sunnudagur, ágúst 25, 2002

Ég er í fýlu út í bílinn minn núna! :(

Ég er búin að vera með bilaða miðstöð í bílnum núna síðan um síðustu páska. Það blæs bara köldu og því er mjög vont að vera keyrandi í kulda úti. Svo er líka búið að vera eitthvað hitavesen í gangi. Ef að bíllinn stendur kyrr í gangi á smá tíma, þá ofhitnar hann og rautt ljós blikkar og læti. Þá þarf ég að drepa á honum og baahhhh!
Í dag ætlaði ég að skella mér út á Skaga til Árna Teits að syngja. Þegar ég sest inn í bílinn minn og ætla að fara að starta honum þá er hann barasta steindauður og ekkert gerist! Helv.. djöf... ands....!!!!!! Vá hvað ég varð pirruð! Það er ekki eins og ég hafi efni á því að fara með hann í einhverja meiriháttar viðgerð, framtíðar fátækur námsmaður! En Beggi frændi kom hingað angandi af Tuborg og reddaði mér startköpplum og Mummi frændi kom á bílnum sínum með rafmagnið. Síðan komst bíllinn í gang og ég dreif mig út á Skaga.
Þegar ég ætlaði heim aftur þá var bíllinn aftur dauður og ég þurfti að biðja pabba hans Árna Teits um að starta bílnum aftur! BAHHHHH!! Svona vesen gerir mig brjálaða. Nenni ekki svona veseni. Líka út af því að ég er hundrað sinnum búin að reyna að biðja þá á GH verkstæðinu um að hjálpa mér og mér finnst ég vera að tala við heiladauða þarna á verkstæðinu. Þeir geta ekkert aðstoðað mann eða sagt manni neitt og hafa engann tíma til að laga bílinn!!!
Fojj hvað ég er reið!
Verð að fara og kæla mig niður...

laugardagur, ágúst 24, 2002

Vá maður, þvílíka þynnku hef ég aldrei upplifað!

Það varð allt vitlaust í gær! Nene, það varð bara óvænt staffapartý í gær. Bjór og hvítvín flæddi útum allt. Ég sat og drakk bjór frá átta um kvöldið til ca tólf. Þá ákváðu þau allt í einu að fara á Dússabar og fá sér að borða. Við höfðum ekkert borðað heldur síðan í hádeginu. Það var flott. Pöntuðum okkur pizzur og sátum í gróðurhúsinu hans Axels. Fullt af nammi líka og læti. Allavega, þegar við ætluðum að fara á Dússabar, þá stóð ég upp og komst þá að því hvað ég var orðin verulega drukkin. Ég dinglaði á löppunum út og út í bíl hjá Sigrúnu. Hún vildi endilega keyra mig heim en ég þrjóskaðist og settist inn með þeim á Dússabar. Ég settist ekki niður í eina sekúndu þarna inni, heldur bað ég Sigrúnu um að keyra mig heim, ég væri alveg búin... Þegar ég kom heim hlóu bara mamma og pabbi að mér. Ég var veltandi hérna um, full af ógleði, reyna að leita að skúringarfötunni til að hafa við rúmið. Reyndi að finna símanúmerið hjá Morgan í Svíþjóð. Lagðist upp í rúm, veltandi um með síman og reyndi að hringja til Svíþjóðar. Sem betur fer náði ég ekki sambandi, veit ekki afhverju, allavega man ég bara að ég var eitthvað að bölva sænskri símakonu. Síðan lagðist ég á hliðina og það slokknaði á mér.

Þegar ég vaknaði í morgun, með hálfa málninguna á andlitinu, var ég með höfuðverk dauðans! Ég leit í kringum mig, það láu föt út um allt á gólfinu, það var ennþá kveikt á lampanum mínum og það var galopin hurðin að herberginu. Úff..ég gat ekki staðið upp. Pabbi þurfti að koma með verkjatöflu til mín. Svo lá ég dálitla stund þar til hún fór að virka svo að ég gæti staðið upp. Nei nei, þegar ég stóð upp þá fór maginn af stað. Ég lá yfir klósettinu og reyndi að æla, en það kom bara ógeðsleg bjór-gall-sýru-froða upp sem ég kúgaðist ennþá meira að sjá. Síðan dreif ég mig í sturtu til að fríska upp á mig. En eftir sturtuna fór maginn aftur af stað! Ég henti mér yfir klósettið og ældi meiri froðu sem var blá á litinn!? Jæja, ég hef ekki ælt meira, en ég er ennþá með einhverja helv.. velgju í maganum. En hún fer samt mínnkandi.
Sem betur fer, því mamma er að elda ítalskan kjúkling og humar! Nammi namm, ég er til í það og ég vona að maginn minn sé líka til í það. Vantar bara kók í mallan. Verð að kaupa mér...Svo ætla ég að horfa á Lord of the Rings á eftir. Jóhann bróðir snillingur keypti sér DVD myndina.

Sprell...í veikari kantinum núna.

föstudagur, ágúst 23, 2002

Í dag er síðasti vinnudagurinn! Núna er bara sprellað, engin alvara í vinnunni. Ég mætti áðan með kúrekahatt á hausnum og öskraði "Íííííhhaaaaaa!!!" og allir fóru að hlæja. Það var gott. Síðan bakaði ég púðursykurstertu í gærkvöldi og skreytti hana með súkkulaðispænum og smarties. Ég skrifaði Sprell á kökuna. Svo förum við á eftir í pikknikkið og borðum svo kökuna í kaffinu klukkan fjögur í dag....
Þetta verður góóóóður dagur!

