, söngvakeppni milli deilda sem var horrible. Svo var eitthvað skemmtiatriði þegar beðið var eftir dómnefnd og það var leiðinlegt. Síðan voru úrslit kynnt og eftir það var ball með hljómsveit hússins...enginn Páll Óskar. Ég var komin með hausverk dauðans og ég var búin að týna þessum örfáu stelpum sem ég kynntist um daginn. Ég vafraði ein um svæðið í heillangan tíma í von um að finna Birnu eða kanski Ragnheiður myndi koma. Ég hitti síðan Thelmu og hún bara, "hva! ertu ekki i stuði? það er svo geeeðveikt gaman hérna!" Ég sagði henni hreint út að mér hundleiddist og ég væri að gefast upp á þessu.... Ég gafst upp og dreif mig út og hoppaði í næsta leigubíl heim.
Þegar ég kom heim var klukkan ekki nema rúmlega tólf. Ég ákvað að skella beyglum í ristavélina og týna fram eitthvað gúmmilaði á þær, hitaði mér kammillute og skellti tveim íbúfen í mig þar sem höfðuverkurinn var farin að leiða niður í fæturnar. Ég át þetta vafinn í teppi og komin í náttfötin og horfði á smá bút af myndinni Message in a Bottle. Síðan fór ég og þreif mig í framan, burstaði tennur og lagðist síðan með bros á vör uppí mjúka góða rúmið mitt, dauðfegin að hafa drifið mig heim!
Ég veit ekki hvað það er með Sjallan og þetta skemmtanalíf hérna á Akureyri. Mér finnst það bara frekar leiðinlegt. Tónlistin leiðinleg. Og ekki eignast maður einhverja góða, skemmtilega trúnaðarvini á einhverju skólafylleríi. Onei...ég held ég haldi mér bara við mínar fínu vinkonur sem ég á, fáar en góðar og sannar vinkonur. Hinsvegar veit ég að ég á eftir að spjalla miklu meira við stelpurnar í tíma eftir sprellmótið. En Sjallinn er svo sannarlega ekki mekka míns skemmtanalífs.
Á hinn boginn þá er þetta bara mjög gott að skemmtanalífið hérna sé ófreistandi. Þá er maður meira heima, að læra, að vera góð mamma og láta sér líða vel í ró og hreinleika...og ég var líka roosalega fegin að vera ekki þunn í dag. Ég fór snemma að sofa og var sátt við að fara heim. Það var heldur ekki neitt um sæta eða áhugaverða stráka þarna, þannig að það var lítið sem ekkert sem ég var að sækjast eftir þarna í gærkveld...

Mér hlakkar reyndar rosalega mikið til að hitta vini mína í Reykjavík næstu helgi. Ég sakna þeirra mjög mikið...

föstudagur, október 10, 2003

Ég er tilbúin. Ég lít fáránlega út. Ég er með stresshnút í maganum! Ég þarf að fara á klósettið á 5 min fresti, svo stressuð er ég. Ohh..þetta er bara út af því ég þarf að fara ein á staðinn, mæta ein. Ég veit samt að Thelma, varaformaður Eir (félag heilbrigðisdeildarnema), hún bíður eftir mér. Ég tók mig til og hringdi í hana í gærkvöldi því ég þekki hana eilítið siðan á Akranesi. Hún hvatti mig eindregið til að mæta og ekkert annað! Hún var meirað segja búin að skipuleggja að ég ætti að taka þátt í einhverri söngvakeppni, en svo bauð sig einhver önnur fram. Ég er nú hálf fegin, það myndi líða yfir mig af stressi! Jæja, ég verð að fá mér eitthvað í magan til að steypa grunninn!
bæ and wish me luck!

