mánudagur, júní 24, 2002

Ég hlakka svo til, ég hlakka svo til...

Á morgun verð ég komin í sumarfrí! Svo ætla ég að stússast og pakka niður allan daginn. Mamma ætlar að lita mig og plokka á morgun svo ég verði nú fín og sæt. Það er ágætt, þegar maður er nýlitaður, þá þarf maður varla að mála sig. Ég nenni mjög sjaldan að mála mig... Auðvitað mála ég mig ekki í útileigu, en það er samt alltaf gaman að vera fínn svona þegar maður kemst ekki alltaf á snyrtingu í fimm daga eða svo...
Berglind elska ætlar að redda mér á morgun með miðann. Eins og ég sagði fyrr, þá er vitlaust nafn á seðlinum. Hún þarf að fara niður á ferðaskrifstofu til að fá nýjan miða. Eins gott að double-tjekka miðan eftir það. Ég tók niður bakpokann af háaloftinu og svefnpokan ofan af skápnum...þetta er allt að fara af stað! Ég þarf að redda mér þunnri tjalddýnu í kvöld. Það hlýtur eitthvað að mínum ættingjum hérna að eiga eina dýnu handa mér. Ég er búin að skrifa niður smá lista yfir hluti sem ég þarf að taka með mér. Nauðsynlegt. Ég á það nefnilega til í mér að of-pakka! Það verður alveg hellingur strokaður út af þessum lista. Svo fann ég fullt af dollurum síðan í fyrra ofaní skúffu hjá mér. Þá get ég notað til að kaupa mér eitthvað í fríhöfninni eða eitthvað... Koníak handa mömmu og pabba á heimleiðinni.

Við Siggi vorum að spá í að gera kanski eitthvað sniðugt þegar ég kem út á miðvikudaginn. Ég lendi nefnilega um hádegi og þá er allur dagurinn laus til skemmtunar. Við gætum náttúrulega farið beint til Roskilde, en, tónleikarnir byrja ekkert fyrr en daginn eftir, og það um miðjan daginn! Mig langar að fara á Bakken. Ég fór í Tívolí í fyrra og varð fyrir svolitlum vonbrigðum. Tívolí er ekkert nema skrúðgarður fyrir túrista. Það eru örfá tæki, allt barnatæki, nema kanski háa súlan sem þú hrapar niður í, hún er ágæt. Og auðvitað töfrateppið líka. Bakken er meira svona skemmtigarður sem að Danir sjálfir stunda mikið. Þar eru þeir með börnin, bakpokana og nestið. Þar eru líka miklu skemmtilegri og fleiri tæki. Ég verð að komast þangað. Ég stundaði þennan stað mjög mikið þegar ég bjó þarna úti.

En dagurinn er búin að líða ágætlega. Ég ætla að halda áfram að vinna. Ég er ekki ennþá byrjuð að hringja út í sökudólgana, það er búið að vera stanslaust stuð síðan ég mætti klukkan eitt.
Tjá!

sunnudagur, júní 23, 2002

Ég er lurkum lamin!

Ég hef ekki fengið svona roooosalega mikla strengi síðan....hummm...ég hef ALDREI fengið svona mikla strengi! Ég þarf verkjatöflur til þess að ganga í gegnum daginn. Ég dansaði eins og mofo allt gærkvöld og allir aðrir líka. Þetta er þannig tónlist að þú hoppar og hoppar allan fjandans tímann. Ég tók mér aldrei hlé, nema þegar hljómsveitin tók sér hlé. Ég fór þá niður á klósettið og leyfði mér loksins að pissa eftir allt hopperíið. Þá tók ég eftir því að ég var rauðari í framan heldur en á vörunum. Ég var sko með eldrauðan varalit.
Síðan þurfti ég að fara að vinna í dag. Það var opið á byggðasafninu frá klukkan 1 til 6 og það komu 3 túristar í allt. Drepleiðinlegt! Svo var líka ekkert hægt að gera þarna. Ég las hálfa bók á milli þess sem ég dottaði á 4 stólum sem ég raðaði í röð í afgreiðslunni og lá á. Reyndar kom Sigrún bjargvættur til mín aðeins og gaf mér Tykis Pepper! Ég var svakalega ánægð með það. En hún kom sko klukkan 2 og þá átti ég alveg 4 tíma eftir af leiðindum. Plús það að ég var að drepast úr verkjum og ég hljóp í lyfjakassan þegar ég komst loksins heim. En áður en ég lokaði klukkan sex, þurfti endilega eitthvað fólk að koma fimm mínutur í sex. Jæja, hugsaði ég með mér, nú þarf ég að sitja hérna til klukkan 18:20 eða eitthvað...en þau stoppuðu mjög stutt sem betur fer og voru farin út klukkan sex.
Á morgun er síðasti vinnudagur fyrir sumarfrí númer eitt. Ég verð í fríi á þriðjudaginn og hef þannig tíma til að taka mig til og undirbúa reisuna mína til Danmerkur. Ég lenti samt í einu súru. Berglind fór og náði í flugmiðann minn og á honum stendur vitlaust nafn! Ohhh!! Ég þarf að hringja í ferðaskrifstofuna á morgun og athuga hvort ég þurfi ekki nýjan farmiða. Ljótt að verða stöðvuð á vellinum og sagt við mann: Nei vinan, þú ferð ekkert út!
Jæja. Það er að koma kvöldmatur. Eitthvað ljúffent a la mamma. Ég ætla síðan að fá mér Royal súkkulaðibúðing með gervirjóma á eftir. Svo ætla ég að horfa á einhverja gamla góða bíómynd úr videospólusafninu okkar. Ætli ég endi svo ekki á því að skella mér í heitt bað til þess að lina kvalirnar mínar...