Meiri fréttir síðar.

fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Lenti í helv.. fínu afmæli í gær! :)
Þetta var semsagt Kata vinkona hennar Sonju sem varð 25 ára í gær. Afmælið var haldið í sætum bústað rétt hjá Borgarnesi. Mamma Kötu hafði smurt alveg tonn af brauði með kæfu, osti, grænmeti, eggjum og fleira. Það lá á víð og dreif um sumarbústaðinn svo fólk gæti nartað í um kvöldið. Síðan voru víst grillaðar pylsur og læti áður en við Sonju komum. Ekki nóg með það, heldur kom hún með fulla skál af kartöflumús í desert þegar allir voru búnir með pylsurnar!? Skemmtileg kona þarna... Svo var mamma hennar líka búin að kaupa fullan poka af drasl-skartgripum á einhverjum markaði. Það var mjög fyndið. Allir í afmælinu voru með stórar gullkeðjur um hálsin, feita hringa á puttunum, gígantíska eyrnalokka, ljótar nælur hér og þar! Mjööög fyndið. Allir fengu skart...það var nóg til!
Síðan var sungið og sungið og sungið allt kvöldið. Sprellifjör. Ég stóð meira að segja upp og söng lag með Edith Piaf, "La vie en Rose" fyrir afmælisbarnið, því hún var svo skemmtileg. Eftir mikinn söng og eurovision upprifjun, þá fórum við öll út í myrkrið með stjörnuljós og sungum afmælislagið því klukkan var orðin tólf. Hamingja, hamingja! Síðan var ég komin heim um eitt leitið, dauðþreytt, en ánægð með gott kvöld.
Sonja svíkur engan...

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Ég get svo auðveldlega hneykslast eða er ég alveg með réttu ráði og er þetta alveg rétt hugsun hjá mér???

Mér finnst eins og MAMMON ráði ríkjum í hugsanahætti fólks. Ég er til dæmis mjööög oft spurð að því í dag hvort ég sé að fara í skóla, af því að allir í borgarbyggð vita að ég er að hætta að vinna á bókasafninu. Ég svara því náttúrulega játandi og segi af fyrra bragði að ég sé að fara í hjúkrun af því að ég veit að það er næsta spurning; "Hvað ætlar þú að fara að læra?". Ég fæ yfirleitt alltaf sama svarið þegar ég segi hjúkrun...."Það er nú ílla launað maður!"
Common! Ég er bara greinilega ein af fáum sem hugsar um eitthvað annað en peninga. Ég er fyrst og fremst að fara í þetta út af því að ég ætla að hjálpa fólki og líka af því að ég ætla að verða ljósmóðir. Ég get alveg lifað af á hjúkkulaunum. Ég þarf ekki að eiga jeppa og tjald-felli-hjól-hýsi eða hvað það nú kallast. Ég þarf ekki að komast til sólarlanda á hverju ári...bara hróarskeldu :) og það er ekki svo dýrt. Alveg jafn dýrt og að fara á þjóðhátíð í Eyjum sem er það mest óspennandi sem ég veit um. Heillar mig ekki. Ég þarf ekki að eiga eitthvað glæsihús og nýjustu húsgögnin. Bara eitthvað þægilegt umhverfi sem mér líður vel í.
Auðvitað eiga hjúkkur betri laun skilið...ég er ekki að segja það, svona miðað við aðrar launagreiðslur.

Sonja var að hríngja í mig. Okkur var boðið í afmæli hjá vinkonu hennar sem hún hitti í Hyrnunni rétt áðan...humm...hef aldrei hitt þessa stelpu áður en samt er mér boðið..Við ætluðum hvort sem er að bralla eitthvað saman í kvöld, þannig að ég skelli mér bara með henni. Ég er í fríi í kvöld...

þriðjudagur, ágúst 20, 2002

Sigrún...þessi elska...týndi öllu sem ég var búin að skrifa áðan og ætlaði að setja inn á bloggið...en það er allt í lagi...því að allt sem ég segi er svo ómerkilegt...

Annars þá er búið að ákveða "kveðjupartý" fyrir mig af því að ég hætti eftir þessa vinnuviku. Við ætlum aðeins að brjóta upp út-að-borða-í-hádeginu hefðina og fara í pikknikk í jarðlengjuna hans Axels-yfirstrumps í staðinn! Sounds like fun... Þá kaupum við okkur eitthvað sniðugt í nesti og ætli ég verði ekki að baka eitthvað eða koma með eitthvað óvænt...það er nú ekki mikið óvænt ef þau lesa þetta. Ef það verður alveg tjúllað veður, þá er hægt að skella sér bara inn í 25 fm gróðurhúsið hans "Sela" og sitja þar við rauð-hvíta köflótta pikknikk dúkinn með bastkörfuna og rauðvínið... (fékk smá svona franska mynd í hugann) Ég bíð spennt!