fimmtudagur, október 09, 2003

Okey, þetta er allt að gerast. Ég er búin að ákveða þetta, búin að bíta þetta í mig, ég ætla að taka þátt í sprellmótinu. Ég er búin að tína fram allskonar föt úr skápnum til að reyna að púsla saman einhverjum ´80 fatnaði. Ég reyndar tók góðan slurk þegar ég flutti í haust og henti fullt af fötum. Ég á engan svona eighties fatnað, en fann samt bleika skyrtu sem ég get bundið um mittið, stuttar buxur, þröngar, bleika netasokka sem ná rétt fyrir neðan hné og auðvitað verð ég í svörtum sokkabuxum innanundir, svo fann ég ljóta eyrnalokka og svo klippti ég smá í bleik-röndóttu sokkana mína og bjó til mjög sniðugar grifflur úr því. Svo set ég bara hliðartagl eða túpera mig og mála mig asnalega og þá er þetta komið. Það sem maður leggur á sig til að eignast vini...
En allavega, Jóhann bróðir passar fyrir mig klukkan fimm þegar Hörður Gunnar er búinn í leikskólanum og svo ætlar Baddi bróðir hans pabba að skutlast með þá heim því ég verð ekki ökufær :)
Við förum niður í bæ klukkan hálf eitt og verðum með læti og förum svo uppí Þelamörk að keppa í furðulegum íþróttum til hálf fimm...soldið tæpt og ég verð líklegast komin með magasár af stressi útaf því ég get ekki náð í Hörð Gunnar sjálf heldur þarf ég að biðja bróðir hans pabba að skutlast með mig í þessum búning með bjórlykt..stressandi...
En síðar um kvöldið verður horft á Idol saman og svo er Páll Óskar með stuð í Sjallanum eftirá. Veit ekki hvað maður endist lengi í bænum eftir svona langan dag, en ég er orðin spennt....og stressuð!
Ég er hrikaleg!
Ég er ekki ríkasta kona í heimi, en ég varð að fara og láta setja vetrardekk á bílinn minn áðan. Ég þurfti náttla að kaupa ný dekk því það fylgdu engin dekk með bílnum þegar ég keypti hann nú í lok sumars. Ég skrapp bara á meðan inní Glerártorg og ætlaði að rölta þar um næstu þrjú korterin þar sem hjólbarðaverkstæðið er þarna við hliðiná. Nema hvað, ég fór inní Tiger og keypti mér drasl þar. Fór í Rúmfatalagerinn og keypti 8 pör af sokkum handa mér og Herði Gunnari. Fór inní dótabúð og keypti afmælisgjöf handa Magnúsi, vini hans Harðar sem á afmæli í dag. Fór inní Bókval og keypti 4! geisladiska! Þetta var svona 2 fyrir 2200, en ég keypti tvo David Bowie diska; "The man who sold the world" og "Ziggy Stardust". Svo keypti ég tvo diska með The Smiths; "Meat is murder" og "The Queen Is Dead". Eftir það hljóp ég út og tók djúpan andardrátt...úff..ég á eftir að borga dekkin!..hugsaði ég.. Jájá, það kostaði mig ca. 30þús kall!
Best að hlusta rosalega mikið á þessa diska...og keyra varlega og sparlega!
Ef þetta er ekki ábending um að vera stillt heima um helgina þá veit ég ekki hvað...

Fim 9.10.2003

Vogin (23.sept - 23.okt)
Ef fólk í merki vogar er samstíga sjálfinu verður það fært um að framkvæma drauma sína. Mundu að allt hefst á þér og viðhorfi þínu til lífsins. Stundum áttu það til að fara yfir strikið þegar kemur að skemmtanahaldi. Þú ættir að hlusta á undirmeðvitund þína og ekki síður líkama þinn. Ef þú ert veik/ur fyrir vínandanum ættir þú að breyta áherslum lífs þíns til hins betra. Þér er allt fært sem þú kýst sjálf/ur.
Ég á afmæli eftir 10 daga!!!
Ég leit snögglega á þessa mynd og hélt að þetta væri Kenny Rogers nýkomin úr háralitun, en nei, þetta er Val Kilmer!
Ég er dugleg stelpa í dag. Búin að læra síðan átta í morgun og er núna í heiðarlegu, samviskusömu hádegishléi. Var einmitt að átta mig á því að ég er komin soldið eftirá...ekki gott. Ég þarf að læra heilan helling og ég er mjög tvístígandi varðandi þetta sprellmót.
Ég býst náttla við því að laugardagurinn fari í ekki neitt ef ég fer að sprella á morgun. Sunnudagurinn verður svona lala...Svo eru bara skóladagar mán, þrið, og miðvikudag og þá er skólavikan búin og þá ætla ég að bruna suður til Reykjavíkur. Og ég býst við því að það verði ekki mikið lært næstu helgi, Airwaves og svona vesen, afmælið mitt... Ég verð að læra! Ætla ég að ná þessum klásus? Og hvað á það að þýða að fá einhverju flugu í hausinn í gærkvöldi að ég vildi ekki vera hjúkrunarfræðingur? Ég held að ég sé strax komin með prófkvíða..ohmygod!

