laugardagur, nóvember 30, 2002

Já...magnað! Ég held að ég sé á leiðinlegasta kaflanum í efnafræðinni... að reikna mól og mólmassa og massa.... bleeehhh!
Þá er líka freistandi að skella sér á internetið hérna hjá möm & pab því þau eru komin með ADSL! Ekki slæmt. Ekkert vesen að skella sér á netið, ná í góða tónlist til að hlusta á meðan maður lærir, tékkað öðrum bloggum þegar maður tekur sér smá pásur. Þær verða kanski of margar stundum, pásurnar, en ég er samt voða dugleg miðað við hvernig ég haga mér venjulega í kringum lærdóm :o)
Úff...ég er með svo sterkan maska í andlitinu að ég verð að fara og taka hann af. Ég sá einhverjar bólur vera að koma; stress-próf-bólur. Beint í hreinsun!
Nú svo er ég að fara að vinna á "Klettinum" á eftir...veihh....ehh :$

Djöf... öfunda ég Bjarna. Hann er á tónleikum með Lamb!

föstudagur, nóvember 29, 2002

Hér getið þið séð allar tilnefningarnar....

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

IV - Keisarinn

Sanngirni og hjálpsemi einkenna þig. Orðum þínum má treysta fullkomlega og þú virðist ekki segja neitt nema þú meinir það. Þú leitar án efa sannleikans og trúir því að hann sé aðeins einn þegar ástin er annars vegar. Þú getur gert það sem þér líkar ef þú aðeins hlúir að eigin tilfinningum. Þú ert að sama skapi fær um að draga að þér það sem þú þarfnast. Þegar þú færð að ráða nærð þú stórgóðum árangri.

Hér upplifir þú hápunkta gleðinnar og finnur frið, hlýju og samruna við alheiminn. Þú virðist vera komin/n í samband við náttúruna, stjörnurnar og hafa fundið þinn eigin dularfulla innri frið. Þú ert friðsæl/l og elskandi og ættir að leyfa tilfinningagáttum þínum að opnast gagnvart manneskjunni sem hlúir að hjarta þínu um þessar mundir.

Þú býrð yfir sjálfsöryggi sem margir öfunda þig eflaust af og styrkur þinn gerir að verkum að enginn getur ráðskast með þig og tilfinningar þínar. Þig þyrstir hinsvegar í hrós og viðurkenningu sem sýnir að þér hafi tekist vel upp í því sambandi sem þú virðist vera staddur/stödd í um þessar mundir.


Eins og talað út úr hjarta mínu ...!!
Vogin (23.sept - 23.okt)
Hér kemur fram ómæld hamgingja þegar stjarna vogar birtist. Ef þú stendur á vegamótum varðandi starf þitt er það sem koma skal jákvætt svo sannarlega þó þú haldir öðru fram í dag. Ef þú trúir ekki á eigin getu mun náunginn ekki heldur trúa á þig, hafðu það hugfast miðjan desember. Hlátrasköll þín eru áberandi hérna og þú ættir ekki að hika við að gera meira af því að brosa því þannig dregur þú jákvæðni inn á við svo um munar.


Hlátrasköllin og hamingjan já...
Lífstalan hér er 9

Eiginleikar sem tengjast þessari tölu eru:

Mannúð, örlæti, óeigingirni, skuldbindingar og sköpunargáfa - hættir til að tapa áttum

Ég tók þetta úr Spámanninum...interesting...sérstaklega það að manni hættir til að tapa áttum...á vel við...

Svo skoðaði ég líka árstölurnar mínar til ársins 2006, það hljómar svo:

Ríkjandi þættir í þessari tölu
Talan 6, árið 2002 - Ást, fjölskylda, heimili og ábyrgð
Talan 7, árið 2003 - Lífsskoðun og skilningur
Talan 8, árið 2004 - Efnahagslegur árangur
Talan 9, árið 2005 - Ná til fólks
Talan 1, árið 2006 - Nýtt upphaf í lífi þínu...


Spennandi framtíð!
Ég fór niður í bæ áðan og hitti Árna Teit og Villa niðrá Prikinu. Við áttum stefnumót við hana Tinnu, blaðakona frá Undirtónum. Hún var svona nett að spjalla við okkur um hitt og þetta í sambandi við bandið. Hver erum við? Hvað erum við að gera, í músíkinni, daglega? Hverjar eru stefnurnar? Hver eru áhrifin? Svo vorum við komin út í rosa umræður um heimspeki, XX og XY litninga og búddisma... Það var samt gaman. Létt, nett sprell á prikinu.