Veðrið úti!!! Úff. Það er komið haust skal ég segja ykkur. Fjúkandi marglyttur út um alla strandlengjuna hérna fyrir utan og sumarblómin dansandi kveðjudans á götunum. Ég var líka einmitt að biðja hana Sigrúnu um að prjóna fyrir mig hneppta íslenska ullarpeysu fyrir veturinn. Ég hef ekki átt lopapeysu síðan ég var fimm ára!!! Ég þori varla að segja frá því... Sigrún þessi elska. Hún ætlar að prjóna fyrir mig, ekki málið! Svo vorum við einmitt að tala um það að athuga með magadansinn í vetur. Við þurfum örugglega að fara að skrá okkur í þetta núna...
Önnur pæling. EF ég kemst ekki í topp 65 í hjúkkunni, sem ég vona að gerist ekki, þá er ég með smá plan fyrir eftir jól. Ég gæti skellt mér í jóga-kennara nám! Mig hefur alltaf langað til þess og það er líka bara gott fyrir mig, kvíða- og þunglyndissjúklinginn! Nei, nei, ég er í ágætu, bara mjöööög góðu jafnvægi núna. Ég get ekki kvartað...

mánudagur, ágúst 19, 2002

Síðasta vinnuvikan mín!

Við Berglind ætlum að fara að “íbúðast” næstu helgi. Íbúðin er laus núna, en ég ætla að klára þessa viku hérna heima í vinnu. Svo verður bara farið á fullt í að pakka og ganga frá og redda sér sófaborði og þvottavél. Svo eru víst einhver partý um helgina, komin tími á svoleiðis hjá mér. Mjööög langt síðan ég fór í partýdjamm með skvísunum fyrir sunnan. Kanski verður Geir kominn til landsins, þannig það smellpassar ef hann vill taka pjakkinn um helgina. Svo væri líka fínt að fá frí á Búðarkletti svona einu sinni…

Djöfull og dauði! Liðið á Búðarkletti var frekar skuggalegt á laugardeginum… Það var með sperrt augu, furðulegt í skapi og drakk bara vatn og kaffi…úúú…dóparalið! Ég er að segja það..var með störu út í loftið..brjálæðislegan glampa í augunum. Ég hélt mér í hæfilegri fjarlægð og var bara góða barstúlkan. Ég reyndar þekkti þessa gaura aðeins. Vinir fyrrverandi kærasta míns. Þeir létu mig í friði og voru bara næs, …en samt furðulegir.
Hvað er að. Ég skil ekki hvernig fólki getur langað í þennan viðbjóð…

Við Sigrún erum að skrásetja gamlar Egils-sögur…fun, fun, fun! Alveg frá sautján hundruð og súrkál og til nú.…this is dedicated to my mother and my living father….
Everyman’s library…

föstudagur, ágúst 16, 2002

Bööö...ég sofnaði við hliðin á Herði þegar ég var að svæfa hann. Var að vakna núna. Nenni ekki út á Skaga núna með stýrur í augunum. Á örugglega ekki eftir að sofna strax aftur. Mér er ógeðslega íllt í hálsinum. Með hálsbólgu og sýkingu og einhvern fjandann. Ekkert gott til hérna heima. Ég er búin að missa af sjoppunni. Það eru bara fokkings íþróttir í sjónvarpinu. Mér er ískalt eða sjóðandi heitt til skiptis. Held ég sé að vera veik. Ekki í góðu skapi. Það er enginn tölvupóstur til mín eða neitt. Ég vildi að ég væri hjá Morgan í sólinni. Það eru engir vinir hérna. Ég vildi að ég væri flutt núna. Ég nenni ekki að vera öskubuska í ca. tvær vikur í viðbót. Grrrrrr....
:(
:(
:(
Jæja..nú er helgin að renna upp, klukkan fimm mínutur í sex, Bára komin í bleyti, majonesan orðin gul...
Ég verð í slökun um helgina. Verð reyndar að vinna á laugardagskvöldið á Búðarkletti, en verð ekki ein. Sigga verður hjá mér. Var að spekúlera í að skella mér á Akranesið í kvöld og heimsækja vini og kunningja. Alltof langt síðan ég hef gert það. Kanski ég baki norska snúða um helgina. Þeir eru alltaf góðir. Verst að þeir klárast alltaf "einn, tveir og þrír" heima! Morgan er nú líklegast komin í sólina á Möltu :(
Malta, deux points!

Góða helgi öll sömul!!!

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Já, já Ívar, þú ert ágætur...

En annars eru heitustu fréttirnar þær að Hörður Gunnar er komin með leikskólapláss!!! Jibbííí.. ég var að verða gráhærð á þessari bið, vissi ekki neitt hvað myndi verða um barnið mitt í vetur! En hann fékk semsagt pláss í Lindarborg á Lindargötu í miðbænum. Ekki slæmt, þetta er nefnilega akkúrat í leiðinni frá heiman og í skólan. Svo getur hann einmitt byrjað 16. september og það er sko mánaðar uppsagnarfrestur hérna heima í leikskólanum. Það er 15. ágúst í dag, þannig að þetta smell-passar! Svo verður Hörður bara hjá mömmu og pabba þarna fyrstu vikurnar í september þegar ég er byrjuð í skólanum. Það er fínt, þá get ég byrjað í engu stressi!
Kvíðasjúklingurinn ég fagna þessu þvílíkt. Ég er búin að losa nokkur kíló af herðum mínum.

Morgan hrindi aftur í mig í morgun. Hann er svo sætur, gerir samt endalaust grín að mér. En það er samt fyndið, við hlæjum að því. Hann er á leiðinni til Möltu núna. Úff hvað ég væri til í að fara að kafa í heitum sjónum þarna... En ég geri það bara eftir nokkur ár. Best að fara að lesa bloggið hennar Sigrúnar, hún var víst að bæta einhverju við...spennó!
Muuuoooouhahaahaaaa....
Ég og Sigrún, aftur, vorum að ræða við tvo þunna karlmannshausa í gær um feminisma. Eða sko, hvort að karlmenn gætu verið feministar. Auðvitað finnst okkur Sigrúnu það að karlar geti líka verið feministar. En þessi þunnu hausar vildu meina það að það væri ekki hægt. Hvað finnst ykkur?
Er þetta ekki spurning um baráttuna, að breyta kerfinu, það þarf báða aðilana til þess...eða hvað...er ég að bulla...