Annars er komin hellingur af snjó hérna á Akureyri! Hlíðarfjallið komið í hvítan kjól.
Ég er annars ekki sú eina sem get verið feimin...Einhver feiminn er búinn að skrifa huggandi orð í kommentakerfið mitt. Þú, þú þarft ekki að vera feiminn við mig :) Sendu mér línu, ræðum málin :)

Annars er ég búin að hugsa mikið um Hann í dag. Kanski ég drífi mig barasta í háttinn núna og láti mig dreyma um Hann. Klukkan er að ganga eitt...zzzzz

miðvikudagur, október 08, 2003

Vó...gæti ekki passað betur! Ég elska Eurythmics og hvað þá þetta lag!
Ég gleymi því aldrei þegar ég var 8 ára og bjó úti í Danmörku og við vorum að koma frá Hovedbanegården og vorum beint á móti hóteli þarna rétt hjá. Stekkur ekki Annie Lennox út úr limmó og inn á hótelið! Ég gapti og æpti síðan eitthvað geðveikt á mömmu og þá sagði mamma mér að hún væri einmitt að fara að spila á tónleikum þarna um kvöldið. Ég var seinna um kvöldið í þunglyndiskasti því mamma gat ekki reddað mér miða á tónleikana...

Sweet Dreams
"Sweet Dreams" (by Eurythmics)
Sweet dreams are made of this
Who am I to disagree?
Travel the world and the seven seas
Everybody's looking for something
Some of them want to use you
Some of them want to get used by you
Some of them want to abuse you
Some of them want to be abused


Which 80's Song Fits You?
brought to you by Quizilla
Ég í mínu einmanna-fýlupúka-skapi sá fram á blaðaskort í stílabókinni minni. Ég ákvað þá að skella mér downtown (alveg eins og segir í laginu"go downtown, when you are troubled..."). Ég fléttaði hárið mitt og setti á mig smá púður og gloss á varir. Síðan skellti ég svörtu alpahúfunni á höfuðið og fór í nýju flottu reimdu skóna mína og flotta sjalið mitt og fór út með bros á vör og lítinn pening á debetkortinu...
Ég keypti mér tvær stílabækur og yddara og sveimaði svo um og skoðaði hitt og þetta í hinum og þessum búðum. Ég keypti mér kamillu og piparmyntute því teið er líka að klárast hjá mér. Síðan þegar ég er að labba inní bókval, þá mæti ég einni stelpu sem er með mér í bekk. Mér finnst hún alltaf svo mikil pæja og flott þannig að ég bara horfði á hana og ætlaði svo bara að labba inn. En hún horfði fast á mig, brosti og sagði svo hátt HÆ! Ég varð hálf vandræðaleg sérstaklega þegar ég er nýbúin að rumsa um að enginn vilji neitt með mig hafa í bekknum... En ég er auðvitað bjáni að hugsa svona. For kræjíng át lád, ég er að byrja í háskóla þar sem fólk er flest orðið þroskað og skilur ekki útundan eða leggur í einelti. Þá reyndi ég einmitt að rifja upp hvað það eru margir búnir að tala við mig af fyrra bragði í bekknum og það eru bara þó nokkrir. Ég er greinilega bara svona lokuð á þetta og tek greinilega ekki mikið þátt í leiknum. Ég semsagt verð að mæta á þetta sprell mót og sýna hvaða sprellari býr í Dúddu!
Annars sá ég prentara á rúmlega 4þúskall á tilboði í Bókval. Langar að biðja mömmu og pabba um að gefa mér hann í afmælisgjöf.
Ég varð allt í einu svo aum eitthvað í morgun. Ég sat í frímínutum og var að velta þessu fyrir mér, ég sit alltaf ein! Ég er alltaf ein í tímum, (ekki ein, stofan er full), en ég á samt engan svona félaga sem ég sest alltaf hjá. Ég kem yfirleitt líka alltaf síðust inn í tíma þar sem ég er svo lengi frá leikskólanum og þarf þá að píra augun til að finna mér eitthvað sæti. Ég stend fyrir framan allan bekkin og kennarinn við hliðin á mér byrjaður á fyrirlestrinum og allir horfa á mig og svo á hann og halda áfram að glósa og eru ekkert að reynað benda mér á laust sæti.
Veit ekki hvort það er svona mikil baráttuhugur í stelpunum útaf claususnum að hjálpa engum, held ekki. Ég held að ég sé bara eitthvað skrýtin og óspennandi í þeirra augum.
Allavega, þarna í frímínutunum, þá sat ég ein og fékk næstum kúlu í hálsinn af því ég saknaði alla vina minna. Ég var ALDREI ein í skólanum útá Skaga, þar var hópurinn í kringum mig og það var alltaf gaman. Núna hinsvegar er ég feimin og nenni ekki að troða mér í neina hópa sem eru þegar myndaðir, því flestir þekkja hverja aðra, eru norðlendingar en ekki sunnlendingar eða vestlendingar eða eitthvað...Ég varð það fúl að ég var í fúlustu alvöru að spá í að sitja heima á föstudagskvöldið og læra á meðan sprellmót háskólans er! Ætti hvort sem er enga vini í þessum bekk og gæti alveg sleppt þessu. Vinkonur mínar hér á Akureyri eru ekki með mér í bekk. Önnur er reyndar í háskólanum, en er að læra allt annað fag og er í kennslu í annarri byggingu. Ein er í VMA og önnur í Myndlistarskólanum... Ég er ein og mér leiðist.. Ég get verið svo erfið þegar ég fer á nýja staði. Ef ég þekki engann, þá er ég hrikalega feimin og þori ekki að tala við neinn og ef einhver byrjar að tala við mig þá bara fer ég í baklás og svara stuttorð og hef ekkert meira að segja...
Ohhh...mér finnst þetta góður skóli og skemmtilegt nám, svona vinskapaleysi má ekki skemma fyrir mér...búhúhúúú...
:(