Annars er ekkert að gera núna nema að læra á fullu, (ég er að stelast). Ég varð reyndar að vera heima í dag, síðasta kennsludaginn í skólanum, af því að Hörður Gunnar var eitthvað "sloj". Við fórum semsé ekki í leikskólann og háskólann Við ætlum upp í Borgarnes á morgun fljótlega eftir að við vöknum. Ég þarf að fá vegabréf fyrir guttan og fara þess vegna með hann í passamyndatöku og svoleiðis. Hann verður vonandi aðeins ferskari í útliti. Nú svo er bara svo helv... gott að læra inní gestaherberginu heima hjá möm&pab. Þá getur líka Martha passað og Jóhann líka. Pínu erfitt að vera ein með hann núna akkúrat þegar próflesturinn byrjar. Sérstaklega þar sem ég leyfi mér að vinna á Búðarkletti líka! En peningarnir koma sér vel þessa dagana.

Ég er að hlusta á diskinn okkar..bara svona afrit af honum. Hann rennur voða ljúft í gegnum mann, þó ég segi sjálf frá. Árni og Villi voru að tala um það að hann kæmi út í Bandaríkjunum og Evrópu í febrúar...úlala. Þá get ég bent öllum vinum mínum erlendis á diskinn og látið þá spreða út um okkur lofsöng...Ég held barasta að þetta komi ágætlega út hjá okkur :o)

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Engillinn minn og yndið mitt, hún Særún, hún stóð í röð í dag fyrir utan Japís á laugarveginum, til þess að kaupa fyrir mig miða á Nick Cave tónleikana! Ég er semsé komin með MIÐA!!! Víhííí...fagnað með góðum hádegismat á Kaffibrennslunni...umm..það er gaman að vera til í dag... :o)

Annars var Árni að hringja í mig og segja mér að ýmislegt væri líklegast að gerast í kringum þessa litlu sætu tónleika á Cafe 15 núna á fimmtudagskvöldið. Jafnvel einhver myndataka og einhver viðtöl. Hljómar spennó, en það er allavega alveg að koma að því að platan kemur út. Það er allavega komið um hana á Thule-vefsíðunni örlitlar upplýsingar.

Nú annars er síðasti kennsludagur á morgun. Ég er semsé núna að fara að grafa mig niður í bækurnar til að lesa undir prófin..úff..það er svo mikið...
Hvað er ég að gera hér?!?! Ég er farin að læra, bleehh....

sunnudagur, nóvember 24, 2002

HEY!!!!
Ég var að komast að svolitlu áðan. Ég og Berglind og Þórdís vorum að éta skyndimat með fituga fingur og horfðum á "Villtu vinna milljón?" þáttin á meðan, það var ekkert betra í imbanum. Svo var svona..didd..verið að velja nýja hugaða manneskju til að takast á við spurningarnar og þá sitja svona einhverjar sex manneskjur upp við vegg með tölvu fyrir framan sig. Nema hvað, spurt var um einhverja ráðherra og það átti að raða þeim eftir aldursröð eða eitthvað (skiptir ekki öllu máli). NEMA hvað, þegar myndavélin rétt bregður linsu sinni á þetta fólk sem keppist við að svara rétt og það á sem fyrst, þá fannst mér ég kannast við einn mannin þarna. Ég bara..."nei..það getur ekki verið...eða jú..svosem" Síðan eru birt nöfn þeirra sem voru að keppast og hver komst áfram, sé ég ekki nafnið og þetta var svo sannarlega maðurinn sem ég hélt þetta var! (Hann komst samt ekki áfram, en það skiptir ekki máli). Þetta var hann Haraldur Óskarsson, kennarinn minn í gaggó!!!

Við erum að tala um einn skrýtinn kennara! Áður en hann kom upp í Borgarnes að kenna okkur aumingjunum, þá var hann víst skólastjóri í grunnskólanum í Hrísey...Allt í lagi með það, nema hann var rekinn þaðan! Þetta er líka einn strangasti kennari sem ég hef átt. Skapsveiflurnar voru gríðarlegar..úfff..ég gæti talað um hann hér í allt kvöld, en ég ætla bara að segja smá frá núna. Hann er ritgerðarefni! Það er fínt, þá get ég alltaf komið með smá sögu um hann í hvert skipti sem ég blogga...hehehe!