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Ég og Sigrún kvörtum óðar yfir því að það skrifar sig aldrei neinn í gestabókina, samt er gestagangur allan daginn!

En allavega þá er miðvikudagur í dag eða Séð og Heyrt dagur. Ef fólk hefur vafrað inn á síðuna hans Íbba, þá er hann einmitt líka að tala um sambandsslit Þórunnar leikkónu. Greyið konan... henni er troðið á forsíðu Séð og Heyrt af því að einhver bjáni frétti það að þau væru hætt saman hjúin og fékk fúlgu af pening í staðin af því að hann/hún hringdi í Séð og Heyrt og lét þau vita! Susss.. Ég veit til þess að ein stúlka sem ég þekki hringdi eitt sinn í Séð og Heyrt af því að hún var alltaf að sjá Selmu og Rúnar saman (fljótlega eftir Grease) og allir voru að velta því fyrir sér hvort þau væru orðin par. Nema hvað, þessi stúlka sá þau kyssast á almannafæri og hún var ekki lengi að hringja í Séð og Heyrt (sem að hún er með í símaskránni sinni í GSM símanum sínum) og slúðra í það drullu blað fréttirnar um kossinn! Stúlkan fékk forsíðufréttina og nokkra þúsundkalla í staðinn! Hún hefur hringt oftar en einu sinni í Séð og Heyrt... Þvílíkt líf!
Nóg um þennan sora...

Morgan hrindi í mig í hádeginu og það var gaman! Það er ljúft að geta heyrt í honum af og til, ekki bara ímeilast! Hann saknar mín mikið og elskar mig mikið og ég sakna hans líka mikið og elska hann líka mikið...(smá væmni). En hann kom mér til að hlæja og brosa framan í daginn!
Berglind hringdi líka í mig í dag. Við erum búnar að ákveða að mála tilvonandi herbergin okkar. Við ætlum að reyna að redda okkur ódýrri afganga málning og lappa uppá heimilið. Það er svo hræðilega sítrónu-skær-gulur litur á herberginu mínu og svo er alveg dökk-þunglyndis-rauður litur á herberginu hennar Berglindar. Ekki nógu gott. Við bætum úr því. Svo þarf ég að fara að eltast við eldhúsborð...sem ég á en mamma lánaði til frænku minnar.

Ohhh..ég sá svo æðislega mynd í gær! "Amelíe" er stórkostleg grín-ástarmynd sem enginn má missa af. Skærir litir og skemmtilegar týpur og fullt af fjöri...enginn ástarþvæla! Ég fékk netta gæsahúð þegar hún kyssti...ne, má ekki segja. Ég má eiginlega ekki við ástarmyndum núna....mig vantar minn!!!

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

Ég fór að hugsa..út af pistlinum hennar Sigrúnar í dag þá er ég hrædd um drenginn minn. EN. Hann mun alast upp hjá mér, móður sinni, enginn karlmaður á heimilinu. Hann mun alast upp við feminisma og hann skal læra að vera kurteis. Ég vona að hann verði ekki svona durgur þegar hann verður kominn á þrítugs-aldurinn! Þeir eru nefnilega ofboðslegir durgar á þessum aldri. Því miður. Hvenær ætli karlmenn þroskist svona alminnilega að það sé hægt að umgangast þá?????

mánudagur, ágúst 12, 2002

Wúhú!
Það kom par hérna inn áðan á bókasafnið og ætlaði að skrá sig í safnið og taka nokkrar bækur. Eftir að hafa vafrað um safnið í slatta tíma komu þau með bækur og hún sagði, nota bene, HÚN; “Settu þetta á nafnið mitt.”
Kvennveröldin lengi lifi!

Annars er allt gott að frétta hér úr Andabæ. Ég hugsa að þetta sé nú barasta næst síðasta vikan mín hér á bókasafninu. Núna er ég farin að pæla alvarlega í flutningum og veseni. En það er barasta gaman!
Ég fór til Sigurðar í heilun í hádeginu. Lappirnar mínar eru alltaf að angra mig. Nema hvað, hann svoleiðis fann bólgu-hnútana í löppunum; lærunum, kálfunum og iljunum! Það hlaut að vera að það væri eitthvað að. Ekki var ég með endalausa vaxtarverki, ég er löngu hætt að stækka!
En semsagt sogæðakerfið í löppunum á mér er á góðri leið með að verða alveg stíflað. Eins gott að losa þessa hnúta. Nú er bara að sitja rétt og strjúka lappirnar reglulega og borða réttan mat…og auðvitað hreyfa sig eitthvað.
Ég var nú reyndar búin að ákveða það að fara í eitthvað sniðugt í vetur með skólanum. Þá er ég að tala um magadans, jóga eða afró eða einhverja “öðruvísi” íþrótt. Anti-sportistinn ég hef aldrei getað fundið mig í körfu-/fótbolta eða eróbikk eða einhverjum fjanda. Helst að ég hafi farið í sund og synt örfáar ferðir þar, það er í lagi. En ég nenni því aldrei. Við hérna Borgnesingar eigum nefnilega svo “splendid” sundlaug, rosalega vinsæl hjá mörgum landsmönnum, þannig að það er alltaf svo fjandi troðið í sundlauginni, semsagt klefunum og öllu. Þoli það ekki! Maður beygir sig og næsti olnbogi fer í næsta rassgat!
Nóg um íþróttir…

