þriðjudagur, september 30, 2003

Gvöð hvað við erum sætar!
En jemin hvað þátturinn Gilmore Girls er leiðinlegur!
Þegar ég kom heim áðan úr búðinni sá ég að það var lögreglubíll á bílastæðinu fyrir utan Útstein. Ekkert að því, ég hló bara og hugsaði með mér að þeir stæðu örugglega fyrir utan dyrnar að íbúðinni minni og biðu eftir mér og ætluðu að kæra mig fyrir ofurölvun á almannafæri síðasta laugardagskvöld. Nema hvað þegar ég kem inn fannst mér eins og það væru einhverjir að blaðra inní þvottahúsi. Ég fer upp í íbúð (og það standa engar löggur við dyrnar) og kveiki á sjónvarpinu fyrir Hörð Gunnar svo hann geti séð barnatíman á stöð 2. Nema allt í einu slokknar á stöðinni. Ég kveiki snögglega á perunni og lagði saman tvo og tvo og skipti yfir á Sýn og sá að það var heldur ekki inni. Ég ákvað að skella mér niður í þvottahús (þar sem afruglarinn er geymdur í geymslu) og kíkja á þetta auk þess sem ég þurfti að panta mér þvottatíma. Og viti menn. Þar stendur löggan með afruglarana undir hendinni og á leiðinni út!
MAAN! Ég sem ætlaði að farað stunda þolfimi með Ágústu Johnson! Auk þess sem ég missi nú af Idol keppninni, en Jóhann bróðir er einmitt í næsta þætti! :o( Bömmer!

mánudagur, september 29, 2003

Annarsvegar er ég að lesa í sálfræði hvað aerobic sé gott fyrir hugann..best að fara í þolfimi hjá Ágústu Johnson daglega. Ég er nú einu sinni með stöð 2...
Ég var að kvarta um daginn útaf kennurunum að þeir settu glósur og glærur svo seint inná netið þannig að maður gat ekki undirbúið sig fyrir tímann. Núna er það allt í lagi hjá mér þar sem ég er loksins komin með nettenginu heima. En þá verð ég að kvarta yfir öðru. Í Hjúkrunarfræði I þurfti ég að kaupa ÞYKKA, dýra, 1800 blaðsíðna bók. Hún heitir Fundamentals of Nursing og er mjög flott og sniðug. Nema hvað, þetta er fimmta útgáfa og nýjasta. Okkur var sagt að kaupa hana og ég gerði það náttla. Nema að fyrir hvern tíma er ekki bara lesið úr þessari bók. Það er yfirleitt mjög lítið lesið úr þessari bók. Kemur einstaka sinnum fyrir að við eigum kanski að lesa örfáar síður fyrir tímann. En það er að langmestu leyti einhverjar ljósritaðar greinar úr hinum og þessu tímaritum, bókum og ritgerðum sem við eigum að lesa. OG, svo eigum við rosalega oft að lesa slatta í Fundamentals of Nursing, nema 3. eða 4. útgáfu! Það gerði mig svo reiða áðan þegar ég ætlaði að fara að lesa í þykku bókinni minni að ég var ekki með þessar útgáfur. Það á ekkert að lesa úr minni nýjustu 5. útgáfu. Þoli ekki svona. Tilhvers var ég að kaupa þessa bók þegar ég á bara að lesa 50 bls af 1800 yfir önnina!!
Smá reiði í gangi..ég er reið þessa dagana!
Mig dreymdi illa í nótt og að allir væru að svíkja mig! Ég er ennþá reið...get ekki lært!