Ein saga, sönn saga úr grunnskóla Borgarness:

Haraldur kennari var oft mjög andfúll! Maður tók aldrei af sér trefilinn þegar maður kom í skólann...a aa..við höfðum hann vafinn þétt um hálsinn og helst aðeins yfir nefið, þvi það var óbærilegt að þurfa að biðja hann um aðstoð í tímum. Hann angaði eins og dautt lík (sem hefur ekki fundist í margar vikur) að innan..veit samt ekki hvernig það lyktar, en ég get ímyndað mér að það sé verulega vond lykt! Hey, við ræddum þetta mjög mikið í frítíma okkar hvað við gætum gert í þessu máli. Þetta var alveg að fara með okkur. Ef hann opnaði munninn sinn í tíma, þá gulnuðu allir í framan! Síðan var komist að niðurstöðu í því hvað við ættum að gera.
Ég og nokkrar stelpur fórum niður í Kaupfélagið og keyptum ógeðslega ljótan tannbursta, hvítur með brúnum röndum, ég hef aldrei séð svona ljótan tannbursta áður, ég hélt þeir væru ekki til!!! Allavega, við keyptum líka tannkrem og svo hálsbrjóstsykur. Síðan skrifuðum við fallegt bréf til hans um að okkur þætti andfýlan hans vond og hann mætti alveg gera eitthvað í því... Við laumuðum þessu inn um opinn gluggann í frímínutunum í gluggakistuna...(það var eina leiðin til þess að skilja þetta eftir einhversstaðar. Hann var með lykilinn og beið alltaf eftir því að allir væru komnir út eða inn og stóð þá í dyrunum og horfði yfir stofuna).
Síðan fórum við í næsta tíma, allir að deyja úr spenningi og hlátri. Hann labbaði upp að glugganum eins og hann gerði vanalega (til að skilja eftir hor-kögglana í gardínunum) og sá þá eitthvað liggjandi þarna. Hann tók það upp, las bréfið, handfjatlaði tannburstann og settist svo niður við skrifborðið sitt með allt draslið í höndunum. (VIð vorum alveg að deyja!!!) Síðan horfði hann vandræðaleg til okkar og byrjaði svo að mumla eitthvað um það að þegar kennarar drekka kaffi og fá sér kanski sígarettu um morguninn og gleyma kanski að tannbursta sig og bla bla bla...og hann ætlaði nú svo sannarlega að reyna að bæta sig í þessu...
Við hlupum út úr tímanum þegar hann var búinn eins og eldingar og dóum úr hlátri einhversstaðar á skólalóðinni!!!


Já, þannig var nú það...en þetta er bara brota brot af honum Haraldi Óskarssyni...to be continued...
Gott tempó hjá henni Sonju...

Ég er búin að vera löt í dag og leyfði mér að læra ekki. Reyndar kláraði ég dæmin í fjórða kafla í efnafræðinni áður en ég keyrði suður.
Hef ekki mikið að segja, bara að mig langar að upplifa Nick Cave tónleikana!
Jámm..skóli á morgun...jámm...svo var ég að reyna að setja svona "comment" dæmi á bloggið...spurning hvernig það kemur út.

Nenni ekki að segja meir.
Vá. Ég var að koma úr vinnunni, "the Rock". Sveitin alltaf söm við sig. Þarna voru samt helv... hressir guttar. Gvendur, Grelli (Grétar) og Pálmi þar á meðal. Nú fólk dansaði eins og vitleysingar og ég dansaði líka eins og vitleysingur á bak við barborðið. Alltaf gaman að taka þátt í leiknum, tíminn líður hraðar og svoleiðis. Allavega var klukkan allt í einu orðin fjögur og Jói farin að smala út með lopahúfu á hausnum..sprell!

Ég var að skoða ógeðslega fyndnar myndir af mér síðan í partýinu 9.nóv. á heimasíðunni hennar Særúnar, kveðjupartýið hans Morgans. Ég er eitthvað sprellandi (dansandi með atriði) og svo voða sætar myndir af mér og Morgan :)