Mánudagur. Hvað geri ég þá í kvöld. Snökta uppi í rúmi og sakna Morgans. Nei, nei, ekki bara það, ég er komin með nýtt áhugamál. Ég er að reikna út stjörnukort hjá nokkrum vinum. Ef einhverjir hafa áhuga á að fá grófan úrdrátt á stjörnukorti fyrir sig, þá hafið samband.
Dúdda dularfulla!

sunnudagur, ágúst 11, 2002

Það kom upp smá kvennapæling í mér áðan. Ég reyndar hef oft verið að pæla í þessu. Allan tíman á meðan ég hef unnið á þessu blessaða safni.
Málið er það á bókasafnsnúmerunum eru skráð nöfn og heimilsföng og símanúmer og allt það. EN, ég hef tekið eftir því að í laaaang flestum tilvikum, hjóna- eða paratilvikum, þá er alltaf karlmaðurinn skráður fyrir bókasafnsnúmerinu. Svo er það alltaf konan sem kemur á safnið og tekur bækurnar.
Dæmi:
Jón Jónsson
Tröllagötu 6
Undrabyggð
Konan hans kemur á safnið, hún Guðrún. Hún leitar að bókum fyrir sig OG karlinn. Síðan kemur hún og ég bið um númerið og ég tek eftir því að það er karlmaður skráður á númerið. Húsbóndinn á heimilinu eða hvað?
Svo er þetta líka þegar að nýtt fólk kemur á safnið og ætlar að fá númer. Hjón eða par. Og ég spyr á hvaða nafn á ég að setja þetta..."Æi settu þetta bara á hann Jón minn". Þetta er ekki bara á gömlu númerunum sem eru búin að gilda í mörg, mörg ár, heldur er þetta að koma inn líka í dag, að maðurinn sé nafn fjölskyldunnar.
Ég er reyndar farin að spyrja alltaf konurnar hvað þær heita svo að ég geti skráð aðeins fleiri kvenmannsnöfn í bókasafnið.
Er þetta asnaleg pæling hjá mér? Er ég að gera mikið úr litlu?
Mér finnst þetta bara mjög áhugavert...

laugardagur, ágúst 10, 2002

Úfff!
Þetta er svo mikill harmleikur...
Nú sit ég hér og geri sem minnst inná Safnahúsinu. Það er laugardagur og byggðasafnið er opið frá eitt til sex, líka á morgun. Þetta er samt allt í lagi. Ég er með tölvuna hérna, ég er með bækur, ég er með snakk og íste og ég er með fullt af góðum geisladiskum til að hlusta á. Plús það að ég slaka ágætlega á hérna. Ég var nefnilega að vinna á Búðarkletti í gærkvöldi og þarf að vinna þarf aftur í kvöld. Ég er bara ein á barnum þannig að ég var soldið mikið uppgefin í gærkvöldi.
Ótrúlegt hvað þetta er samt alltaf sama liðið þarna. Barflugur dauðans. Ohhh hvað mig hlakkar til að hverfa úr þessum bæ. Þetta skemmtanalíf hérna er að mínu mati drepleiðinilegt. Það hefur einu sinni verið alveg ROSALEGA gaman hérna. Það var auðvitað þegar Titty Twisters voru að spila á Búðarkletti fyrr í sumar. Djöf... dansaði ég mikið það kvöld. Stanslaust! Ég var eins og Tóti Tómatur í framan og öll fötin mín gegnumblaut eftir dansinn. Svo fékk ég verki dauðans í skrokkinn og gat ekki labbað nema ef ég tæki verkjatöflur daginn eftir. Geðveikt.

Nú er Morgan farin til Svíþjóðar. Hann verður þar í þrjár vikur. Þess vegna er ég líka að reyna að hafa nóg að gera. Vinna og lesa og basla ýmislegt. Þá er tíminn fljótari að líða og þá kemur hann fyrr heim. Hann ætlar nú samt ekki bara að vera í Svíþjóð þessar þrjár vikur. Hann er náttúrulega fyrst og fremst að fara að hitta foreldra sína sem hann hefur ekki séð í tvö ár, minnir mig. Hann ætlar líka að skella sér til Möltu í eina viku í köfunarferð með vini sínum! Vá, ef að ég gæti það einhverntíman.
Allavega þá keyrði ég hann útá flugvöll í gær. Djöf.. umferð er nú hérna á þessu landi! Þegar ég var að keyra heim um kvöldmatarleytið var bara runan út úr bænum og líka í bæinn. Endalaus lest, en var samt á ágætum hraða, 90 kílómetra löglegum hraða. En það eru alltaf til einhverjir BJÁNAR sem þurfa alltaf að flýta sér um nokkrar mínútur. Fólk á stórum jeppum með tjaldhýsin sín dinglandi aftaná. Brenna framhjá manni á 120 km hraða! Er ekki hámarkshraði bíla með vagn 70 eða 80 km hraði!? Ég bara spyr. Og svo er bara tekið framúr þótt að það sé að koma bíll á móti. Það þykjast allir vera á svo kröftugum miklum (bílaláns)bílum að þeir nái þessu alveg.
Ég skal segja ykkur. Þessi gullbogi sem Íslendingar eru að spenna alltof mikið núna á eftir að brotna einn daginn!