þriðjudagur, október 07, 2003

Ég held að ég gefi sjálfri mér þetta í 25 ára afmælisgjöf...grrrr!
Nú er ég ekkert nema hress og dugleg! Ég er stigin uppúr pestinni, sagðist ætla í stríð við hana og neitaði að breytast í rækju (ég var búin að hnipra mig svo mikið saman að ég var næstum orðin hringlaga!). Ég fór brosmild í skólan í dag og er búin að vera að læra hér síðan..fór bara í þrjá tíma, þannig að ég er búin að vera voða dugleg. Kláraði að gera verkefnið í hjúkrunarfræðinni sem ég get nú skilað í hólfið með góðri samvisku. Skilafresturinn var til 20. nóvember, var ekki alveg að fatta það... En búin með þetta!
Núna ætla ég að farað fara heim og lesa fyrir tímann á morgun sem er heimspeki og siðfræði. Það eru aldrei leiðinlegir tímar og aldrei leiðinlegt að lesa fyrir þá, þannig að ég sé fram á góða skemmtun í kvöld í boði KK.

Annað mál, ég held ég þurfi að kaupa mér vetrardekk. Djöf.. en þetta fylgir víst því að eiga bíl. Ég nenni ekki að fljúga suður og vera bíllaus þegar ég fer þarna á Airwaves. Enda ætla ég að stoppa við í bankanum í Borgarnesi því ég er búin að vera í geðveiku rugli með reikningana mína! Ég sá bara svart í heimabankanum og skrifaði því langt vælubréf til Birnu þjónustufulltúa. Þetta er kosturinn við smábæinn...fólkið þekkir mann og öfugt, þannig að tala við Birnu (systir Gumma Bro/Teits) er bara eins og að tala við Eygló frænku eða eitthvað... Hún allavega reddaði þessu með heilmiklum útskýringum og loksins fór að birta til í heimilisbankanum og ég fór að sjá ljósið á ný. Ég komst að því að ég er bara að borga af einu skuldabréfi, (hélt ég væri að borga að minnsta kosti 3) og svo er ég bara með himinháa heimild sem ég borga niður einhverntímann! Um að gera að hugsa eins og amma og vera alltaf jákvæð, þetta reddast allt saman, einhvernveginn :o)

Það styttist í sprellmótið. Það er upphitunarfundur klukkan átta í kvöld hjá heilbrigðisdeildarnemum. Ég ætla að reyna að mæta, spurning um að plata Jóhann Bro heim í kvöld að passa....

