fimmtudagur, janúar 30, 2003

Ég fékk 10 í einkunn fyrir fyrsta líffærafræði verkefnið mitt! Góður.... :o)

Og ég er búin að vera vakandi síðan hálf átta í morgun og læra á fullu! Góður... :o)

Og það eru að koma mánaðarmót! Frábært... :o)

Þrefalt húrra fyrir deginum í dag! Húrra, húrra, húrra.....

miðvikudagur, janúar 29, 2003

Það er ein skemmtileg síða sem ég fylgist alltaf með. Það er hann thorsteinngudmundsson.is og ég mæli með honum. Kemur manni alltaf til að brosa, fella tár eða horfa á heiminn alvarlegum augum. Verð að bæta honum inn á síðuna mína, hann er meiri maður en það að vera bara í favourites.
Sérvettusagan er alveg einstök...
Ójá...ég talaði við Morgan í dag. :o)
Það eina sem hann gerir núna er að fara á skíði í frítímanum sínum og vinna svo á fullu og sofa. Hann vaknar klukkan átta á morgnana og fer upp í fjallið og er þar til þrjú. Þá fer hann að vinna og vinnur til ellefu. Heim í háttinn og svo byrjar nýr alveg eins dagur.... Hann er bara að reyna að hafa nóg að gera til að láta tíman líða sem hraðast. Hva..Það eru circa 3 mánuðir þangað til hann hættir þarna...eins gott að vera buissy svo tíminn líður hratt.
Guðríður er komin í skóla aftur. Ég er skráð í LOL 103 og Nát 103 og byrjuð að læra á fullu. Það er gott að eiga góða að...Baddi bróðir pabba er kennari í VMA og smokraði mér þar inn í fjarnámið þó að fresturinn væri löngu útrunninn!

En helv..fokk! Það var keyrt á bílinn minn í dag! Ég var að sækja Hörð Gunnar í leikskólann og þegar ég er að labba út þá sé ég að kona kemur á móti mér og spyr hvort ég eigi hvítan póló þarna úti með númerinu LG...? Ég bara..já..(og hugsaði með mér ég er nýbúin að borga tvo stóra reikninga í sambandi við bílinn).
En hún semsagt bakkaði á bílinn minn og hún hringdi á lögregluna og þeir komu strax og fengu nafn og kennitölu og allt það og sögðu mér svo að hafa samband við VÍS eftir helgi...

Ég fékk sent afrit að prófskírteininu mínu en ég er samt að spá í að gera aðra tilraun og fara upp í Borgarnes næstu helgi og leita aftur og betur. Og kanski læra líka soldið á bókasafninu...ójá..ég fékk frábært bréf í dag.
Axel Kristinsson er að hækka í "besti yfirmaður" stiganum mínum. Ég hringdi í hann um daginn og bað hann um að senda mér vottorð um að ég hefði unnið þarna og soddan. Síðan sagði ég honum að setja nokkur orð um mig hvernig ég stóð mig og svona, hvað ég var skemmtileg...ég sagði það nú í svona nettu djóki. En viti menn...það stendur...
"Guðríður reyndist vera afbragðs starfskraftur - áhugasöm, dugleg og geðgóð og er hennar sárt saknað"
Ef hann er ekki krútt mánaðarins þá veit ég ekki hvað!!!

Jæja...ég þarf að fá mér kvöldsmat og koma drengnum í sturtu. Það er nú meiri puffu-hrúta-fýlan af þessum strákum stundum....

