mánudagur, júlí 29, 2002

Vá hvað ég er búin að vera dugleg í dag!
Ég fór í flutninga-hugleiðingar aðeins í dag. Þá datt mér í hug að fara aðeins í gegnum kassana uppi á háalofti og líka í gegnum fataskápinn minn. Ég tók vænan búnka út úr fataskápnum mínum sem ég hef ekki notað í einhver ár! Líka föt sem eru orðin lúin og slitin og það situr kanski vond lykt föst í. Ég ætla meira að segja að henda Pál Óskar-svörtu lakk-buxunum mínum!!! Gamlir undirkjólar frá Spútnik sem ég hef aldrei notað...voru hvort sem er of stórir á mig eða eitthvað. Búnki af "náttfötum", bolir, stuttbuxur, í hrúgum inni í skáp! Burt með það. Fullt af fúlum ljótum gráum íþróttapeysum!?! Nei ég segi svona...það kom mér bara rosalega á óvart hvað ég gat dregið mikið af drasli þarna út úr skápnum.

Uppi á háalofti tæmdi ég þrjá kassa í ruslið! Ég henti fullt af gömlu námsefni sem ég VEIT EKKI AFHVERJU ég var að geyma!?! Svo voru líka fullt af gömlum sendibréfum sem eru náttúrulega voðalega sniðug. Ég las mörg þeirra og skemmti mér vel yfir því. En ég nenni samt ekki að eiga þetta endalaust. Þetta tekur pláss og safnar bara ryki þarna ofaní kössunum. Ég henti líka öllum fermingarskeytunum mínum og kortum sem hafa legið í sama kassanum óhreyfð síðan ég fermdist! Fullt af allskonar drasli sem mér fannst einu sinni flott að hengja upp á vegg...beint í ruslakörfuna! En vá hvað ég fann mikið af ljósmyndum. Fullt af gömlum myndum. Ég safna því endalaust. Ég á líka helling af myndum síðan ég var í ljósmyndaklúbbi hérna í denn í 10. bekk. Einnig fann ég gamlar bekkjarmyndir úr 1.-4.bekk, þá bjó ég sko úti í Danmörku! Ógeðslega fyndnar. Ég fann líka gamla dagbók síðan á árunum 94-98 minnir mig. Ég fleygði henni í ruslið með stórt bros á vör. Ég vil ekki rifja upp mikið af því sem ég skrifaði...ekkert voðalega hressandi ár.

Eftir þetta fór ég í heitt og gott bað og tók Hörð Gunnar með. Ég slakaði ekki mikið á þar. Hann hoppaði og buslaði allan tíman þannig að ég gafst upp og fór bara undir sturtuna! Núna sit ég fersk og falleg í tai-buxunum mínum og uppáhalds bolnum mínum og er að hlæja að Herði þar sem hann er að klæða sig í öll fötin sem ég tók út úr skápnum! Best að fara að skella honum í rúmið sitt. Svo ætla ég að skreppa til Morgans þegar hann hættir að vinna og horfa á eina DVD mynd með honum!
Umm..... :)

sunnudagur, júlí 28, 2002

HNUSSS!!!
Ennþá Errorrrrr
Jæja..Ég nenni aldrei í tölvuna núna. Ég er alltaf að gera eitthvað annað. Ég er farin að "gera eitthvað" í sumarfríinu mínu. Ég er hætt að nenna að bíða eftir góða veðrinu...það kemur ekkert. Ég er tildæmis búin að fara svolítið í sund. Svo er ég búin að mála pínulítið með olíulitunum mínum...og ætla að mála meira. Svo eru líka Sonja og Peter komin í heimsókn frá Englandi. Þau eru alltaf hress og kát. Sonja er sko systir hennar mömmu. Hún og Peter maðurinn hennar búa úti í Lowestoft, á austurströnd Englands. Þau koma stundum í heimsókn á sumrin. Voða gaman.

Ég fór oft í heimsókn til þeirra þegar ég var 13-15 ára... Þá áttu þau líka Jet-Ski sem að við notuðum mikið þegar ég var í heimsókn. Ég sveif á sjónum eins og versti sport-töffari með gullbrúna húðina glampandi af sædropum.... Núna er ég bara hvítur skítur sem verður aldrei brúnn. Mér finnst það samt soldið sjarmerandi að vera svona hvít. Þetta er orðið svo sjaldgæft í dag að maður sjái svona gamla góða íslenska hvíta húð. Ég held að ég hafi síðast farið í ljósabekk árið 1997. Og þegar ég fór í ljós, þá var það alltaf þannig að ég fór og keypti mér kanski 10 tíma kort sem að gilti í mánuð. Ég notaði ekki nema kanski 4 skipti...

Eins keypti ég mér einu sinni mánaðarkort í ræktina á Akureyri. Það var þegar ég var í fyrsta bekk í MA. Hehemmm...ég fór einu sinni í ræktina allan helvítis mánuðinn!
Ég og íþróttir höfum aldrei plúsað saman.
Ég skrópaði yfirleitt í leikfimi og sundi þegar ég fór í framhaldsskóla. Enda fékk ég nokkrar mínuseiningar út af skrópi þar..Nei bíddu...það var fyrir mætinguna. Hehemm.
Ég var ekki alltaf dugleg í skólanum, ég viðurkenni það. En þrátt fyrir skróp og slen og þunglyndi og barnsfæðingu, þá tókst mér að klára þennan stúdentsáfanga. Ég líka tók smá þroska-kipp eftir að ég eignaðist Hörð Gunnar. Ég fór að hætta að skrópa og fór að læra heima á fullu.

Ég er nú samt orðin svolítið kvíðin fyrir Háskólanum. En samt...ég á alveg að geta þetta. Það eru allir mínir elskulegu vinir búnir að peppa mig upp og segja að ég sé sterk og geti þetta sko ALVEG! Ég er ekki sami unglingurinn með bláa hárið og svefnsýkina... Ég er kona. Ég er móðir.


"You are so beautiful.
You are mine.
Am I yours?"

mánudagur, júlí 22, 2002

Er einhver annar hérna í erfiðleikum eins og ég!!! Djöf...er ég orðin þreytt á þessum errorrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr!!!!!
Ég fór á Laugarvatn í útileigu á föstudagskvöldið. Það var barasta mjög fínt fyrir utan allan úðan sem var ríkjandi mest allan tíman.