mánudagur, október 06, 2003

Er jafnvægisskynið að bregðast mér!!! Ég ætlaði að setjast í stólinn og hrundi á rassinn! Stóllinn var í svona meters fjarlægð frá mér. Eins gott að ég var búin að leggja fullan, sjóðandi heitan tebollan á borðið. Ég ætti kanski að leggja mig aftur...
Ég þoli ekki að leggjast í veikindi! Maður lendir í einhverri stöðnun, getur ekki gert neitt! Ég gat ekki farið í skólan í morgun, ég sit í keng hérna við skrifborðið og er að reynað læra eitthvað..varla að ég geti bloggað..þetta eru bara einhverjar hugsanir sem eru fljótandi í hausnum á mér. Ég staulaðist nú samt með strákinn í leikskólan í morgun, en á leiðinni heim var ég í mestu vandræðum með að líða ekki útaf. Ég lagði mig því pínulítið aftur og reyndi að gleyma óþægindunum. Núna ætla ég að hita mér lakkrisrótarte og reynað halda áfram að læra...Verst að maður skuli missa af tíma í vefja-og frumulíffræði. Dammit!!!

sunnudagur, október 05, 2003

óóó.... Ég er búin að verað hlaupa á klósettið á 5 mínutna fresti síðan klukkan 4-5 í nótt. Þvílík og önnur eins magapína. Veit ekki hvort ég meika skólan á morgun þar sem ég er enn að veina yfir maganum. Þoli ekki iðrakvef! Ég reyni að sötra vatn af og til, búin að fá mér te, en annars er matar og drykkjarlystin ekki mikil. Ohh, það er svo leiðinlegt að vera svona... Nú vantar mér einhvern til að hjúkra mér. Hörður Gunnar vakti mig snemma í morgun og öskraði yfir mér að honum langaði í hafragraut og lýsi! Ég gat ekki annað en gert það fyrir hann, með ælufötuna tilbúna nálægt. Thank God að Jóhann lét mig fá videotækið aftur því Hörður er búin að glápa mikið á video í dag....ohhh...verð að leggjast aftur....

laugardagur, október 04, 2003

Var að koma heim. Er að tína fram snakkið og fefsíið og er að farað setja "The Hours" í tækið. Loksins gat ég tekið tíma og horft á hana. Jóhann kom aftur með videotækið sitt OG Playstation tölvuna sína, þannig það er gaman að koma í heimsókn til mín, ég á gestabedda bak við hurð :o)
Matarboð númer tvö er í kvöld. Ég var að koma úr stórhugaverslunarleiðangri þar sem ég verslaði heilan helling af mat og dóti....ég verð óð þegar ég kemst í stóra búð. Allavega ég ætlaði að gera rosalega spennandi kartöflurétt í kvöld með kóríander og spínati og chilli og fleira gúmmilaði. Nema svo var hringt í mig áðan og mér var boðið í mat hjá bæjarstjóranum. Þannig að ég verð að bíða með kartöfluréttinn þangað til á morgun. Þá mundi ég alltíeinu eftir því að við erum boðin í barnaafmæli klukkan 3 á morgun! Sem þýðir það að maður er alltaf saddur eftir afmælisboð og fær sér yfirleitt ekki mikinn kvöldmat eftir svoleiðis, heldur bara eitthvað snarl. Ætli ég verði ekki að bíða með kartöflurnar þangað til á mánudaginn. Ekkert voðalega skemmtilegur dagur. Mánudagur...það er svona soðin_ýsa_og_kartöflur-dagur. Nema ég mun breyta til og gera heilsusamlegan, indverskan kartöflurétt. Mér hlakkar til :o)
Svo fórum við Hörður á videoleiguna og leiðgum okkur tvær spólur. Hann tók "Antz" á leigu og ég tók "The Hours". Bara búin að heyra gott um þá mynd og mér hlakkar til að skella mér í sófann eftir matarboðið og ekkert þurfað vaska upp, bara rólegheit og engin þynnka....