þriðjudagur, janúar 28, 2003

Þvílík blússandi gleði...ég allavega held að ég komist inní VMA í fjarnám í líffærafræði og kanski líffræði eða sálfræði eða eitthvað sniðugt!
Svo er Sigrún blessunin (systir mömmu) búin að vera að snúast fyrir mig í marga hringi að ég veit ekki hvað. Ég byrja líklegast að vinna næsta mánudag á Borgarspítalanum (ohh...enn ein leiðindavikan..) en það sér fyrir endan á þessu aðgerðarleysi! Svo var ég að fatta það að febrúar er í nánd sem þýðir það að barnabætur eru á leiðinni. Þannig að ég þarf líklegast ekki að lýsa mig gjaldþrota næsta mánuð!
Ég er bara búin að vera að símast í hina og þesa. Meðal annars biðja um prófskírteinið mitt hjá FVA...sem er týnt!!! Hefur einhver séð prófskírteinið mitt? Í rosa fínni leðurmöppu, rauðbrún á litin? Ég skil þetta ekki. Ég man ég var með hana í sumar og var að ljósrita úr henni til að senda í háskólan og eitthvað. Siðan hefur þetta glatast í flutningum eða eitthvað. Ég er búin að leita út um allt hérna heima og líka heima hjá mömmu og pabba, í öllum kössum sem eru með einhverjar dótaleifar eftir mig...ekkert finnst!
Jæja...þeir þarna í skólanum ætla að redda mér einhverju blaði sem sýnir að ég hafi útskrifast sem stúdent...Svo er ég búin að hringja í hina og þessa gömlu yfirmenn mína og biðja um atvinnuvottorð. Eitthvað sem sýnir að ég hafi unnið þarna. Veit ekki afhverju ég var ekki búin að gera þetta allt saman fyrr...en jæja..svona getur þetta verið!
Já.
Ohh...það er kominn snjór aftur...allt í lagi á meðan það er ekki DAUÐANS frost úti.. Ég þarf að skreppa út í banka og borga leikskólareikning!

föstudagur, janúar 24, 2003

og já..hvað er maðurinn með hægðartregðu eða hvað?!

Já þið segið það

Ég komst að því í dag að ég fékk ekki tannsa vinnuna sem ég er búin að vera bíða eftir....bömmer. En jæja, ég flyt mig þá á Borgarspítalan, í það gefandi starf að umannast aldraða og vera góð. Jájá, ég held að ég hafi gott af því. En svona rétt til að laga fjármálin þá ákvað ég að vinna í hinu hræðilega Borgarnesi um helgina, nánar tiltekið Búðarkletti. Það borgar aðeins upp Euro-reikninginn. Já, það er nú búið að vera meira aumingja lífið á manni.
Ég lífgaði aðeins uppá mína "dull" tilveru í gær og fór á íslensku tónlistarverðlaunin. Við unnum ekki eins og kanski flestir vita, þar sem að Búdrýgindi unnu titilinn bjartasta vonin...bömmer og skítur, en það er allt í lagi. Við skemmtum okkur ágætlega þrátt fyrir frekar fúla skemmtun og lélega fimmaurabrandara. Ég sat fyrir framan sveittan skallan hans Bubba og greyið fékk engin verðlaun. Mér fannst það soldið fyndið þar sem þaðvar stór mynd af honum í fréttablaðinu í gær...
"Nú er Bubbi með fjórar tilnefningar og bla bla bla...það verður spennandi að sjá hvernig honum og öðrum gengur...blablabla..."
Svo var hann semsagt með atriði þarna í gær, söng og dansaði! Kallinn er bara orðin gamall og hann má alveg sleppa þessum innskeifa dansi þegar hann stígur upp á svið nú til dags. Ég sá hann vel, þar sem hann sat fyrir framan mig, komin með hrukkur þar sem svita flóðið rann á milli...ójá..tímanir breytast..
Og halló! Rolling Stones meiga alveg fara að hætta. Þeir eru ekkert skemmtilegir lengur og eru bara að skemma fyrir sér...gömlu lögin þeirra eru ágæt, en ég fæ leið á þessu endalausa striti þeirra. Þeir eiga eftir að skemmta lengi, lengi, með göngugrind og næringu í æð og þvagleggi...
Nú er ég komin út í algjöran rugling, enda er þetta algjört rugl. Ég er að farað borða þorramat! ...þvílíkt rugl.

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Hvað er Bavarian...? Mér sýnist þetta vera eitthvað svissneskt eða eitthvað, allavega...

Tónlistarverðlaunin í kvöld og þó að við erum bara lítill kúkur á priki þá litaði ég á mér augnbrúnirnar og er að reyna að gera mig sæta. Sérstaklega þar sem ég er með stærstu bólu í heimi á enninu!!!
Mig vantar bara pössun í kvöld..það reddast vonandi.
Svo er það vinna á The Rock um helgina...veiii..ehh
You%20are%20Bavarian
What's your Inner European?

brought to you by Quizilla

Eheheeehheee...ehh..jááhhh...