Við Gerða fórum saman, á bensanum, um kvöldið og vorum komnar um ellefu leitið minnir mig upp á tjaldstæði Laugarvatns. Þar stoppaði gæslan okkur og spurði okkur;
"Eruð þið ekki svona sms-pakk sem er með brjáluð læti eftir klukkan tólf á kvöldin? Farið þið inn á unglingasvæðið hérna við ruslagámin, þið megið tjalda þar!"
Þvílíkt hlýjar móttökur! Við rökræddum aðeins við hann um þetta, en svo hleypti hann okkur inn á svæðið eftir að hafa reykt inn í bílinn okkar heilli sígarettu.
Þá fundum við Berglindi, Gunnhildi, Palla og Tótu. Þau voru að reyna að puðra risa-hústjaldinu hennar Berglindar upp. Ég sem hélt að ég myndi sleppa við það af því að ég kom svo seint! En nei. Við vorum lengi að átta okkur á súlunum og eftir margar tilraunir til þess að breyta þeim, þá föttuðum við að þetta var alveg rétt hjá okkur í fyrsta skiptið!!!
Tjaldið komst upp. Við grilluðum okkur miðnæturhamborgara sem var svoooo góður miðað við það að það var bara ókryddaður hamborgarinn, þurrt brauðið og smá BBQ-sósa á honum. Grill og útileigubragð setti sinn svip á hamborgarann.
Við drukkum smá bjór og sprelluðum. Pissuðum úti í skógi og svoleiðis. Síðan var fólk oft að rölta framhjá og kíkja á stuðið. Þar á meðal rölti inn á svæðið ungur maður og byrjaði að tala dönsku. Ég náttúrulega setti mig í gír og bullaði eintóma dönsku við hann. Hann hélt náttúrulega greyið að ég væri dani í húð og hár. Krakkarnir voru að deyja úr hlátri allan tíman og þá var mér farið að líða ílla eftir smá stund og gaf það síðan upp að ég væri nú bara íslensk! Hann hrinti mér úr útileigustólnum mínum (sem ég átti skilið örugglega) og svo hótaði hann því að fara. En hann hótaði því mörgum sinnum, en aldrei fór hann. Hann sat þarna hjá okkur þangað til við ætluðum að fara að sofa. Þá þurfti ég að reka hann í burtu í tjaldið sitt. Svona væni minn...farðu nú og leggðu þig. En svo sváfu allir vært um nóttina og um nóttina byrjaði að rigna úða....

Daginn eftir var allt blautt og allir áttu erfitt með að fara á fætur í bleytuna. En það var gert eftir langa upprisu og morgunmat í hústjaldinu. Við ákváðum að fara í bíltúr og taka með okkur sundfötin og góð regnföt.
Við byrjuðum á því að fara skoða Geysir og allt það dót. Við löbbuðum fyrst upp að Strokki og þar stóð hópur af útlendinum í kring með myndavélarnar í lofti og biðu eftir gosi. Við stóðum hinsvegar með myndavélar í lofti og tókum myndir af útlendingunum. Það var miklu fyndnara. Síðan löbbuðum við áfram og komum að einhverju bullandi pollum. Ég verð nú nað segja það að ég dáðist alveg innilega að íslensku fegurðinni þarna. Það var blár pollur þarna...hann var svo blár...hann var eiginlega neon-blár! Það var rosalega fallegt. Ég stóð og starði á þetta heilllengi...ég gæti örugglega staðið þarna ennþá. Síðan stóðum við allt í einu í hring í kringum pínulitla holu í jörðinni sem var svona nokkurnveginn afsíðis. Við hlógum að einhverji einni boblu þarna...bentum svona á þetta og vorum eitthvað að djóka. Síðan var allt í einu kominn hópur af útlendingum í kringum okkur...forvitin og stungu höfðum sínum inn á milli okkar og vildu sjá líka hvað væri svona merkilegt þarna. Hehehe..fyndir útlendingar.
Síðan fórum við líka upp að Geysi. Þar var enginn...það var líka ekkert að gerast þarna. Palli gerðist svo djarfur að fara yfir girðinguna og labba þarna eitthvað um. Hann fiktaði eitthvað í grjótinu og tók stein eða eitthvað upp og stakk í vasan. Síðan kom hann aftur og við byrjuðum að labba í átt að bílnum. Viti menn...Geysir byrjaði bara allt í einu að gjósa! Palli hefur hreyft við einhverju eða eitthvað. Hann hefði allavega brætt skóna sína ef hann hefði staðið þarna áfram.
Ótrúlega fyndið eitt. Útlendingarnir voru alltaf að stinga puttunum sínum ofaní vötnin til þess að finna hversu heitt þetta væri! Stupid! Þú getur fengið þriðja stigs bruna á því að snerta svona heitt vatn!
Við fórum síðan rennandi blaut í áttina að Gullfoss. Við ákváðum að vera svolítið túristaleg líka. Þegar við komum þangað var ennþá blautt úti. Við löbbuðum og blotnuðum ennþá meira í áttina að Gullfoss. Þar stóðum við svo í smástund og undruðumst yfir þessari mögnuðu foss. Mikið vatn sem þarna flæðir...hvernig ætli það sé að fara á Rafting-boat þarna?! Ég hef nú bæði prófað jökulsá vestari og austari hjá Varmahlíð. Það var helv.. magnað!
Allavega fórum við svo aftur blaut í bílinn og ákváðum bara að skella okkur í sund. Við fórum í sund í Reykholti. Fín sundlaug. Gott að geta klætt sig aðein úr blautu fötunum og láta þau þorna þarna inni í hitanum. Við fórum reyndar fljótlega upp úr því að sundlaugin var allt í einu troðfull af litlum krökkum! Nenntum ekki að lenda í því inni í búningsklefa, þannig að við drifum okkur upp úr. Ég fléttaði á mér hárið og setti á mig litadagkrem og var svoooo sæt þegar ég kom upp úr!
Við fórum síðan aftur á Laugarvatn og versluðum smá í matinn í kaupfélaginu þar. Síðan fórum við upp á tjaldstæði en sátum samt inni í bílnum í hálftíma og hlustuðum á fréttir og veður og dánartilkynningar og jarðarfarir.
Þegar við komum út og ætluðum að grilla var úðinn hættur, sem betur fer. Við drifum kolum á grillið og kveiktum í. Þarna komu svo Maggi og Herdís með. Hópurinn stækkaði enn meira því að Jón Kr. og kona hans voru þarna á ferðinni og skelltu síðan grillinu sínu líka á hjá okkur. Það varð heljarinnar grillveisla. Hvítvín og fínerí. Grillaðir sveppir með osti...maríneraðar grísasneiðar í honeymustard BBQ-sósu og salat með feta-osti! Nææææsss!
Þegar við vorum búin að grilla allt byrjaði að úða! Ótrúlegt! Þarna vorum við heppin því það úðaði stanslaust eftir þetta. En við sátum samt úti og spjölluðum mett og fín. Ég færði mig reyndar inn í tjaldið því bleytan var orðin dáldið mikil. Þá snéri ég í áttina að fjallinu en ekki veginum. Síðan heyrði ég þegar bíll keyrði framhjá að ég þekkti hljóðið í bílnum! Ég spurði Gerðu hvernig bíllinn hefði verið á litinn...Hún sagði grænn...og þá stóð ég upp. Þetta er hann! Ég sagði honum að snúa við í huganum og hann gerði það. Síðan kom hann keyrandi tilbaka og ég fór og stóð við kantinn á veginum. Þá sá ég að Morgan var kominn í heimsókn! En gaman og fyndið..að ég skuli hafa þekkt bílinn svona...hehehe!
Við sátum síðan úti að spjalla aðeins lengur en ákváðum síðan að skella okkur á Lindina. Það er eini pub-inn á Laugarvatni. Þá gátum við líka setið inni í hlýjunni og fengið okkur meira öl...og kanski smá Irish coffie. Við sátum þarna til lokunar og röltum þá aftur upp á tjaldstæði. Þá ákvað Morgan að fara aftur heim þannig að ég kvaddi hann og fór svo upp í tjald og fékk mér annan bjór.
Berglind dró mig síðan í eitthvað partý rétt hjá okkur. Það var leiðinlegt þar þannig að ég fór en skildi Berglindi eftir. Svo sat ég í smá stund og spjallaði við Gunnhildi og þær og át brenndan mais og gamalt ostapopp og fór síðan að sofa. Bragðið líka sem var upp í mér þegar ég vaknaði daginn eftir...OJJJJJJJ!!!!

