mánudagur, desember 30, 2002

Ég er ekki með eins mikla strengi núna eins og eftir síðustu Titty Twisters tónleika...ég hlýt að vera komin í einhverja "surf-æfingu".
Allavega þá var tjúttið roooooosalegt! Ég skemmti mér konunglega. Ég hafði miklar áhyggjur af því að missa af þessu því ég var í bíó til hálf tólf á LOTR. By the way...hún var góð sú mynd...auðvitað...En þegar ég mætti á Grand Rokk þá voru þeir ekki byrjaðir ennþá. Það var ekki mikið af fólki þarna...margir svokallaðir vinir klikkuðu á þessu...ekki gott mál...
Ég skellti í mig einum bjór og svo byrjaði tjúttið og við tjúttuðum til rúmlega eitt! Eftir það skelltu sér allir upp í Eskihlíð í partrý og sprell. Allt í einu var klukkan orðin 5 og þá var mál að drífa sig heim í rúmið.
Þegar ég kom heim varð ég alveg hrikalega einmanna þegar ég sá rúmið mitt, án Morgans og svo er ennþá slatti af fötum og dóti sem Morgan á inni í herberginu mínu...ég fékk smá kúlu í hálsinn og lítið snökt og eitt eða tvö tár runnu niður kinnina....I´m all alone...búhúhúú....En, mig dreymdi Morgan í alla nótt þannig að ég vaknaði með bros á vör í morgun.

Í dag er mánudagur...fiskidagur...já. Ég var var að borða soðna ýsu stappaða með kartöflum, smjöri og tómatsósu ásamt köldu glasi af mjólk. Ótrúlegt en satt...þá var þetta barasta soldið gott!? Ég hef ekki borðað fisk í heeeeiiiiillangan tíma! Það var held ég kominn tími til...

Á morgun er gamlársdagur... þá er málið að skella sér í morgun sund...fara í kirkjugarðinn...kaupa rakettur...undirbúa andarsteikina....setja smákökur á disk...taka fram snakkið...horfa á skaupið...og...VINNA Á BÚÐARKLETTI! Vei....

sunnudagur, desember 29, 2002

Halló halló allir saman og gleðilega hátíð!

Ójá, ég er komin aftur, dauðþreytt eftir ferðalagið með guttan. Það tekur soldið á að hlaupa á eftir 3 ára drengnum útum alla flugvellina...(ég tók sko samtals fjórar vélar)... og ég er fyrst núna fersk eftir ferðalagið.
Þetta var allt saman yndislegt! Rosalega fallegt þarna! Bærin sem ég var í, Champery, er mjög nálægt frönsku landamærunum, í um 1000 eitthvað metra hæð. Þarna er risastór 150 manna skíðalyfta (hús) sem fer upp á efsta fjalltind, 2080 metra hæð, til að fara á skíðasvæðið "Portes de Soleil". Þar eru 220 skíðalyftur og hægt að skíða yfir til Frakklands! Ég sá meira að segja Frakkland þegar ég var að keyra frá Genf til Champery. Genfarvatn er á landamærum Sviss og Frakklands þannig að Frakkland var hinumegin við vatnið. Það var semsagt töluð mestmegnis franska þarna sem var mjög gaman. Ég er nú þokkalega ryðguð í frönskunni eftir 6 ára hlé. Held ég hafi klárað frönsku 403 árið 1998....Samt gaman, það rifjaðist smátt og smátt upp fyrir mér og ég var farin að bulla létt í lokin :o)
Við fórum ekki á skíði. Það var of erfitt með Hörð Gunnar með okkur þar sem að skíðasvæðið var fullt af fólki og það var stórhættulegt að vera þarna á skíðum. Við fórum samt upp í fjallið til að sjá þetta allt saman. Sáum meira að segja konu klessa á annan mann á skíðum. Það endaði með því að snjósleði með sjúkrabörur þurfti að sækja hana...fólkið þarna kann ekki á skíði...það er bara að klessa á annað fólk...ekki mjög sniðugt...
Við fórum líka með Hörð Gunnar á skauta. Það var mjög fyndið. Hann var ekki að fíla það og vildi bara fara heim því hann var alltaf að detta og meiða sig. En í lokin var hann farin að fíla þetta...hann var farin að standa í lappirnar og hreyfa sig lítillega án þess að detta. Ég ætla að halda þessu áfram og fara með hann reglulega á skauta í laugardalnum, hann á að vera íshokkíplayer!
Aðfangadagskvöld var sætt og notalegt. Morgan útbjó lítið jólahlaðborð handa okkur og Hörður Gunnar opnaði nokkra pakka og við átum súkkulaði og drukkum gott rauðvín og hlustuðum á Sissel Kyrkjebo...næs.. :o)