Æ, ég ætla að fá mér Nachos og Salsa og hlusta á Serge Gainsbourg.

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Já Sigrún. Veitingastaðirnir í Borgarnesi. Við skulum tala aðeins meira um þá.

Ég og Morgan fórum í mínum eins og hálftíma hádegishléi niður á Vivaldi að fá okkur að borða. Þar er ný ung stúlka byrjuð að vinna. Hún er með blá slikju í hárinu á sér, sem er misheppnuð heimalitun. Ekki eins fullkomið og kóngabláa hárið sem að ég var með hér á árum áður.
Hún var greinilega að þjóna í fyrsta sinn á ævinni eða bara að hún var léleg. Við þurftum að ná okkur í matseðlana sjálf. Síðan biðum við heillengi eftir því að hún kæmi að borðinu okkar til að taka pöntun. Þegar ég var um það bil að missa þolinmæðina mína og var að fara að standa upp til þess að láta hana fá pöntunina okkar, þá kemur hún loksins. Ég ætlaði að panta mér kjúklinga “quesdillas” en þá var kjúklingurinn búinn. Þannig að við skelltum okkur bara á tvo hamborgara, einn BBQ og einn mexikóskan.
Við biðum og biðum og biðum. Við fengum síðan matinn. Áttum samt eftir að fá hnífapörin okkar og líka pepsíið. En það kom fljótlega á eftir matnum.
Síðan þegar við ætluðum að borga matinn, þá var ekki til nóg af skiptimynt. Þannig að Morgan fékk fullan lófa af tíköllum og hann HATAR allt þetta íslenska klínk!

But the bottom line is:
Maturinn var roooossaaaleeeggaaaa góður!
Svo var vorum við Morgan líka í svo góðu skapi að okkur var eiginlega alveg sama. Lærisstrokur undir borði og svona. Ropað og skellihlegið!

Hún á örugglega eftir að læra og þjálfast betur stúlkan. Hún mætti samt laga hárið á sér. Hún er eins og reytt, blá hæna!
Ójá, það var líka eitt ógeðslega fyndið. Það komu einhverjar tvær þýskar konur inn. Hún var eitthvað að servera þeim og síðan fór hún og náði í eina Egils Appelsín glerflösku. Hún hélt síðan á Egils Appelsín glerflöskunni eins og rauðvínsflösku fyrir framan þær og kellingarnar virtu Egils Appelsín glerflöskuna fyrir sér leeeengi. Það endaði með því að þær smökkuðu og keyptu síðan eina flösku hvor.

Það er gaman að fylgjast með fólki.

miðvikudagur, ágúst 07, 2002

Ef það er einhver sem kemur manni í gott skap, alltaf, þá er það hann Gvendur!
Sjáiði bara skilaboðin í gestabókinni minni frá manninum sem gafst upp í Danmörk!

þriðjudagur, ágúst 06, 2002

Ég tók svona skemmtilegt kossapróf á femin.is og niðurstaðan er sú að...

Þú ert rómantísk.
Þú elskar rómantík og vilt stunda kynlíf og vera innileg þegar stemmningin og augnablikið er rétt. Þú elskar kertaljós, ljúfa tónlist og góðan mat sem forleik. Það er ekki vafi á því að þetta skilur eftir góðar minningar í
lífi þínu. Þú veist hvernig, hvenær og hvar þú átt að gefa hinn fullkomna koss. En á meðan þú ert að plana eða bíða eftir þessum fullkomnu kossa-augnablikum þá missir þú af sjálfkrafa augnablikum til ásta og kynlífs.
Mundu að sjálfkrafa augnablik leiða til rómantíkur líka. Sturta snemma að morgni þegar þið eruð bæði að verða of sein til vinnu og annað slíkt getur kynnt upp ástarbálið. Þú þarft ekki að stökkva á hann í hvert skipti sem
þú ert í rétta skapinu en kossar og knús, jafnvel þegar þig langar ekkert rosalega til þess, getur gert ykkur nánari. Prófaðu líka að kyssa hann þegar hann á síst von á því. Líkur eru á því að hann verði skemmtilega hissa og ný ástríða kvikni í sambandinu.


...það er meira að segja smá sannleikskorn í þessu!
Jamm og jæja. Ég er komin aftur í vinnuna og það er barasta fínt. FYRIR UTAN ÞAÐ, að það er brjálæðislega gott veður úti og ég er að vinna til klukkan átta í kvöld. Ég held að ég nái ekki kvöldsólinni.
Týpískt, að það skuli byrja svona fabulous veður akkúrat þegar ég er búin með sumarfríið mitt. Ætli þetta sé sannleikur hjá Sigrúnu. Ætli Guð geri viljandi vont veður í sumarfríum flestra svo að fólk sé bara þægt og rólegt heima hjá sér. Helst bara lokað inni í herbergi. Ég fór allavega ekki mikið út á skrallið í mínu sumarfríi. Ég gerði eina heiðarlega tilraun til að fara í útileigu til Laugarvatns. Það var úði og bleyta og kuldi. Ekki mikið húllumhæ, en samt mjög gaman. Enda var ég þarna með góðra vina hópi.