Já daginn eftir byrjaði ég að pakka dótinu mínu niður um 12 leitið. Ég ætlaði heim með Magga og Tótu. Gerða fór heim kvöldið áður. Við lögðum síðan af stað eftir að hafa troðið miklu drasli inn í Yarisinn þeirra. Herdís kom með og við byrjuðum á að skila henni heim til sín í bænum. Síðan stoppuðum við á MC Donalds og keyptum okkur ljótann hamborgara og fórum með hann heim til Tótu og Magga og átum þar. Síðan lögðum við af stað upp í Borgarnesið og ég kom við á leiðinni upp í Galtarvík og náði í Hörð Gunnar. Hann var hress og kátur með sleikjóklístur framan í sér.
Þegar ég kom heim lagðist ég í heitt og gott Clarins bað. Síðan bar ég olíu á kroppinn og mér leið svoooo vel á eftir. Mamma eldaði rosalega gott Lasagna og gerði ítalskt tómatsalat með...nammmmmmm. Síðan tókum við spólu á leigu og þetta kvöld var bara ljúft!

föstudagur, júlí 19, 2002

Það er nú meira hvað bloggið er óspennandi svona í sumarfríinu. Hvað heldur fólk að ég nenni að hanga í tölvunni og reyna að skrifa eitthvað bull. Ég geri hvort sem er ekkert í þessu sumarfríi nema að strauja þvott og þvo þvott! En, en, en,...ég er að fara í útileigu um helgina! Tadadadammmm!!!

Já, hún Berglind var búin að biðja mig um að taka frá helgina 19. júlí fyrir löngu síðan. Það ætti sko að vera heljarinnar vina-útileiga. Það eru semsagt ég og nokkrar vinkonur mínar sem ætla að vera skakkar á Laugarvatni um helgina. Enginn karlmaður með. Held ég...nema kanski Palli hennar Gunnhildar af því að hann verður að vinna þarna nálægt. En með því að fara í þessa útileigu þá er ég eiginlega búin að ákveða það að vera heima um versló. Ég nenni ekki að fara neitt heldur. Ég var reyndar að spá í að fara á Kántrý aftur með Sonju og co, en, hvað er þetta maður? Er maður ekki alltaf að reyna að finna sömu gleðina aftur? Það var alvega ÓGEÐSLEGA gaman í fyrra á Kántrýhátíð. En það verður aldrei eins og þá. Ég held að ég láti þetta gott. Eiga það í minningunni frekar hvað það var nú yndislegt þarna árið 2001 á Kántrý um versló! Svo veit maður aldrei...maður gæti lent í því að labba á klósettgaurinn aftur..."Sólin mun sko skína ef þú velur mig....lalalala....sjöhundruð kolkrabbar og smokkfiskar með lúðu....!"

Úfff! Ég verð að fara að drífa mig að taka mig til og snúast það síðasta áður en ég sting af. Ég held að mamma ætli bara að passa Hödda litla á meðan. Það væri líka hálf asnalegt ef að ég væri þarna ein með litla guttan í útileigu og með bandbrjálaðar ælandi vinkonur í kring!

þriðjudagur, júlí 16, 2002

Helv...Error kemur alltaf upp þegar ég er að reyna eitthvað hérna núna!!!!!
Ég fór á kóræfingu í kvöld eftir langt hlé. Mér finnst það líka svona viss skylda að syngja á jarðaförinni hans Þóris gamla. Það var nefnilega hætt við einsönginn minn, þannig að ég er ekki að syngja á kistulagningunni né jarðaförinni. Það var líka gaman að fara á kóræfinguna. Mikið af fólki mætti, ég held barasta að ég hafi aldrei séð svona mikið af fólki á æfingu þarna áður. Svo er alltaf gaman að fylgjast með vissu fólki þarna. Til dæmis hún Ida, kona hans Jóns organleikara. Hún situr alltaf og starir í loftið og gleymir sér stundum í einhverju draumalandi. Hún er kanski allt í einu farin að hrjóta. Svo heyrir hún soldið ílla þannig að hún öskrar frekar en að syngja. Það fyndnasta er þegar Jón er að þagga niður í henni þegar hún talar allt of hátt eða er með einhverjar asnalegar athugasemdir. Hann sussar á hana eins og smákrakka...hehehe.
Svo er það ein sem er mjööööög sérstök. Hún er svo upptrekkt alltaf og kann allt svo miklu betur en aðrir. Svo ef eitthvað fer í taugarnar á henni þá lætur hún það svo sannarlega í ljós. Annaðhvort rífur hún kjaft eða skammast, eða bara stappar í gólfið eins og smákrakki. Mjög fyndið. Hún var einmitt með miklar athugasemdir til kórstjórans í sambandi við nótnablöðin og tónarnir voru ekki réttir og bla bla bla...Endalaust fyndið að hlusta á hana.

Ég var að spá í að skella mér á morgun...sem er í rauninni í dag, þriðjudag, út á Akranes og heimsækja systir hans Geirs. Ég þarf reyndar að hringja í hana og athuga hvort að hún sé ekki alveg örugglega heima hjá sér. Hún á víst von á sínu öðru barni og er komin með bumbu og læti. Ég má ekki missa af því. Svo hefur mér alltaf fundið það skemmtilegt að tala við hana og vera hjá henni. Við náum mjög vel saman. Ég held ég nái lang best til hennar í allri familíunni hennar. Hún er líka einu ári eldri en ég og hún er líka vog eins og ég :)
Ég nenni bara ekki að vera heima og strauja þvott allan daginn. Reyndar verð ég að fara með bílinn minn í tékk. The heating system er í einhverju fokki.

Jæja. Maður verður nú að láta vita aðeins af sér í sumarfríinu. Kanski ég skreppi á bókasafnið á morgun. Jóna er nýkomin frá útlöndum. Örugglega fullt af nammi til á safninu....hehehe!

sunnudagur, júlí 14, 2002

Djöfull er nú búið að rigna. Það er búið að rigna og "roka" núna stanslaust held ég síðan á föstudagskvöld....eða aðfaranótt laugardagsins. Kanski eru englar himnaríkis að gráta hann Þórir, gamli kallinn, nágranni minn. Hann dó aðfaranótt laugardags. Þessi maður er búinn að berjast hetjulega við krabbamein í 3 ár held ég. Hann hefur risið og fallið allan þennan tíma. Hann ljómaði allur þegar hann flutti til dæmis í nýja húsið. Hann fór að smíða á fullu pall útí garði og læti. Það sást sko ekki á honum að hann væri krabbameinssjúklingur. Nema núna síðustu daga þegar hann var að reyna að labba götuna með grindina sína fyrir framan sig, þá sá maður greinilega að þarna var mátturinn orðinn ansi lítill. Það er nú bara gott að hann fékk að fara. Hann var orðinn svo veikur síðustu dagana...
En annað mál. Ég var beðin um að syngja á kistulagningunni og jarðaförinni. Pabbi mun spila undir á gítarinn. Ég hef einu sinni sungið á jarðarför áður. Einsöng meina ég. Ég hef náttúrulega oft sungið í kirkjukórnum. Það kom mér á óvart hvað ég var rólega og yfirveguð. Ég vona að ég geti þetta aftur.