föstudagur, júní 21, 2002

Ég var að lesa stórfurðulega bók í dag og í gær. Hún heitir Saga augans og er eftir franskan höfund, Georges Batailles, sem fæddist árið 1897. Þessi fransmaður gekk greinilega ekki alveg heill til skógar. Þessi saga var fyrst gefin út árið 1929 og þá undir dulnefni og dul-titli. Hinsvegar er núna búið að gefa hana út víða og þýða hana á hin ýmsu tungumál. Nema hvað, bókin er sóðaleg! Hún fjallar um einhvern dreng sem segir söguna og Simone vinkonu hans, sem er í raun náskyld honum. Nema hvað, þau eru endalaust að fróa hvort öðru og pissa á hvort annað og strákurinn brundar yfir hana og á andlitið og svo leikur hún sér með egg í rassgatinu og ég veit ekki hvað... Þetta byrjar svona strax á fyrstu síðunni og ég gapti og las og þetta hélt svona áfram alveg til enda sögunnar. Síðan kemur nett lýsing á höfundinum eftir á sem útskýrir margt. Hann átti veikan pabba sem fékk sýfillis sem leiddi hann síðar til geðbilunar og svo dauða. Móðir hans var líka þunglyndissjúklingur og stórfurðuleg. Hann sjálfur var mikill súrrealisti og reyndi hvað sem hann gat að hneyksla lýðinn. Þessi bók hans, Saga augans, er fyrsta bók hans. Hann skrifaði hana þegar hann var í sálfræðimeðferð eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta átti að vera einhver útrás fyrir hann. Allavega, þetta er skemmtileg bók, ég hló mikið og hneykslaðist og undraðist og fleira. Hún er lítil og nett og ég mæli með henni, ef þið eruð svona furðufuglar eins og ég!

fimmtudagur, júní 20, 2002

Ég er...

I amFind out which Garbage Pail Kid you are!


...ojjj!

Svo vil ég minna ykkur á...

Surfbandið
TITTY TWISTERS

mun koma saman og spila á
Búðarkletti
laugardagskvöldið 22. júní
klukkan 23:00
Aðeins þetta eina sinn!
Frítt inn!
Ég get alltaf hlegið jafn mikið að því með sjálfri mér, eða Sigrúnu, hvað það kemur stundum skrítið fólk hér á safnið.
Það kom hérna ung stúlka áðan örugglega á svipuðum aldri og ég. Allt í lagi, hún er farin að koma á netið núna í sumar af og til, nema hvað mér finnst hún eitthvað furðuleg. Síðan áðan, þegar hún var búin að nota internetið, þá var hún að væbblast í kringum tímarita-standinn á fullu. Hún minnti mig einna helst á litlu 10-12 ára guttana sem að eru að reyna að stelast í Bleikt og Blátt blöðin. Ef þeir ná blöðunum, þá fara þeir með blöðin á bak við hillurnar og lesa/skoða þau þar og skilja síðan eftir. Nema hvað. Eftir að hún rauk út stúlkan áðan, þá fór ég að athuga þetta. Mér fannst vanta nokkur Bleikt og Blátt í rekkan. Ég var að spá hvort að hún hafi nokkuð stolið blöðunum og stungið í töskuna sína...neeee...Heyriði! Haldiði að ég hafi ekki fundið blöðin á bak við hillurnar! Alveg eins og litlu guttarnir gera þetta. He he he...ég skoða þetta fyrir framan allt og alla ef mér langar til.
Svo er líka gamall karl sem kemur reglulega hingað. Hann tekur alltaf svona 4-5 Bleikt og Blátt blöð með sér og eitt DV. Síðan setur hann í sófanum með DV fyrir framan sig, en, innan í leynist Bleikt og Blátt.
Þó að ég sé að vinna fyrir framan tölvuna allan tíman, þá líta augun mín oft til hliðar og fylgist með. Ég þarf auðvitað að fylgjast með því ef að fólki vantar aðstoð. En stundum kemur fyrir að ég sé eitthvað sem að ég átti kanski ekki að sjá...hehehe. Mér finnst þetta fyndið og gerir vinnuna skemmtilega!

miðvikudagur, júní 19, 2002

Við, starfsfólk safnahússins, erum búin að vera svo hyper-dugleg í dag að við erum hætt núna klukkan 17:40!
Allavega er ég hætt að skrá tímarit inní tímaritaskrána í tölvunni. Sigrún er hætt að bograst uppá lofti og Ívar er hættur að klóra sér í rassinum og kúka.

