fimmtudagur, mars 27, 2003

Ó Akureyri!
Já, ég ætla að skella mér til Akureyrar um helgina og styðja við hana Sonju mína í söngvakeppninni. Sprellifjör!!!

Talandi um cover-lagið, þá hljótið þið að kannast við lagið "Love will tear us appart" með Joy Division....ójá!
Það er rosalega flott þó ég segi sjálf frá, remixið.... :o)

þriðjudagur, mars 25, 2003

Ótrúlega leiðinlegt þetta stríð...óhuggulegt. Mér er bara ekkert sama um fólkið mitt út um allan heim, sérstaklega hann Morgan minn. Hann er nú samt í góðu standi þarna í Sviss í ölpunum. Var reyndar að slasa sig á skíðum þannig að hann er að kokka með hækju með sér í eldhúsinu. Núna vantar honum örugglega hjúkkuna sína :)
En já, þetta stríð, þetta stríð. Ég tók eftir hérna skemmtilegri mynd hjá síðunni hennar Unnar og þetta er akkúrat sama myndin og er á barmmerkinu mínu. Þetta barmmerki keypti ég mér í miðborg Osló sumarið 2000 af einhverjum götusala. Hann var með svona billjón allskonar friðarmerki á borði þarna og viti menn, eftir smá grams þá fann ég fjögur svona "ísland úr nató, herin burt" merki. Ég á það ennþá, geng alltaf með það í gallajakkanum mínum á sumrin. Ég þarf að farað grafa það upp svo að mótmælin mín sjáist....
Ég fékk nú samt yfirmig nóg af þessari stríðsumræðu á síðunni hans Bjarna eða réttara sagt, gestabókinni hans. Mér finnst skemmtilegar að segja frá því að ég er loksins í fríi á morgun eftir að hafa unnið eins og mofo og það líka tvöfaldar vaktir síðan fyrir næstum viku síðan. Ég er svo líka að fara á morgun uppí Thule og við erum að fara að taka upp KÜÜL coverlag! Segi ykkur meira frá því seinna.... :)

Allir að muna eftir því að horfa á söngvakeppni framhaldsskólanna á laugardaginn! Já, framhaldsskólanna. Hún Sonja skellti sér nú barasta í þetta og vann fyrir Iðnskólann og er nú á leiðinni í aðalkeppnina og á örugglega eftir að vinna hana þar sem að hún er að syngja mest töff lag í heimi sem passar mest við röddina hennar....ohhh....hvað er ég að segja þetta "mest"...þetta er eitthvað svo mikil skagamállýska!.... Já, þetta verður semsé sýnt í beinni í sjónvarpinu á laugardaginn og það verður partý heima hjá Eygló frænku.

miðvikudagur, mars 19, 2003

Ohh hvað það gengur eitthvað mikið á í heiminum í dag!
Ég var að hlusta á sjónvarpsfréttirnar áðan og það var verið að ræða um stríðið væntanlega, auðvitað... Allavega er sagt eitthvað svona, "Bush bandaríkjaforseti gefur Saddam H. frest fram á miðnætti til að yfirgefa landið" eða eitthvað svoleiðis, og það flaug þessi hugsun í gegnum mig eins og gerist oft þegar ég hugsa um þetta mál, hvað er þetta með BANDARIKJAFORSETA er hann forseti Alheimsins!? Er hann sá eini sem ræður öllu hér? Ef ekki er farið að hans vilja, þá verður hann bara fúll og bombar þig eða setur viðskiptabann á þig eða einhvern andsk.... Og hvað með öll þessi frábæru mótmæli út um allan heim, það er EKKERT hlustað á þær raddir! Það eina sem Bush hlustar á er sjálfan sig! Ég tel mig ekki vera mjög pólitíska og pæli lítið í þessum málum, en núna gat ég ekki setið á mér!
Ég segi bara eins og Siggi vinur minn, FUCK NATO!

þriðjudagur, mars 18, 2003

Sýkingavarnadeild LSH - Tilkynning
Ég tók smávegis af heimasíður Landspítalans til fróðleiks...ég tek alltaf smá paranojuköst...


17. mars 2003

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út viðvörun vegna heilkennis alvarlegrar, bráðrar lungnabólgu (HABL) (e.: Severe Acute Respiratory Syndrome, SARS), sem greinst hefur í Kína, Víetnam, Hong Kong, Indónesíu, Filippseyjum, Singapore, Thailandi og Kanada.
Faraldurinn virðist hafa byrjað um miðjan nóvember 2002 í Guangdong héraði í Kína. Þar hafa greinst 305 tilfelli, þar af um þriðjungur í heilbrigðisstarfsmönnum. Vitað er um 5 dauðsföll í Kína. Síðan hafa borist tilkynningar um hátt í 150 grunsamleg tilfelli, flest meðal heilbrigðisstarfsmanna, sem annast hafa sjúklinga með HABL og meðal fjölskyldumeðlima sjúklinga. Langflest tilfellin hafa verið í Hanoi í Víetnam og í Hong Kong, en einnig hefur verið tilkynnt um tilfelli frá fleiri stöðum í Austur-Asíu, s.s. Singapore, Taiwan, Filippseyjum, Indónesíu og Thailandi. Í Kanada hafa greinst 6-8 tilfelli (þar af 2 dauðsföll). Fyrsta tilfellið þar var kona nýkomin úr ferð frá Hong Kong og smitaðist fjölskylda hennar og einn heilbrigðisstarfsmaður. Einn flugfarþegi í flugi frá New York til Frankfurt (læknir frá Singapore), ásamt samferðafólki (eiginkonu og vini) er í einangrun á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Heildarfjöldi tilfella nú orðinn um 450, þar af 8 dauðsföll.