Annars ætlaði ég ekki að skrifa neitt merkilegt. Bara ég fór að djamma í gærkvöldi óvænt. Ég sat og var að spjalla við Siggu á Búðarkletti og svo komu nokkrir gaurar og buðu mér óvænt bjór. Ég þáði það alveg, enda hef ég ekki drukkið bjór síðan að ég kom frá hróarskeldu. Ég varð allavega vel drukkin eftir þrjá bjóra, hænuhausinn ég. Ég var líka svo þreytt og borðaði lítið í kvöldmatnum. En þetta var bara gaman. Ég dansaði við Pétur hótelstjóra og spjallaði heillengi við par sem var þarna. Það hafði búið úti í Danmörku í 12 ár og þau voru helv.. rokkaraleg í útliti. Gaurinn var með ljóst krullað hár niður fyrir axlir og í leðurbuxum og leðurjakka. Hún var rosalega lítil og grönn, með svart sítt hár og tatto á einu brjóstinu. Dansaði líka helling við hana og heillaði alla Filipínó gaurana fjóra sem voru þarna...hehehe!

Æ..ég verð að fara. Hörður Gunnar er orðinn súr af sjónvarpsglápi. Verð að fara út með hann í rokið og rigninguna!

föstudagur, júlí 12, 2002

Ég átti ágætan dag í dag. Ég er reyndar orðin svolítið þreytt á frekjudósinni minni. En samt, það var mjög gaman í dag.

Ömmusystir mín, hún Aðalheiður, átti 90 ára afmæli í dag og við vorum með smá veislu heima hjá mér í dag. Við grilluðum lax með kóríandersósu og nýju salati beint úr kálgarðinum hennar mömmu. Bara ljúffengur matur og ég meira að segja segi það! Ég hata lax..yfirleitt. Þetta var bara...jummmiiiiii.
Svo eru þær líka yndislegar gömlu kellurnar. Aðalheiður afmælisbarn er svo hress. Það sést enganveginn á henni að hún sé 90 ára. Hún er svo lítil og nett og ég var að hlæja af því þegar hún stóð inní forstofu á einni löpp að klæða sig í skóinn sinn. Síðan beygði hún sig niður eins og ekkert væri og reimaði skóna sína.
Svo er það hún Guðbjörg ömmusystir líka. Hún er minnir mig 85 eða 86 ára. Hún er með alzheimer en er samt alveg sprellihress! Hún syngur allan daginn gamlar vísur. Svo kemur oft inn á milli í umræðum..."Bíddu...jájá..þetta er hún Dúdda mín...ég man eftir þér alveg pínulítilli." Og svo syngur hún glöð áfram og eftir 5 mínutur spyr hún mig hver ég er. Hún er yndisleg. Hún var ljósmóðir í mörg ár. Hún er fyrirmyndin mín.
Svo er það náttúrulega Ágústa amma mín. Hún er 79 held ég. Hún er eiginlega slöppust af þeim. Hún er svo slöpp í baki og gigt og beinþynningu og ég veit ekki hvað og hvað. En þegar hún hittir systur sínar og bara þegar þær hittast allar saman, þá er það alveg stórkostlegt! Svona degi gleymi ég seint...

Jæja...þetta var nú svona smá fyrir mig. Núna er ég alveg dauðþreytt, en er samt vakandi ennþá af því að ég er í sumarfríi. Ég má vaka lengi. Ég er komin með beinverki dauðans í vinstri löppina og verk í bakið af öllum þeytingnum í dag. Svo var Hörður Gunnar líka svo ofvirkur í dag. Allar ömmunar ofdekruðu hann á gosi, nammi, súkkulaði, rjóma og ís! Hann var líka snarklikkaður í kvöld þegar ég setti hann í rúmið. Úff..ekki meira nammi næstu fimm árin.

Ég fór á tónleika í gær með Árna Teit, Lisu konu hans og Steina sæta. Það var bara næs. Það er alltaf gaman að hitta þau vini mína á Akranesi. Ég á það til að láta mér leiðast hérna heima. Núna ætla ég að reyna að fara aðeins meira út á skaga í fríinu. En tónleikarnir með Stjörnukisa voru barasta fínir. Kom reyndar svolítið á óvart hvað það voru fáir þarna. Enda voru líka ekkert sérstakar hljómsveitir að spila á undan. Fyrst var það Panman, svona nett útgáfa af The White Stripes eða eitthvað. Svo var það bandið Graveslime. Hrikalegir! Segi ekki meir um það... En Stjörnukisi eru alltaf góðir...skrítið hvað þeir eru ekki að meika það meira heldur en önnur lúsarabönd sem eru að fara erlendis og eru bara rusl eða eitthvað...Æ fokk...ég er þreytt...það kemur örugglega ekkert af viti upp úr mér.

miðvikudagur, júlí 10, 2002

Það er yndislegt að vera komin aftur í sumarfrí. Ég fór að ná í Hörð Gunnar í gær upp í Galtarvík. Hann var þar í tvo daga, sem var mjög fínt, ég þurfti nefnilega að vinna þessa tvo daga og vantaði pössun. Síðan fórum við bara seint að sofa í gærkvöldi. Við vorum að hlusta á Björk, Vespertine plötuna og hann Hörður Gunnar kom mér verulega á óvart. Hann kunni öll lögin og söng með á fullu. Hann er frábær. Svo var ég líka að hlusta á The Cure um daginn í bílnum og þá söng hann líka hástöfum með. Hann kann líka að söngla við fleiri lög frá Foo Fighters, Lamb, Red Hot Chillipeppers, Roni Size, Massiv Attack, PJ Harvey, Kenny Rogers og fleira og fleira. Hann fær ekki að hlusta á neitt FM-sull hjá mér!

Talandi um tónlist, þá er ég að spá í að hringja í Árna Teit og spyrja hann hvort hann vilji koma með mér á Stjörnukisa tónleikana í kvöld. Það lofar bara góðu....Stjörnukisi...mjááá! :)
Svo þarf ég líka að ræða tónlistarmál við hann. Nú þegar ég er komin í sumarfrí ætti ég að geta skroppið oftar út á Skaga til þess að taka upp eða eitthvað. Hann talaði við mig um daginn og sagði að það væri búið að panta stúdíóið í Thule fyrir okkur í september, til þess að taka upp sönginn aðallega held ég. Það er kúl.

En helv.. er ég ánægð með feminisku síðuna hennar Sigrúnar. Ég vissi það alltaf að hún yrði frábær bloggari. Það kemur mikið sprell upp úr henni og það líkar mér. Hins vegar með Ívar...hann verður að passa sig á því að skrifa ekki of mikið um fótbolta..þá nenni ég ekki mikið að hafa link á hans síðu..hehehe.

Jæja. Ég nenni ekki meir núna. Kem kanski aftur seinna í dag. Veit ekki. Er löt. Þarf ekki að gera neitt. Ble.