Núna verð ég að hætta þessu í bili. Ég er að fara suður (er í Borgarnesi) og ætla með familíunni (10 manns) út að borða og svo á The Lord Of The Rings í bíó. Síðan seinna í kvöld eru það Titty Twisters á GrandRokk!!!
Tjútti tjútt!!!

föstudagur, desember 20, 2002

Ég sit heima í sveitinni...það er komin nótt, allir sofnaðir, jólaseríur það eina sem er í gangi...og þvottavélin. Ég er að bíða eftir þvottavélinni svo ég geti hent jólafötunum hans Harðar Gunnars í vélina. Hann var á jólaballi í dag og varð svolítið skítugur...Úff..kisa stökk upp í stól til mín og klóraði mig í leiðinni! Það kemur meira að segja blóð og læti!
Pabbi ætlar að keyra mig út á völl á morgun...mamma ætlar að sækja mig eftir viku. Yfirmaðurinn hans Morgan bauðst til þess að sækja okkur á flugvöllinn þar sem Morgan þurfti helst að vinna. Góður yfirmaður... Ég er nýklippt og sæt eftir Villa bestaskinn. Jáhh...þetta er allt voða ljúft...

Tónleikarnir í Iðnó tókust mjög vel þó ég segi sjálf frá. Þetta sándaði mjög vel hjá okkur og fólk sagðist hafa fengið góðan hroll við sönginn minn :o) Það komu allavega tveir blaðamenn upp að mér og vildu viðtal...ég benti þeim á Árna Teit, höfuðmanninn. Hann Árni var líka í Alætunni hans Dr. Gunna í kvöld. Sem minnir mig á það, diskurinn okkar verður örugglega gjöf í síðasta Popppunktinum. Hann er allavega kominn í búðir, thank God for that! Hann týndist sko...það vissi enginn hvar sendingin var...leit mjög ílla út. En ég fór í Skífuna í dag og hitti Sonju þar sem hún var að vinna þar. Þar er eitt borð með öllum jóladiskunum og þar á meðal okkar. Það eru alltaf vænir búnkar af hverjum disk á þessu borði, en það voru bara þrír af disknum okkar sem þýðir það að það hafi verið keypt soldið af þeim :o) Sonja og Þórhallur (skagamaður) selja hann örugglega grimmt!

Jæja...ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og allt það. Ég kem heim aftur þann 27. des. og þá verður sprellað aftur hér...