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Já já, ég er lifandi...allt í lagi.
Ég er bara búin að vera í biðstöðu helvítis í langan tíma. Málið er að ég er að bíða eftir atvinnusvari. Svari frá tannsérfræðingi sem ætlar að fá mig sem aðstoðarmann....semsagt kanski. Hann er að hugleiða málið. Málið er að hann vill ráða mig til framtíðar, en ég vil bara vinna þangað til næsta haust því þá ætla ég aftur í skóla. Ég vona að hann ráði mig því launin hjá honum eru töluvert hærri en hjá Borgarspítalanum. Ég fer semsagt að vinna þar á öldrunardeild ef ég fæ ekki vinnuna hjá tannsa. Hann ætlaði að svara mér eftir helgi, en helgin er löngu liðin, það er komin miðvikudagur og ég veit ekki hvað ég get beðið lengi....

Ég er semsé bara að dandalast með súrmjólk í skál á morgnana eftir að hafa skutlað Herði í leikskólan. Ég les fréttablaðið og hlusta á Sigurjón Kjartansson og co í útvarpinu á meðan ég bý um rúmið og svona stuff. Síðan halla ég mér yfirleitt í rúmið eða sófan aftur því að ég hef ekki fengið neitt svar ennþá í tölvupóstinum eða í síman.

Ég hef stundað nokkrar heimsóknir í þessum frítíma mínum og einnig er ég búin að vera að músíkast pínu heima hjá Árna Teit. Hann er strax byrjaður á plötu númer tvö frá Worm Is Green. Svo erum við að pæla í cover lögum. Við tökum kanski eitt Bjarkar lag og kanski lagið "love will tear us apart" með Joy Division...ekki vitlaust það!

Svo eru íslensku tónlistarverðlaunin á morgun og það verður gaman að fylgjast með því. Best að fara í gala-kjólinn...not!
Við fórum í sjónvarpsviðtal síðasta sunnudag. Það var hann Ómar í Quarashi sem tók viðtalið fyrir nýjan ferskan þátt sem er að byrja á Skjá einum í febrúar. Þátturinn mun heita Popp og Kók og fjallar um íslenska tónlist. Hann verður á föstudagskvöldum klukkan hálf níu. Fyrsti þátturinn er 7. febrúar og við verðum semsé í honum.
EKKI MISSA AF ÞVÍ!

Þá er það bara að búa til makkarónugraut handa mér og prakkaranum, eða "englatippasúpu" eins og við sögðum alltaf í mötuneyti MA...hehehe

fimmtudagur, janúar 16, 2003

Jæja, loksins komst ég út úr húsi!
Ég fór með Hörð Gunnar í leikskólan í dag, hann var búinn að vera veikur síðan um helgina og ég var að "eipa" heima hjá mér við að geta ekki gert neitt nema vera húsmóðir, sofa eða hanga fyrir framan tölvu-/sjónvarpsskjá!
Ég fór til Sigrúnar frænku upp á Borgarspítala áðan og hún sýndi mér alla deildina sem er B-4, öldrunardeild. Síðan sótti ég um starfið formlega og fyllti út umsóknareyðublað á hressan hátt, svooooo tilbúin að fara að gera eitthvað! Allavega...hún ætlaði svo að hafa samband við mig síðar í dag og svo fæ ég líklegast að byrja sem fyrst, það vantar fólk í aðhlynningu...

En djöf..fokk! Ég slysaðist inn á heimasíður FÁ, fjölbraut ármúla, og sá þar kost á að vera í fjarnámi í líffærafræði eða efnafræði eða einhverju shitti. Nema hvað, ég sá ekkert umsóknareyðublað eða eitthvað dót til að sækja um og síðasti dagurinn til þess var í gær, 15. janúar. Þannig að ég skrifaði email til einhverrar Steinunnar sem sér um fjarnámið og útskýrði stöðu mína fyrir henni og bað hana um að hjálpa mér ef möguleiki væri að sækja um eitt tvö fög...
Nei, nei...fæ ég ekki bara email í morgun sem hljóðar svo...

"Sæl Guðríður
Skráningu í fjarnám lauk á miðnætti sl. og verður ekki framlengd.
Kveðja
Steinunn"


ok...þannig að það er ekki SÉNS að ég komist í þetta fjarnám! Fokk that.. ég ætla að skella mér til námsráðgjafa og væla í honum/henni....það hefur tekist áður... Ég verð að halda mér við námið á einhvern hátt því ég ÆTLA aftur næsta haust, hvort sem það verður hjúkrunarfræði eða tanntæknir eða eitthvað annað tengt heilbrigðisgeiranum!
Viva la Dúdda!

