fimmtudagur, maí 30, 2002

Mmmm....ég ilma af karma sápu frá lush....mmmm!

Ég var að skúra í morgun. Nema hvað, það er svo helvíti heitt úti. Það er algjört Mallorca veður. Ég svitnaði eins og mófó á meðan ég renndi yfir gólfin. Síðan opnaði ég alla glugga og meira að segja galopnaði aðaldyrnar, en, það var svo mikið logn úti að það gerði lítið sem ekkert gagn! Það var alveg sama hitastig úti og inni. Kanski aðeins meira úti. Þannig að ég skellti mér í svakalega góða sturtu í hádeginu og skrúbbaði mig með karmasápunni minni! Uhmmmm...það var gott að ég skúraði og svitnaði...

Það er soldið leiðinlegt að vera að vinna inni á svona veðurdögum. Ég var að vinna úti sem flokkstjóri í unglingavinnunni sumarið 2000. Það var ljúft! Úti alla daga og þetta var meira að segja mjög gott sumar. Ég held að það hafi verið tveir rigningardagar! Útiveran gerir manni alltaf svo gott. Ég var svo frísk í framan og hárið á mér fallega "natural" ljóst og gleði í hjarta. Eins fannst mér svo gaman að vinna með krökkunum. Ég var náttúrulega langskemmtilegasti flokkstjórinn!! hehehe... En ég hafði góða stjórn á krökkunum og náði vel til óþekktarormanna. Þar fór ég einmitt að spá í kennaranámi, væri það eitthvað fyrir mig?!
En nei...ég fór útí hjúkkupælinguna aftur. Mig hlakkar mikið til að fara í skólann...flytja burt...tralalala.

Nú styttist í helgina. Ég er að fara suður í brúðkaup á sunnudaginn....hlakkar mikið til...en er reyndar fúl yfir því að þurfa að fara kanski of snemma úr veislunni. Ég er nefnilega að fara að syngja djass á mótel venus á sunnudagskvöldið og þarf auðvitað að taka æfingu fyrir tónleikana... En ég gleðja samt Unni og Bjarna með komu minni og frábæru gjöfinni minni...hehehe!

Jæja...best að hætta...Eva komin...ó nei...she´s the devil!!!
Djók
:)

þriðjudagur, maí 28, 2002

Til gamans!
Úllalla..... Þú ert daðrari og notar hvert tækifæri til þess að daðra
Þú lítur út fyrir að vera týpan sem líkar að daðra. Þú virðist vera sú týpa sem daðrar bara þegar þú ert nokkuð viss um að þú komir aldrei til með að sjá persónuna aftur eða þá að þú ert komin í samband við einhvern. Það er nokkrar skýringar á þessu. Kannski lítur þú á daður sem leik, sem í fjarlægð virðist vera aðlaðandi og ekki ógnandi. Mundu bara að allar aðgerðir þínar gætu haft afleiðingar fyrir annað fólk, hvort sem að það er kærasti þinn eða aðrir sem að þú daðrar við. Svo lengi sem allir vita hvar þeir standa er í lagi að daðra.

Stundum getur daður orðið áhættusamt áhugamál. Nefnilega þegar þú hefur áhuga á einhverjum og það snýst ekki um að leika leiki heldur alvöru. Þú virðist vera sú týpa sem tekur áhættu á þessu sviði. Þú ert sennilega tilbúinn til að ganga langt til að láta þann vita sem að þú hefur áhuga á. Þessi nálgun hefur þá kosti að þú kemur hreint og beint fram við þann sem þú daðrar við. Það getur líka orðið til þess að þú upplifir stundum afneitun, en ef þú ert reiðubúin að taka afleiðingunum, þá ættir þú ekki að hika. Það þarf mikið hugrekki til að daðra við þann sem þú hefur áhuga á, það er gott mál.

Ég giska á að þú hikir ekki þegar þú þarft að nota líkamlegu og hreinu og beinu leiðina þegar þú vilt daðra. Þú lítur út fyrir að vera sú sem líður vel með að vera inná annarra manna svæði og líður mjög sennilega vel með að fá athygli. Það góða við þessa nálgun er að enginn mun rugla þig í þínum fyrirætlunum . Ef að þú hefur ekki alvarlegar fyrirætlanir um að fylgja eftir þessu daðri með líkamanum og hreinu og beinu daðuraðferðinni, þá þarft þú að passa þig hvern þú snertir og hvenær.