Ble ble ble

miðvikudagur, desember 18, 2002

Góðan daginn gott fólk!
Ég er hress und kát, nýbúin að fá mér bakarís-gúmmelaði að borða. Vakti Berglindi klukkan níu með ilmandi kanil-hnetu kaffi. Snæddum, með kertaljós á borðinu og aðventuljósið úti í glugga. Ég tók til í gær, þreif öll gólf, þvoði tonn af þvotti þannig að þvottakarfan er tóm núna. Ég leigði mér DVD í gær og sat í rólegheitum yfir sjónvarpinu, í hreinni íbúðinni með popp og pepsi (hljómar miklu betur en popp og kók). Sofnaði síðan vært, nýbúin að skoða flugmiðan minn og hugsandi um Morgan...
Á eftir ætla ég að skella mér í Borgarnesið og ná mér í eitt stykki stóra ferðatösku. Einnig þarf ég að sækja vegabréfið hans Harðar Gunnars. Gvuð hann var svo sætur þegar ég fór með hann í passamyndatöku. Spurning um að setja myndina af honum hérna inn á síðuna mína...tékká´ðví....
Umm..hvað þetta er gott kaffi!
Jæja, en svo er sándtékk í dag, veit ekki hvenær, en tónleikarnir verða svo í kvöld. Húsið opnar kl. 20:00 og miðinn kostar 2000kr og það fylgir einn Thulediskur með miðanum... Fúlt er það nú með diskinn okkar! Hann týndist í sendingu og það veit enginn hvar hann er! Vonandi finnst hann og kemst í hendur okkar í dag...vonandi... viljið þið öll biðja til Guðs með okkur...
Svo á morgun...fyrir þá sem komast ekki á stórtónleikana í kvöld, þá er hægt að mæta á mini-gigg á morgun. Við verðum að spila á Laugarveginum, klukkan 3 í Japís og kl 8 í Mál og Menningu...held ég að það sé örugglega...
Eftir það ætlar Villi að koma með mér heim og...klippa mig og lita rótina...og klippa Hörð Gunnar líka... maður má nú ekki lenda í þessum jólaketti. Ég dró fram jólakjólinn minn í gærkvöldi og athugaði hvort allt væri í lagi..jújú..allt í góðu. Ég á eftir að kaupa föt á drenginn, en, mamma gaf honum ný rosa fín föt, föt sem hann getur síðan notað eitthvað eftir jólin. Það er soldið súrt að vera að kaupa einhver lítil jakkaföt eða lakkskó fyrir svaka upphæð og svo er þetta notað einusinni á ári! Þannig að ég held ég láti hann bara vera í þessum fínu nýju fötum frá ömmu sinni...
Jæja..enginn tími til að hangsa. Ég ætla að ganga frá í eldhúsinu (húsmóðirin í mér er vöknuð eftir próf-dvalann) og skella mér svo í nesið...
Adios my friends!

mánudagur, desember 16, 2002

JÆJA, ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM!!!!

Halellúja... ég fór beint heim eftir prófið..upp í rúm...sofnaði vært undir mjúkri dúnsænginni...var að vakna um tvö leytið...ljúft..
Ég ætla að skella mér í sturtu, horfa á Royal Tenenbaums af því að Berglind tók hana á leigu í gær, sækja Hödda litla kl. fjögur og kaupa eitthvað gott í matinn. Jah...ég gæti meira að segja farið að taka aðeins til. Það er sandur og ló út um allt! og þvottur í hrúgu. Svo þarf ég að fara að skipuleggja pakkningu fyrir Sviss...víííí...gaman saman!
Svo þarf ég að tékka á Árna Teit. Málið er að auk þessara tónleika 18. des. í Iðnó, þá þurfum við líka að performa pínulítið á laugarveginum í Mál og Menningu og Japis svo eitthvað sé nefnt. Það er annaðhvort á miðvikudag eða fimmtudag eða bæði...þarf að athuga það... það verður tónlistað alveg fram á síðasta dag að jólum og ég þarf að vera aktív til 20. des....
Jahh! Svo gæti ég jafnvel keypt litlar jólagjafir þar sem ég er búin að lifa mikið á núðlupökkum sem kosta 19. kr.... smart og kül.....
Jæja...
til hamingju allir saman! :o)

laugardagur, desember 14, 2002

Það er eitthvað fokk í gangi með síðuna mína...kanski bara í minni tölvu...eða hvað?