sunnudagur, september 28, 2003

Þynnka smynnka í allan dag!
Ég var óvænt boðin í partý til Birnu vinkonu og þar var skemmtilegt fólk og allt vín sem fannst var drukkið...Síðan skrölluðum við niður á Kaffi Akureyri og það var rosalega gaman hjá okkur allt kvöldið. Við skellihlógum mest allan tíman. Alltaf gaman að fara á óvænt og óplanað djamm, það verður alltaf langskemmtilegast. Þó svo að það sé spiluð ÖMURLEG tónlist þarna, þá fór hún ekkert í taugarnar á okkur...það var svo gaman :o)
Þá datt mér í hug þessi sniðuga hugmynd ef ég gæti hugsað mér að vinna aðeins um helgar. DJ DúDDA! Ég gæti alveg verið hinn besti plötusnúður, hef allavega oft verið góður plötusnúður í hinum og þessum partýum. Vandamálið er bara...hvernig myndu FM-hnakkarnir taka í það. Ekki kanski beint þeirra tónlistarsmekkur og tjútta við Violent Femmes eða Depeche Mode...hehehe... Það þarf bara að koma með nýtt músík-flæði í þennan bæ. Allt í lagi að prófa að reynað snúa þeim við hérna á Akureyri.
Reyndar frétti ég síðan að Andrea Jóns hafi verið að plötusnúðast á Kaffi Amor í gærkvöldi. Það hefði náttla verið miklu sniðugara að fara þangað og hlusta á hennar músík-val.
En já...allt í lagi að hugleiða þessa Dj hugmynd.

föstudagur, september 26, 2003

Akkúrat þegar ég hugsa um Hann þá sendir Hann mér skilaboð. Þvílík tilviljun. Ég var einmitt að fá mér osta, sultu og ritz-kex og var að rifja það upp þegar Hann bauð mér á different deit með því að bjóða mér í osta og rauðvín :) Ég vona bara að Hann gleymi mér ekki aftur og haldi áfram að hafa samband við mig. Það er það sem ég vil allavega...

Annars þá var Jóhann bróðir að hringja líka í mig, rétt í þessu. Hann spurði hress hvað ég væri að gera. Ég sagðist náttla bara vera heima í rólegheitum. Síðan spurði hann mig hvort ég gæti nokkuð skutlað tveim stelpum heim til sín neðan úr bæ!! Ég gat ekki annað en hlegið þar sem hann VEIT að ég er ein heima með Hörð Gunnar og kemst ekkert út einn tveir og þrír og hvað þá að skutla einhverjum ókunnugum smástelpuvinkonum hans heim til sín!
Jóhann getur fengið mig til að hlæja og öskra...
hóhóhó...sprellaramyndin af Goddezz Blue er komin inn...hehehe!

Hefur einhver heyrt í nýja disknum hans Hallbjörn Hjartarsonar, Kántrý 10? Ég er búin að hlæja af mér alla flösu og hárlos...


Ég get svo svarið það! Ég er loksins komin með netið hérna í Stúdentagörðunum, þráðlaust kerfi háskólans...EN...þetta er ógeðslega lengi að gerast! Ég þarf að bíða í 100 ár eftir einni síðu og vesen! Ég er alveg við það að farað hringja í símann og biðja þá um að koma hingað og setja upp ADSL hjá mér og kaupa mér prentara... Ég veit að ég er búin að lofa skólann minn hingað og þangað og mér finnst hann ennþá frábær. En því miður er lítil tölvuaðstaða í skólanum og erfitt að ná tölvu sem þýðir líka að það er erfitt að komast að til að prenta út...tala nú ekki um þegar allt prófvesenið byrjar og verkefnaskil og læti.
En nú virðist netið vera eitthvað komið á skrið...ég bíð aðeins lengur með ADSL-ið..

Það er föstudagur (flöskudagur) og heilbrigðisdeildin ætlar að farað heimsækja Vífilfell hérna á AK. klukkan átta í kvöld. Ég sé fram á að ég komist ekki. Þarf að læra mikið og Jóhann bróðir nennir ekki að passa öll kvöld. Hann tók videotækið sitt! Þannig að ég get ekki horft á videospólurnar mínar, en ég hef þó sjónvarpið hans og ég er með stöð 2 og sýn og allt það...
Þannig það verður bara heimaseta og nammi og gos og lærdómur um helgina.

miðvikudagur, september 24, 2003

Komin í skólahaminn aftur eftir síðustu helgi, en er reyndar komin í helgarfrí aftur. Næsti tími er á mánudaginn klukkan átta. Þá er bara að vera duglegur og skipuleggja sig og læra heima næstu daga.