Einkenni HABL eru flensu-lík:
1. hár hiti (> 38C)
2. öndunarfæraeinkenni, s.s. særindi í hálsi og þurr hósti, tíður andardráttur, andnauð
3. etv. líka höfuðverkur, vöðvaverkir, lystarleysi, þreyta, rugl, útbrot og/eða niðurgangur.

Meðgöngutími er talinn 2-7 dagar.

Hafi sjúklingur, sem kemur á LSH ofanskráð einkenni AUK
4. sögu um nýleg (innan síðustu tveggja vikna) ferðalög til landa, sem tilkynnt hafa um HABL tilfelli OG/EÐA
5. sögu um nána umgengni við einstakling með HABL

skal strax setja veiruhelda grímu fyrir vit hans og setja í stranga einangrun (bæði loft- og snertismit).

Fyrirhugað er, að aðstaðan í austari helmingi gæsludeildar A-2 í Fossvogi verði notuð, komi til þessa. Þýddar hafa verið og staðfærðar nákvæmar leiðbeiningar um umönnun og umgengni við sjúklinga, sem unnar eru upp úr leiðbeiningum frá WHO: http://www.who.int/csr/surveillance/infectioncontrol/en/:

Leiðbeiningar um smitgát við móttöku og umönnun sjúklinga með grun um eða staðfest heilkenni alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL).

Sjúklingar eru meðhöndlaðir skv. einkennum ("symptómatískt"), þar eð orsök sýkingarinnar er enn óþekkt. Einkenni geta í sumum tilfellum þróast yfir í bilateral lungnabólgu, sem jafnvel getur þróast yfir í bráða öndunarbilun ("acute respiratory distress"), þannig að sjúklingur þurfi að fara í öndunarvél.
Öll hugsanleg tilfelli skal strax tilkynna sýkingavarnadeild LSH, vakthafandi smitsjúkdómalækni og Sóttvarnalækni, sem síðan tilkynnir þau áfram til WHO, sem vinnur náið með heilbrigðisyfirvöldum allra landa og býður alla mögulega aðstoð, s.s. varðandi faraldsfræði, rannsóknir og meðferð.

Sjá einnig heimasíður
Sóttvarnalæknis: http://www.landlaeknir.is/template1.asp?PageID=1
Centers for Disease Control í BNA: http://www.CDC.gov
og WHO: http://www.WHO.int/en/


mánudagur, mars 17, 2003

Og jú, ég held að ég sé sú eina sem er kölluð Dúdda í "boringnesi"...jafnvel á öllu vesturlandinu...eða hvað?!?
Ég á mína uppáhalds búð hérna á Íslandi. Það er Lush í Kringlunni. Þar eru seldar allskyns baðvörur, bombur, sápur, freyðiböð og margt fleira. Ég var að enda við að koma úr ljúfu Karma-baðbombubaði... Ég fór í kraftjóga fyrst og skellti mér svo í þetta ljúfa bað og setti svo á mig relax olíubodykrem frá Clarins eftirá. Clarins eru by the way bestu snyrtivörur í heimi, segi ég þó svo að mamma mín selji þær, en það er bara málið. Vel unnar snyrtvörur úr allskyns vellyktandi jurtum. Kíkiði bara á Clarins vefsíðuna til að sjá hvað þetta er fullkomið fyrirtæki.
Þetta kom sér allavega mjög vel þar sem ég var hálfgert hræ eftir helgina og ég var ekki að skemmta mér! Ég fékk einhverja helv... magapínu á laugardaginn og lá og emjaði uppí sófa og hljóp á klósettið á 5 mín. fresti. Ekki gaman það. Núna finnst mér ég vera full af krafti og tilbúin til að takast á við vikuna. Sjáum nú samt til hvort ég eigi eftir að leggja mig eftir vinnu. En ég er að vinna núna alla vikuna, frí reyndar miðvikudag eða fimmtudag, og svo vinn ég helgina líka.
Sem minnir mig á það, ég er boðin í afmæli um helgina. Ég verð víst að vera í rólega kantinum þar sem ég er á morgunvöktum. Líklega ekki mjög gaman að vera þunn í aðhlynningu aldraðra eldsnemma morguns...

