föstudagur, september 27, 2002

Úfff..morð í Reykjavík og það rétt hjá leikskólanum hans Harðar Gunnars!

Velkomin í höfuðborg lýðveldisins Dúdda.
Annars verð ég nú að segja það að mér líður vel heima hjá mér. Mér finnst ég eiga heima í Reykjavík. Ég sem var alltaf svo "hrædd" við þessa borg og var alltaf viss um að ég myndi ekki tolla lengi hérna. En strax frá fyrsta degi leið mér vel og mér líður alltaf betur og betur. Líka með mitt eigið heimili og mínar ákvarðanir, ekki foreldra minna...
Þau eru nú ágæt greyin, mamma og pabbi, vilja alltaf taka Hörð núna um helgar, sakna hans svo mikið.

En Guð hvað ég er úldin eitthvað. Ég byrjaði full af orku í dag að læra. Ég var að lesa bók um siðfræði og varð síðan svo rosalega kalt að ég lagðist upp í rúm undir teppi með bókina. Allt í einu sofnaði ég í smá stund þangað til Hörður Gunnar vakti mig með leiðinlegu væli. Þá varð ég svo pirruð að ég varð fúl og svo hálfpartin þunglynd. Þá fór ég að hugsa um hvað Geir sleppur alltaf auðveldlega frá sínu föðurhlutverki.
Morgan er sko búin að taka við stóru hlutverki í lífi Harðar. Hörður er alltaf að kalla á hann og honum finnst alltaf svo gaman að vera með honum og leika við hann. Það finnst mér líka alveg frábært. En auðvitað er það sorglegt líka hvað Geir missir af miklu. Hann er að missa af uppeldi sem á eftir að hafa áhrif á Hörð það sem eftir er. Mótunarárin er í gangi hjá honum. Það er sorglegt ef hann vill ekkert vera hjá pabba sínum af því að hann þekkir hann svo lítið... skiljú?

Haldiði að Geir hafi ekki hringt akkúrat núna! Hann var að spekúlera hvort að ég væri eitthvað á leiðinni uppí Borgarnes um helgina. Ég sagðist KANSKI vera að fara á morgun, þá snemma, um 10 leytið. Þá spurði ég hann hvort hann gæti eitthvað verið með hann um helgina. Hann sagðist kanski geta verið með hann á morgun og svo skilað honum aftur um kvöldið. (Hann er sko að vinna á sjónum alla helgina, alla daga, lítið líf í gangi þarna). Ég hugsaði bara að það væri lítið sem ekkert gagn. Bara þvælingur á stráknum sem hann hefur ekki gott af. Ef hann getur ekki verið með hann í þrjá daga, bara þrjá tíma, þá getur hann alveg sleppt þessu! Æji, ég er kanski að "over-reacta"....
Hann ætlaði allavega að hringja aftur í kvöld og ræða þetta betur. Kanski getur hann reddað pössun.

Ég get ekki reddað pössun þessa helgi. Það er búið að bjóða mér í gæsapartý og svo þarf ég líka að læra mikið. Það er vont að læra með vælandi krakka við hliðina á sér (hann er nú samt ekkert alltaf vælandi) eða þá það er líka leiðinlegt fyrir Hörð að hanga inní í marga tíma og gera ekki neitt meðan mamman er að læra á fullu og ignorar hann. Svona er þetta nú. Mamma og pabbi hefðu nú passað fyrir (ekkert mál, þau eru alltaf til í það) en þau voru bara að fara norður til Akureyrar um helgina. Þannig að...hummm.

Annars datt mér annað í hug. Martha smarta litla frænka mín. Hún er alltaf til í að passa. Kanski ég ætti að hringja í hana og spyrja hana hvort hún gæti verið með strákinn á morgun og sunnudaginn. Veit ekki...kemur í ljós...

Jæja. Hörður Gunnar er búin að þvo rassafýluna af sér í baðinu. Best að taka hann upp úr og fara svo og borða eitthvað.

mánudagur, september 23, 2002

Hæ aftur!

Það mætti alveg segja að ég sé í leyfi frá bloggi núna þessa dagana. Ekki er hægt að hangsa mikið hér, en núna hef ég smá tíma þar sem að ég er að reyna að hlaða inn einhverju drasli í tölvuna mína svo að ég geti náð í glósurnar mínar á netinu.
Ég er líka búin að vera voða bissí síðustu viku útaf leikskólaaðlögun Harðars. Hann byrjaði í síðustu viku og er núna sem betur fer komin á fullt. Ég hinsvegar þurfti að sleppa síðustu viku í skólanum þar sem ég þurfti að vera viðstödd í leikskólanum og svo vorum við þar í stuttan tíma og þá hafði ég engan til að passa fyrir mig á meðan og vesen og svo framvegis...
En ég lærði þó aðeins heima og fékk ekki mikið samviskubit, bara smá... Hinsvegar fór ég í skólan í morgun og mér sýndist það vera fækkun í hópnum...eða? Allavega voru mörg laus sæti miðað við síðast þegar ég var í tíma. Það er ágætt. Því færri sem eru í hópnum, því meiri líkur eru á því að ég komist áfram á næstu önn!
Morgan fékk vinnu á Sommelier þessa fáu daga sem hann verður hérna á landinu þangað til hann fer til Sviss. Fínn staður, einn af topp-veitingastöðum landsins. Hann var að deyja úr eirðarleysi hérna áður en hann fékk vinnuna.
FOKKKKK!!!!
Það slitnaði sambandið sem þýðir það að ég missti allt sem var búið að hlaðast niður og núna nenni ég þessu ekki lengur! Verð bara að fara á bókasafnið og prenta þetta út þar!!! Fokk fokk fokk!!!
Jæja. Ég verð þá víst að hætta þessu hangsi og fara að læra.