Var að skoða Iceland Airwaves síðuna. Þar er komin smá grein um okkur í Worm Is Green. Hinsvegar stendur að við eigum að spila á NASA 18. oktober. Ég hélt við ættum að vera í Listasafninu við Hafnarbakkan. En það er alltaf verið að breyta þessu þannig að ég býst ekki við að þetta sé lokaáætlun.

Það er kalt hérna á Akureyri og hvítt í kring. En það er bara gaman af því. Hörður Gunnar ljómar allavega við allan þennan snjó og getur ekki beðið eftir því að komast á skíði.
Ég þarf hinsvegar að fara að huga að vetrardekkjum...og já. Ég var að rispa bílinn minn!!!
Ég var að flýta mér á fimmtudagskvöldið að spila á GrandRokk, nema hvað ég flýtti mér svo mikið að leggja í stæðið að ég skrapaði hliðina á bílnum mínum. Eftir er löng, djúp rispa :(
Mikil svekkelsi, nýr bíll og svona, en hinsvegar nýjar trygginar. Ég á eftir að kíkja á það betur. Ég er kaskótryggð og líklegast einhver sjálfsábyrgð og vesen. Ég tók nebblilega VÍS-bílalán. Verð að hringja í VíS...

Jamm...þarf að fara með fartölvuna mína og láta athuga þráðlausa kortið svo ég geti tölvast heima líka. Óþolandi þegar kennarar setja glósur inn á netið um kvöldið fyrir morguntímann. Þá get ég náttla ekki skutlast uppí skóla og prentað glósurnar þar sem að ég er með sofandi barn heima!

Jájá....næst kem ég suður á airwaves helginni, 15.-19. október og þá á ég líka AMMæLI!!!

mánudagur, september 22, 2003

Hæ!
Átti góða helgi, mikið stuð, get ekki sagt frá öllu núna, fann samt ekki draumaprinsinn, en mínir yndislegu vinir bæta einmannaleikann upp, varð síðan veðurteppt og gisti í Borgarnesi í nótt og er núna að fara keyra norður á Akureyri og þar bíður mín lærdómur og sameignarþrif...
Ble í bili....nærbuxur með bili...

fimmtudagur, september 18, 2003

:o) :o) :o) SONJA, TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!!!! :o) :o) :o)

Mig hlakkar til að koma í höfuðborg lýðveldisins og skralla pínulítið þar. Ef ég þekki Sonju rétt og hennar vini þá verður gígantískt stuð. Ég sem ætlaði nú samt ekki að fá mér neitt áfengi þar sem ég hrundi svona agalega í það síðustu helgi í stúdentagarðspartýinu. En næsta djamm verður svo ekki fyrr en á afmælisdaginn minn. Þá er líka hátíð! Það er alltaf haldið uppá afmælið mitt með pomp og prakt því Iceland Airwaves er alltaf á afmælisdaginn minn. Við verðum að spila í nýlistasafninu (held ég) 18. október og ég á afmæli 19. og þá er góð ástæða til að halda uppá afmælið eftir tónleikana :o)
Ég vona bara að það verði ekki kominn harður vetur svo ég geti nú keyrt á milli Akureyrar-Reykjavík. Ég þarf líklegast að farað huga að vetrardekkjakaupum. Ég er á heilsársdekkjum, en það er varla að þau dugi uppi á heiðunum, bara til að rúnta á í Reykjavík...

Á morgun, tatatadamm...(spennustef) þá verðum við í útvarpinu með tónleika. Það verður á Rás 2 í popplandi. Við verðum líklegast um 3 leytið í þættinum, spilum einhver lög og spjöllum. Loksins varð af þessu. Það er búið að tala um þetta síðan ég veit ekki hvenær að við ættum að fara í poppland. En sem betur fer kom þetta uppá núna, akkúrat þegar ég var á leiðinni til Reykjavíkur. Þannig að....allir að stilla á Rás 2 föstudaginn 19. september um 3 leytið og hlusta á Worm Is Green!

miðvikudagur, september 17, 2003

Hver í andsk... er alltaf að hringja í mig með leyninúmer og skellir strax á, áður en ég næ að svara?!?!?! Djöf...!!!
Ég bít ekki, allavega ekki í gegnum síman...
Ég er komin í sveitina mína...Borgarnes...Hér er næstum ættarmót og ég hefði ekki getað komið á betri tíma. Það eru fullt af frænkum og frændum í heimsókn og ætla allir að borða kjötsúpu heima hjá ömmu í kvöld...nammm...uppáhaldið mitt!