Þegar ég kem heim ætla ég að reyna að klára loksins Meistarinn og Margarita. Ég er búin að vera alltof lengi með þessa bók. Núna á ég bara 5 eða 6 kafla eftir, sem er ekki neitt. Þegar ég er búin að lesa þessa bók, þá ætla ég loksins að byrja á Uppvöxtur Litla Trés, sem ég fékk í jólagjöf fyrir tveim árum síðan! Eða þá, mig langar svolítið að lesa Drengurinn í Mánaturni. Ég sé til með það... Mér finnst alveg frábært hvað ég er í raun orðin dugleg að lesa. Ég er búin að fá svo mikið ógeð af fólkinu sem tekur ástarsögurnar endalaust að ég varð að gera betur! Ég greip í nokkrar heimsbókmenntir og hef verið dugleg við það síðan að ég byrjaði að vinna á safninu. Gott mál. Ég ætti að vera vel þjálfuð í lestri þegar ég fer í skólan í haust!

En nú þarf ég aðeins að væla meira út af heilsunni minn. Ég finn að ég er orðin mjög aum í hálsinum og ég hósta mjög mikið. Ég er enn með mikið nefrennsli og það er gult horið á litinn sem snýtist útúr mínu rauða nefi. Auk þess finn ég lítið bragð og litla lykt. En ég finn að ég er þannig aum í hálsinum að ég er að verða andfúl líka! Ég er orðin frekar pirruð á þessu. Ég er alltaf með kvef, allan ársins hring. Hvernig væri að ég færi nú að panta mér tíma til þess að skella mér í ofnæmispróf og hætta þessu væli?!

Ohh...nú man ég eftir einu. Máni er ennþá með diskana mína frá Thule í láni. Ekki gott. Hann fékk nokkra diska lánaða hjá mér þegar við vorum saman og ég fékk fáa tilbaka. Hann fer rooosalega illa með diskana sína. Þeir liggja á víð og dreif, ekki í hulstri eða í vitlausu hulstri og með matar- og/eða drykkjarleifum á! Það pirraði mig mikið í denn...ég vona að umgengni hans hafi skánað eitthvað.

Sigrún! Þú ert algjör perla! Þú ert æðisleg!

þriðjudagur, júní 18, 2002

Ég las hérna skemmtilega grein um daður og það hvernig kvenfólk mælir út karlmennina.
Það er mikill sannleikur í þessu. Allavega frá mínu sjónarhorni, þá hegða ég mér oft svona. Ég er þekktur daðrari djöfulsins, en þá er ég ekki að reyna að húkka alla gaurana sem ég daðra við. Ég stoppa einmitt um leið og maðurinn verður uppáþrengjandi eða eitthvað annað verra, leiðinlegur eða Guð má vita hvað! Svo verða karlarnir svo óðir eftir svona smá "flirt" að maður losnar varla við þá eftir samtalið. Úff, hvað maður hefur lent í mörgum pésum sem að halda að þeir séu komnir uppá mann, bara af því að maður var vingjarnlegur og var að halda uppi skemmtilegum samræðum!

Hummm...ég verð að fara að skilgreina þetta "pésa" orð hjá mér. Ég er farin að nota það yfir allt of víðan hóp af karlmönnum. Það passar til dæmis ekki að kalla Sigga minn pésa og svo einhvern lura útí bæ sem er að bögga mig, pésa!
Víhí!
Ég sé það núna að fólk er farið að þora að skrifa í gestabókina mína. Ég sem hafði svo mikið fyrir því eitt kvöldið að troða henni þarna, tölvunördið ég. En það eru komnar fínar kveðjur þarna til mín. Samt eins og það sé einhver feimni eða eitthvað í gangi, því að allir setja lás...eða private entry á skilaboðin. Mér finnst þessi skilaboð í gestabókinni ekki vera neitt sem þarf að skammast sín fyrir. Þetta eru bara skemmtileg og hlý orð til mín og ég er viss um að þessir fáu sem skoða gestabókina mína, hafa bara gaman af því að lesa þetta! :)

mánudagur, júní 17, 2002

Ég komst að því að ég er ákeðið atriði í lífi margra...hehe...þá meina ég það að margir eru búnir að vera spyrja mig hvort ég ætli ekki að skrifa eitthvað á bloggið mitt! Það væri svo langt síðan ég skrifaði síðast. Ólíkt honum Sigga mínum þá er ég ekki skyldug til að skrifa mitt DAGLEGA hugarstríð. Stundum skrifa ég nokkrum sinnum á einum degi. Stundum tek ég mér helgarfrí! :) Sigrún spurði mig einmitt í dag hvort ég væri nokkuð hætt að skrifa á bloggið. Hún sat uppá safni og las bók og hafði ekkert annað að gera á meðan fólk var að skoða ljósmyndasýningu frá þjóðhátíðardögum í gegnum árin í Borgarnesi.

