mánudagur, júlí 28, 2003

Ég er heppin að hafa haldið geðheilsunni í gegnum helgina...ég er meira að segja ekkert búin að leggja mig í dag! Ég semsagt vann kvöldvakt á föstudagskvöldið, morgun- og kvöldvakt á laugardag, morgun- og kvöldvakt á sunnudag og svo morgunvakt í morgun.... Ég á FRÍ á morgun. Ég er komin uppí Borgarnes til pjakksins og hann faðmaði mig og fagnaði mér innilega þegar ég kom inn um dyrnar. Gaman af þessu...
En ég verð að safna orku á morgun, því ég verð svo að vinna stanslaust til fimmtudagsins í næstu viku..plööhh!

Ég nenni eiginlega ekki að skrifa meira í bili...nærbuxur með bili...

föstudagur, júlí 25, 2003

Jæja...ég var að uppfæra bloggið. Taka út dauðar síður og setja inn og færa til. Setti inn Worm Is Green síðuna sem á eftir að koma upp, en þá er ég allavega búin að koma linknum fyrir.

Við spiluðum ágæta tónleika á Skaganum í gær. Strákarnir voru nú heldur stressaðir, enda í heimabæ, ég er EKKI skagastelpa. Þannig að það voru smá feilspor í undirleiknum, en ekkert agalegt. Þetta tókst bara vel og allir voru ánægðir útí sal. Ég með minn létta húmor og seiðandi söngröddin reyndist góð á hópinn. Svo segir allavega í blogginu hennar Sigrúnar. Henni fannst ég eitthvað svo fullorðin eða eitthvað, hehehe... Mamma og pabbi komu og svo kom Biggi vinur hans pabba líka. Þeir hafa verið í hljómsveitum síðan þeir voru unglingar og voru einmitt að rifja þetta upp og bera saman þegar þeir voru ungir og voru að fikta með allskonar hljóð.

Eftir tónleikana fórum við öll heim til Jóns og Brimrúnar, foreldra Villa, þar sem að hún Brimrún var búin að steikja kjúkling og beið með hann fyrir okkur. Við gleyptum þetta alltsaman á augabragði þar sem við vorum öll glorsoltin. Síðan voru kökur og kleinur og kaffi og ís og ....... Hún var ennþá að bjóða mér eitthvað að borða þegar ég var að labba út úr dyrum, þessi elska.

Síðan var hún Berglind listakona þarna líka um kvöldið. Hún fékk að fylgjast með okkur á tónleikunum og svo var henni að sjálfsögðu boðið í mat heim til Brimrúnar. Við vorum að ræða myndbandagerð fyrir coverlagið okkar. Ég á víst að vera í aðalhlutverki í þessu myndbandi, en það er allavega fyrsta hugmyndin. Við ætlum að hittast aftur eftir helgi og reynað taka eitthvað upp kanski og ræða betur hugmyndir. Þetta hljómar allt voða spennandi en samt er ég soldið feimin. Ég meina, kanski verð ég alltaf á popptíví á kvöldin eða eitthvað...weird!

Ég er að fara á kvöldvakt hálf fjögur. Síðan verð ég að vinna tvöfalt á morgun, frá átta um morguninn til hálf tólf um kvöldið. Ég verð síðan kanski líka tvöfalt á sunnudaginn. Svo morgunvakt á mánudaginn...maan..síðan er frí á þriðjudaginn, púff! Eins gott að fara vel með sig inn á milli vakta og hvíla sig. Ekkert djamm þessa helgi, enda ekki ástæða til þess í rauninni. Nei, það verður bara unnið og svo farið í góð heit Clarins böð inn á milli.

Ble!

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ojjjj!! Þvílíkur hryllingur! Nei takk, ekki á mínar svalir...

Annars...er bloggið dautt!? Ég er ekki að sjá neitt áhugavert þessa dagana í netheiminum. Ég er nebblilega svo eirðarlaus eitthvað og vantar eitthvað að gera og mér finnst aldrei neitt nýtt vera að gerast hérna...gúrkutíð eða hvað.

Allavega þá er frídagur hjá mér á morgun og ég ætla að fara útá skaga og æfa allan daginn eða eitthvað áður en að tónleikarnir byrja annað kvöld. Þeir verða semsagt klukkan 20:30 í brekkubæjarskóla á Akranesi, Worm Is Green ásamt Frank Murder.
Mamma hringdi í mig áðan, hún og pabbi ætla meira að segja að koma á tónleikana. Þau hafa aldrei séð okkur spila. Foreldrar Árna, Villa og auðvitað Steina og Bjarna hafa séð okkur og stutt okkur. Það var kominn tími til að mín familía sæist á tónleikum.
Ég er einmitt að rifja upp textana að lögunum, sérstaklega Joy Division laginu. Mér finnst það alltaf svo asnalegt þegar ég er með textana á blaði fyrir framan mig, eins og ég nenni ekkert að leggja mig fram í þessu. Þetta skulu vera flottir tónleikar á morgun! Ég ætla að finna mér eitthvað sexy dress til að vera í, eitthvað flegið, strákarnir eru alltaf að hvetja mig til þess... Nekt selur og það er staðreynd, ljótt að segja það. En ég er allavega ekki að glenna mig uppí áhorfendur eins og Christina Aquilera á slæmum degi.