Adios!

fimmtudagur, september 12, 2002

Það er komin helgi...eða svona næstum. Ég er ekki í skólanum á föstudögum en ætti samt að vakna snemma og fara að lesa. Það er mikið að gerast, mikill lestur, mikill fjöldi nema sem keppir um topp 65 sætin í hjúkrunarfræðinni. Allir eru baráttuglaðir og spyrja og forvitnast eins og þeir geta hjá kennaranum. Ég hef aldrei verið svona duglega að glósa áður! Það er svona, maður þroskast aðeins. Það er ekki eins leiðinlegt að læra efnafræði núna eins og það var þegar ég byrjaði í menntaskóla. Þá bölvaði maður því endalaust að þurfa að taka einn lúsaralegan efnafræði 103 á málabraut!!! "Ég á sko aldrei eftir að þurfa að nota þetta!!!" Hugsuðu margir...

Nú er annar tími. Ég fylgist með öllu af áhuga, fyndið, ég hef ekki fundið fyrir svona áhuga áður. En þó svo að ég sé alveg fullviss um það að komast áfram og vera sterkur nemandi, þá get ég ekki annað en reynt að finna mér eitthvað backup plan. Ég meina, ég verð að gera eitthvað af viti ef ég kemst ekki áfram næstu önn. Heimspekin heillar mig lúmskt, ótrúlegt en satt. Ég hélt actually að þetta myndi verða leiðinlegasta fagið. Heimspeki og siðfræði, það er spennó. Annars veit ég ekki. Þetta er voða gaman svona fyrstu vikurnar kanski og svo er ég alveg að fara að æla eftir nokkrar vikur...eða hvað?!

Á morgun verður dáltið að gera. Undirbúningur fyrir 25 ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba er í gangi. Veislan verður á laugardaginn. Verst að ég missi af giggi á laugardagskvöldið með Worm is Green. Hey! Við vorum að skrifa undir plötusamning í gær hjá Thule, víhííí fyrir okkur! En það verða fleiri gigg. Við verðum líklegast að spila á Nasa á Iceland Airwaves. Frakklandsferðinni var kansellað. Við vorum eiginlega bara fegin. Þetta var vond tímasetning fyrir okkur flest öll og svo var þetta allt frekar sheikí þar sem að allt var frekar óvíst og svona...Ég meina, þetta er í annað skipti sem þeir hætta við þetta, tveim vikum fyrir giggið!!

Jæja. Pítsa er á leiðinni. Letikvöld í Drekavogi.

föstudagur, september 06, 2002

Guðríður er risinn upp frá dauðum!!!

Vá maður. Ég er flutt suður. Ég er byrjuð í háskólanum. Ég er með stóra frunsu á vörinni út af kvíða og stressi. Í gær fékk ég mér símanúmer sem ég man ekki hvað er, en ég kemst allavega á netið. Víhaaa!!!
Já. Moggin er kominn. Ég og Berglind og hann erum búin að vera´ð reyna´ð gera íbúðina okkar huggulega og fína. Ég verð að segja að hún er virkilega fín íbúðin, nánast fullkomin. Nema, okkur langar að mála eldhúsið...og...OKKUR VANTAR ÞVOTTAVÉL!!!! Ef einhver vill losna við þvottavél, látið mig vita...

Annars hef ég ekki mikið að segja frá núna. Það er bara mikið að gera í skólanum, þá meina ég við að lesa og glósa og skilja ensku og læra líffærafræðina...
Hörður Gunnar kom í heimsókn í dag. Við ætlum að hafa hann hjá okkur um helgina. Leikskólinn hérna í bænum getur ekki tekið við honum fyrr en 16. september. Hann verður þá hjá mömmu og pabba á meðan. Ég þarf að fara að kaupa nýtt rúm handa honum. Rimlarúmið hans var farið að merkja hann með röndum...ekki nógu sniðugt. Annars er þetta dýr mánuður. Það er dýrt að starta. Símanúmer, hillur, hreinsidót, matur, gardínur, áhöld í eldhús...það er bara ýmislegt sem vantar og það safnast fljótt upp stór upphæð! Jæja, það er allavega skárra að það sé september mánuður, ég á held ég mestan pening þá, en í framtíðinni...ekki mikinn.

Það er brjálæðislega gott veður úti þannig að ég nenni ekki að sitja hér við tölvuna. Ég er búin að reyna að hafa opna glugga og svalahurðina til að hleypa hlýja loftinu inn. Það eina sem virðist koma hérna inn eru stórir feitir geitungar!!! Það eru búnir að koma 3 geitungar inn í dag! Það er einhver faraldur í gangi..hmmm.. Ég ætla bara að skella mér út í göngutúr.
Lifið heil elskurnar mínar.