Ekki misskilja, það þarf oft mikinn kjark til þess að nálgast og daðra við þann sem þú hefur virkilegan áhuga á og þú átt heiður skilið fyrir að vera samkvæm sjálfri þér. Vertu aðeins meðvituð um það sem þú ert að gera og þá verður allt í góðu lagi.


Já. Ég er daðrari frá helvíti! Tékk it át...

You are 50% evil! [?]


You? Evil? Half way there! You're 50%, meaning you can't always be trusted...well, half of the time! You're the perfect balance between good and evil, but being that much evil isn't always good...
Okey...það er ágætt að það skuli vera eitthvað jafnvægi á góðu og illu á manni. Það er ekki gott að vera of góður. Fólk fer kanski að miskilja mann og telja það kanski sem sjálfsagðan hlut að maður gerir allt fyrir það og eitthvað þannig laga...
Ef maður er of vondur...ja...þá náttúrulega forðast mann allir eins og andskotan! Fínt að hafa svona jafnvægi...ég er barasta ánægð með þessa útkomu!
Nú...svo er ég nú líka einusinni vog!

mánudagur, maí 27, 2002

Sprellifrell!

Ég vissi það... að ég myndi vera rosalega dugleg að skrifa fyrstu dagana, en núna er ég alltaf löt, eða bara síþreytt eða eitthvað...

Ég haf það fínt í dag annars. Ég vinn með svo skemmtilegu fólki sem kemur mér alltaf til að brosa. Ég ætla meira að segja að skreppa til hennar Sigrúnar í kvöld og við ætlum að horfa á video saman, einhverja bjánalega grínmynd sem við getum hlegið mikið af og talað um næstu dagana og gert hitt starfsfólkið gráhært...
Svo endum við kanski á trúnaðarskeiði (reyndar erum við alltaf á trúnó). Þá ræðum við allt á milli himins og jarðar og sleppum engu!

Annars var ég að fatta það að tíminn líður hratt í dag! Ég dreif mig í því að sækja um í háskólann í dag. Ég fattaði það allt í einu að það er allsekki svo langt í 5. júní. Þá rennur semsagt umsóknarfresturinn út. Svo var ég líka að fatta það að brúðkaupið hennar Unnar er næsta sunnudag! Ég sem ætlaði að kaupa mér einhvern sætan sumarkjól. Ég bara á EKKERT til að vera í brúðkaupinu...(hégómagirndin talar)...ég á bara dökk og drungaleg föt. Mig langar í eitthvað bright eða colorful, sem passar inní brúðkaup. Ég gæti kanski stoppað í þessari einu tískubúð hérna í Borgarnesi og tékkað á kjólum í hádeginu á morgun. Ég er samt löngu búin að kaupa brúðargjöfina... þau verða svoooooo ánægð! :)

Það er búið að ákveða að það verður gefin út diskur með 16 lögum með Worm Is Green. Ég mun syngja að mig minnir í 7 lögum og auk þess radda í nokkrum öðrum. Þannig að ég verð ekki neitt lítið andlit á þessari hljómsveit....cool! Við förum mjög líklega til Frakklands þarna í haust. Við fáum meira að segja borgað fyrir þetta og læti. Þetta verður á tímabilinu 27. september til 5. október. Ekki leiðinlegt þetta. Við þurfum ekki að borga neitt...held ég, nema bara vasapeninginn okkar!

Jæja, húsverkin bíða! Verð að ganga frá inní eldhúsi og koma stráknum síðan í rúmið. Ég ætlaði að kíkja til Sigrúnar...vil ekki vera seint á ferðinni.

Bleíbili!

fimmtudagur, maí 23, 2002

Tralalala!!!!
Ég er loksins búin í söngnámi vetrarins. Ég var að enda við að syngja á lokatónleikum söngdeildar tónlistarskólans og það gekk mjög vel! Núna er ég heima og er að hlusta á Autechre alveg í botni...ohh...það er svo gott að hlusta á raftónlist eftir svona endalaust óperugaul!