þriðjudagur, júlí 09, 2002

Úff..ég var að breyta gestabókinni minni aðeins útlitslega séð og þá duttu út allar færslunar sem voru komnar inn! Æ...þær voru svosem ekki margar, en þó skemmtilegar sumar.
Það er svona...þegar maður hugsar of mikið um útlitið á sér.

Allavega. Hjá mér er það að frétta að ég er að deyja úr kvíða allt í einu núna! Ég er orðin kvíðin fyrir vetrinum strax. Ég fékk reikning í hádeginu fyrir bifreiðagjöldum, reyndar bara fimmþúsundkall, en þó, pengingur og ég á lítið af honum núna. Ég var semsé að fojja yfir þessum reikning. Svo fékk ég líka tvö bréf frá háskólanum frá endurmenntun háskólans. Það var verið að kynna tvö námskeið; eitt um akademískan lærdóm eða eitthvað. Læra að læra og skrifa ritgerðir og svoleiðis. Svo var annað, undirbúningur í efnafræði, sem er mjög gott fyrir hjúkkunema og svo framvegis. Málið er að þessi námskeið kosta 15.500 og 10.800 krónur. Ég hef engan vegin efni á því núna. Mamma bara..."Hva! Ertu ekkert búin að vera að safna fyrir veturinn!?" Ég bara nei..sko...ég GET EKKI safnað pening. Hef oft reynt það. Sama hvað ég eyði mikið eða lítið þá er ég alltaf í sama standinum. Ekki of blönk eða of rík. Ég hef aldrei getað átt pening í friði. Lagt skynsamlega til hliðar inn á bók. Kann ekki svoleiðis.
Mamma hnussaði bara og sagði "Þessi vetur ætlar sko ekki að byrja vel hjá þér!"
Ég bara aaarrrgghhh!!! Öskraði á hana að ég mætti ekki við svona! Enda er ég búin að vera frekar stressuð eitthvað í dag og með áhyggjur af öllum fjandanum. Mig langar að grafa mig oní holu og ekki koma fram aftur!
Stundum vildi ég óska þess að ég væri geimskutla úti í geimnum og væri þar bara svífandi og þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur!

Ég sem hélt að ég væri laus við kvíða og þunglyndi. Þetta bankar alltaf uppá aftur! :(

mánudagur, júlí 08, 2002

Ég sé það að ég hef mikil áhrif. Bæði Sigrún og Ívar eru komin með blogg!
Það er barasta allt að verða vitlaust!
Svo var ég að lesa yfir textan sem ég skrifaði í morgun og ég hló! Ég var svo fljót að skrifa hann og það sést líka...
Já. Ég er búin að lenda í fullt af errorrum í blogginu…þess vegna hef ég ekkert skrifað lengi.
Annars er ég ekkert að rembast við að skrifa á hverjum degi. Ég skrifa þegar mér dettur eitthvað sniðugt í hug. Ég nenni ekki að þvínga mig í það að skrifa á hverjum degi og enda þá kanski með því að vera skrifa eitthvað þvílíkt bull sem enginn fattar upp né niður í…ekki einu sinni ég!

En allavega þá langaði mig að segja frá svolitlu sem ég lenti í um helgina. Ég var að vinna á Búðarkletti á föstudags- og laugardagskvöld. Frekar rólegt bæði kvöldin, en samt allt í lagi. Það var fólk að koma og fara og sat í rólegheitum og fínn trúbador að spila; Kolbeinn.
Á föstudagskvöldinu komu fyrst tvö miðaldra hjón. Þau voru voða fín og flott. Komu á barinn til mín og pöntuðu sér þrjá kaffi eða bara kaffikönnu á borðið, þrjá koníak og tvöfaldan gin í tónik með kreistri sítrónu og eitthvað meira….allt voða dýrt og læti. Ég rukkaði þau um einhverja þúsundkalla fyrir þetta. Málið var það að að því að það var svo lítið að gera, þá kom ég með allt til þeirra á borðið þeirra, í staðinn fyrir að þau biðu á barnum eftir að ég kæmi með þetta allt saman. Síðan voru þau alltaf að koma á barinn og panta sér meira og meira, meira kaffi og ég kom með kaffikönnu til þeirra, nennti ekki að rukka hana… Þau pöntuðu sér meira vín, koníak…alltaf kom ég með þetta á borðið til þeirra, þó að það væri annað fólk komið á barinn. Þau komu bara alltaf á barinn og pöntuðu sér og settust síðan niður og biðu eftir að ég kæmi með þetta. Síðan þegar ég kom með enn eitt koníaksglasið, báðu þau um þriðju kaffikönnuna. Ég kom með hana og rukkaði 600 kr fyrir hana. Þau fengu fría kaffikönnuna áður. Þau voru með þrjá kaffibolla….semsagt, 200 kr bollinn!
Þau fussuðu og fojjuðu yfir því að ég skyldi rukka þau um 600 kr fyrir kaffikönnuna! “Maður þarf aldrei að borga fyrir kaffi með svona drykkjum heima…” Ég bara, HALLÓ! Þú ert ekki heima hjá þér!
Síðan kom ég með mjólkurkönnu seinna á borðið. Þá sagði kallinn, “Hva, á ekki að rukka fyrir mjólkina líka?” Ég klappaði bara kallinum á öxlina og brosti breitt og sagði “nei nei vinur”.
Síðan pantaði kallin hjá mér enn eitt gin og tónikið og ég rukkaði hann um þúsund krónur fyrir það. Viti menn. Hann dró upp BÚNT af fimmþúsundköllum, í klemmu, eins og í bíómynd!!! Lét mig hafa einn og sagði “hérna elskan mín”! Ojjjjj!!! Mig langaði að æla á hann! Kvartandi yfir einni kaffikönnu á meðan hann er með búnt af fimmþúsundköllum í vasanum!!

Svona er þetta fólk í dag. Það spennir upp gullbogann og hann á sko eftir að brotna. Mammon í öllu sínu veldi! Fojj!!

föstudagur, júlí 05, 2002

Humm...
Bloggið mitt er með einhver leiðindi. Ég kemst ekki inná template til að skipta um hluti... Þoli ekki þegar hlutirnir ganga ekki upp!

fimmtudagur, júlí 04, 2002


Which Sex and the City Player Are You? Find out @ She's Crafty
Jæja. Ég var að bæta við einum link enn á síðuna mína. Það er linkur á síðuna hennar Auðar. Hún er sprellari þannig að hún á það skilið að vera með link frá sprell síðunni minni. Ég ætla bara að vona að hún verði dugleg að skrifa...
:)
Komið fleiri vinir mínir þannig að við getum öll bloggað saman!!!

miðvikudagur, júlí 03, 2002

Nú kemur ferðasagan. Hún var skrifuð í litla blokk á meðan á festivalinu stóð. Gæti verið óskiljanleg. En hún er náttúrulega mest fyrir mig, til þess að rifja upp eftir langan tíma.

Roskilde Festival 2002 - Ferðasaga

26. júní 2002. Miðvikudagur.

