miðvikudagur, október 30, 2002

Talandi um að detta niður dauð á eftir!

Ég er aumingi aumingjana núna, með hrikalegan niðurgang og gubbupest frá helvíti!
Ég get rétt svo setið uppi núna af því að ég er nýbúin að æla.
Annars hef ég legið í allt kvöld veltandi um í rúminu í fósturstellingunni og hlaupandi á klósettið af og til.
öööö......mér líður ílla í mallanum....
:$
Hann á afmæli í dag....Hann á afmæli hann Hörður Gunnar...Hann er þriggja ára í dag!!!

Morgan var svo sniðugur að baka stóra súkkulaðitertu í gærkvöldi og skreyta hana með stórum þristi (3) og þrem kertum. Síðan vöknuðum við klukkan sjö í morgun og náðum í kökuna, kveiktum á kertunum og fórum inní herbergi syngjandi afmælissöngin fyrir guttan. Hann vaknaði, nuddaði stýrurnar úr skökkum augunum og sagði...ég á afmæli í dag og hefur verið eins og biluð plata síðan, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag....
Við gáfum honum feitan súkkulaðikökubita og mjólkurglas klukkan rúmlega sjö og hann var eitt stórt bros. Ohh...hann Morgan er svo sniðugur!

Sigrún og Ívar komu í heimsókn í gær :) Það var gaman að sjá þau, sérstaklega því að langt er síðan við sáum síðast og sprelluðum yfir snakki! Hún Sigrún kom með þessa FÍNU lopapeysu, bláa á litin, hneppt með silfurhnöppum, alveg eins og mér hefur alltaf langað í! Vildi óska að ég kynni að prjóna svona... Sigrún, mundu bara að rukka mig eftir mánaðamót! Já þau voru hress. Ég var með skemmtiatriði a la Ace Ventura (klikkar ekki þegar Sigrún er nálægt) og saltstengur og pepsi. Ljómandi fínt!

Ég er að hugleiða það að vera í Sviss um jólin og taka Hörð Gunnar með mér. Ég er líka búin að gera plan uppá framtíðina. Ef ég kemst ekki áfram á næstu önn í hjúkrun, þá ætla ég að vinna á einhverju elliheimili eða spítala eða við einhverja umönnun þangað til næsta vetur. Þá annaðhvort fer ég aftur í hjúkkuna hérna eða þá að ég flyt erlendis og fer í hjúkkunám eða eitthvað annað nám (ef ég finn eitthvað meira spennandi). Mér líður betur þegar ég veit aðeins hvernig vegurinn er framávið...ekki kvíðatilfinning...

Ég meira að segja er ekki þreytt, þrátt fyrir að hafa sofið í kanski 2-3 tíma í nótt. Ég er hinsvegar með námsbækur uppi, full af orku!
Svo dett ég örugglega dauð niður á eftir...

sunnudagur, október 27, 2002

Komiði blessuð og sæl elskurnar mínar!

Ég átti MEST kósý kvöld í gærkvöldi. Ég fór ekki út á þetta vanabundna djamm eins og alltaf um helgar, heldur hélt ég mig heima með rauðvínsflösku, góða bíómynd, kertaljós og ristaðbrauð og snitterí...og auðvitað kærastan minn :)
Ójá, mér líður ágætlega núna og get ekki kvartað. Þetta var svona "við erum ein heima" fílíngur eins og maður upplifaði stundum í foreldra húsum. Gaman af því!
Ég fór líka í heimsókn til Særúnar pæju á föstudaginn. Við spjölluðum saman og skoðuðum myndir hjá hvorri annarri, rifjuðum upp gamla MA tíma og svoleiðis. Og svo þurfti ég aðeins að hella úr vorkunnsskálum mínum, en það lagaðist. Hún gaf mér vínarbrauð og kaffi og lánaði mér líka DVD myndir til að glápa á í vonleysisköstunum. En það var nú ekki í vonleysiskasti sem ég horfði á myndina í gær. Ég var ánægð, hamingjusöm og er það enn! Ekkert vonleysi. Ég meira að segja var að læra í gær, með slökkt á sjónvarpinu, borðaði grjónagraut, á laugardagskvöldi! Magnað...