En núna er ég þreytt og ég er farin að sofa. Bleehhh..zzzzzz

laugardagur, nóvember 23, 2002

Ég er farin að æla efnafræði formúlum út um nefið og eyrun á mér! Ég held að ég sé að setja persónulegt met í heimalærdómi...og það í efnafræði! Úff, ég á skilið að vafra aðeins núna og blogga bull.
Ég skellti líka mínum ágæta geisladiski með Autechre í; Tri Repetae. Það er ein mesta snilld sem ég hef heyrt í gegnum ævina. Og það er ennþá meiri snilld þegar einhver veit hvað ég er að tala um, þá meina ég, þekkir bandið, diskinn...Ég veit að bibbi litli gerir það. Bibbi, við erum líka snillingar.
Talandi um tónlist þá erum við Worm Is Green með tónleika næsta fimmtudagskvöld, 28. nóvember, á Cafe 15 á Akranesi. Léttir, nettir tónleikar svona rétt til að gleðja mannskapinn og sýna þeim hvað þau eiga von á frá plötunni okkar. By the way, coverið á plötunni er komið...rosalega flott!
Já, það verður spennandi að sjá hvernig verður tekið á móti okkur með þessa plötu. Mér finnst hún eiga verðskuldað lof, hún er góð, þó ég segi sjálf frá. Strákarnir eru búnir að gera heilmikil undur, ég svona rétt kem inn í og raula nokkrar línur. Ekkert big-time. En það er gaman að taka þátt í þessu, þetta er mitt hobbí.

Svo er það "The Rock" í kvöld (Búðarklettur). Ég fer að vinna klukkan tíu þannig að ég "get ekki" legið meira yfir efnafræðinni...Það verða einhverjir merkilegir vínar-tónleikar þarna í kvöld?!?! á laugardagskvöldi klukkan 10. Geta ekki verið lengur en tvo tíma, það kemur nú í ljós hvernig fólk tekur á móti þessu. Ég gleymi því aldrei, í þessi tvö skipti sem að Andrea og Blúsmenn komu til að halda tónleika á klettinum. Usss..það mættu svo fáir. Svo kvarta allir endalaust yfir því í þessum daunílla bæ að það sé aldrei gert neitt menningarlegt hérna. Aldrei neitt um að vera. Usss..

Eitt magnað! Sonja er komin með blogg-síðu. Þá er um að gera að bæta henni á "fame-listann" hjá mér. Kíkið endilega á hana. Hún hefur örugglega eitthvað sniðugt að segja...og hefur alltaf síðasta orðið!
Sonja, þú ert frábær!

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

YESSSS!!!!!
Ég fékk smá yakk!! tilfinningu í dag. Málið var þegar ég kom úr skólanum í dag, þá tók á móti mér ló-herliðið úr herberginu! Ég opnaði hurðina og þá fauk upp af gólfinu á móti mér allt þetta ló sem hefur safnast upp í langan tíma. Ég hef ekki gefið mér tíma til að þrífa í herberginu í langan tíma. Lærdómur og vinna og að vera móðir hefur verið í efstu sætunum. Einnig hefur þvottur safnast upp í langan tíma, sérstaklega af Herði Gunnari. Hann skítur út fötin sín á hverjum degi. Og ég sem á ekki mikið af flíkum er búin að ganga öll fötin mín skítug og núna er ég bara í léttum sumarfötum. Þannig að ég skellti í vél í dag...gott mál.

Ég er samt ekki í miklu lærdómsstuði núna. Ég leyfði mér að hvíla mig aðeins í dag og ryksuga og það... Núna er ég bara svona aðeins í hvíld af því að ég ætla að taka helgina með trompi. Ég ætla upp í Borgarnes snemma á morgun og fara svo á bókasafnið og loka mig inni í lesstofu. Og svo auðvitað vinna á klettinum...
Sveitin er alltaf söm við sig. Það er alltaf sama liðið hangandi á kantinum við barinn. Gvuð hvað ég er feginn að vera ekki búsett í Borgarnesi lengur...dapurt...

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Ég er risin upp úr bókum. Ég er hætt að læra núna fram yfir miðnætti. Ég kláraði líka heimadæmin fyrir tíman á morgun.
Ég er búin að vera að hagræða sólarhringnum núna eftir að Morgan fór. Málið var að hann var alltaf búinn að vinna svo seint. Í fyrsta lagi 10 á kvöldin, en það var sjaldan. Oftast var það nú 11 eða 12 á kvöldin. Yfir miðnætti um helgar. Þannig að við fórum aldrei beint að sofa. Við þurftum að "ketchup" daginn. Það var kanski farið að sofa klukkan 3 um nóttina!
Ég var líka dauðans þreytt í skólanum alltaf. Gat aldrei neitt nema geispað. Humm... ekki góð áhrif þessir kærastar...nene. Við vildum bara eiga eins mikinn tíma saman og við gátum. Sérstaklega rétt áður en hann fór út til Sviss.