Jæja, nú sit ég fyrir utan gate11 og bíð eftir að boarding komi upp á skjáinn. Það er ekki eins mikið af fólki hérna og ég bjóst við. Einn og einn sem er svona hróarskeldulegur til fara. Reyndar sá ég Óla Palla og Andreu Jóns hérna áðan. Ég held alveg örugglega að Hrafn og Anna Sigga hafi farið í gær. Ég er viss um að ég hafi sagt Hrafni að ég myndi fara út 7:55 á þriðjudagsmorgni.
Fólk er byrjað að fara í biðröð. Ég nenni því ekki strax. Ég ætla að sitja hér í rólegheitum og fara svo inn þegar allir eru sestir inn og ég þarf ekki að standa og bíða. Það er rosalega mikið af könum og asíubúum að fara með mér til Danmerkur. Líka fullt af pólverjum heyrist mér. By the way... ég keypti mér carton af Salem sígarettum áðan. Ég sel þá bara Sonju eða einhverjum afganginn. Ble í bili

Ég er komin inn í vél. Ég er í sæti númer 43c sem er síðasta og aftasta sætið í allri vélinni! Óli Palli og frú og Andrea eru hérna rétt hjá. Ég sit við hliðin á íslensku pari (geðveik svitalykt af kallinum við hliðin á mér) og svo held ég að gönguklúbburinn Gerpla eða eitthvað sé hérna allt um kring! Fullt af eldri konum, allar í eins bláum krumpugöllum og með skartgripi, geðveikt málaðar og með uppsett, greitt hár! Svo kom svona "yfirgönguklúbbskonan" hérna áðan og sagði eitthvað svona: "Jæja stúlkur! Eru þið ekki allar hressar og allt í góðu lagi!?" Ég vildi óska að Sonja væri hérna við hliðin á mér. Hún myndi fatta þennan húmor...
Ógeðslega fyndið að fylgjast með "Gerplu konunum". Það er ein sem situr rétt hjá mér. Hún er alltaf að bæta á varalitinn sinn. Síðan er hún alltaf að panta koníak handa sér og stöllunum sínum. Svo stakk hún litla smjörstykkinu sem fylgdi með matarbakkanum ofan í töskuna sína. Greinilegt hvað sumt eldra fólk nýtur allt! Já og fokk! Ég sit semsagt aftast við hliðin á eldhúsinu, við ganginn. En! Ég fékk matinn minn laaaaang síðust! :( Það er ömurlegt sjónvarps- og hlustunarefni í gangi hérna. Það var reyndar einn Friends þáttur áðan sem var allt í lagi. Ég hef bara aldrei verið mikið fyrir Friends. Svo er líka ömurleg tónlist. Engin skemmtileg stöð. Ég hlusta bara á slökunarmúsik. Það er allavega mikið skárra en eitthvað svona FM 957 bull! Það sem er í sjónvarpinu núna er þáttur um einhvern íslenskan fugl. Mjöööög óspennandi!

Vá, ég er búin að skrifa ógeðslega mikið miðað við það að ég er ennþá í flugvélinni á leiðinni út! Bloggið mitt verður örugglega glæsilegt með þessari ferðasögu. Eitt enn. Rosalega eru flugfreyjunar stífmálaðar. Það er ein hérna, ljóshærð, lítil, með dökk gleraugu og mjög lítið máluð. Hún er laaang fallegust.
Úff! Gerplukonur eru að sitja á sig hálsklúta og ilmvötn. Ég er að kafna! Og Dodda í ferjukoti á tvífara hérna...hehehe!
Vúhú! Billie Holiday er í útvarpinu! :)

27. júní 2002. Fimmtudagur.

Jæja. Ég er nývöknuð eftir ljúfa nótt í tjaldi með grenjandi rigningu alla nóttina. Það voru líka þrumur og eldingar og alles...
Annars fór ég í gær og rölti um á strikinu með Sigga. Þar hittum við svo Unni, Bjarna og Siggu og vorum samferða þeim. Við fórum í Christianíu og fengum okkur bjór og hvíldum lúin bein eftir mikið rölt. Örugglega eina fólkið sem var ekki með jónu í loftinu. Síðan fengum við okkur að borða þar á ljúffengum grænmetisstað. Gott fyrir Sigga. :) Eftir það héldum við til Roskilde. Við vorum síðan komin inn á west-camp um tíu, hálf ellefu. Við komum okkur fyrir í tjaldinu með bjór og sígó, eða ég var eina sem var með sígó þarna. Síðan hittum við Gumma. Hann var bara einn á vappinu. Frikki var enn að læra fyrir eitthvað próf og kæmi ekki fyrr en morguninn eftir.
Við horfðum á eitthvað geðveikt caterpillar-dans-sjóv. Fólk dansandi diskó á nærbrókunum í gulu ljósi uppi á stórum gröfum. Síðan var verið að sýna Moulin Rouge á bíósvæðinu. Entumst lítið þar og ákváðum að fara að sofa. Ég náttúrulega vaknaði klukkan 5 um morguninn og var þá búin að vera labbandi í köben allan daginn.

Núna er klukkan korter yfir eitt á dönskum tíma. Unnur og Bjarni eru nýkomin úr kaldri sturtu og líta mjög hreinlega út. Þau voru að loka sig inni í tjaldi... vonandi ekki að fara að skíta sig út aftur. :) Fyrstu tónleikarnir sem byrja eru Bollywood Brass Band kl. 20:15. En það eru sko fyrstu tónleikarnir sem ég var búin að plana að fara á. Það eru reyndar byrjaðir tónleikar á camping-scenen. En stóra tónleikasvæðið opnar ekki fyrr en kl. 17:00 og svo byrjar allt kl. 17:30. Ég reyndar er að spá í að fara á tónleika með Division of Laura Lee á camping-scenen kl. 14:30. Það er eitthvað sem Sigga sagði að væri sniðugt.

Ég var að segja við Siggu að nágrannarnir hér væru miklu rólegri en grannarnir í fyrra. Núna eru eintómir svíar í kringum okkur og eru bara með hávaða svona rétt um kvöldið. Í fyrra voru svona 40 færeyingar í næsta tjaldi sem voru með stanslaus læti allan sólarhringinn! Auk þess sem þeir voru alltaf að ræna af okkur bjórkössum, stólum, fötum og svefnpokum svo eitthvað sé nefnt. Þangað til að ég fór að tala við þá á minni færeysku og sagði þeim frá ættingjunum mínum þarna úti. Þau náttúrulega þekktu fólkið. Færeyjar er lítið land...afsakið...eyja.

28. júní 2002. Föstudagur.