Það er gott þegar það birtir til inn á milli í lífi manns. Það sé ekki bara alltaf sama þunga skammdegið. Þess vegna hef ég alltaf getað komið mér á rétt ról eftir vont ról. Ég næ alltaf að tosa mig uppúr þessari svörtu holu sem ég virðist alltaf detta í af og til.
Úff...nóg af þessu bulli, bara the bottom line is: Mér líður vel!
:)

laugardagur, október 26, 2002

En núna þýðir ekki að sprella meira á netinu. Ég verð að fara yfir vessakerfið, ég missti alveg af þeim kafla þegar ég var veik heima einn dag. Úff..hvað er ég að gera, þetta er svo rooooosalega mikið efni í líffærafræðinni að ég fyllist alltaf meira og meira vonleysi við að sjá fleiri og flóknari kafla... Humm! Það kemur í ljós hver niðurstaðan verður úr þessu námi. Bara helv... súrt að maður fær ekki að vita einkannir og hvort maður hafi komist áfram í clausus fyrr en í janúar! Þannig að þá verður maður gjörrrusvovel að redda sér öðru hobbíi. Mig dauðlangar að fara bara í jazz-söngnám, en hvaða framtíð er í því??? Allt sem ég hef áhuga á er eitthvað sem hefur ekki mikið uppá að bjóða í framtíðinni. Fúlt, súrt, klúrt!

By the way...mér líður ekki ílla í dag, mér líður vel bara :)
Vog - Félagsmálamaður og diplómat sem vill bæta heiminn

Vogin er félagslynd og hugmyndarík. Hún er jákvæð og vingjarnleg og iðulega kurteis, ljúf og þægi-leg í umgengni, enda leggur hún áherslu á samvinnu. Hún er oft ágætur diplómat eða sáttasemjari. Vogin vill vega og meta og sjá fleiri en eina hlið á hverju máli. Hún er því oft sanngjörn og víðsýn, en er stundum lengi að taka ákvörðun og á því til að vera óákveðin. Þegar hún er hins vegar búin að ákveða sig er hún föst fyrir og ósveigjanleg. Sumar Vogir eru ráðríkar, en nota þá bros og rökræðu til að sannfæra aðra um réttmæti skoðana sinna (hin ljúfa frekja). Vogin er oft listræn eða leggur a.m.k. áherslu á að hafa fegurð í umhverfi sínu. Henni fellur illa við grófleika og ósamræmi. Einkennandi fyrir Vogina er sterk réttlætiskennd og það er helst að hún reiðist þegar hún sér aðra beitta órétti. Hún stendur því oft framarlega í baráttu fyrir réttlætismálum. Voginni fellur best að fást við huglæga vinnu og hefur hæfileika til að taka frumkvæði á félagslegum sviðum og láta samvinnu ganga vel.

...þetta á ágætlega við mig...

föstudagur, október 25, 2002

Ótrúlegt hvað dagarnir geta verið misjafnir. Ég stekk úr blissandi hamingju niður í svartasta og djúpasta þunglyndi...
Onei...mér líður ekki vel í dag :(

fimmtudagur, október 24, 2002

Kúkalabbi og skeina!

Ég þoli ekki mitt núverandi ástand. Ég er Blönk! og ég nenni aldrei að læra, ég er ennþá með bólur á andlitinu og ég bíð bara eftir því að leggjast inná KLEPP!
Mig vantar að tala við Sigrúnu....heyrir þú í mér?!

Annars er alltaf nóg að gera. Ég er boðin í partý, eins og venjulega, um helgina heima hjá Árna Teit. SkYlDuMæTiNg þar sem að hann Gvendur verður kominn til landsins og feiki mikið fjör í gangi þar þá. Ég hef ekki hitt Gvend síðan í sumar einhverntímann... það er sko sprellari af Guðs náð!

Afi minn á Akureyri hefði átt afmæli í gær ef hann hefði verið á lífi. Blessuð sé minning hans. Mér gekk meira að segja rosalega vel í efnafræðinni í gær. Hann afi var örugglega hjá mér og hjálpa mér, hann var nú einu sinni tannlæknir og ætti að kunna eitthvað í efnafræðinni :)

Annars átti ég ljúft kvöld í gærkvöldi. Morgan pantaði borð fyrir okkur á Sommelier vegna þess að við gerðum ekkert sérstakt á afmælisdögunum okkar. Við fengum fimm rétta máltíð með vínsmökkun og fræðslu með hverjum rétti. Rooooooooooosaaaaleeeegaaaa gott! Mæli sterklega með þessum stað, reyndar einn dýrasti staðurinn á landinu, en hann er peninganna virði! Ég fann hvernig vínið passaði alltaf með hverjum rétti, fullkomlega. Sævar, sem er besti sommelier Íslands, var að fræða okkur um vínið. Besti matur og besti staður sem ég hef upplifað.