föstudagur, október 03, 2003

Matarboðið var æði! Rándýrir pottar, en gaurinn sýndi okkur þetta allt saman, rosalega flottir læknastálspottar, enga olíu og ekkert vatn, gott fyrir heilsuna og meiri næringarefni nást úr matnum við eldun í þessum pottum. Hann eldaði kjúkling, gufusauð grænmeti, kartöflur og rauðlauk og bakaði brownie develskake...Allt í pottunum og það var magnað!
Ég kom veltandi inn um dyrnar rétt fyrir tíu og Hörður Gunnar var yfir sig þreyttur af leikjum, videospóluglápi og pylsu og köku/ís áti. Það voru 6 guttar þarna, allir á svipuðum aldri.
Ég kom Herði í rúmið, leyfði honum að sofa í mínu, frí í leikskólanum á morgun. Ég kveikti síðan á sjónvarpinu og þar er Svenni í djúpulauginni!! Hehehe..og auðvitað endaði hann með sætu ljóskunni, ekta stelpa fyrir hann og geðveikt sætt þegar þau föðmuðust í endann :o) Ég og Svenni vorum einu sinni að dúlla okkur. Hann er frábær náungi og ég fatta ekki hvað klikkaði eiginlega..... en allavega, vonandi gengur honum vel með þessa stelpu, mér finnst þau sæt saman :o)
Annarsvegar hringdi Morgan í mig áðan... Ég varð mjög hissa en hann vildi bara heyra í mér og vita hvernig allt gengi og svona. Síðan sagðist hann sakna mín líka. Ég veit ekki... ég er búin að bölva honum soldið mikið síðan við hættum saman. Mér fannst hann ekki leyfa mér að blómstra eins og ég vildi. Hann vildi breyta mér, pakka mér saman ofaní vasann sinn. Mér fannst ég allavega vera soldið mikið bundin þegar við vorum saman. Ég stoppaði margar langanir mínar og hugsanir, af því að ég hélt alltaf að Morgan myndi mislíka þær... Þetta er ekki hamingja, en hann auðvitað heillaði mig uppúr skónum á sínum tíma. Ég var mjööög skotin í honum. Þá var ég líka blómstrandi eins og ég vildi vera. Þess vegna er ég svo hissa að hann skuli hafa viljað breyta mér...frá því sem ég var þegar við kynntumst, í einhverja ljóshærða gellu (svona FM gellu) sem ég er svo innilega ekki!
Æj, ég bara skil ekki karlmenn stundum...
Í þessum töluðum orðum leit ég út um gluggan og það byrjaði að snjóa alvöru snjór! Vó! Guð hlustaði á mig eða bara einhver...
Það er alveg magnað að hlusta á Anitu Lane syngja "Sexual Healing"!