Ég get ekki lært!!!!!!!!! Síðasta prófið er að fara með mig...ég er að missa heilsu...og það má ekki gerast núna!

föstudagur, desember 13, 2002

Ojjjj..hvað ég nenni ekki að læra í dag! :(

Í gær lærði ég ekki neitt...sat bara og sprellaði með Sonju "streptó" allan daginn og fór á fund uppí Thule með Árna og Villa um kvöldið.'
Diskurinn er kominn í hús...fer líklegast í Skífu-dreifingu á morgun. Við eigum að koma disknum í alla fjölmiðla og reyna að fá dóma og vitöl og fá að spila hér og þar og læti fram að jólum. Ég á eitt próf eftir og ég get ekki einbeitt mér fyrir það! Alveg búin með orkuna...plöhh...nenni ekki einusinni að blogga...bara sofa...

fimmtudagur, desember 12, 2002
Er þetta ekki fallegt...þarna verð ég eftir 8 daga... :o)
Jæja...var að koma úr næstsíðasta prófinu, sem þýðir það, að, ég á eitt próf eftir!!! Síðasta prófið er á mánudaginn og það er Félagsfræði I. Ég var hinsvegar að koma úr prófi í Inngangi að Hjúkrunarfræði I og það gekk mjög fljótt yfir. Ég var klukkutíma og 20 mín. í prófinu og fór ekki fyrst út. Það besta við þessi próf er að maður lendir ekki í neinni tímaþröng þar sem við höfum 3 tíma til atlögu! Ég var að bölva því samt hvað þetta voru flóknar og lúmskar krossaspurningar..".er a og b rétt, er a og b rangt, er a rétt og b rangt eða er a rangt og b rétt"....og fullyrðingarnar voru settar fram þannig að maður ruglaðist allur í ríminu...pleehhh...þetta er búið og gert!...kemur bara í ljós....

Í kvöld er ég að fara á einhvern fund með Orminum...Worm Is Green...Bjarni kemur heim til landsins í dag þannig að hann kemur kanski með líka...Það á að fara að ræða markaðssetningu plötunnar og eitthvað dudd.. Platan kemur líklegast á morgun...(eftir langar tafir) og það er viðtal við okkur í næstu Undirtónum og líklegast einhver dómur í næsta Sánd blaði...nújá, svo auðvitað í næsta Skessuhorni. Gísli gaur hringdi í mig rétt áður en ég fór á Nick Cave tónleikana á þriðjudaginn og var að spyrja mig úti Worm Is Green og ég benti honum á Árna Teit því hann væri aðalmaðurinn! Þannig að...þetta er allt að gerast...

Svo verða tónleikar 18. desember, ALLIR TAKA ÞENNAN DAG FRÁ. Þeir verða í Iðnó og þetta verður svona Thule-kvöld. Við spilum ásamt Appart og Ampop og líklegast eitthvað fleira...Küül stemming...

Tempó, tempó...ég ætla að leggja mig í smástund...

miðvikudagur, desember 11, 2002

Mamma hringdi í mig áðan. Hún spurði hvenær ég ætlaði að koma upp í Borgarnes fyrir helgi því henni vantar mig í spurningarkeppni!?! Sko það er einhver fyrirtækjaleikur í gangi í útvarpinu í Borgarnesi og mamma, með Snyrtistofu Jennýjar Lind, var að keppa við Hótel Borgarnes og rústaði leiknum. Hún er komin í úrslit og á að keppa á móti Kaupfélagi Borgfirðinga næst á föstudaginn!?!?! How funny is that... og hún semsagt bað mig um að koma og keppa með sér þar sem hún er bara ein í sínu liði, það mega vera tveir...ég slæ til! Það verður bara gaman... maður ætti að vera fullur af fróðleik núna þegar maður er að lesa fyrir próf!
Magnað himnaríki!!!
Þetta eru bestu tónleikar sem ég hef farið á!!! Ég sat á góðum stað, sá í hnakkan á Nick Cave, en hann snéri sér við reglulega :o) og svo sá ég beint framan í Warren Ellis fiðluleikara sem var sjúkur! Bassaleikarinn var samblanda af Beatlejuice og Riff Raff, átti góða takta. Sá reyndar ekkert í trommuleikaran en heyrði vel í honum og hann var að gera góða hluti, þeir allir!!!
Jájá...lokalagið var laaang best. Þeir tóku gamalt Birthday Party lag þar sem að Nikki barði píanóið með míkrafóninum öskrandi af reiði. Fiðluleikarinn tók rafmagns "gítar" sóló á gripinn sinn (og hann sleit geðveikt mörg hár á boganum sínum og notar líklega alltaf nýjan boga fyrir hverja tónleika)...
Þeir voru klappaðir tvisvar sinnum upp og voru indælir á milli laga, spjallandi og hressir...
Það er rúmlega klukkutími síðan ég kom heim og ég er ennþá of æst til að fara upp í rúm! Reyna að blogga mig niður....úfff