Á leiðinni minni frá Akureyri hlustaði ég mikið á tónlist og þá meina ég góða tónlist. Ég var einmitt að velta fyrir mér einum ókosti Akureyrar. Þetta er svo hrikalegur FM-hnakka bær! Þar er annarhver maður með FM957 límmiða í afturrúðu bíls síns og allir hlusta á FM957 í útvarpinu, enda er það líka eina útvarpsstöðin sem ég hef náð þar... Tók líka eftir þessu þegar ég fór á Papa-ballið í Sjallanum....mikið af FM-hnökkum og skvísum, strípur og ljósabekkir í mikilli notkun, jafnt á karla og konur, samt eiginlega meira köllum. Það er líka rosalega mikið af svona sportbíla_GTI_töffurum með allskonar furðurleg ljós hér og þar á sportbílunum sínum og brjálæðislegar_BÍÓ_stereogræjur í botni, á rúntinum að sjálfsögðu. Þess vegna er nú gott að vera með góðar birgðir af góðri tónlist heima í stofu og í bílnum. Það er líka gott að skreppa suður eins og ég er að gera núna og fara að spila á tónleikum og hlusta á tónleika og fara á eitt stykki djamm á laugardagskvöldið með tilheyrandi 22-endingu með góðri músík fram eftir morgun!
Þó svo að það sé svona morandi af einhverjum FM-ingum á Akureyri, þá er þetta hið besta fólk. Allir svo kammó og vingjarnlegir eins og ég hef áður sagt. Bara spurning um að reynað hafa soldið tónleikahald á Akureyri með góðum tónlistarmönnum.
En eitt hafa Akureyringarnir og það er Djass í Deiglunni. Húrra fyrir því!

Ég held ferð minni áfram suður til Reykjavíkur á morgun. Spurning hvenær/hvort sándtékk verður eða einhver æfing eða eitthvað sprell með félögum fyrir tónleikana. Mig dauðlangar að fara snemma suður og fá mér eitt stykki tattoo :o) eða lítinn sætan lokk í nefið...ahh...alltaf bóla einhverjar brjálaðar hugmyndir í kollinum á manni. En það er aldrei að vita hvað gerist....

þriðjudagur, september 16, 2003

Ég gleymdi einu í gær...

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ STEINI SÆTI TROMMARINN MINN!

mánudagur, september 15, 2003

Bibbi litli kominn með nýja síðu, ég var að rúlla yfir þetta í templates og skipta á síðunni hans og þá fór ég að hugsa...það eru svo margir óduglegir bloggarar á mínum blogg-lista. Annaðhvort verða þeir að verða duglegir að fræða mig um sig og sína eða þá að þeim verður eytt út....Ekki það að þetta sé eitthvað fyrir mér, ég er bara að reynað virkja þessa vini mína svo ég heyri eitthvað frá þeim.

Annars er allt gott að frétta af mér. Ég fór á fyllerí trallalalí á laugardagskvöldið. Það var húspartý í stúdentagarðinum mínum og drykkjuleikir og sprell og svo fóru allir í Sjallala eftirá á Papana. Ágætt í fyrstu, en svo leiddist mér Sjallinn (týndi líka öllum því það var svo troðið) og fór því bara snemma heim. Jóhann bro var að passa fyrir mig, en hann kom líka á laugardeginum með rútu og allt sitt hafurtask, því nú er hann byrjaður í MA. Það verður gaman að fylgjast með busununni hans og rifja upp gamla tíð.

Amma mín átti 87 ára afmæli 11. september og ég gladdist þann dag á meðan margir voru að syrgja...