Fyndið. Eva kom hérna í dag um tvöleytið. Hún var eitthvað að slugsast og auðvitað skrapp inn á bókasafnið sitt til að segja hæ. Konan er í sumarfríi og hún eyðir miklum sumarfrístíma sínum hérna á safninu. Hún meira að segja settist niður í fimm til tíu mínutur og skráði nokkrar bækur svo að við gætum nú límt og plastað eitthvað. Síðan ætlaði hún að skella sér í sólar-sund og koma svo aftur seinna í dag og skila Bleikt og Blátt og einhverju fleiru. Ég sagði bara, “Hey, ekki kom rjóð í framan þegar þú skilar blaðinu”.
Viti menn, hún kom áðan, eldrauð í framan að skila nokkrum blöðum! Eeen, hún var nýkomin úr sundi og var því mjög útitekin í framan og hún var ekki að skila Bleikt og Blátt. En þetta var samt soldið fyndið, sérstaklega þegar ég sagði henni að koma ekki hingað rjóð í kinnum….
I just wanted to share this with you guys…

En klukkan er alveg að verða sex og Sigrún fer bráðum að fara heim og þá hefst dauður tími. Það koma mjöööög fáir hérna eftir sex, þegar það er opið til átta. And, since it is my first day at work after my summer holiday, þá ætla ég að setjast niður í sófann og lesa bók. Annað hvort held ég áfram að lesa “Siðfræði lífs og dauða”, eða þá að ég gríp í “Hann var kallaður þetta”. Hún er lítil og fljótlesin.

Jebbssss…. Ég er aðeins rólegri í dag miðað við í gær. Ég fékk líka smá útrás í gærkvöldi og grét í öxlina hans Morgans. Aumingja hann að þurfa að umgangast mig. En hann er nú hvortsemer að flýja land eftir þrjá daga….Búhúhú!!!!

mánudagur, ágúst 05, 2002

Þegar kvíðinn er að fara að yfirtaka mann...

Ég er farin að naga neglurnar í rót. Ég er farin að svitna meira. Ég er með áhyggjur út af öllu. Peningum, lærdómi, Herði Gunnari, Geir, Morgan, ég sjálf... Allt er farið að stinga mig eins og títuprjónn. Ég get þetta ekki. Ég má ekki við því. Það er spurning um að leita sér nú hjálpar áður en ég fell líka niður í þunglyndi. Það fylgir yfirleitt kvíðakasti hjá mér. Ég hef aldrei leitað til læknis út af þessu. Ég hef alltaf togað sjálfa mig upp úr þessum djúpu svörtu holum.
Ég fékk einu sinni boð um að taka þátt í könnun á kvíða á vegum íslenskrar erfðagreiningar, tvisvar! Ég hafnaði í bæði skiptin. Ég sé eftir því núna. Ég vil láta rannsaka kvíða. Gá hvort að það sé eitthvað hægt að gera eða koma í veg fyrir kvíðann. Ég væri allt önnur manneskja ef að ég væri laus við kvíða og þunglyndi.
Svo er þetta líka hættulegt með mig núna. Ég er að fara að bylta lífi mínu soldið. Ég er að fara yfir á annað þrep og þá má ég alls ekki við neinum truflunum.
Það að vera ástfangin er hættulegt á svona tíma. Sérstaklega þegar ástin manns er að fara af landi brott og "Insjallah" kemur hann aftur. Svona pælingar geta gengið af manni dauðum. Sérstaklega auðvelt að missa einbeitingu í lærdómi. Verða sjálfselsk og vorkenna sjálfri sér allan tíman. Ég nenni ekki svoleiðis. En ég er viss um að ég sé að stefna þangað.
Ég má bara alls ekki fara að hugsa of mikið út í framtíðina! Það drepur mig. Það fer illa með mig líkamlega og andlega.
Ég er búin að fá nokkrar kúlur í hálsinn undanfarna daga. Það er ekki gott. Þá má ég ekki við neinu klappi frá náunganum eða brosi eða spurningunni "Er ekki allt í lagi?" eða "Hvernig hefur þú það?"
Ef einhver gerir svona nálægt mér þá gæti ég allt í einu farið að hágrenja því að kvíðinn er byrjaður að naga mig. Naga mig.... Ég sé það, ég er farin að fá bólur í andlitið, ég er föl í framan, ég er stirð, síþreytt, döpur, kvíðin!
Nei, nei. Ég ætla ekki að láta þetta yfirbuga mig. Alls ekki. Ekki hlusta á þunglyndistónlist. Ekki leggja mig allan daginn. Ekki hanga of mikið inni. Ég ætti náttúrulega helst að fara að stunda einhverja líkamshreyfingu, það margborgar sig! Og síðast en ekki síst, muna geðboðorðin tíu!

1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara.
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.
4. Lærðu af mistökum þínum.
5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina.
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.
7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig.
8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.
9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína.
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.


Lífsárangur. 10 atriði sem einkenna þá sem búa við velgengni.

Já. Mér finnst gott að skrifa þetta niður. Svo þegar ég les yfir þetta þá sé ég hvað ég hugsa stundum vitlaust. Ég þarf ekki að láta svona. Ég er dugleg stelpa sem getur gert allt sem hún vill. Ég get alveg farið í skólan og staðið mig vel þar. Ég get alveg lifað án karlmanns, ég hef náttúrulega Stanley. Samvinna. Fjölskyldan hjálpar. Allt bjargast! :)

föstudagur, ágúst 02, 2002

Kæri Ívar!