Svo er ég búin að vera heima í allan dag með strákinn. Hörður Gunnar hóstaði svo rosalega í alla nótt og svo kvartaði hann yfir magaverk og drullaði þokkalega í þokkabót. Svo sat hann og horfði á Ace Ventura svona 10 sinnum í dag! Hann situr stjarfur allan tíman fyrir framan skjáinn, ótrúlega fyndið...Jim Carrey er heldur ekki venjulegur maður! En guttinn er ekki óhress lengur. Hann hoppar út um allt og er syngjandi á fullu. Hann fer beinustu leið í leikskólan á morgun.

Ég ætla að kíkja í heimsókn til Særúnar á morgun. Hún á eftir að sýna mér allar þessar 70-80 myndir sem hún tók í parýinu sínu um daginn. Fróðlegt að sjá... Það var svo gaman að hitta hana og Helgu eftir öll þessi ár. Við vorum like this!!! (vafnir fingur)
Æj...ég keypti mér vorkunnsemis gotterí. Ég ætla að fá mér royal súkkulaðibúðing núna.
Ble.

mánudagur, október 21, 2002

Ójá...Til hamingju með afmælið Axel!
Frunsa, bólur, hálsbólga og blæðingar....svona líður mér í dag.

Ég átti ósköp venjulegan dag á laugardaginn, afmælisdaginn minn. Ekkert sérstakt gerðist. Morgan var að vinna.
Reyndar kvöldið áður átti Morgan afmæli (þann 18. okt.) og hann var líka að vinna þá. En hann kom heim úr vinnunni um miðnætti og þá var ég búin að þrífa allt heima voða fínt og baka gulrótarköku og sitja 24+4 kerti á kökuna. Svo áttum við bæði afmæli og fögnuðum því með smá bjór. Horfðum á sjónvarp og fórum svo að sofa því Morgan þurfti að fara að vinna klukkan ellefu daginn eftir.
Á laugardaginn skrapp ég uppí Borgarnes og mamma og pabbi gáfu mér brauðrist. Síðan fór ég aftur suður og Jóhann bróðir kom með mér. Ég skellti mér síðan á tónleika í laugardalshöllinni um kvöldið með Árna Teit, Lísu og Gumma. Það voru allt í lagi, en samt langir og þreyttir tónleikar... Ég nennti ekki að vera þarna til þrjú þannig að ég fór niður í bæ um eitt-hálf tvö og hitti þar Morgan og vinnufélaga hans. Þeir voru hressir og kátir en ég var edrú og þreytt. Það leið samt ekki á löngu þar til ég var alveg á eyrnasneplunum því þeir buðu mér endalaust í glas. Ég var alltaf með svona 3 til 4 glös fyrir framan mig! Kokkar og þjónar þurfa alltaf að prófa sig áfram í kokteilum og drykkjum...
Við enduðum heima klukkan eitthvað (ég hafði ekkert tímaskyn) og við tókum pizzur með okkur úr pizzaturninum niðrí bæ heim. Síðan horfðum við aðeins á Ace Ventura 2 og hlógum mikið. En svo vaknaði ég daginn eftir með mestu þynnku í heimi...skjálfandi, rauðbólgin í framan og með höfuðverk dauðans!
En það var samt mjög gaman þarna um kvöldið, ég var allavega sprellihress. Ég var sko næstum farin heim að sofa eftir tónleikana í höllinni, ég var svo þreytt.

Núna var ég heima því ég var algjört hræ þegar ég vaknaði í morgun. Fór með Hörð í leikskólan en snéri svo við og fór aftur upp í rúm með hor í nefi.
Sonja kom í gær og eldaði góðan mat til heiðurs mér. Það var ljúft. Við sprelluðum mikið og hlógum mikið. Alltaf fjör þegar Sonja er nálægt, aldrei lognmolla. Takk Sonja.
Núna er ég aðeins að hressast og ég held ég fari bara í skólan á morgun. Ég verð samt að vera hress á miðvikudaginn. Morgan ætlar að gefa mér flotta máltíð og vínsmökkun á Sommelier á miðvikudagskvöldið í afmælisgjöf! Hlakkar til.... Ég gaf honum bara lásí gulrótarköku og egils gull í afmælisgjöf..en hann sagði að þetta hafi verið besta afmæli sem hann hefði upplifað í langan tíma! :)

Úfff...en nú þarf ég að læra! Humm..ætli námið komi ekki skrautlega út hjá mér í prófunum...