Jamm. Best að fara að sofa.
Mikið rosalega er nú gott að drekka kamillu te...
Dapurt Dapurt...ég get ekki hætt að hugsa um það!

Anyways þá er það bara efnafræði og líffærafræði sem fangar hjarta mitt þessa stundina. Hörður Gunnar fær rétt svo að borða og knús fyrir svefninn. Ég gaf mér þó tíma til að elda mexikóskan jukk-mat og það vakti lukku á heimilinu. Einnig bjó ég til uppáhaldið mitt. Avocado sósu a la Dúdda. Yummmííííí...mjög gott að eiga afganginn á ristað brauð. Ljúffengt!!!

Annars er lítið að segja í dag. Bara það að bloggið hans bibba fær mig alltaf til að brosa. Nú svo náttúrulega bréfið frá Morgan í dag, úffff...það var svo fallegt. Nú svo gekk mér vel í skólanum í dag. Þó svo að það hafi verið langur leiðinlegur dagur. Miðvikudagarnir eru alltaf verstir.
Ég fór upp í Kringlu og beint í uppáhaldsbúðina mína þar, Lush! Þar keypti ég mér tvær Karma-baðbombur, eitt stykki Karma-sápu og eitt slakandi freyðibað með Patchouli ilmi og Sandalwood...Um að gera að ná góðri slökun á kvöldin í baðinu eftir erfiðan heimalærdóm allan daginn.

Jahh! Nú er best að farað ganga frá í eldhúsinu og halda svo áfram í chemistry. Sprell!!! ....not!

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Þetta var soldið súr biti í dag...
...ég fór niður á Laugarveg í dag um 12:45 til þess að kaupa mér miða á Nick Cave tónleikana. Særún var komin í röðina og ég hitti hana þar. Miðasalan opnaði kl. 13:00. Við stóðum þarna og spjölluðum létt saman. Veðrið var ágætt og síðar kom Katla vinkona hennar Særúnar líka í röðina. Hún var veik, með gubbupest eða eitthvað. Hún lét sig nú samt hafa það og kom í röðina. En halló, halló...haldiði ekki að það hafi verið hrópað UPPSELT þegar við stóðum rétt við dyrnar á Japís!!! Og það er ekki eins og við höfum verið aftarlega í röðinni, alls ekki. Hvað, voru seldir miðar fyrir fimm manns eða hvað!?!? Hversu margar íslenskar "stórstjörnur" létu taka frá fyrir sig miða eða "höðu sambönd"?!?!
Mér fannst þetta mjög súr og leiðinlegur, ílla meltandi biti!
En...þeir sögðu að það yrðu mjög líklega tónleikar kvöldið eftir og það yrði auglýst síðar í vikunni. En það er þó ekki 100%...
Baaahhh :(

En, ég átti þó ágætis stund með Særúnu í dag. Við ræddum um karlmenn, útsölur, tónlist, gamalt menntaskóla sprell og lög svo eitthvað sé nefnt. Við fórum á Svartakaffi og fengum okkur ljúffenga brauðsúpu. Smá sárabót.

Fékk þó helv.. háan símareikning...

Og ekkert bréf frá Morgan í dag...

Æji, það er best að ég þegi og haldi bara áfram að læra!

Úúú...Björk í nærmynd á sunnudaginn kl 21:55 í Sjónvarpinu!

mánudagur, nóvember 18, 2002

By the way...hann Bibbi er svo skemmtilegur penni! Endilega ef þið viljið hlæja aðeins þá skuluð þið fylgjast með pistlunum hans. Hann kemur manni alltaf til að brosa. Hann skrifaði allavega pistilinn um mig í útskriftarblaðið þegar ég útskrifaðist. Það var skemmtilega grófur texti sem ég varð aðeins að breyta í ritskoðuninni svo ég myndi ekki fá kennarana brjálaða í mig. Hvernig var þetta...Dúdda og Úrsúla eru búnar að grafa stríðsöxina...Dúdda þarf ekki að sitja undir kúlnahríð hjá honum Steingrími lengur...
Ég þarf að finna þennan texta og setja hann hérna á bloggið mitt.
Bibbi, þú ert snillingur!
sprell sprell.. mikið að gerast þessa dagana...