þriðjudagur, desember 10, 2002

Jæja krakkar, í dag er 10. desember og hvað gerist þá!? Jú,jú, það er rétt, Nick Cave ætlar að spila fyrir mig og Særúnu í kvöld (og einhverja aðra) og ég held að ég geri eins og Sonja, fari í gulldressið mitt (semsagt í fínt púss). Ég get enganvegin einbeitt mér að lærdóminum núna...döhhh...ekki þegar maður veit að það er stefnumót við meistarann í kvöld! Jæja, jæja...ahhh :)

En annars áttum við Berglind hið fínasta kvöld í gærkvöld. Ég leyfði mér að liggja í leti eftir fýlu-prófið og lá uppí sófa með tölvuna og horfði á sjónvarpið og prumpaði í sófann... Berglind bakaði smákökur með stórum súkkulaði hnullungum í og svo borðuðum við nokkrar með mjólkurglas í hendi og horfðum á "To Sir, with Love" sem er by the way alveg brilliant mynd! Ég hafði ekki séð hana síðan...dududu....1993?..veit ekki...allavega langt síðan! Gott jólaþema, kertaljós og smákökur og mjólk og gömul bíómynd...
Egill frændi kom í heimsókn í gær og kom semsagt beint heim af Nick Cave tónleikunum. Vá, hann sagði að hann hafi verið sjúkur! Geðveikur! Magnaður!!! Hann lét mig líka vita hvar væri lang best að vera og svoleiðis... :o)

Já...en maður verður víst að halda áfram að læra...böööö...

mánudagur, desember 09, 2002

Jæja, þá er fýlan yfirstaðin... heimspekin og siðræðin... var helv. auðvelt?! Veit ekki... það geta verið svo helv. lúmsk prófin í fýlunni að maður veit ekkert!
Allavega ég var búin í prófinu um 3, hálf fjögur og skellti mér bara á smá rölt um laugarveginn og kíkti í nokkrar búðir. Síðan náði ég í Hörð Gunnar í leikskólan kl. fjögur og svo hittum við Berglindi og fórum í Kringluna. Keyptum efni í smákökur og svo tókum við líka mynd á leigu, "To sir with love". Það verður slakað á í kvöld...svo er bara læra á fullu á morgun og hinn. Ég fer næst í Inngang að Hjúkrunarfræði I á fimmtudaginn.
Úúúú....ég er að horfa á skjá einn og það var svona viðvörun á undan þættinum C.S.I, ekki fyrir viðkvæma! ...ekki skrítið þar sem þátturinn byrjar á því að rotta skríður út úr munninum á dauðri konu!!!
Jæja, ég ætla að horfa á þáttinn og prumpa í sófann...

sunnudagur, desember 08, 2002

Jahérna...það voru slagsmál á 5 min. fresti í gær. Þetta var eins og að vera í Clint Eastwood "vestri". Ég beygði mig niður á bak við barborðið á meðan bjórglös og kertastjakar og sítrónusneiðar flugu í loftinu og oft í áttina til mín...Bjórinn flaut á gólfinu og uppi í loftinu?! og lögreglan var kölluð á svæðið. Þannig að það var orðið vel tómt fyrir lokun og ég komst semsagt "snemma" heim... Küül...