Dagurinn var allt í lagi. Ég var með mín litlu mótmæli á minn hátt. Sagði stundum..."íslenski fáninn, bandaríski bjáninn" og veifaði fána í leiðinni. Svo var orðið svolítið kalt og ég var með hor í nefi og nennti ekki að vera þarna. Við sungum loksins, Brákarsystur, og svo var ég að deyja úr þreytu að mig langaði heim strax. Hörður Gunnar var líka óður. Hann hljóp í öll blómabeðin í Skalló og skemmdi öll blómin. Þannig að við drulluðum okkur heim í þægilegri föt (úr sparifötunum) og kúrðum okkur uppí sófa með ristað brauð og mjólkurglas. Það voru líka svo vondar vöfflurnar í Skalló. Ein teskeið af sultu og fjall af rjóma. Jakkkk! Viðbjóður svona rjómabomba. Ég fékk sko ógeð á rjóma þegar ég var lítil stelpa. Ég drakk óþeyttan rjóma eins og vatn! Eitt sinn drakk ég yfir mig. Ég drakk heila hálfslítersfernu af rjóma í einum teig....eftir það hefur lystin í rjóma verið lítil. En við steinsofnuðum í sófanum. Allir sofnuðu á heimilinu. Síðan vöknuðum við um 7-8 leitið og borðuðum góðan ítalskan mat. Ég horfði líka á Björk tónleikana. Þeir voru frábærir! Síðan hringdi Siggi í mig og daðraði aðeins við mig....sweet.

Það eru örfáir dagar í hróarskeldu. Ég fór með tjald til Sigga. Hann ætlaði að koma því til Unnar. Unnur fer út 24. júní, Siggi fer 25. júní og ég fer 26. júní og Siggi ætlar að taka á móti mér. Ég var einmitt að prenta út dagskránna fyrir hátíðina og var að merkja hjá mér með rauðum penna hvaða hljómsveitir ég ætla að sjá. Gaman gaman. Gaman að vera saman.
Ég laumaðist suður til Sigga á föstudagskvöldið. Í smá stund...það var ljúft.

miðvikudagur, júní 12, 2002

Vá! Ég er svo kvefuð að ég get ekki annað en andað með munninum, get varla borðað, því ég næ ekki andanum, finn ekkert bragð af matnum, enda komin með ógleði af hori sem rennur alltaf niður kokið á mér, þarf að snýta mér á mínutu fresti núna og kominn með ógeðslega rautt, sárt, rúdolfnef!

EN, ég er samt í góðu skapi. :)
Siggi minn kom í heimsókn í gærkvöldi og höfðum það virkilega næs. Ég er náttúrulega húsbóndi á heimilinu núna þar sem að mamma og pabbi eru erlendis og ég get boðið öllum sem mig langar til í heimsókn. Hann kom uppá bókasafn til mín á meðan ég var enn að vinna og ég sýndi náttúrulega bókaorminum safnið. Við fengum okkur góðan mat á Vivaldi og fórum svo heim og horfðum á gamla, franska, funky bíómynd með uppáhaldsleikaranum mínum, Louis De Funés. Svo var náttúrulega rómantísk stemming það sem eftir var kvöldsins...

Hörður Gunnar var reyndar kominn með 40 stiga hita í gærkvöldi og var ansi slappur. Hann var samt brosandi og sætur þannig að það var ekkert alvarlegt. Enda var ég líka með lærða hjúkku mér við hlið. Ég gaf honum bara stíl í rassinn og hann steinsofnaði og vaknaði bara hress klukkan 5 um morguninn! En ég tók ekki áhættuna og geymdi hann heima í dag. Það var fínt. Ég var sjálf helvíti slöpp í dag...lá og dormaði með Herði uppí rúmi og það kurraði í okkar stífluðu nebbum.

Annað frábært. Dana pæja hringdi í mig í dag. Ég hef ekki heyrt í henni eða séð hana í laaaangan tíma. Ég er ekki einu sinni búin að sjá litlu stelpuna hennar og Halldórs. Ég hef ekki einu sinni séð Halldór! Við sem vorum svo mikið saman í skólanum útá Akranesi og drukkum hvítvín á fimmtudögum og spiluðum kana og fórum svo á Gúllas! Helv...mikið stuð. Síðan skildust leiðir. Ég varð ólétt. Hún flutti burt af Akranesi eftir skólann.
Svona getur þetta oft verið með vinasambönd. Það skiljast oft leiðir einhverntíman. Svo geta leiðirnar mæst aftur. Alveg eins og með Unni vinkonu mína. Við vorum BESTU vinkonur í grunnskóla, gerðum allt saman. Síðan skildust leiðir þegar ég fór í MA í frammhaldsskóla. Við pennavinuðumst eitthvað...en svo dofnaði sambandið meira og meira.
Í dag erum við búin að reunionast aftur og mér finnst það æðislegt. Mætti í brúðkaupið hennar. Hitti æðislegan mann í afmælinu hennar. Allt Unni að þakka...
Svo er ég að fara suður í haust. Þá ætla ég einmitt að fara að hitta meiri þessar vinkonur mínar sem að ég hef ekki sinnt vel í langan tíma. Mér hlakkar til!

Já. Lífið kemur á óvart stundum. Ekki grunaði mig ýmislegt sem komið hefur fyrir í dag...

þriðjudagur, júní 11, 2002

Ég tók sólarkunnáttu próf á femin.is og ég stóð mig bara ansi vel. Mamma mín er nú líka einu sinni snyrtifræðingur! :)

Til gamans!
Þú ert nokkuð vel að þér í þessum málum!
Þú sólbrannst oft sem barn en nú notar þú réttu græjurnar, vörn #15 eða hærra og þekkir þín takmörk í sólinni.