Ég sit uppí gestarúminu heima hjá mömmu og pabba og Hörður Gunnar liggur hrjótandi hérna við hliðina á mér. Jább, við erum ennþá í Borgarnesi sem þýðir það að við vöknum hér á mánudagsmorgun.
Ég var að vinna eins og mófó á Búðarkletti um helgina. Einnig reyndi ég að læra líka, en það tókst ekki nema í dag. Ég sat inni í bílskúr og lærði í allan fokkings dag og ég er komin með gigt eftir daginn. Þó sérstaklega í úlnliðinn þar sem að ég hlýt að hafa glósað einhverjar 50-100 blaðsíður skriflega í anatomíunni.
Það er fínt á sitja inni í bílskúr. Ég hef þarna stórt og fínt borð og stóla sem eru nýtt til sumars úti á palli en geymd inni í bílskúr á veturna. Hlýtt og enginn hávaði. Nema náttúrulega í rokinu úti en það er ekkert áreiti.
Rokið já, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að ég fór ekki til Reykjavíkur í kvöld OG mamma eldaði kjötsúpu. NAMMI, uppáhaldsmaturinn minn!
Sonja leit líka aðeins við hérna áðan. Ekki oft sem maður sér hana núna. Reyndar er hún að vinna út þennan mánuð í Hreðavatnsskála og svo kemur hún til höfuðborgar lýðveldisins í desember. Kúl, þá getur hún leikið við mig eftir áramót.
Jæja, það er víst byrjað að selja miða á Nick Cave tónleikana. Eins gott að drífa sig í að tryggja sér miða. Ég get líklegast ekki keypt miða fyrr en á þriðjudaginn. Er kanski byrjað að selja þá núna?? Veit allavega að þeir eru seldir í Japís.
Nú svo fer að líða að því líka að diskurinn með Worm Is Green verður gefinn út...um mánaðarmótin...og þá verða haldnir einhverjir tónleikar. Vonandi truflar það ekki prófin mín. Fyrsta prófið mitt er 3. des. Efnafræði takk fyrir. Svo er það líffærafræðin 6. des. Brrrrr...mig farið að kvíða fyrir. Samt eins og í kvöld. Ég lærði svo roooooosalega í líffærafræðinni að ég var farin að rumsa upp heilu latnesku nöfnin án þess að líta á mynd, hvað þá blað...þetta er allt að festast saman í heilanum, smátt og smátt.
Og svo er þetta líka pínu skemmtilegt :)
Jæja...ég er farin að sjá hyllingar af þreytu, best að farað lúlla.
Gute Nacht

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Búhúú again...
Er þetta vitleysa í mér? Já örugglega. Ég heyri ekki í Morgan í einn dag og ég naga á mér allar neglurnar.

Það eru tvær vikur eftir af skólanum, tvær! Og svo er bara að læra og læra fyrir prófin. Ætli ég verði sljó og bloggi bara þegar ég á að vera að læra? Það er alveg líklegt, allavega miðað við mitt andlega ástand í dag.
Samt, það er auðveldara að vakna á morgnana núna þegar ég er bara ein í köldu rúminu. Maður rýkur strax upp. Ekkert að nudda sér upp við hlýjan líkaman við hliðin á sér...búhúú..
Hörður Gunnar fór með mömmu og pabba upp í Borgarnesi í dag. Það er frí í leikskólanum á morgun og ég verð semsé extra einmanna í herberginu í nótt! Búhúú..
Vorkennið þið mér ekki? Nei, nei. Ég er í góðu lagi. Það styttist í jólin og þá fer ég út og húllúmhæ. Prófin verða búin og bara afslappelse. Fara svo bara að vinna, ef ég kemst ekki á næstu önn, og lifa rólegu, áhyggjulausu lífi. Ekki læra heima.
Ég held að ég hafi ekki tekið mér nógu langt frí frá skóla eftir fjölbraut. Ég var helv... lengi þar. Humm...ég byrjaði haustið 1994 í framhaldsskóla og kláraði stúdentinn í febrúar 2001. Það er helv... löng skólaganga. Þar sem að ég tók mér ekkert ársleyfi eða neitt svoleiðis. Ég var reyndar utanskóla eina önn, en hætti, þannig að ein önn er mínus frá þessum ferli, sem er ekki mikið.
Ég var bara að skrópa, lærði aldrei heima, varð ófrísk, var of mikið í félagslífi, var þunglynd, lenti í tveim verkföllum, rútuslysi, humm..hvað meira..peningalítil...búfokkinghú! Auma ég.
Reyndar var ég búin að snúa við blaðinu síðustu annirnar mínar, eftir að ég varð móðir. Þá setti ég smá drifkraft í skólagönguna og kláraði blessað námið, með heimalærdómi og engu skrópi. HA! Ég gat það alveg!
En ég var líka búin að fá mig alveg fullsadda af skólagöngu þegar ég útskrifaðist. Kanski hefði ég átt að taka mér aðeins lengra frí, eða hvað? Ég er kanski ekki bara þessa skólastúlka. Kann ekki að læra, skipuleggja mig og allt það. Ég er kanski best geymd í þjónustubransanum, hvort sem það er á bar eða veitingahúsi eða hóteli...hef alltaf virkað vel þar.
Ég átti mér líka lengi draum um að verða flugfreyja, ferðast um löndin og svona. En það er frekar erfitt með barn eða fjölskyldu yfir höfuðið. Vinnutíminn er ekki beint skipulagður eða reglulegur meina ég. Svo voru líka alltof mikið af fyrrverandi fegurðardrottningarstúlkum sem fóru í flugfreyjuna og það er ekki alveg mín ímynd.