Núna eru augun mín að breytast í sýru, held ég...ég er búin að lesa svo mikið. Auðvitað tek ég mér pásu fyrir framan tölvuskjáinn og þá verður sýran sterkari!...ekki gott mál...varð bara aðeins að kíkja á Bibba blogg og svo hrindi líka Særún í mig áðan og minnti mig á það hvað það er stutt á Nick Cave tónleikana. Gummi (Gvendur) sagði reyndar við mig í gær að hann væri eitthvað að missa álitið á Cave. No more shall we part var ekki eins góð og hann bjóst við..."hann er að missa það..." sagði Gvendur. "Ég skal hringja í þig á morgun og láta þig vita hvort að tónleikarnir voru skemmtilegir.." Ég sagði við hann að hann þyrfti nú ekkert að gera það þar sem að Nick Cave hefur alls ekki fallið í áliti hjá mér!
Reyndar hélt hann að þetta yrðu kanski soldið spennó tónleikar þar sem Dirty Three eru að spila með honum. Warren Ellis, fiðluleikari..mmmmm...yndislegur! Hlakkar til.... :o)

Jæja. Nóg hangs. Ég verð að lesa meira um Sókrates og Aristóteles og siðferðislegt meðalhóf.... Mamma er líka að baka smákökur, best að skella sér í eldhúsið og tékka á tempóinu þar!

laugardagur, desember 07, 2002

Hey já...það er búið að fresta Titty Twisters dæminu til 29. desember! Þannig að ég ætti að ná þeim tónleikum, nema ég verði að vinna í Búðarkletti. En ég ætlaði nú kanski að vinna þar um áramótin, kanski get ég fengið að vera í fríi þá 29., það þarf að athuga...
Ég startaði árámótaheitinu mínu aðeins of snemma! Ég fór í sund og synti heilmikið í morgun (nenni aldrei að telja hvað mikið...ruglast alltaf í talningunni). Ég var að segja mömmu frá "uppgötvun líkamans" og hún var svo ánægð með það að hún skuli getað talað við mig um heilbrigt líferni. Hún er hinsvegar ekki mjög ánægð með það að ég skuli hafa flutt lögheimili mitt til Reykjavíkur. Nú má ég ekki kjósa til bæjarstjórnarkosningar í Borgarbyggð. (Það er verið að kjósa aftur í dag, hin kosningin var dæmd ógild af hæstarétti). Þar sem að það munaði einu fokkings atkvæði á milli borgarbyggðarlistans og framsóknarlistans þurfti að kasta krónu til að ákveða hvor flokkurinn fengi næsta mann. Þannig að...hvert einasta atkvæði skiptir máli...
Nóg um pólitík, ég er sú mest ópólítíska manneskja í familíunni. Neyðist bara að tala um þetta svona af því að fjölskyldan er á kafi í þessu.

Ég er búin með anatómíu prófið. Hjúkk! En ég get samt ekki hætt að hugsa á latínu...dreymdi latínu í nótt og vöðva og lifur og læti... Núna er ég að reyna að einbeita mér að heimspekinni/siðfræðinni. Mér finnst samt eins og maður geti ekki beint lesið sig til um heimspeki/siðfræði. Þetta er eitthvað sem maður hefur inni í sér. Mismikið og fjölbreytt á milli manna. Hver hefur sína skoðun og sinn hugsunarhátt og þetta er ekki eitthvað sem maður lærir uppúr bók. Ég er bara að lesa helstu glósurnar. Læra svona aðalatriðin um Aristóteles og Platón og alla þessa kalla. Svo er hitt bara að rökræða endalaust um eitthvað bull!
En ég er nú samt að spá í að halda áfram að læra núna...

fimmtudagur, desember 05, 2002

Ég byrjaði morguninn á að bölva þessu helv... veðri úti! Það er rok og rigning í hámarki og enginn vill skríða framúr sínu heita rúmi með mjúkri dúnsænginni!
Allavega þá dreif ég mig á fætur, þurfti náttúrulega að koma stráknum í leikskólan og auðvitað að læra eftirá. Mér leist nú ekkert á blikuna þar sem að rúmið beið eftir mér þegar ég kæmi heim aftur, kallandi á mig, "komdu, komdu...hér er notalegt..." En til allrar lukku þá breyttist skapið. Þegar ég kom upp í leikskólanu, mundi ég allt í einu eftir því að það var foreldrakaffi! Þannig að ég fór upp og settist með krökkunum og leikskólakennurunum og fékk heitt kakó, ristaðbrauð og kaffi og var orðin eldhress þegar ég fór heim. Ég bjó um rúmið, hitaði mér te og skellti mér strax í anatómíuna!