Jæja, búin að fá mér núðlur í matinn, lakkrísrótarte fyrir hálsinn og nú ætla ég að farað rifja upp texta!

föstudagur, júlí 18, 2003

Ég sit í tölvuherberginu hjá mömmu og pabba og er að hlusta á nýjasta Johnny Cash diskinn. Ég er nýbúin að sitja úti og borða grillaðan nýveiddan lax, nýtt salat úr garðinum og sötra rauðvín. (mér finnst lax ekki góður, en þegar mamma grillar lax, þá er hann góður). Það er enn steikjandi hiti og Hörður Gunnar virðist hafa stækkað þessa viku sem hann hefur verið í burtu. Hann hleypur inn og út úr tjaldinu sem er í garðinum, segist ætla að sofa þar í nótt. Já, það er gott að vera í "sveitinni".
Ég er ekki mikið að þvælast um í Borgarnesi þegar ég er hér. Ég sit yfirleitt útí garði hjá Möm&Pab eða fer í sund eða heimsæki ömmu. Þetta er ágætis hvíld og mikið er ég nú fegin að veðrið eigi að vera svona gott um helgina.
Ég er hinsvegar mjög þreytt núna og er að spá í að leggja mig aðeins eftir matinn. Ég keyrði næstum útaf á leiðinni í nesið. Það var rosalega mikil umferð og hún gekk mjög hægt í hitanum.

Svo eru barasta æfingar með hljómsveitinni framundan. Það eru tónleikar á Akranesi næsta fimmtudagskvöld með Worm Is Green. Síðan sá ég skemmtilega grein um okkur í póstinum þegar ég kom hingað.... það er sko sjónvarpspési vesturlands.... sniðugt :o)

En ég sakna mjög ______ Þið megið geta í eyðurnar...

miðvikudagur, júlí 16, 2003

Og mikið rooooosalega djammaði ég um helgina! VAHÁ!
Ég er í vinnunni...vaktinni fer að ljúka...það er komin værð yfir fólkið....
Við settum allt gamla liðið útá svalir í sólina. Ég er búin að vera að hangsa þar smá stund og ákvað þá að gera eitthvað skemmtilegt eftir vinnu. Ég ætla að fara annaðhvort í sund eða kanski kíkja í nauthólsvík....aldrei farið þangað. Hugsanlegt að það verði allt troðið af fólki þarna, en hver hefur ekki gaman af smá félagsskap?

Ég var að hlæja af sjálfri mér. Mér var bent á það af góðum vini mínum sem var að kynnast blogginu mínu núna nýlega hvað allt var svartsýnt í mínu lífi fyrir nokkrum vikum síðan... Þá fór ég að lesa og ég hló og hló..... "Líf mitt er leiðinlegt...ég er ömurleg...allt er ömurlegt!" Hehehe... En það er það svo sannarlega ekki núna!

Ég á líka góða, yndislega, frábæra, æðislega vini :o)

föstudagur, júlí 11, 2003

Jey!
Ég er að ljúka kvöldvaktinni minni og er svo á leiðinni heim til Særúnar og svo á djammið! Hef ekki gert það lengi lengi lengi...
Djammm.....hvað er djamm? Búin að gleyma því.... en það rifjast fljótt upp með glas í hendi...
Sprell...sprelll....sprelllllll

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Já. Ég er á leiðinni norður. Ég er búin að borga tryggingargjaldið fyrir íbúðina í stúdentagörðunum. Ég er búin að fá leikskólapláss fyrir Hörð Gunnar í glænýjum leikskóla sem opnar í ágúst. Ég er búin að bíta þetta í mig og það verður ekki aftur snúið. Einnig hef ég líka baktryggt mig.... Ef ég skyldi verða svona hrikalega óheppin að komast ekki í gegnum clausus aftur, þá á ég pláss í hjúkrunarskóla í Næstved í Danmörku í febrúar 2004. Jájá...

Ég var að koma úr bíó. Ég fór að sjá nýju Woody Allen myndina, Hollywood Ending. Brilliant! Ég hló mikið og er ennþá að fá netta hláturskippi. Mæli sterklega með henni.
Ég var einmitt að segja við sjálfa mig í dag... "I have a booring life!" Þá hringir Jóhanna frænka í mig og biður mig að koma með sér í bíó. Gaman að eiga góða að. Ég er nebblilega búin að vinna eins og mófó og var reyndar veik í gær og frá vinnu. En ég sé fram á mikla vinnu framundan þar sem Hörður Gunnar er að fara í frí í leikskólanum sínum og verður í Borgarnesi í næstum mánuð. Þá tek ég eins mikið extra-vaktir eins og ég get.

Ég er að vinna um helgina, en á kvöldvöktum. Mig langar að djamma feitt eins og unlingarnir segja! Ég var að horfa á gamla videospólu af Uxa '95 í gær og fann fyrir gömlum villtum fiðringi....ekkert sem ég er stolt af á þessari "dirty" hátíð.... en gamla tilfinningin um villinginn sem ég eitt sinn var kítlaði mig oggulítið og mig langaði allt í einu að verða bandvitlausafull og gera einhvern skandal!!!
Eins gott að enginn dragi mig út á djammið um helgina...hver veit hvað gæti gerst! :o)