þriðjudagur, janúar 14, 2003

Já, já, ég sit enn heima með veikan lítinn strák. Ég sem hélt hann væri að lagast í gær því hann lék sér svo mikið um daginn, hoppandi og hress og borðaði mat og læti. Nei, nei, ég vaknaði klukkan fjögur í nótt við það að brenna mig...ég kom við strákinn þar sem hann var sjóðandi, mældi hann, 39,8°c! Stíll og svo var farið að sofa aftur.
Hann er samt ekkert kvartandi eða neitt svoleiðis...hann spjallar og er voða hress þó hann sé svona hrikalega heitur... Ég er samt á varðbergi. Hann fékk svona hrikalegar hitasveiflur þegar hann var sjö mánaða að það þurfti að fara með hann á landsspítalann. Þá var hann með þvagfærasýkingu og ég hleyp með hann þangað aftur ef þetta heldur svona áfram...

En ég gerði mér þó dagamun í gær og fór á leiguna og tók Stanley Kubrick myndina "The Shining" á leigu. Ég komst náttla ekki á þetta Kubrickmaraþon, þannig að ég bjó mér til mitt eigið skemmtikvöld. Við Berglind nöguðum af okkur neglurnar, ég hafði ekki séð þessa mynd síðan ég veit ekki hvenær! Úff hvað hún er óhugnaleg, og tónlistin í myndinni...úff...hrædd var ég...Svo leikur hún líka geðveikt vel konuna hans....hræðslan og ringulreiðin er svo raunveruleg hjá henni!

Æi...best að hringja í Sigrúnu frænku..óþolandi þegar manni leiðist svona...og vonandi fer Herði að batna svo ég geti nú haldið lífi í okkur...maður lifir ekki á loftinu einu...það vantar peninga...

mánudagur, janúar 13, 2003

Æi greyið guttinn minn, hann Hörður Gunnar er búinn að vera svo lasinn í gær og í dag, með 38-39 stiga hita. Rassamælingar og stílar eru ekki í uppáhaldi hjá honum núna.
Þannig að þegar ég ætlaði að farað leita mér að vinnu og athuga með fjármál og fleira stuff, þá er ég bara heima og þvo þvott og þrífa húsið...

Morgan hringdi í morgun...umm..langt síðan ég heyrði í honum fyrir það, þannig að ég var farin að örvænta soldið. En við ræddum málin og það var gaman. Hann hefur náttla miklu meira að gera en ég. Vinnur eins og mófó allan daginn og svo þegar hann á frí þá reynir hann bara að vera á snjóbrettinu meðan það er bjart. Svo er þetta ekki mjög stór bær, þannig að hann er líklegast búinn að fara inn í allar búðir og bari sem eru þarna. Svo talar hann ekki frönsku (sem er mestmegnis töluð þarna)... Hann semsé var mjög ánægður að fá mig í heimsókn og fá smá tilbreytingu í litla svissneska lífið...
Þegar hann er búinn að vinna í Sviss, sem verður í lok apríl, þá ætlar hann mjög líklega til Svíþjóðar að heimsækja familíuna sína þar. Síðan kemur hann og vinnur hér í sumar. Svo er bara að flytja eitthvað sniðugt næsta vetur... :o)

Já...ég ætla að glápa á imbann...

En vááá hvað ég djammaði ofboðslega um helgina...bæði föstudags og laugardagskvöld...ég breyttist í argasta ungling...djammaði til næstum 7 um morguninn bæði kvöldin...úfff...smá útrás út af því að ég komst ekki áfram í hjúkkunni! Það var bara gaman.. :o)

föstudagur, janúar 10, 2003

Mér var alveg sama hvort ég myndi ná að komast áfram í clausus eða ekki...þangað til núna.
Ég varð frekar sár þegar ég sá ekki próftöluna mína í clausus númeraröðinni...ég varð ennþá sárari þegar ég sá einkannir mínar rétt áðan...
Best að fara og leita sér að vinnu :(