Rétt svör

1. Algengasta krabbamein í Bandaríkjunum er húðkrabbamein og 600.000 manns greinast þar árlega.

2. Það eru 3 tegundir af húðkrabbameini, squamous, basal cell og illkynja melanoma. Basal cell er algengasta húðkrabbameinið og í 85% tilfella er það í andliti og hálsi. Illkynja melanoma er sjalgæfast en er mjög hættulegt og veldur um 75% dauðsfalla af völdum húðkrabbameins.

3. Í Bandaríkjunum er ekki lengur talað um sólbaðsstofur heldur "krabbameinsstofur". Ljósabekkir eru hættulegri en sólargeislar en bæði getur valdið skaða.

4. Ef þú ert hrædd um áhrif sólar á húð þína skaltu reyna eftirfarandi. Stattu nakin fyrir framan spegil og berðu saman húðina á hönd þinni við aðra rasskinnina. Eini munurinn er sólaráhrif.

5. Það skiptir engu máli hversu gömul þú ert. Þú ættir að vara þig á geislum sólarinnar. Þó að þú sjáir ekkert, þá þýðir það ekki að skaðinn sé ekki skeður, því það getur tekið mörg ár fyrir skemmdir að koma fram.

6. Ekki byrja með minna en sólarvarnarstuðul #15 og þú getur svo minnkað það niður í #8 eftir að húð þín hefur aðeins vanist sólinni. Vertu viss um að velja góða sólarvörn en margar þær sem eru seldar í litlu búðunum á Spáni eru ekki góðar og hafa jafnvel staðið í sólinni svo mánuðum skiptir. Athugaðu hvenær varan rennur út. Reyndu að þekkja þín takmörk í sólinni og forðast hana meðan hún er hvað sterkust, milli 12 og 14.

7. Hugsaðu um þetta dæmi. Þú ert að sjóða egg. Ef þú heldur á hráu eggi í skeið og dýfir því í sjóðandi vatn í 30 sekúndur þá sérðu ekki mikla breytingu. Eftir 1 mínútu er jafnvel ekki hægt að sjá neinn mun, en ef þú heldur áfram að dýfa því ofan í, jafnvel í örfáar sekúndur í senn, verður það að lokum harðsoðið. Samskonar gerist í sólinni og getur leitt til öldrun húðar og húðkrabbameins.

8. Með því að forðast eða takmarka sólböð og nota alla daga sólarvörn getur þú snúið við skemmdum af völdum sólinnar. Einnig með því að hugsa vel um húðina daglega, nota kornamaska sem hreinsa vel yfirborð húðar af dauðum húðfrumum, góð krem sem innihalda vörn og hollt fæði sem er ríkt af antioxidöntum.

9. Þetta efni getur valdið húðkrabbameini ef það kemst í snertingu við útfjólubláa geisla.

10. Með því að bera Aloe Vera gel og bera á sólbruna getur þú minnkað skemmdir verulega. Aloe Vera kælir vel og græðir.Mér leiðist í vinnunni. Það er ekkert að gera og ég sit og tel mínutunar með hor í nefi og hnerrandi í allar áttir. Þess vegna fer ég og surfa aðeins á netinu og lendi þá í allskonar rugli...


Visionary, revolutionary, vigilante - these descriptions all fit you well. You are thoroughly disgusted with society and humanity as a whole, and you have several rather diabolical plans to reshape it to fit your designs. You're probably a loner, and most people think you're crazy. That's just because they don't understand, though, and you'll show them someday anyway. Heh heh heh. You are known to become very passionate about many causes, have torrid love affairs, and be seen as a either a demagogue or a hero to the proletariat masses.


Be cool! Take the What Do You Want Out Of Life? QuizTake the What High School
Stereotype Are You?
quiz, by Angel.

Já...undarlegt þetta...
Vá hvað ég er sammála henni Unni! Sko Fjölnir Þorgeirsson kveikir ekki í einu ferómóni hjá mér!
"Halló krakkar!"
"Ég heiti Klobbi Klobbason"
"Sé ykkur seinna..."

Annars er það að frétta af mér að ég er að deyja úr einhverju frjóofnæmi (líklegast). Ég þarf að hlaupa fram á klósett og snýta mér á fimm mínutna fresti, sem er ekki mjög skemmtilegt þegar að ég þarf að sitja í afgreiðslunni til átta í kvöld! En ég get þó glatt mitt litla hjarta á því að ég fæ heimsókn í kvöld! :) Það kemur til mín maður...tralalala

Ég fór allt í einu að spá í því að ég þarf að farað redda mér tjaldi fyrir hróarskeldu. Ætli það endi ekki á því að ég kaupi mér eitt lítið kúlutjald í rúmfatalagernum sem að selur ódýrt drasl og sem að má alveg skemmast. Ég er líka svo hrikalega blönk í dag og mánuðurinn er ekki einusinni hálfnaður! Úff...lifa á brauðmylsnum. Svo er ég líka ein heima með þrjá gutta. Hörður Gunnar og bleyjurnar hans. Jóhann svelgur, sem drekkur tvo lítra af mjólk og heilt brauð á dag. Ingi Björn frændi, af því að mamma hans er með foreldrum mínum erlendis, þá er ég með hann í húsnæði og fæði. Þessir strákar éta svo mikið! All money gone eftir utanlandsferð foreldra minna! Það er eins gott að þau splæsi eitthvað á mig þegar þau koma heim, eða að þau hafi keypt eitthvað sniðugt úti. Jóðl-hatt eða eitthvað.
Jódilódíjú.....

mánudagur, júní 10, 2002

Floppy Discs!!!

