fimmtudagur, maí 29, 2003

Stundum þoli ég ekki að vera í vogarmerkinu. Ég er eins og vog þessa dagana. Ég sveiflast upp og niður tilfinningastigann. Ég er annaðhvort skellihlæjandi eða með kúlú í hálsinum og tár á leiðinni. Mér leiðist að vera svona....vonandi tekur þetta fljótt enda. Ætli ég hafi orðið fyrir einhverjum heilaskemmdum, kanski stroke..?
Stundum langar mig að liggja uppí sjúkrarúmi og láta stjana við mig. Kanski ég endi bara fljótlega uppá geðdeild?
Djöf... væl alltaf í manni!

fimmtudagur, maí 22, 2003

Kannast einhver við þetta?

Um lágnættið hljóðnar um heiðar og storð
og hrundið er dagsins glaumi.
Blærin er þýður sem ástarorð
og andvarpar fold í draumi.


Það var elskuleg gömul kona sem kenndi mér þessa vísu. Ef einhver kannast við þetta og veit jafnvel hver höfundurinn er, látið mig þá endilega vita.
:o)
Ég er að hlusta á Sade, "Lovers Rock". Hún er bara nokkuð góð þessi plata. Ég fékk hana í stúdentsgjöf frá Eddu og Birgi.
AAAARRRGGHHH!!!! MIG LANGAR Á HRÓARSKELDU!!!

Ég er alveg að farað fara setja eina ferð á kreditkortið...
En núna er ég samt alveg á fullu með margt að ég veit ekki hvar skal byrja. Ég er búin að verað sækja um hjúkrunarnám hér heima á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Svo vel ég bara úr besta svarinu. Mér finnst það samt líklegast að ég verði hérna á klakanum þar sem það er dauðans mikið vesen og bruðl að reyna að koma mér út með Hörð Gunnar með og allt það... Mér dauðlangar út samt! Ég var líka með þessa snilldarhugmynd að fara í hjúkrunarskólan í Roskilde. Svo fer maður bara alltaf á festivalið á sumrin...hehehe!

sunnudagur, maí 18, 2003

Ehemm....
Ég er lifandi / dauð þessa dagana.... Afsakið mig í smástund...

þriðjudagur, maí 06, 2003

Ég er komin í ham! Ég fer í vinnuna á morgun og verða að vinna til eitt. Síðan fer ég út á Keflavíkurflugvöll og sæki Morgan. Hann lendir klukkan 15:20!!! Alveg að koma.... Svo er ég komin í ham með umsókn í skóla. Ég er búin að ákveða, held ég barasta pottþétt, að fara í hjúkrunarfræðina aftur hér í Reykjavíkinni. Ég ætla að reyna að komast inn á Stúdentagarðana, en ég vona að ég fái eitthvað þar. Þar sem að ég er fyrsta árs nemandi er ég ekki í forgangshóp, þó svo að ég sé einstæð með barn... How crappy is that!? Jæja, en það eru víst til fleiri íbúðir hér í höfuðborg lýðveldisins, kanski að maður kaupi sér bara, getur jafnvel verið ódýrara...hmmm...
Bara ekki alveg að fíla það að vera alveg down-town center. Árni og Lísa voru rænd um síðustu helgi. Ótrúlega creepy innbrot þar sem að það var einungis tekið nokkrir skartgripir og fimmþúsundkall á meðan sjónvarp, playstation 2, videotæki, fullt af diskum og snúrum og græjunum hans Árna voru út um allt, látið í friði. Svo er það mest creepy að það sáust ekki nein ummerki á gluggunum, ekkert krafs á hurðinni eða lásnum. Þjófurinn hefur hreinlega gengið inn og verið með þjófalykil eða einhvern andskotann! Búhhh....Þá er nú gott að búa svona í hundraðogfjórum!

Eitt í lokin... það hringdi hérna í mig einhver Jóhann og hann er danshöfundur. Hann er að semja dans fyrir balletsýningu sem er einhver loka-nemendasýning í einhverjum dansskóla. Hann hefur verið að hlusta á diskinn okkar Automagic og sagðist vera mjög hrifinn og vildi endilega fá að nota nokkur lög af disknum. Hann notar síðan líka lög eftir Sigurrós og Múm...ekki slæmt að vera í þessum tónlistarfélagsskap :) En svo verður okkur boðið á þessa sýningu sem verður í Borgarleikhúsinu þann 14. maí. Mér hlakkar bara soldið til!

Ble í bili :)

föstudagur, maí 02, 2003

Haldiði að ég hafi ekki fundið eitt flottasta quiz í heimi!?

According to the "Which Big Lebowski character are you?" quiz:
Why don't you check it out? Or we cut of your Johnson!