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Ég get svo sannarlega troðið þessum orðum mínum að "ég ætla að hreyfa mig eftir áramót" upp í rassgatið á mér....það eina sem ég geri núna er að væbblast heima hjá mér...sef...borða nammi...búðing...vaka langt fram á nótt...og bíða eftir niðurstöðum úr clausus...prump!!!
Nene...ég geri eitthvað um leið og ég frétti eitthvað..ójá...ég er ennþá í óvissu og veit ekkert. Ég veit að læknanemarnir eru búnir að fá að vita hverjir komust áfram í clausus. Ég ætla mér að byrja daginn vel á morgun. Ég fer náttla eins og alltaf með Hörð Gunnar í leikskólann klukkan átta í fyrramálið. Svo ætla ég heim og hita mér gott kaffi og gera gott ristað brauð (ég bý til rosalega góðar samlokur þó ég segi sjálf frá) og lesa fréttablaðið og kanski klára tímaritið Q sem ég keypti mér á Kastrup flugvelli.
Síðan er bara málið að búa um og skella sér í sturtu...segir ekki máltakið eitthvað svona..."morgunstund gefur gull í mund" ???
Svo er bara málið að hringja ferskur uppí nemendaskrá og forvitnast um gang mála. Og ef ég kemst að einhverju, þá gera eitthvað strax í málunum...kaupa bækur eða eitthvað. Eða þá, leita til Sigrúnar frænku í sambandi við vinnu og kanski bara sækja um skóla erlendis í hjúkkunámi...það var nú alltaf fyrsta áætlunin mín áður en ég fór í HÍ. Ég ætlaði til Danmerkur í nám, en frestaði því útaf Herði Gunnari og öðru. Ég sé það alveg núna að ég gæti alveg eins farið út...

En allavega...þá ætla ég að líta björtum augum á daginn á morgun því ég veit að ég er að sökkva í eitthvað djúpt þunglyndi með því að sofa út svona lengi og gera ekki neitt nema éta nammi og bora í nefið (en ekki borða horið).
Já...best að fá sér samt búðinginn sem bíður eftir mér inni í ísskáp....hehe...ehh :o)

þriðjudagur, janúar 07, 2003

Dúdda bíður og bíður og bíður....
Ég bjóst nokkurn vegin við því að einhverjar einkannir myndu koma í ljós í dag þar sem skólinn er kominn aftur í gang eftir jólafríð. Meira en 200 clausus nemar í hjúkkunni og lækninum bíða og bíða eftir því, hvort þeir komast áfram eða ekki....
Ég var síðan að spjalla við Jóhönnu frænku og hún sagðist halda að við myndum fá að vita þetta 10. janúar! Kennslan byrjar síðan 13. janúar og það á aldeilis að taka mann á taugum! Ég er komin með legusár á að liggja í leti og gera ekki neitt. Það eina sem ég get gert er að þrífa og elda mat eða eitthvað álíka skemmtilegt...
Kannski ég ætti bara að kíkja í vina heimsóknir....
Ég ætla að fara til Sigrúnar frænku í kvöld og spyrja um vinnu á Borgarspítalanum. Þar vinnur hún sem yfirhjúkka (minnir mig) á bráðaöldrunardeild og ég gæti fengið að styðja við gamla fólkið þar kanski. Ég nebblilega held að ég sé ekki "seif" áfram í hjúkkunni.