Ég átti fína helgi um helgina...
Á föstudaginn var ég bara heima í letilífi...það var náttúrulega bekkjarmót daginn eftir þannig að ég fór snemma að sofa og vaknaði seint á laugardag. Berglind kom rétt fyrir þrjú og við fórum beint í gömlu félagsmiðstöðina okkar. Þar tíndist fólk inn á sínum tíma og svo var farið í létta leiki. Fyrir utan ratleikinn sem var absolútlí fáránlegur, þar sem að við áttum að vera hlaupa úti útum allt og allt klúðraðist því að miðar voru ekki á réttum stað og aðrir tóku vitlausa miða og ég veit ekki hvað....EN allavega, þá fórum við inn í Óðal aftur og settumst veðurbarin í framan í sófann og ætluðum að horfa á videoklippur frá Edda pedda sem að mætti ekki einusinni á staðinn. Það var ekkert mjög gaman...vantaði hljóð og sást ílla. En Anton pési reddaði þessu (og reyndar Ingþór reddaði hljóðinu), því að Toni kom með videoupptöku (sem ENGINN vissi að væri til) af okkur í 10. bekkjar ferðalaginu okkar í Vestmannaeyjum! Það var algjör snilld og hópurinn hló mikið saman. Síðan var tekið hlé og allir fóru heim í sturtu og gerðu sig fína og fengu sér öllara.

Klukkan átta áttum við að mæta uppí Valfell. Þar var grillað lambalæri og útbúið ljúffengt salat með fetaosti. Gular baunir, kartöflusalat og picnic-snakk var líka í boði. Ég og Gummi tókum við sem skemmtistjórar, en ég held að ég hafi nú verið aðeins stjórnsamari en Gummi þar sem að hann var kominn vel í glasið. Ingþór var líka með hundastæla sem að margir voru orðnir pirraðir á, en það bjargaðist þegar að hann lappaðist útaf útí horni með bokkuna sína.
Ég stjórnaði fjöldasöng og sagði léttar gamlar Grunnskólasögur af nemendum og líka kennurum. Það vakti mikla lukku. Síðan var farið í fleiri leiki og svo tók fjöldasöngur við aftur. Nema hvað...Ingvar Kristjánsson sem að ég hélt að væri gítarleikari mikill, hann var ekkert að standa sig. Það endaði með því að ég tók gítarinn og spilaði við öll lögin og notaði bara þessi 3-4 grip sem ég kann og það var fullkomið!!! Ég fékk mikið lof og var hvött til að spila á gítarinn á næsta bekkjarmóti.

Eftir þetta sprell fóru allir á Búðarklett að dansa og skransa. Það var mikið fjör. Við héldum ágætlega hópnum og dönsuðum til um 4 um nóttina. Allir voða kátir og fóru þreyttir en ánægðir heim.

Daginn eftir lágum við Berglind í þynnku yfir bíómyndinni "Til Sammans". Stórkostleg sænsk mynd um hippakommúnu og lifnað þeirra. Síðar um kvöldið sat ég ein og horfði á "The Exorcist" og hló og hló. Klassísk hrollvekja...en meira hláturvekja að mínu mati....hehehe.

Semsagt...frábær helgi. Ég ætla að vera í hvíld núna þangað til helgina þarnæstu. Laugardaginn 22. júní verða "Titty Twisters" að spila á Búðarkletti og það verður smá kveðjuhóf hjá honum Gumma þar sem að hann er að fara að flytja út til Danmerkur. Ég get lofað góðu stuði þar!

Þangað til....keep up the sprell!!!

föstudagur, júní 07, 2002

Í hefndarhug

Það hitnar í kolunum í eldlínunni.

Þegar Dana leit í stálhörð augu lögreglumannsins, sem átti að vernda hana fyrir geðveikum manni, varð henni um og ó. Þarna var kominn eini maðurinn, sem öruggt var að gæti umturnað lífi hennar. Hinn hávaxni, dökki og hrikalega töfrandi Cody Maxwell, fyrrum eiginmaður Dönu.

Versti óvinur Codys myndi drepa Dönu til að ná sér niðri á honum. Cody sór þess dýran eið að það skyldi aldrei verða. Dana yrði alveg brjáluð yfir að þurfa að vera undir hans verndarvæng, en Cody treysti engum öðrum. Hættan hafði einu sinni komið upp á milli þeirra... nú færði hún þau nær hvort öðru og löngu tímabært uppgjör átti sér stað milli þeirra.