Annars þá er ég að fara í pottakynningu klukkan sex. Já pottakynningu. Kunningi minn hérna á Akureyri er að farað byrja að kynna einhverja potta og ætlar að æfa sig á okkur vinkonunum. Hann ætlar víst að elda kjúkling fyrir okkur og kynna okkur pottana í leiðinni og æfa ræðumennskuna. Hljómar spennandi. Allavega spennandi föstudagskvöldmatarboð með skemmtilegu fólki.
Það er búið að snjóa flyksum í allan dag. Enginn heví snjór, en það er mjög hvítt uppí fjalli og það er búið að vera svona vofulegur skafrenningur eftir götunum í allan dag. Leiðindaveður. Afhverju kemur ekki alminnileg snjókoma svo að ég og Hörður Gunnar getum gert snjókalla um helgina og bakað svo Betty Crocker Brownies þegar við komum inn úr kuldanum og hitum okkur líka kakó...það er svo gaman :o)
Mér langar í kærasta! :(
Ég var að lesa um Friðrik prins í Danmörku og Mary Donaldson og þeirra samband og það að þau séu að fara að gifta sig. Þar er svo athyglisverður lítill kassi neðst í greininni þar sem er fjallað um fyrri kærustur Friðriks og að Margrét danadrottning hafi aldrei verið hrifin af hinum stelpunum. (Bls 32 í Birtu)
Þá fór ég að hugsa...Afhverju! kemur ekki einhver prins/riddari á hvítum hesti til mín og biður mín og segist elska mig og vill allt fyrir mig gera?!
Ég er á einhverju bleiku skýi núna, sem er einmitt ekki til í raunveruleikanum, alveg eins og riddarinn á hvíta hestinum, hann er ekki til. Þetta blaður um þenna eina sanna rétta er bara rugl og ekki til! Ég trúi því allavega ekki lengur. Maður lendir bara á annaðhvort góðum eða vondum gæjum og svo sumum sem eru þarna mitt á milli. Svo er það bara spurningin um lífsleiknina að vera saman...geta eytt tímanum saman...búið saman...rifist og elskað...Lífsleiknin já, það er málið!
Ég hef bara því miður lent á gaurum sem falla alltaf í lífsleikninni :(
Búhúúú...ég er farin að læra...
Ég trítlaði fram í morgun og fór með Hörð Gunnar í leikskólan. Setti líka í þvottavél í leiðinni og þegar ég kom tilbaka þá trítlaði ég aftur mjög hljóðlega inn og fór sem hljólegust inní eldhús (sem er opið með stofunni) og dró fram ristavélina, beyglur (namm) og allt dótið og bjó mér til morgunmat. Svo las ég fréttablaðið og fór að læra...allt mjög hljóðlega...
Ástæðan fyrir því er að Jóhann bróðir liggur sofandi í stofunni hjá mér. Hann var í partýi í gær og það er frí í skólanum hjá honum í dag. Hann er semsagt í 1. bekk í MA og 4. bekkurinn sem busaði hann bauð þeim öllum í partý í Sunnuhlíð. Hvar annarsstaðar? Ég man þegar ég fór í fyrsta MA-fylleríið mitt þá var það einmitt í Sunnuhlíð. Mjög þekktur MA-partýstaður. Ég sagði einmitt Jóhanni frá því þegar ég var rúllandi um þarna í grasinu voða hamingjsöm...
Nema auðvitað þurfti ég að leggja honum nokkrar reglur þar sem ég gerði "ákveðinn greiða" fyrir hann í mjólkurbúðinni. Í fyrsta lagi; ég fer ekki í mjólkurbúðina fyrir þig hverja einustu helgi, öðru lagi; ég vil alls ekki kaupa fyrir vini þína í mjólkurbúðinni, þriðja lagi; ekki byrja að reykja eða neyta annarra ólöglegra efna, fjórða lagi; notaðu smokkinn, fimmta lagi; þú passar fyrir mig næstu helgi þegar sprellmót háskólans verður! :o)
Nú liggur hann mjög rauðþrútinn í framan á gestabeddanum hérna við hliðin á mér. Hann var nú í góðu lagi þegar hann kom heim í nótt...ekkert áberandi ölvaður, ef ég vissi ekki betur hefði ég haldið að hann væri edrú.
En ég veit að Jóhann er góður strákur. Sjónvarp, snakk, nammi, gos, tölvuleikir og vídeó heillar hann meira en næturlífið. Það er allavega mjög auðvelt að fá hann til að passa ef ég býð uppá eitthvað af þessu ofantöldu. Hann fór sjaldan eða aldrei út að labba þegar hann var hjá möm & pab. Hann sagðist þurfa að klára einhvern tölvuleik ef að einhverjir komu og spurðu eftir honum.
Fyndasta var þegar hann var hérna í heimsókn um daginn og var að tala í símann og var voða dularfullur og lokaði sig inni í herbergi. Ég fór inn til hans (mitt herbergi!) og spurði "Við hvern ert þú eiginlega að tala!?" Það eina sem ég heyrði hann nefnilega segja var eitthvað svona..."já, kastaðu teningunun fyrir mig og gáðu hvort að 36 sé inni..en z kemur ekki...bla bla.." Mér fannst ég vera kominn inní Star Trek þátt. Þá var þetta eitthvað svona "dungeons and dragons" spil (veit ekki hvernig það er skrifað) og hann var í spilinu þó svo hann væri hér í heimsókn hjá mér, held ég...Hann vildi ekki ræða þetta við mig. Hann er fyndinn já...

fimmtudagur, október 02, 2003

Það er eitthvað ótrúlega fyndið lag á Rás 2; "lífið er dásamlegt/yndislegt, tralalalalala, í Svarfaðardal! lalalala..."
Verð samt að hlæja soldið af þessu myndum...ég meina ég lítil og ræfisleg með bláa hárið þarna og svo einhver þrýstin hávaxin gyðja! Ekki beint sama manneskjan. En tímarnir breytast. Þessi mynd þarna með bláa hárið var tekin í (minnir mig) 18-19 ára afmælinu, eða hvað. Allavega langt síðan og þá var ég spriklari sem djammaði mikið og var mikill rebel í mér.
Í dag hinsvegar er ég komin með sítt ljóst hár, aðeins þéttari og brjóstin fallegri (ótrúlegt en satt, brjóstin urðu fallegri og stærri eftir barnsburðinn) og meiri gyðja í mér :o) Eins og myndin af mér og Særúnu hérna fyrir neðan...þar er ég soldið gyðjuleg, er þaggi? Eða glyðruleg..hmmm
Ég vissi það alltaf að ég væri Goddezz...
Goddess
You are a goddess!