Í gær var mjög gaman. Við löbbuðum reyndar dálítið mikið. Við byrjuðum á að fara á Camping-scenen að hlusta smá þar. Síðan byrjaði allt í einu að rigna og allir flúðu inn í tjaldið sitt. Síðan ákváðum við að fara í verslunarferð eftir að stytti upp. Við löbbuðum niður Ringstedvej (hehehe) og niður í bæ. Við fengum okkur pizzu með fullum dönum. Skrítna pizzu með kjúkling, grænum og gulum baunum, papriku og lauk. Helv... fín. Síðan fórum við í NETTO og versluðum fullt af mat, bjór og fullt af drasli. Ég keypti mér hvít, reimuð, sláturhússtígvél á 10 kr. danskar. Unnur og Bjarni keyptu tvo blómapotta og Sigga keypti stórt kerti og glas sem kertastjaka. Síðan þurftum við að bera allt draslið heim í tjald og það var vont. Auminginn ég, sem hef ekkert úthald, er komin með hundrað blöðrur í lófan eftir að hafa borið bjórkassan með hvítu stígvélunum heim!
Þegar við komum upp í tjald, þá fengum við okkur bjor og hengdum upp blómapottana okkar í pavillionið, kveiktum á kertinu og borðuðum lakkrís.
Síðan var bara að drífa sig á fyrstu tónleikana. The Bollywood Brassband. Frábært band! Indverskt brúðkaupsorkestra. Við kíktum líka aðeins á Manu Chao, sem var ágætur. Ég get allavega sagt mömmu að ég hafi séð gaurinn sem söng Gústa-lagið :) Síðan var brunað á Andrew WK eftir að hafa staðið í hálftímabiðröð fyrir utan klósettið sem lamaði mig næstum fyrir neðan mitti! Andrew rokkaði og það var mikið stuð hjá honum. Hann kastaði sér yfir crowdið í lokin, (þó að það sé bannað). Hann semur samt svona "glamour-rokklög sem glansa" sem maður verðu helv... þreyttur á. Þannig að við brunuðum síðan á græna sviðið til að sjá The Chemical Brothers. Þeir voru í stuði og við vorum í stuði. Gott beat og mikil stemming, samt ekkert mikið að sjá... Svo var ég alveg að kúka á mig, þá hlupu allir af stað að sjá Rammstein og ég fór á klósettið nálægt sviðinu og kúkaði í takt við lögin. Við entumst ekki lengi á Rammstein, enda flestir búnir að sjá þá heima á Íslandi. Þá var það síðasta band kvöldsins. Við fórum að sjá Black Rebel Motorcykleclub! Þar hittum við Gumma og Frikka. Eftir tónleikana buðum við þeim heim í partý. Við djömmuðum mikið. Dögg og Inga komu líka. Við ræddum pólitík og dissuðum svíana!

Í morgun vaknaði ég með harðar stýrur í augunum og fékk mér rúgbrauð með Havarti-osti. Síðan var drifið sig af stað á fyrstu tónleika dagsins. Lelo Nika byrjaði að spila í ballroominu kl. 12:30. Þeir spila sígaunamúsik og voru alveg brilliant! Brjálaður harmonikkuleikari og mikið stuð, mikill hraði, mikið klappað og stappað! Mig langaði að fara að spá í lófa eða eitthvað...
Núna sitjum við fyrir utan hvíta tjaldið og erum að hlusta á rokk. Peter Pan Speedrock, The Hydromatics og The (International) Noice Conspiracy. Á eftir ætlum við að sjá Múm og svo Slayer! Jeeeeh!!! Núna rétt í þessu komu Gummi og Frikki. Við sitjum öll í góðri stemmingu og drekkum Tuborg. Frikki skuldar mér soldinn bjór síðan í gærkvöldi.
Við Gummi sitjum fyrir utan bláa tjaldið og erum að bíða eftir St. Thomas. Við vorum að enda við að hlusta á Múm. Ég fór á kamrinn áðan og hitti fullt af íslenskum stelpum. Við vorum að ræða tónlist, framtíðina, háskólanám og börn og fleira í biðröðinni. Voða gaman. Þetta eru einir fyrstu íslendingarnir sem ég hitti hérna síðan ég kom. Við Gummi og Frikki röltuðum síðan niður á east-camp áðan og ætluðum að reyna að finna Sisse. Ég fann tjaldið hennar eftir langa leit, en hún var þar ekki. Ég skildi eftir miða í tjaldinu hennar og bað hana um að hitta mig fyrir Red Hot Chillipeppers tónleikana. Vonandi tekst það. Ég samt efast um að hún fari í tjaldið sitt fyrr en seint í kvöld. St. Thomas eru byrjaðir að spila. Vúhúú!!
Ég var að enda við að lesa alla ferðasöguna sem komin er fyrir Gumma og Frikka. Þeim fannst það skemmtilegt.

1. júlí 2002. Mánudagur.

Hróarskelda er búin.
Föstudagurinn hélt þannig áfram að ég fór næst að hlusta á Alec Empire. Hann var helv... harður og röff. Samt flottur. Ég rölti í burtu og fór á klósettið og fékk mér síðan að éta. Þá hitti ég Gumma og Frikka aftur og við fórum síðan á Red Hot Chillipeppers!!! Ég hringdi í Hrund og leyfði henni að heyra smá í þeim. Ég held að hún hafi fengið smá kúlu í hálsinn. :) Á meðan byrjaði allt í einu að rigna og það hellirigna. Við klæddum okkur í álfabúninginn og dönsuðum undir Roskilde-regnslám villt og galið! Þegar þeir voru búnir var ég dauðþreytt og langaði mest að fara að sofa. En ég ætlaði að sjá Aida Nadeem í Ballroominu kl. 2:00. Við biðum og biðum, köld, blaut, þreytt, í heila eilífð. Síðan þegar hún loksins byrjaði, þá var hún bara ekkert sérstök. Þá fór ég pirruð heim í tjald að sofa, en samt með bros á vör eftir Red Hot!
Þegar við komum uppí tjald voru helv... svíarnir með geðveikt partý í næsta tjaldi við hliðiná okkur, alveg upp við hausinn á mér! Svo komu einhverjir gaurar með tvo gítara í þetta partý og spiluðu og sungu hundleiðinlegt endalaust lag..."ræ ræ ræ ræ ræ ræ ræ ræ ræ..." o.s.frv. Síðan þegar gítargaurarnir loksins hættu og fóru eitthvað annað, þá byrjuðu gellurnar í næsta tjaldi að hnakkrífast í svona 2-3 tíma.
Ég vaknaði dauðþreytt daginn eftir og ætlaði að drífa mig í Ballroomið að hlusta á Rahamani, Afganskur kall með flotta þjólagatónlist. Það var mjög skemmtilegt. Kallar í hvítum kyrtlum og í gullvestum. Síðan fórum við á The Loveless. Allt í lagi, þunglyndisband, var ekki alveg að fríska upp á þreyttu stemminguna mína. Síðan stefndum við á gula tjaldið. Þar var Minus að byrja að spila. Þá loksins hitti ég Sisse og Frederik vin hennar þar og við spjölluðum saman allan tíman. Eftir Minus fór ég ein á Bob Hund. Þar hitti ég þá Gumma og Frikka fyrir utan Tuborg söluna og þeir buðu mér bjór eins og vanalega. :) Bob Hund voru bara mjög skemmtilegir og rokkaðir. Við fórum síðan á Thailu Zedek. Hún var frábær! Ég hélt reyndar fyrst þegar ég sá hana og heyrði í henni að þetta væri karlmaður. En það má segja að þetta sé svona "Nick Cave-kona". Verð að eignast disk með henni! Svo fórum við í bláa tjaldið. Þar hitti ég aftur alla hina. Techno Animal var að spila. Hart og gott! Gaman að dansa við. Síðan hljóp ég næst yfir í græna tjaldið...hinu megin á svæðinu. Erykah Badu byrjaði að spila. Hún var glæsileg með þvottaklemmur í hárinu. Í lokin henti hún sér niður í crowdið og fór að faðma alla. Hún fékk líka fullt af stjörnum fyrir þessa tónleika. Eftir þetta röltaði ég framhjá orange-sviðinu þar sem New Order voru að spila. Fór síðan beint á Aimee Mann í hvíta tjaldinu. Hún er með ljúfa, fína rödd sem var gott að hlusta á þegar við sátum í grasinu og drukkum bjór og spjölluðum. Hún átti mjög góð lög í myndinni Magnolia. Við sátum þarna áfram og hlustuðum á Gotan Project líka. Þeir voru góðir, langar í disk með þeim. Svo hlupum við yfir á orange og sáum Primal Scream. Þeir voru bara með eitthvað diss í gangi. "Is it raining enough on you Roskilde!?" Voru samt með góð lög en voru fúlir og ljótir á svipinn. En þarna var ég alveg búin þannig að við misstum af Yeah Yeah Yeahs kl. 2:30. Ég kaupi mér bara diskinn með þeim.

