föstudagur, júní 27, 2003

Ég er að stelast í vinnunni....allir komnir í rúmið og það er verið að gefa lyfin...

Ég er komin með íbúð í stúdentagörðunum á Akureyri! Það bendir allt til þess að ég fari norður næsta vetur í hjúkrunarfræðina þar. Ég fæ að vita í næstu viku hvort að Hörður Gunnar fær pláss á leikskóla. Þetta er allt að koma...

Maaaan! Ég ætla sko ekki að gera mér þetta aftur! Ég hefði átt að fara á hróarskeldu núna! Ég er búin að naga af mér allar neglurnar í rót! Verð að fara á næsta ári, og næsta og næsta og næsta.....

miðvikudagur, júní 25, 2003

Jó!

Ég fór með Árna Teit í dag niður í Borgarleikhús til að hlusta á upplestur útaf tilnefningum til íslensku tónlistarverðlaunanna. Og viti menn. Við vorum valin í hópinn "Bjartasta vonin", sem sagt hljómsveitin Worm Is Green. Ekki slæmt. Þó svo að við vinnum þetta eða ekki, þá fáum við allavega límmiða á plötuna okkar..."tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna"....Küül!

Í gær héldum við líka tónleika á Cafe 15 á Akranesi. Fullt hús og fullt af gleði og hamingju. Paku (minnir mig að hann kallaði sig) hitaði upp fyrir okkur. Við fengum mikið klapp og hróp og fólk var yfir höfuðið mjög ánægt. Þórhallur frá Thule var rosalega ánægður með okkur og einnig blaðamaðurinn frá Undirtónum sem hann dró með sér. Küül!

Jáff.. þetta er allt að gerast. Árni talaði um að platan kæmi út eftir ca. tvær vikur, þá kanski 10.-12. desember. Svo verða örugglega alminnilegir útgáfutónleikar eftir 16.desember. Þórhallur ætlaði að taka tillit til þess að ég væri í prófum og hafa tónleikana eftir það. Þeir verða semsé á bilinu 16.-19. desember, því 20. desember fer ég út til Sviss....víííí....Küül!

Það er gott tempó í gangi! Küül.....

sunnudagur, júní 22, 2003

Jahh! Er Sophia dauður? Hver veit, ekki hefur heyrst í henni í langan tíma, enda eru stúlkurnar orðnar sjálfráða eða hvað, búið að gifta þær og svoddan vesen. Kanski er hún bara alltaf að hitta dætur sínar núna, hvað vitum við. Kanski þurfti hún að leggjast inn á geðdeild greyið konan, en þetta er ekki okkar mál.... Eða hvað? Þetta var nú mikið "okkar mál" þegar við vorum að styðja hana og hugga og safna peningum og gefa út diska og læti. En ég ætlaði nú ekki að fara að tala um þetta...

Ég er alveg búin að komast að því að ég ætla að flytja til sólríks lands þegar ég er komin með mína menntun. Ég fíla mig best í sól og hita, léttklædd, með sólarvörn og sólgleraugu. Mér líður vel andlega og ég endurnærist af sólinni. Ég tók líka sérstaklega vel eftir því þegar ég kom frá Mexíkó-útskriftarferðinni minni hvað ég var TILBÚIN að takast á við skólan aftur og prófin og allt það. Enda gekk mér mjög vel að klára allt eftir þetta blesaða verkfall og svo útskriftarferðina. Ójá...ferðast um heimin sem hjúkka, gæti verið soldið mikið spennó!

Steini gæji er komin frá Skotlandi og við fögnuðum heimkomu hans í gærkvöldi með léttu sprelli heima hjá Árna Teit á Akranesi. Hann kom með nýjasta hefti af Future Music (júlí hefti sem kemur ekki nærri strax til Íslands). Þar er sjö blaðsíðna viðtal við okkur í Worm Is Green og Trabant og fullt af myndum og alles! Við erum að tala um eitt rosalega mikið lesið og virt músíktímarit! Akranes er ekki lengur fótboltabær, við breytum því...

mánudagur, júní 09, 2003

Já ég veit það... þetta er ekki mikið sprell lengur. Enda held ég mér frá sprell-blogginu á meðan mitt andlega ástand er svona. Það var ekki einu sinni gaman á tónleikunum þarna síðasta fimmtudag...uss!
Ég er komin í frí. Ég byrjaði í fríinu mínu núna síðasta laugardag og fer ekki að vinna aftur fyrr en 16. júní. Ég hugsa að ég haldi mér hérna í sveitinni hjá mömmu og pabba allan tíman. Ójá, ég er uppí Borgarnesi og það er ekki hægt hvað þetta er draugalegur bær.
Ég held að það sé svartur ósýnilegur borði á borgarfjarðarbrúnni sem þarf að klippa á!
En hérna er fín sundlaug, fínt bókasafn og ágætisfólk sem hægt er að kíkja til í heimsókn. Auk þess ætla ég að reyna að skella mér í heimsókn til Sonju á hótel Búðir. Taka minn árlega Snæfellsnes-rúnt. En svo er aldrei að vita, kanski verður hringt í mig í fríinu af því það vantar á einhverjar vaktir. Ætli ég þiggi þær ekki þar sem fjármálin mín eru í fokki!

Ekki meira væl í bili...

fimmtudagur, júní 05, 2003

Mér líður ekkert betur. Mér finnst ennþá allt ömurlegt og ég hef ekki áhuga á neinu og mér leiðist. En það er eitt sem kítlar mig og gleður mitt litla hjarta. Það er þegar ég sit uppá sviði og er að syngja með bandinu sem ég er í, Worm Is Green. Ég heyri lítið flaut útí sal sem bendir til þess að ég sé kynþokkafull. Ég læt líka mínar eymdartilfinningar fljóta í sönginn, því flest lögin fjalla um sorg, þunglyndi eða skrítnar skapsveiflur...
Ef þið viljið sjá þetta, þá erum við að spila á Grand Rokk í kvöld klukkan tíu.