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla

miðvikudagur, október 01, 2003

Ég var að horfa á mynd á Aksjón áðan (sjónvarp Norðurlands) og þar var sýnd myndin "Kurt and Courtney". Merkileg heimildar mynd um líf þeirra beggja, æsku og unglingsár, viðtöl við ættingja, kunningja og vini og margir mjög áhugaverðir. Ég er allavega mjög mikið hugsi eftir þessa mynd. Samsæriskenningar um morðið á Kurt eða var þetta sjálfsmorð... Eitt er víst að aðeins Guð veit hvað gerðist.
Nirvana var góð hljómsveit. Ég hlustaði mikið á hana. Man þegar ég var í grunnskóla og lagið "Smells like teen spirit" var vinsælt í útvarpinu. Ég varð að eignast þessa plötu. Ég hlæ einmitt að því að mestu pæjur skólans voru að tala um hvað þetta væri flott lag, en þær þorðu ekki að kaupa diskinn því þær voru vissar um að þær myndu ekki fíla hin lögin. Ég keypti mér diskinn hlustaði á hann á hverjum degi í laaaangan tíma. Uppáhalds lagið mitt er "Lithium", söng það hástöfum heilt kvöld með vinkonu minni einu sinni í útileigu í Húsafelli...mjög fyndin minning. Man líka eftir því þegar ég fór í fyrstu skálaferðina þegar ég var í MA. Þá fórum við í 1.B. í magnaða bekkjarferð. Við fórum í andaglas með kennaranum og settum upp leikrit og fleira í þessari ferð. Ég og aðrar hressar stelpur settum svo "In Utero" diskinn í græjurnar og bleyttum á okkur hárið og hoppuðum í klukkutíma eða meir uppí rúmi með "Rape Me" í botni. Geðveikar...
Talandi um tónlist, þá er ég alveg dolfallin fyrir Lincoln! Gummi snillingur er alltaf að grafa upp einhverja tónlist úr plötusafninu sínu til að kenna mér á góða tónlist og hann er helv.. góður kennari. Þessi músík sem Lincoln gefur frá sér er svona það sem margir myndu kalla týpíska "þunglyndistónlist", en hún er líka falleg...svipar eitthvað til Nick Cave og PJ Harvey...
Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað "Hail to the Thief" með Radiohead! Þvílíkt meistaraverk! Ég VERÐ að sjá þá á tónleikum!
Nú er október genginn í garð. Góður mánuður. Í tilefni þess fékk ég mér ristaða beyglu. Ég fæ mér reyndar alltaf beyglur. Ég elska beyglur. Ég set stundum tómata, rauðlauk, spægipylsu, fetaost, gúrku, lifrakæfu, venjulegan gouda ost eða camembert, basilicu pestó...bara eitthvað gott sem er til inní ísskáp. Og svo fæ ég mér tesopa með. Þetta er roooosalega gott! Fæ ekki leið á þessu.

Ég ákvað að skipta um efni til að fjalla um í Hjú I. Ég valdi frekar pósitivisma/postpósitivisma og vísindalega þekkingu í hjúkrun. Ég var nebblileg í heimspeki/siðfræði tíma hjá honum KK í morgun og þar var hann einmitt að ræða um positivisma. Skemmtilegir tímar hjá KK. Hann snýr manni í 1000 hringi í hverjum tíma með klípusögum og röksemdarfærslum og látum. Svo talar hann svo hratt eins og hann sé á Fast Forward. En þetta eru skemmtilegustu tímarnir.
Vó! Ég missti að umræðutíma í Hjúkrun I þegar ég fór suður þarna um daginn. Ég hélt að það væri nú í lagi og pældi ekkert mikið meira í því. Nema svo fæ ég tölvupóst frá kennaranum....

"Sæl Guðbjörg (!)
Þeir sem ekki mæta í umræðutímana þurfa að skila inn 1-2 blaðsíðna umfjöllun um...bla bla bla...
....Ef umfjöllun telst fullnægjandi fær nemandi að taka prófið. Skilist í pósthólf mitt fyrir 20. nóvember."


Ég neita því ekki að mitt litla hjarta tók smá kipp. Eins gott að skila fullnægjandi umfjöllun! Svo kallaði hún mig Guðbjörgu...
En ég er ekki hrædd við þetta, ég er strax byrjuð í baráttunni. Ég ætla að skrifa um fyrirbærafræði/túlkunarfræði og áhrif þessarar veraldarsýnar og notagildi í hjúkrun. Umfjöllun um listræna hjúkrun.
Ekki spennandi?