Hmmm... hvaða útrás er þetta nú? Kanski er þetta kvíðinn á leiðinni og tími til að leita sér læknishjálpar... Achhh! Ég er farin að sofa og hætta að vorkenna mér, alein...

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Dagana 20. til 27. desember mun ég vera stödd í fjallaþorpinu Champery í Sviss.
Ég er búin að bíta þetta í mig!

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Búhúú...Morgan er farinn. Hann hringdi í mig rétt áðan á flugvellinum í Englandi og þar var hann að bíða eftir fluginu til Sviss, sem seinkaði um klukkutíma. Þetta er helv.. langt ferðalag fyrir hann. Hann vaknaði upp klukkan 6 í morgun og verður líklegast komin um ellefu-tólf til fjallaþorpsins í ölpunum. Hann virkaði allavega mjööög þreyttur í símann.
Ég viðurkenni það að ég felldi þó nokkur tár á leiðinn heim frá Keflavík. En ég var ekki sú eina sem grét. Hörður Gunnar sat aftur í og vældi næstum alla leiðina.. "Ég vill fara með Morgan, Morgan má ekki fara.." Sætt, ekki satt? :)
En það er nefnilega eitt sem ég þarf að farað gera núna, það er að panta ferð til Sviss um jólin. Jamm. Ég og Hörður ætlum að heimsækja hann í viku um jólin. Þannig að það er nú ekki svo langt þangað til ég hitti hann.

Nú fer að styttast í male-idol-ið mitt...

mánudagur, nóvember 11, 2002

Enn einn gleðibloggarinn bætist í hópinn. Bibbi bumba er staddur í Skotlandi og þarf að tjá sig fyrir vini og vandamenn. Hann fær að vera á "fame"-listanum mínum. Til hamingju með það Bjarni...

Annars átti ég mjög fullan laugardag! Það var semsé smá kveðjupartý fyrir Morgan og nokkrir góðir kunningjar komu í heimsókn til að hugga mig.
Ég var nú samt mjög hress og ekkert að reyna að vera þunglynd útí horni, heldur glampandi fín með IKEA jólaljósaseríur. Við vorum lengi bara þrjú, ég, Morgan og Berglind að staupa í okkur hina ýmsu skrítnu kokteila. Þegar fyrstu gestirnir komu, sem voru Sigrún og Ívar (þau eru best), vorum við orðin ágætlega hífuð...svona rétt fyrir klukkan tíu. Ég man bara að ég varð fljótt hyper-active með skemmtiatriðið í eldhúsinu og galdra. Síðan var sungið og dansað og DJ Dúdda var mætt á svæðið.
Einhverntíman um 2 leytið var ákveðið að fara niður í bæ...Humm...við fórum á Sportkaffi og drukkum meira og meira og dönsuðum meira... þangað til Dúdda litla fór og kastaði upp...mikið...of margir kokteilar...
Við Morgan fórum heim um 3 leitið..stutt stopp í bænum. Við keyptum okkur pizzu í pizzaturninum áður en við fórum heim, en ég borðaði ekki mikið af henni þar sem að matarlystin var frekar lítið og allt hringsnérist fyrir framan mig. Við lögðumst upp í sófa og byrjuðum að horfa á einhverja bíómynd...
Daginn eftir, um 12 leytið, vekur Morgan mig ljúflega og spyr mig afhverju ég sé liggjandi á gólfinu??? Þá höfðum við sofnað inni í stofu, liggjandi uppí sófa. Ég hafði greinilega dottið á gólfið, vafin í teppi. Morgan vaknaði og tók eftir því að hann lá í fötunum sínum uppí sófa og hélt að við hefðum verið að rífast eða eitthvað. Þá sá hann teppið á gólfinu og ætlaði að sofa bara áfram með teppið. En þá lá einhver þarna...ég!?!
Ég hafði ekki hugmynd um það afhverju ég lá á gólfinu, en eftir að ég vaknaði fékk ég svo mikið hláturkast að ég ætlaði ekki að geta sofnað aftur eftir að ég færði mig upp í rúm!