þriðjudagur, október 08, 2002

Hvítlaukur!!!

Ég og Berglind erum búnar að vera latar í dag. Sofa, stara í loftið og kaupa ömmupizzu og hituðum í ofninum. Ég afrekaði samt að búa til helv...fína hvítlauksolíu og núna er þó nokkuð mikill fnykur af hvítlauk í loftinu. Vonandi líður ekki yfir Morgan þegar hann hittir okkur seinna í kvöld...

Hörður Gunnar þessi elska er búin að vera rosalega duglegur í dag. Bleyjulaus! Ég er búin að vera að láta hann striplast um á nærbuxum eftir að hann kemur heim úr leikskólanum. Það er búið að pissa í sófan, á gólfið, í rúmið, í buxurnar og fleira...skúra hér og skrúbba þar. En í dag! Hann er búinn að hlaupa sjálfur á klósettið, tvisvar og pissaði sjálfur! Mjög fyndið þar sem að hann nær rétt svo yfir setuna :) Ekkert í buxurnar og ekkert á gólfið.

Iceland Airwaves nálgast. Worm is Green verður að spila í Iðnó á fimmtudagskvöldinu 17. október klukkan 21:30 minnir mig, (bandið sem ég er í...). Annars er hægt að skoða þetta allt saman á Airwaves linknum mínum. Allir að mæta! Svo erum við búin að vera að taka upp plötu sem kemur út fyrir jól, við verðum semsé í jólaflóðinu...fyndið.
Já, það er gaman af þessu.
Svo er verið að gæla við það að halda afmælispartý þessa airwaves-helgi þar sem að ég á afmæli 19. október og Morgan á afmæli 18. október. Allir að hafa það í huga...ef einhver les þetta..hehe... :)

Jæja, ég ætla að skella mér í notalegt heitt bað þar sem að ég er að drepast í baki og vöðvabólguveseni. Kanski ég ætti að reyna að gera eitthvað við þessum hvítlauksandardrætti...gott te eða bursta tennurnar í klukkutíma og fá mér hálsbrjóstsykur.
Svo er það "Eins og skepnan deyr" á stöð tvö á eftir! Hef ekki séð hana í mörg ár...man að hún var eitthvað spúkí...vúhúhúúú..

þriðjudagur, október 01, 2002

Fjallafenomenom, gef mér Fanta-Lemon!

...nú er ég komin með bakteríuna...
Ég var að koma heim úr skólanum, stuttur dagur, þriðjudagur.
Ég tók strætó heim eins fljótt og ég gat. Ég ætlaði að ná í bílinn minn hjá Sommelier eða Kaupfélaginu en ég fann hann ekki. Ég gat ekki leitað meir, ég var að DREPAST í maganum. Ég hljóp inn í næstu fimmu og settist í keng í næsta sæti. Svo klöngraði ég út úr strætónum þegar hann var kominn á langholtsveginn fyrir framan drekavog. Ég hljóp eins og Quasimodo heim og beint inná klósett....þar átti ég hræðilegar hægðir!!!!
Núna líður mér aðeins betur. Það er bara greinilega einhver helvítis magakveisa að ganga. Morgan er líka búinn að vera að kvarta, ælandi og læti. Eitt er víst að það verður ekki djammað næstu helgi! Hvíld og lærdómur!
Ég hélt ég ætti kók eða eitthvað til að róa litla magann minn í ískápnum, en það var því miður nokkurra daga gamalt og var ekki mjög bragðgott og lítið gos í því.

Annað mál...HALELLÚJA! Við fáum þvottavél á morgun!!! Loksins, loksins. Ég auglýsti eftir þvottavél og það hringdi maður í mig í gær. Hann sagðist vera fráskilinn og var búinn að búa einn í mörg ár og þvoði semsagt mjög lítið í sinni þvottavél. Síðan kynntist hann konu og þau fóru að búa saman og áttu því miður of mikið tvennt af öllu. Hann vildi semsé selja mér lítið notaða Siemens vel á 15.000 krónur! Sátt við það, hann ætlar meira að segja að koma með vélina hingað! Ég þarf ekki að sækja hana eða flytja hana sjálf! Magnað.

Æj..ég þarf að komast og ná í bílinn minn. Magaverkurinn er horfinn. Svo þarf ég að athuga bankamál! Þá kemur örugglega annar magaverkur...