Þetta var bakhliðin á ástarsögunni "í hefndarhug" í rauðu seríunni eftir Mallroy Kane. Ótrúlegt en satt, þá er þetta laaaaang vinsælasta lesefnið hér á bókasafninu! Fólk nennir aldrei að leita út fyrir þennan ramma. Það les sömu sögurnar aftur og aftur og auðvitað er þetta náttúrulega allt eins þetta efni. Það liggur við að þau geti keypt sér eina svona bók og lesið hana aftur og aftur... þetta er allt sama tóbakið. Ég er blessunarlega laus við þennan vítahring.
Hérna getið þið séð hvað presturinn í minni heimabyggð er góður...
Hann fór og hitti Arafat og ræddi um frið við hann.
Gott hjá prella!

fimmtudagur, júní 06, 2002

Það er gaman að vera til í dag!

Ég finn það að mér líður alltaf betur og betur nú til dags. Ég á yndislegt barn. Ég er við góða heilsu. Ég skulda ekki nokkrar milljónir. Ég á stóra og hjálpsama fjölskyldu. Auk þess á ég alveg yndislega vini út um allt land. Ég á frábæran kött. Ég bý í nýju húsi, frítt. Guð hvað ég hef það gott. Maður getur samt alltaf fundið eitthvað að. En það sem maður á auðvitað að gera er að einblína á þessa yndislegu litlu hluti sem koma manni til að brosa. Ég er tildæmis alltaf brosandi í vinnunni. Við Sigrún erum orðnar svo duglegar í að peppa hvora aðra upp. Við sprellum mikið saman. Svo á ég yndislegan "vin". Hann er svo hreinskilinn við mig að ég svíf á skýi þegar ég tala við hann eða les bréf frá honum. Ég heillast svo rosalega...
Já, hann Siggi minn. Hann heillar mig á undarlegan hátt. Ég veit að ég hef hann hjá mér þegar ég vil, en samt á ég hann ekki. Sömuleiðis má hann hugsa um mig. Ég er til staðar fyrir hann þegar hann þarfnast mín. Hann er sálufélagi. Mér þykir vænt um hann :)

Maður má nú vera væminn einhvern tíman á ævinni. Hvernig myndi heimurinn annars vera ef allir gæfu bara skít í hina og þessa. Engar tilfinningar sýndar eða tjáðar. Úff...í þeirri veröld myndi ég ekki vilja vera. En heimurinn er samt á góðri leið með að verða þannig.

miðvikudagur, júní 05, 2002

Fann helvíti sniðuga mynd hér

þriðjudagur, júní 04, 2002

Hehehe...kisan mín er alveg stórkostleg! Sko, auðvitað éta kettir fugla og það þykir mér leitt. Líka mýs, en mér þykir það líka pínuleitt, ekki öllum, en mér finnst mýs sætar og ég er ein af fáum stelpum sem hoppa ekki upp á stól þegar hún skýst framhjá. Ég reyni yfirleitt að veiða þær með höndunum og sleppa þeim aftur út í náttúruna. En kötturinn minn er bestur af því að hún veiðir flugur! Það var geitungur í stofuglugganum í kvöld. Hann var búinn að vera að sveima þar lengi og gera alla taugaveiklaða. Síðan fór kötturinn út í glugga og reyndi að ná geitungnum. Síðan kom kvikindið beint fyrir framan kisu og kisa bara...gúlp...gleypti kvikindið í heilum bita. Síðan sleikti hún útundan sér á eftir. Þarna var greinilega gómsætur biti á ferðinni. Takk elsku kisa, og guð geymi geitunginn!

Annað mál. Ég var að horfa á tískuþátt í sjónvarpinu áðan. Fojjj! Ég var að hneikslast yfir nýjustu bíkíní línunni frá Brasilíu og Rio. Þetta er svo efnislítið að það er eiginlega skrítið. Þetta rétt hylur geirvörturnar og svona mesta prívatið í klofinu! Ég fór svona að pæla... hvernig myndi fólk "reacta" ef að ég kæmi út á sólarströnd, bara með plástra rétt á geirvörturnar og svo einn framan á píkuna og eina línu á rassinn! Fólk myndi mjög líklega verða mjög hissa. En þetta er smá pæling. Næst þegar ég fer á sólarströnd þá ætla ég að prófa þetta...eða ekki.

Hlölli frændi kom í heimsókn áðan. Snigill frá Akureyri. Hann kemur alltaf í smá heimsókn þegar hann rennur á mótorhjólinu sínu frá Akureyri til Reykjavíkur. Það er gaman, við spjölluðum heilmikið saman. Hann lítur ótrúlega vel út, enda hamingjusamur og ástfanginn. Greyið hefur ekki verið mikið heppinn með útlitið í gegnum tíðina. En núna blómstrar hann af gleði og ég samgleðst honum innilega. Þau eru líka búin að vera saman í ár. Hann hefur ekki verið í sambandi áður, svo ég viti. Sko gæjann!

Umm...ég ætla að fara að sofa og hugleiða ástarbréfið sem ég fékk áðan. Kanski dreyma pínu...
Gute Nacht.
Þið skiljið hvað ég meina...
Sviti sviti sviti!!!

Ég er að vinna inni á bókasafninu í móki. Allir gluggar eru galopnir og það blæs ekkert inn! Ég myndi giska á 15-20 stiga hita! Ég sit ein inná safninu, en get samt ekki farið út, ég verð að svara í símann ef hann hringir og svona... Ég þarf að vinna til klukkan átta í kvöld! Æ, æ, æ, aumingja ég...
En hvaða hvaða...ég er að fara í sumarfrí bráðum. Auk þess er ég að fara á hróarskeldu eftir 23 daga með skemmtilegu fólki. Veðurspáin í Roskilde er búin að vera um 20-23 gráður síðustu daga. Vonandi heldur það veður áfram. Leiðinlegt ef það verður rigning...það getur verið svo helv... mikil drulla!