Talandi um afmæli, þá á Sonja sprellari afmæli 18. september og ég stefni suður næstu helgi. Allavega erum við að spila 18. september, Stefnumót Undirtóna, svo best sem ég veit.
Ég er samt orðin svo samviskusöm við námið mitt að ég er alveg á nojunni yfir því að þurfa að fara héðan. 18. er á fimmtudegi, þannig að ég missi af tveim mikilvægum kennsludögum 18. og 19. sept.... En hér eru allir vingjarnlegir og ef ég missi af einhverju rosalegu, þá fæ ég bara lánaðar glósur :o)

Þannig að Reykjavík, here I soon come....

þriðjudagur, september 09, 2003

Vá hvað ég má ekki vera af því að blogga núna, en ég verð að stelast aðeins. Enda verða vinir mínir nær og fjær að vita hvað gengur á hjá mér hérna norðanmegin.
Ég er bara að læra og smæla allan daginn. Lífið er ljúft og ég nýt þess að vera Akureyringur. Námið er líka "þægilegt" þar sem að ég var náttla í þessu í fyrra og þess vegna er þetta svona næstum eins og upprifjun.

Svo þegar líður á veturinn þá fer maður að taka þátt í sprellinu hérna í skólanum. Það eru víst einhverjar keppnir á milli deilda, söngvakeppnir og fleira...hehehe...auðvitað lætur félgagsdýrið sig ekki vanta. En auðvitað má það ekki taka of mikinn tíma í burtu frá náminu. Ég hef nú lært af leti-skróp reynslunni og veit betur.

Ég er búin að rekast á mörg kunnuleg andlit og þau rekast á mig. Ég er bara hissa hvað það eru margir komnir hingað norður. Sem sýnir það, að fólki líkar almennt vel hérna og það er kjarkmikið að gera breytingu og flytja úr stað. Ég hugsa að rótgrónir Reykvíkingar hafi GOTT af því að flytja út á "landsbyggðina". Eins er líka gott fyrir landsbyggðarfólk að flytja aðeins til Reykjavíkur til þess að finna það hvað landsbyggðin býður uppá miklu betra :o)
Hér er allt til alls á Akureyri, bíó, skemmtistaðir, kaffihús, listagilið, sundlaugin, búð opinn allan sólarhringinn, hlíðarfjallið og skautahöllin og margt margt fleira....jæja...ég er hætt að predíka...

Ég er svangur, best að fá sér næringu í frábæra mötuneytinu-kaffihúsinu hérna í skólanum, sem by the way systir hans pabba og maður hennar reka...komst að því um daginn.

Og Særún! TIL HAMINGJU MEÐ ALDARFJÓRÐUNGS AFMÆLIÐ!
I dag er det Særúns födselsdag, hurra, hurra, hurra!

föstudagur, september 05, 2003

Það er nú kominn tími til að maður láti í sér heyra.

Ég er byrjuð á fullu í skólanum og það er gaman. Allir svo vinalegir og vilja allt fyrir mann gera hérna. Ég er búin að koma mér vel fyrir í íbúðinni minni og allir í familíunni hafa hjálpað mér ef mér vantaði borð eða disk eða eitthvað... Hörður Gunnar ELSKAR nýja leikskólann sinn og vaknar eins og elding á morgnana meira en tilbúin til að mæta í leikskólann.

Amma mín dó í síðustu viku, þann 27. ágúst. Hún var jörðuð í fyrradag, 3. september, þannig að það er líka búið að vera pínu erfit og sorglegt hjá mér inn á milli í gleðinni minni. En allir hafa sameinast meira saman ef eitthvað er og allir hafa það bara gott. Amma átti skilið að fá hvíldina þar sem hún hafði líklegast þjáðst í heillangan tíma.

Núna er hádegið að nálgast og ég orðin svöng og Jóhann bróðir fer líklegast að vakna. Hann liggur sofandi á stofugólfinu mínu, ója, ég get tekið á móti gestum og það eru allir mínir vinir velkomnir til mín :)
Best að fara og fá sér feitan sveittan hamborgara þar sem að Siggi Bjarklind efnafræðikennari okkar talaði svo mikið um þá í tíma...

Bottom líne...mér líður vel á Akureyri og allt leggst vel í mig. Væri samt gaman að vera nærri vinum sínum....
Meira seinna! Ble ble ble