Þú ert líka skemmtilegur. Þú ert bara ekki á sama leveli og við Sigrún og Jóna. (Ekki á sömu hæð).
Það var til dæmis alveg rosalega gaman hjá okkur í hádeginu, ekki satt. Tala saman, brosa og hlæja!
Ég ætlaði ekki að særa tilfinningar þínar. Þú ert góður strákur. Næstum jafn indæll og Morgan. Það segir Sigrún ástkona þín allavega. Henni þykir vænt um þig. Og ef að henni þykir vænt um þig, þá líkar mér vel við þig, sem vin, ekki meir...

Sáttur núna?
Good morning Vietnam!!
Nú er ég mætt aftur í vinnu á bókasafninu. Það er bara fínt. Mér fannst gott að vakna snemma í morgun og fara að gera eitthvað af viti. Ég er ekki búin að gera neitt spennandi í mínu sumarfríi. Svo er líka fínt að byrja svona. Vinna í dag. Frí á morgun. Byrja svo aftur á þriðjudaginn. Fer svo í frí á föstudaginn í næstu viku. Þá ætla ég nefnilega að skutla honum Morgan á flugvöllinn.

Jóna og Sigrún eru hressar, eins og alltaf. Það er líka gott að komast aftur í þennan félagsskap. Þetta er vinnufélagsskapur sem gleymist ekki! Enda hef ég unnið mest hér á mínum vinnuferli. Ég gæti alveg unnið hér lengur. En ég get ekki verið lengur í Borgarnesi. Það er málið.
Nú svo þarf maður líka að fara að drífa í því að fara að mennta sig. Byggja trausta framtíð fyrir mig og Hödda litla.

Geir er enn úti í Færeyjum. Veit ekki hvenær hann kemur aftur. Hann getur átt sig!!!
Nei, nei. Hann hefur samt sloppið ansi vel við uppeldið í sumar. Hann hringdi í mig í síðustu viku og sagðist ætla að koma heim eftir 2-3 vikur. En svo færi hann aftur út! Hann ætlaði að vera þarna alveg til byrjun haustsins. Svo er hann ekki viss hvað hann ætlar að gera í vetur.
Getur maðurinn ekki farið að planta sér niður einhversstaðar og fest sig í vinnu!!!!
Æj…ég er bara orðin pínulítið pirruð. En hann verður sko að hjálpa mér í vetur í sambandi við strákinn. Það væri líka helv.. gott ef hann gæti nú kanski borgað leikskólagjöldin einu sinni! Ef hann hjálpar mér ekki í vetur, þá getur hann bara gleymt stráknum sínum. Það er hvortsemer eins og hann hafi gleymt honum… Usss Dúdda!
Farðu út og andaðu að þér fersku lofti!

fimmtudagur, ágúst 01, 2002

Mmmmmmmmm....
Mamma og pabbi voru að kaupa gasgrill þannig að það var grillað feitt í kvöld! Ég er svo södd...bara að þið hefðuð verið með í mat hjá okkur og notið sælunnar líka!

Ég var að tala við Berglindi í dag. Þetta er allt að fara að gerast....thank God! Ég er farin að telja dagana þangað til ég fer suður. Ég og Berglind vorum að ræða um þvottavélar, sjónvarp og leigusamning. Mér kítlar alltaf í magan við þá tilhugsun að ég sé LOKSINS að fara að flytja frá foreldrum. Eftir langt "bíta á jaxlinn" tímabil.
Ekki það að mamma og pabbi séu eitthvað vond við mig. Ég er bara einstaklingur sem er komin með sínar eigin skoðanir og langanir. Ég er líka önnur fjölskyldan sem býr í þessu sama húsi. Ég og Hörður Gunnar. Ég vil gera svona...mamma vill gera hinsveginn. Plús það að það hefur alltaf verið frekar erfitt að bjóða vinum í heimsókn. Ég hef bara eitt lítið herbergi hérna. Þar kemst fyrir rúmið mitt, rúmið hans Harðar, ein úttroðin hilla með græjunum og geisladiskunum mínum í og fataskápur. Það er ekki mikið göngupláss í herberginu.
Þannig að ef mig langar að bjóða fólki heim þá verð ég náttúrulega að bjóða þeim bara inn í stofu. En þetta er ekki stórt hús. Það er frekar opið allt. Ekki hægt að loka sig inni í stofu eða eldhúsi. Mamma og pabbi sitja þá yfirleitt í kringum okkur. Ekki get ég rekið þau eitthvað annað...úr sínu húsi. En úff...þetta er alveg að vera búið, þetta tímabil.
Nú tekur við alvara lífsins og lærdómur.

Ég var rosalega dugleg áðan. Ég tók til í þessari einu hillu hérna inni í herberginu mínu. Hún er náttúrulega úttroðin af geisladiskum og græjunum mínum og nokkrum bókum frá mér og líka frá Herði. Allt í ryki. Fullt af einhverjum pappírum sem er búið að troða inn í allar rifur. Ég tók þetta allt í gegn áðan. Rykhreinsaði allan andskotan. Djöfull var mikið ryk! Síðan fór ég í gegnum alla diskana mína og raðaði þeim síðan snyrtilega upp í hillu aftur...í stafrófsröð!!! Ójá. Ég get verið svo dugleg stundum. Svo henti ég líka fullt af allskonar dralsi. Það er mikil endurnýjun og hreinsun í gangi hjá mér núna. Flæði, flæði, algjört æði!
Ég er líka að finna fullt af diskum sem ég hef ekki hlustað á í laaaaangan tíma. Gaman!