Og eitt í lokin elsku börnin mín!
Viljið fara með bænirnar ykkar, hvernig sem þið biðjist fyrir á ykkar hátt, heittrúaðir, trúleysingjar og allt þar á milli. Við viljum ekki stríð!
Plús það að nú er mannskæð lugnabólga að ganga í heiminum.
Biðjið ykkar Guð, hver sem hann er, að passa okkur öll sömul.
Amen.

fimmtudagur, mars 13, 2003

púffalúff! Já, ég er hérna!
Ég fékk kvef, HG fékk kvef, ég var komin þrjár vikur eftirá í fjarnáminu, fór í Borgarnesið og vann líka síðustu helgi og var með HG þó það væri pabbahelgi, ég er byrjuð í hreyfingu formlega, ég er semsé búin að vera á fullu!
Ég lofaði líka upp í ermina á mér hinar og þessar heimsóknir, en það var ein vinkona mín sem fékk mikla athygli þessa og síðustu viku. Ég tók hana uppá arminn ef ég má segja og var góð við hana, lagði tarot og eldaði kjúkling.
Ég kem mér sjálfri alltaf merkilega á óvart þegar ég spái í tarot fyrir fólk. Ég geri það ekki mjög oft, en þegar það gerist, þá fer ákveðið flæði í gang. Ég hef gaman af þessu og ef einhver annar hefur gaman af þessu, koddu þá endilega í spákonukaffi! :)
Talandi um að hafa verið í Boringnesi síðustu helgi, þá skellti ég mér á Búðarklettinn þar sem ég var STANDBY í vinnu. Páll Óskar var að déjoðast eins og Sigrún segir og gerði það auðvitað með glæsibrag. Ég held barasta að ég hafi sjaldan séð svona mikið af fólki inná Klettinum áður, nema kanski á annan í jólum eða eitthvað sprell! Heyrru, haldiði ekki að Djúpa Laugin hafi verið á staðnum, þ.e.a.s. parið sem vann síðasta þátt, var að skemmta sér í Borgarnesi. Þarna var semsagt myndatökumaður með kameruna uppí nefinu á okkur, bókstaflega! Þannig að ég ætla að horfa á Djúpu Laugina á morgun þegar sýnt verður úr ferðinni. Gæti sést aðeins í nebbahárin á mér og Sonju og Siggu, frænkunum.
Jæja...Vinna á morgun og svo er helgarfrí, og ég er svo mikill boringnessingur að ég fer mjög líklega þangað um helgina. Mamma og pabbi eru líka alveg óð að fá okkur HG, eða aðallega HG, þegar við eigum fríhelgi. Þannig að....afslappelse í Humongus nýja sófasettinu hjá möms og pabs um helgina.

sunnudagur, mars 02, 2003

Það er ekkert eins gott eins og að slaka á á góðu sunnudagskvöldi með kertaljós og reykelsi og smá Bach á fóninum. Ég er svooo þreytt og kvefuð að það hálfa væri nóg. Ég vann eins og mófó alla fríhelgina mína. Fyrst vann ég á föstudagskvöldið á Búðarkletti. Það var bara opinn bar og kom smá af fólki. Síðan á laugardaginn kallaði mamma í mig í kirkjukórinn. Það vantaði í sópraninn fyrir jarðaför sem átti að vera klukkan tvö. Ég sem hef verið í kirkjukórnum og kann flest alla jarðarfara sálmana, skellti mér í bláan kirtil og söng. Síðan fór ég snemma um kvöldið á Búðarklett aftur þar sem ég þurfti að servera í glös útaf afmæli sem var haldið þar. Svo var ball með pabba og félögum og bara þó nokkuð gott band. Daginn eftir það, semsagt í dag, fór ég um hádegið aftur í Búðarklett og þá voru 30 útlendingar að koma í mat á vegum Food and Fun. Ég orðin bullandi kvefuð og með tárin í augunum, saug upp í nefið á mínutu fresti fyrir framan gestina...Leit út eins og ég hefið verið á fylleríi dauðans kvöldið áður, en ég var bara að verða veik.
Núna sit ég í notalegheitum uppí sófa. Bach er besta tónskáld sem uppi hefur verið. Hann minnir mig líka mikið á afa minn á Akureyri. Ég kalla oft á hann ef ég er veik eða sorgmædd eða bara í þessum þunglyndis og kvíða pakka. Svo geri ég það nú líka þegar mér líður vel. Núna til dæmis, líður mér mjög vel. Ég talaði líka við Morgan í dag og við söknum hvors annars mjög mikið og getum varla beðið þangað til við hittumst aftur. Ég var nú að spá í að skella mér út aftur til hans, en svo eru bara tæpir 60 dagar þangað til hann hættir þarna. Svo er þetta svo fljótt að líða því við vinnum svo rosalega mikið bæði. Ójá, Dúdda my darling, sagði hann... :o)
Svo er bara vinna, vinna, vinna framundan....púha!