Já... þetta var fyndið. Ég er samt hress í dag, en ég efast um að ég geti drukkið kokteila aftur. Ever!
Takk góðu vinir fyrir komuna og góða skapið.
Þetta gladdi Morgan allavega og þetta var í rauninni partýið hans :)

Á morgun leggjum við af stað kl. sex í fyrramálið á Keflavíkurvöll. Þá munu tár falla...

föstudagur, nóvember 08, 2002

Ójá, ég ætlaði auðvitað að lýsa yfir gleði minni að Nick Cave skuli vera að koma til landsins.
Ég man bara að þegar ég sá hann og The Bad Seeds á hróarskeldu 2001, þá var ég með strútspínu og hroll niður hrygginn alla tónleikana og bros út að eyrum...
Hlakkar svo til!!!
Ég varð að taka eitt svona fáránlegt próf, kossapróf. Ég vissi ekki að ég væri svona rosalega góð kossageit...
(Morgan kallar mig oft geit, ég á það til að stanga hann harkalega með höfðinu þegar ég ætla að kyssa hann)

juicy kisserYou Are A Juicy Kisser!


Your lips are totally kissable baby, and you know how to use them.

You are the perfect kisser - with the right combo of lips and tongue.

It's important to flaunt it, so kiss early and often on dates!
How Do *You* Kiss?

More Great Quizzes from Quiz Diva

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Ég bætti honum Einsa inn á bloggið mitt núna. Bæði af því að hann setti link á mína síðu frá sinni og líka út af því að hann er barasta helv.. skemmtilegur penni!
Skilgreiningin á ástandi hans í dag er skemmtileg. Einar minn, þú ert ágætur!

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Hó hó, ég er risin upp úr veikindum. Það er reyndar soldið síðan, en ég var helv... slöpp alveg í heillangan tíma. Úff, það er langt síðan ég hef verið svona veik í mallanum.

Ég fór í skemmtilegt Halloween partý um helgina. Ég klæddi mig upp í pakistanska punjabinn minn og setti á mig svörtu hárkolluna og rauðan blett á mitt ennið. Þar var svo fullt af flottum búningum í partýinu, sérstaklega gestgjafarnir, rússnesk hjúkrunarkona með blóðslettur á pínulitla hjúkkubúningnum og risastóra sprautu fulla af Stroh rommi (80%), sem hún bauð öllum gestum uppá. Svo var maðurinn hennar mormóni, labbandi um með biblíuna í svörtum buxum og hvítri skyrtu og axlabönd. "Jesús vill tala við þig"...
Morgan var að vinna til rúmlega tólf, en þegar hann hringdi þá tókst mér að sannfæra hann um að koma með mér aftur í partýið eftir að ég sótti hann. Við fórum heim og fundum á hann búning, sem var hjúkkubúningur og ljósa hárkollu, en sú var sænsk en ekki rússnesk og hét Inga. Rallalrallarææjjj....skrall niðrí bæ!

Búhúúú....Morgan fer eftir helgi... *snökt*
Eftir að hann fer ætla ég að gerast moldvarpa. Ég fer bara út til að fara í skólan og leikskólan, út í búð til að kaupa nauðsynjar og helst ekki meira. Svo verð ég heima að læra öll kvöld og fer aldrei út að djamma um helgar. Ég ætla að spara pening og borða sem minnst. Hörður Gunnar fær alltaf nóg af mat í leikskólanum þannig að hann þarf ekki mikið á kvöldin eftir að hann kemur heim. Já. Ég ætla að gerast moldvarpa þangað til prófin eru búin...

Humm...ég var að fá undarlegt símtal...Ég var beðin um að taka frá þriðjudagskvöld fyrir fund. Fundur um einhverja vinnu, sem er unnin heima og peningar fást fyrir...Sándar vel fyrir fátæka námsmanninn, en þorir maður að fara í eitthvað svona. Ég náttúrulega get ákveðið það eftir þennan fund, þá ætti ég að vita eitthvað um þetta. En ef það er eitthvað, þá er ég ekki fégráðug manneskja og geri ekki hvað sem er fyrir peningana!

ójá...