mánudagur, janúar 06, 2003

Jæja, þá er ég komin heim aftur...Hörður Gunnar kominn í leikskólann aftur...rúmið mitt...ahh...djöf..er leiðinlegt uppí Borgarnesi!
Ég er búin að borga alla reikningana sem biðu eftir mér hérna í búnka og ótrúlegt en satt þá á ég nokkra aura eftir til að lifa á! Ég vona bara að ég fái námslánin mín, ég fæ líklegast að vita úr prófunum á morgun...tadadadamm..ég veit ekkert hvernig mér hefur gengið!
Svo á ég eftir að leggja árspána mína. Ég nota voða sjaldan tarotspilin mín, þau koma manni óhugnalega á óvart! Þannig að ég legg alltaf á hverju ári, í janúar, ársspá. Og viti menn...hún hefur alltaf óhugnalega rétt fyrir sér...kanski ekki óhugnalega, en það er samt soldið creepy þegar einhver spil segja manni hvað gerist næstu mánuði...
Rannveig frænka var alveg veik þegar ég sagði henni frá þessari ársspá minni (systir mömmu), hún sagði mér endilega að kíkja í heimsókn með spilin og leggja svona fyrir henni. Svo skrifar maður þetta allt niður í litlu minnisbókina sína, eða dagbókina og getur fylgst með þessu í gegnum mánuðina hvort þetta sé eitthvað bullshit eða ekki...
Kanski ég ætti að auglýsa sjálfa mig í fréttablaðinu eða mogganum...
"Dúdda spáir í framtíðina með tarotspilunum sínum. Pantið tíma í síma 865 8999. Vúúú..."
Cool..eða hvað? Ég held að ég gæti það ekki. Spáið í því ef allar Jónur og Gunnur úti í bæ færu að selja sig svona með tarot spilin sín. Ég veit að það eiga rosalega margir tarotspil... Ég geri þetta bara fyrir mína nánustu og ég rukka ekkert fyrir...nema kanski einn kaffibolla :o)
Jebbss...klukkan er að verða fjögur og ég þarf semsé að fara að sækja pjakkinn í leikskólann. Hann hefur gott af því að komast aftur í reglu...hann er búinn að overdoza á súkkulaði um jólin og var orðinn alveg snarbilaður...plús það að vera hjá mömmu og pabba. Þau dekra hann svo hrikalega!!! Þá er það bara stranga, leiðinlega mamma núna...

fimmtudagur, janúar 02, 2003

Godfucks segir það að aldrei hafi hún átt jafn ömurleg áramót...
Ég er búin að vera með hundleiðinlegt kvef síðan 30.des og það virðist ekkert vera að fara! Ég var þreytt, með dauðaverki í bakinu. Það var ógeðslega kalt úti og það var ekkert gaman að fylgjast með öllum þessum asnalegu flugeldum. Ég fór að vinna á Búðarkletti og sem betur fer var Sonja að vinna með mér. Það komu fáir, sem enginn, þarna inn...en samt var ég að vinna til 6 og var alveg handónýt daginn eftir af þreytu, kvefi og verkjum...
Maturinn var samt brilliant hjá mömmu. Skaupið var frekar leiðinlegt og Jóhann bróðir át allar ávaxtakaramellurnar mínar sem ég keypti í fríhöfninni!!! Ég náði ekki að hringja í Morgan, það var alltaf á tali eða bara ekki svarað eða eitthvað annað... Ég hringdi semsé frá miðnætti til rúmlega 3, þá gafst ég upp og sagði að hann væri líklegast búinn að gleyma mér :( En í því hringdi síminn..Morgan, Schweiz, þá hafði hann verið að reyna að hríngja í mig í svipað langan tíma og ekki náð í gegn. Auðvitað var álag á símanum. Ég gat varla hringt í Berglindi og óskað henni gleðilegs árs og afmælis!
Hann sagðist elska mig heitt og innilega og saknaði mín ofboðslega mikið og svo framvegis. Við "grétum" aðeins í símann og eftir þetta símtal varð dagurinn aðeins betri.
Ég er bara hálf manneskja þegar Morgan er ekki hjá mér...sérstaklega eftir að hafa upplifað jólin sjálf með honum og svona, þá var voða leiðinlegt að vera án hans um áramótin...tómleiki...þó að öll familían væri heima hjá möm&pab...það var bara fúlt...æ..ég var líka svo lasin og pirruð. Ég rétt náði að finna bragðið af matnum, ef að það hefði ekki fundist, þá hefði ég farið að gráta!

Í dag er ég semsé ennþá að snýta grænu hori. Allt er lokað og allir að telja vörur. Ég sit bara heima og er að reyna að lesa eitthvað. Ég fór á bókasafnið um daginn og tók mér tvær bækur eftir Míkhail Búlgakov; "Örlagaeggin" og "Hundshjarta". Þar sem hann skrifaði svo meistaralega "Meistarinn og Margaríta", þá hljóta þessar tvær að vera góðar líka. Sigrún var allavega búin að tala eitthvað um það...Já...
Svo veit maður ekkert hvað maður er að farað gera..ég fæ ekkert að vita um prófin og hvort ég kemst áfram fyrr en 7. janúar. Þá er það annaðhvort að halda áfram námi, eða leita sér að vinnu!
Bíllinn minn er á verkstæði og ég kemst ekki neitt. Reyndar verður hann til um fimm eða sexleytið og pabbi besti ætlar að borga...þar sem að ég þurfti að borga 57000 kr viðgerð í september!

Já....