Daginn eftir þurfti ég að drífa mig á gula sviðið kl. 12:00. Mull Historical Society. Þeir voru svona la la, ekkert rosalega góðir. Ég hljóp svo yfir á bláa tjaldið og hitti þar Gumma, Frikka og Sisse. Við hlustuðum á tvö dönsk bönd þar; Moon Gringo, mjög góð og Thau, allt í lagi. Svo fór ég að sjá Kent og drakk bjór með Gumma og Frikka... minnir mig. :) Svo fór ég að hlusta á And You Will Know Us By The Trail Of Dead. Fínt band. Síðan fór ég að versla Thai-buxur á 200 kr. danskar. Ég keypti líka fullt af diskum, þrjá með Lamb, einn Massiv Attack. Svo fattaði ég það að ég hafði misst af Nelly Furtado. En ég frétti síðar að hún hefði ekki verið neitt sérstök. :/ En ég hresstist heldur betur við þegar The White Stripes byrjuðu síðan að spila. Það er flott band! Tvö systkin, stelpa á trommur (kann varla á trommur) og strákur á gítar og gaulandi. Tvö ein á græna sviðinu og fylltu svæðið! Sprell frá Texas...held ég...hehehe. Síðan þegar við byrjuðum að rölta yfir á orange-sviðið til að sjá Garbage, þá sáum við naktan mann koma út úr gulu rútunni fyrir framan Oval. Hann tók síðan upp inniskó og byrjaði að lemja einhvern gutta í hausinn. Feitur og nakinn! Ojj! Gummi og Frikki voru ekki lengi að forða sér í burtu!
Garbage gellan var pissfull uppá sviði og reif kjaft við alla í hljómsveitinni. Síðan mundi hún fáa texta og drakk alltaf úr viskípelanum sínum á nokkura mínutna fresti. Hún var víst búin að vera á einhverjum evróputúr og var að missa röddina og geðheilsuna. Hún keyrði sko í rútu frá Paris til Roskilde. Ég skil hana ágætlega. En hún var samt kúl og rokkaði! Síðasta bandið og síðasta kvöldið. Travis. Þeir voru frábærir. Mikið stuð og mikið gaman. Ef ég ætti meiri pening, þá myndi ég líka fara á tónleikana heima. En það var orðið hrikalega kalt og ég hljóp heim í tjald þegar tónleikarnir voru búnir.
Ég hélt samt að ég myndi aldrei geta sofnað! Það var verið að kveikja í drasli, tjöldum, pavillionum, svefnpokum, mat og öllum fjandanum allt um kring. Það kviknaði alltaf nýtt og nýtt bál og það mjög nálægt tjöldunum. Ég sem er fjandi eldhrædd. Ég náði nú samt að sofa smá og vaknaði svo klukkan sjö um morguninn og tók saman í rigningu. Við fórum síðan og náðum í Ingu, hún ætlaði að vera samferða okkur heim til Daggar. Síðan stóðum við í 1582 km langri röð að bíða eftir lestinni. Við komumst svo loksins heim til Daggar og fengum að fara í sturtu og á alminnilegt klósett. Við fengum okkur gott að borða, ærtur, brauð, ost, túnfisksalat, tómata og papriku og matthilde kakómjólk.
Svo er flug heim kl. 22:50 í kvöld.

Jæja. Nú er ég nýtekin upp í loft á ferðinni heim. Ég er í aðeins betri sæti en síðast, sæti 9e. Alveg við inn-/útganginn og stórt pláss fyrir framan mig fyrir lappirnar.
Ég var allan daginn heima hjá Dögg. Lá þar eins og skata í sófanum og náði að dotta aðeins. Síðan fengum við okkur Thai-mat og horfðum á eina bíómynd frá Hong Kong. Man ekki hvað hún heitir, en allavega þá var hún mjög sniðug. Síðan hljóp Siggi með mér í strætó og ég rétt náði honum. Náði að smella einum nettum kossi á Sigga og svo brunaði strætóinn af stað. Það voru næstu allar fríhafnirnar lokaðar á flugvellinum, nema fyrir nammi og áfengi. Ég keypti smá nammi og koníak handa mömmu og pabba. Jæja, það er verið að bera fram drykki og nú er ég alls ekki síðust.
Umm. Ég fékk Pepsi MaxxMix (snakk). Ég er að bíða eftir matnum, hann er alveg að koma til mín. Það er verið að sýna ógeðslega fyndna mynd um hvernig sé hægt að slaka aðeins á og rétta úr sér í flugi. Maður á að teyja hendurnar upp í loftið voða rólega og brosa og nudda öxlunum upp við eyrun og svo framv. Svo er einhver kona sem er að demonstreita þetta. Hún situr í dimmu herbergi í miðjusæti þriggjaflugsæta. Það er persnerskt teppi undir eða eitthvað til að gera þetta ennþá huggulegra og náttúrulega lyftutónlist undir. Hehehe... Nú er hinsvegar verið að sýna heimildarmynd um íslenska andarrækt. Not very interesting.

2. júlí 2002. Þriðjudagur.

Nú er ég nýkomin á fætur með Herði Gunnari. Ég gaf honum lítinn bangsa. Ég gaf Jóhanni disk með Travis og ég keypti 2 koníaksflöskur handa mömmsogpabbs. Ég var að henda tjaldinu, svefnpokanum, töskunni og Litta (koddinn minn) út á snúrur. Fúkkalykt af öllu saman, enda var dálítil rigning þegar ég pakkaði öllu saman.
Berglind náði í mig í gærkvöldi. Hún keyrði svo heim til sín og ég þaðan heim til mín. Á leiðinni heim var ég orðin helv... þreytt. Svo þreytt, að ég var farin að sjá allskonar hyllingar á veginum. Wierd and spooky!you're american beauty. you're full of hope and appreciate the beautiful things in life.

take the which prettie movie are you? quiz, a product of the slinkstercool community.

Hæ hæ!

Dúdda þreytta er loksins komin heim. Er í litlu stuði til að skrifa eitthvað af viti. Ég skrifaði smá ferðasögu á meðan ég var úti. Ég ætla að reyna að setja hana inn í kvöld eða annað kvöld...

En ég bætti við link með myndum frá hróarskeldu. Stuð, stuð, stuð!!!

By the way. Takk allir vinir mínir fyrir að hafa skrifað í gestabókina mína. Ég er hætt að kvarta. :)