Ég held að allir hafi gott af því að lesa líffærafræði. Allavega hefur hugsanaganur minn um líkaman breyst töluvert eftir að hafa lesið um öll líffærakerfin og hversu mikilvægt það er að hreyfa sig!!! Sko...nú er ég örugglega mesti antisportisti sem til er! og það er ekkert djók. Í gegnum grunnskóla sagðist ég alltaf vera veik ef við áttum að fara í íþróttir, eða á túr, eða bara skrópaði. Það skemmtilegasta var þó að pirra Elvar íþróttakennara (sem ég hataði af því að við gerðum ekki neitt nema spila körfubolta bara af því að hann var í körfuboltaliði Skallagríms) og setjast bara á gólfið og mótmæla og neita að taka þátt í leiknum. Það endaði náttúrulega með því að hann sendi mig inn í klefa í sturtu sem ég var Guðs-fegin! Í menntaskóla og fjölbraut skrópaði ég. Ég skrópaði þannig að ég féll í menntaskóla og ég skrópaði mig úr áfanganum, þurfti að skrópa fjóra tíma í fjölbraut, svo ég gæti sagt mig úr áfanganum. Ég held að ég sé með samtals 3 einingar í íþróttum í stúdentsprófinu mínu og er hreykin af því! ...eða var...

Málið er að maður er alltaf að heyra það hvað það sé gott að hreyfa sig, gott fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði. Örvar blóðflæði til heilans, vessakerfið, ónæmiskerfið og bla bla bla...maður alltaf, "Já, já, já...ég veit.." en nennti aldrei að pæla meira í því. Núna, þegar ég er búin að fara ítarlega í þetta, er mér bara ekkert sama. Ég er að lesa þetta og skil þetta miklu betur nú heldur en þegar mamma eða íþróttakennararnir mínir voru að tuða í mér! Plús það með að éta hollan mat og fá næg vítamín og kalk og allt það... lifrin er geymsla fyrir næringarefni. Hún geymir umframbirgðir til mögru áranna...Ég ætla mér ekki að vera með beinþynningu og máttleysi og göngugrind þegar ég verð eldri! No way jose!!!
Nú hlæja örugglega margir að mér....en ég ætla mér að setja áramótaheit....HREYFA MIG!

...takk fyrir!

miðvikudagur, desember 04, 2002

Jæja, var að bæta litla kívíinu inná "fame" listann minn...

Djöf... er nú auðvelt að taka sér pásur frá lærdómnum. Ég er nú samt hreykin af því að hafa byrjað að læra klukkan átta í morgun í staðin fyrir að hafa sofið til hádegis. Magnað himnaríki! Ég dreif mig að búa um rúmið mitt, dró frá gardínur og kveikti öll ljós svo að andrúmsloftið í íbúðinni myndi ekki svæfa mig. Rúmið mitt heillar mig alltaf svo rosalega. Spurning um að kaupa sér eitthvað horribulus rúm sem er svo hrikalega vont að sofa í...ne..þá er alltaf hægt að skella sér í sófan...hann heillar líka soldið... sérstaklega núna þennan mánuð. Það er dimmt úti, jólaseríur í glugganum, gæti ekki verið meira notalegt að liggja undir hlýrri dúnsænginni! Púff, en ég er að læra...

Ég leyfi mér samt frekar að blogga í pásunum mínum. Ef ég fer eitthvað fram í stofu að lesa fréttablaðið eða eitthvað, þá leggst ég upp í sófa og ...tadadatummm!! (hættustef)...þið vitið hvað getur gerst! Guðríður er sofnuð!!!