Mamma var að segja mér soldið fyndið í gær. Það kom til hennar ungur maður. Nánar tiltekið, einn fyrrverandi kærasti minn. Hann var á djasstónleikunum á sunnudaginn. Þar spurði hann mömmu hvort að hún hefði eitthvað á móti því ef að hann myndi bjóða mér út á deit?! Mamma bara...hva...? "Ég ræð því náttúrulega ekkert hverjum hún er að deita, það er bara hennar mál." Þá sagði hann, "nei bara, ég vildi bara fá samþykki þitt fyrst".
Ég get ekki annað en hlegið að þessu...hehe..Ég er nefnilega búin að hitta hann núna nokkrum sinnum, eftir að hann kom aftur í heimabæ minn eftir langt sukk í Reykjavík. Hann hefur alltaf verið geðveikt kammó og svona...ég bara...já...ehh...er hann að reyna eitthvað aftur..???
Viti menn. Hann hringdi áðan. Fór fyrst eitthvað að spyrjast yfir bók á safninu. Síðan spurði hann mig hvort að ég væri nokkuð til í að kíkja með honum í einn kaffibolla einhverntíman. Ég sagði bara jájá. Ég meina..við höfum alltaf verið mjög góðir vinir. Unnið saman og fleira. Honum kanski leiðist líka einum hérna útá landsbyggðinni. En samband með honum aftur er alveg af og frá. Hann klúðraði því í "denn" og ég treysti honum ekki aftur greyinu. Hann er ekki alveg allur komin á heilt plan held ég.

Jæja...þá er ég búin að setja link á etoile polaire síðuna.
Þarna getið þið séð hvar við munum væntanlega spila í frakklandi næsta haust og fylgst með ef það verða einhverjar breytingar. Það væri mjög gaman ef að þetta gengur allt upp. Við tökum þessu með vara því við áttum upphaflega að fara í apríl-maí á þessu ári, en það féll allt í vaskinn!

mánudagur, júní 03, 2002

Ég var í yndislegu brúðkaupi um helgina.
Unnur og Bjarni voru svo rómantísk að ég var með kúlu í hálsinum á meðan ástarljóð var lesið og þau horfðu á hvort annað af ástúð og hamingju. *sniff og snökt*
Ég var í fallegum sumarkjól og með slegið hárið. Siggi var deitið mitt í íslenskum þjóðbúning. Ég held barasta að við höfum verið mjög sæt saman. Við gáfum þeim Kasmírullarmottu frá Himalayjafjöllunum. Þau fengu svo mikið af gjöfum að ég held barasta að þau verði að kaupa sér stærri íbúð! Það var borðaður ljúffengur matur og risa brownie og kaffi eftirá. Síðan var dansað á fullu á eftir kaffið þannig að það minnti mig helst á bíómyndina "the wedding singer". Gaman að sjá svona fjörugt skemmtilegt og litríkt fólk dansa saman.

Annars þá dreif ég mig heim fyrir kvöldið því það voru djasstónleikar á mótel venus sem ég þurfti að syngja á. Gunnar Ringsted og vinir spila django djass eða sigaunadjass. Síðan var ég gestasöngkona og ég tók fimm lög. Tónleikarnir tókust MJÖG VEL og allir voru rosalega ánægðir! Við fengum mikið klapp og hamingjuóskir og rósir fyrir afrekið. Mamma kyssti mig tilhamingju með þetta. Það var mjög góð mæting, alveg fullt og meira að segja komu Hrund og Sylvía vinkonur mínar frá Akranesi. Knús og kossar til þeirra :)

Þetta var annars ljúf helgi. Ég lá í leti og notalegheitum...Fór í bíó að sjá Star Wars 2 með Sigga Pönk. Fékk reyndar nett taugaáfall þar...
Ég sá allt í einu mann þarna sem ég hef ekki séð í nokkur ár. Ég fékk svo mikið sjokk að ég stökk afturfyrir Sigga og reyndi að fela mig á bak við hann! Hann er sko svipaður á stærð og ég...ekki mikill feluveggur þar...hehe. En þetta var semsagt hann Sverrir fyrrverandi kærastinn minn. Örlagavaldur í lífi mínu. Fyrsta tilfinningin sem ég fékk við að sjá hann var geðveik hræðsla og að ég þyrfti að fela mig!!! Ég náði nú samt að róa mig niður. Enda var ég með þessa fínu hjúkku með mér! Þegar ég labbaði úr bíóinu, þá áttaði ég mig bara á því, hvað ég er heppin að vera laus við hann. En samt...hef ég þessa reynslu að hafa verið með kúgara..ég læt ekki traðka svona á mér aftur. Aldrei nokkurn tíman!!!

These boots are made for walking,
and thats just what they´ll do.
One of these days these boots are gonna walk all over you!


Guð geymi ykkur...eða bara...farðu vel með þig!