Bíddu við, það er 4. desember, sem þýðir að ég fer út eftir...16 daga!!! Víhííí... En svo er annað mál. Ég kem heim 27. desember, seint um kvöld, miðnætti minnir mig. Það er föstudagskvöld og það verður gigg með Titty Twisters (líklegast á Grand-rokk)!!! Svo verð ég mjööög líklega beðin um að vinna 28. desember á Búðarkletti, a.k.a. "the rock"! Ég verð að pródúsera þetta einhvernveginn. Ég vil helst ekki sleppi Titty Twisters, því það er stuð aldarinnar! Þannig ég verða að redda mér pössun þann 27. des. þegar ég kem heim. Kanski geta bara mam & pab náð í mig á völlinn og tekið guttan með sér í "nesið". Þetta þarf að athuga...

Jæja, það er best að halda áfram. Ætli ég komi ekki við aftur eftir tvo tíma eða svo...í næstu pásu...(hehe..ég ætlaði að segja pjásu...hehe...ehhhh)
:o)
Það er ekki alveg nógu gott tempó með þessa mynd hjá mér...hún kemur bara stundum...
En hún er samt soldið küül...allavega sprellin...

þriðjudagur, desember 03, 2002

Jæja ég ætti að geta puplishað eitthvað núna.
Hef svosem ekkert nýtt að segja. Ekki búin að vera neitt rosalega dugleg að læra í dag. Ég fór að gera ýmsa hluti sem ég hef ekki haft tíma til að gera. Þvo þvott, borga reikninga, taka aðeins til, vaska upp, kaupa inn og leika við Hörð Gunnar. Maður er ekkert voðalega gott foreldri núna. Ég reyni að gera allt fyrir strákinn svo hann trufli mig ekki við lærdóminn. Það er alltaf eitthvað "mamma, mamma" og þá þarf ég að standa upp og sjá eitthvað eða hjálpa eitthvað. Ég semsé "mútaði" Herði Gunnari aðeins núna, leigði handa honum DVD teiknimynd og hann horfði á hana 3svar sinnum! Ágætis lærdómstími þar...
Ég leyfði mér að gera mér einhvern uppáhaldsmat í kvöld. Ég ákvað að gera mér kínarúllur með karrýhrísgrjónum. Það er eitt það besta sem ég fæ. Svo á ég nóg afgang eftir þannig ég get bruðlað á þessu líka á morgun. Ég er búin að éta ansi marga núðlupakka á 19kr undanfarið...baaahhh!
Ég bjó líka til Royal-súkkulaði búðing! Yummiii...nema hvað, rjóminn minn var ónýtur þannig að þetta var bara "hálfur" búðingur.
Ég skellti mér líka í laaaanga heeiita sturtu áðan og notaði uppáhalds sápurnar mínar og bar á mig ilmolíu eftirá og dúllerí. Ég var líka svo meygluð eftir efnafræðilærdóminn að það hálfa væri nóg. Hreinsa það í burtu...nýtt tekur við...líffærafræðin...Hafa líkamann á hreinu (get it)hehehe....eehhhh..

Bjarni minn, ég er ekkert dugleg! :o)
Jæja..eitthvað puplishing vesen, en ég blogga samt...

Sonja var að commenta það að þó svo að Bjarni hafi farið á tónleikana með Lamb, þá er hann ekki að fara að sjá Nick Cave eins og við! HEHE!!! Já, það styttist í það...10. desember...tadadada!!!! (hættustef eins og hjá Bjarna, nema þetta er spennustef). Og það er allt henni Særúnu bestu að þakka! Særún, ég elska þig!

Ég er búin með fyrsta prófið mitt, efnafræði, húrra fyrir pulsugerðarmanninum!
Núna tekur líffærafræðin við, ekkert auðveldara sko, milljón latnesk heiti þarf ég að kunna og hver eru hlið við hlið og hvur andsk...

Best að halda áfram...