Rokk og sprokk! Ég ætla að halda suður annaðkvöld og gleðja hjörtu nokkurra manna... Ég er fyrst og fremst að farað hitta Berglindi, því hún er að útskrifast sem tækniteiknari á morgun...eða allavega verður veislustand og partý! Ég þangað náttúrulega.
Ohh..ónæði...mamma og jóhann voru að koma heim og ég fæ ekki að hlusta á Autechre lengur! :(

Ég komst loksins í vinnuna í dag. Það var ótrúlegt hvað fólk tók eftir þessum plástri á puttanum...
"Hvað kom fyrir þig?"
"Æ, ég fékk sýkingu í puttann."
"Varstu að naga puttan?"
"Nei...það rifnaði bara upp...."

Ótrúlegt hvað sumt fólk getur verið forvitið!
Það er líka fólk sem kemur þarna á safnið og hefur komið í mörg ár og hreinlega "á" safnið! Ef það kemur nýtt andlit, eins og ég var á mínum tíma, þá er svoddan yfirheirsla í gangi að maður bara gapir! Fólk er ennþá að yfirheyra mig...ég er búin að vinna þarna í rúmt ár! Síðan er ég að hætta núna og það eru allir að deyja úr forvitni um það hver sé að hætta og hver tekur við...ég meina...
Annað dæmi...einu sinni var ég að tala í síman við mömmu. Við vorum eitthvað að rífast um skólamál og fleira. Síðan eftir langt þras og skella á, þá spyr gamli kallinn sem er ALLTAF á safninu..."Hvað segiru vinan...ertu að fara í Háskólann?"
Ég bara gafti og sagði bara "...já...ehhh.."

Jæja...franskarnar eru löngu tilbúnar.
Arrivaderci!!!

miðvikudagur, maí 22, 2002

Jæja...hægrihandarvísifingurinn minn er ennþá vafinn í hjúkrunarumbúðir, verst að ég fékk ekki að velja mér hjúkku... :)

Mér líður eins og ég sé mamma að pikka inn í tölvuna...alveg heillengi að þessu og lengi að leita af stöfunum og pikka einn og einn í einu...bahhh! Ég verð samt að gera eitthvað... Ég er búin að verað góla inní stofu og æfa mig fyrir lokatónleika tónlistarskólans sem eru á morgun. Ég á að syngja lagið "Can´t help lovin' dat man" sem Billie Holiday gerði meðal annars frægt. Síðan lenti ég í því að þurfa að synga í tríói, sem ég er EKKI að fíla, einhverja ítalska aríu...sem ég gólaði eins og úlfur áðan inní stofu, enn ég held að ég sé búin að læra. Það er gott að hafa píanó heima og ég er svo fegin því að hafa lært á píanó þegar ég var yngri, það hjálpar manni mikið að kunna á nóturnar!

Ég er líka að gleðjast yfir því að plötspilarinn minn er núna endurbættur og kominn á sinn stað eftir löng veikindi. Ég held að hann sé búinn að vera í kassa í rúm tvö ár, ef ekki meira! Það er nýbúið að gera við hann og ég hlusta mikið núna á gamlar plötur frá pabba. Núna er ég tildæmis að hlusta á Stevie Wonder og "Songs In The Key of Life". Frábær plata. Ég held mikið uppá Stevie Wonder....sama hvað aðrir segja um hann!!!
Það er ýmis tónlist sem að ég hef alist upp við sem bara er ekki svo auðvelt að gleyma. Mamma og pabbi hlustuðu mikið á hann og fleiri eins og Santana, The Birds, Bítlana, Chigaco, James Taylor, The Eagles og fleiri fleiri.... Mér líður yfirleitt vel þegar ég heyri þessa tónlist...kanski að því að sú sýn sem að kemur upp í huga manns er mamma og pabbi brosandi og hamingjusöm, allir að dansa saman og tralalala...þvílík hamingja!
Stevie Wonder þá og Mariah Carey í dag er EKKI það sama! Plús það að Stevie Wonder var sveittur og funky! Ég veit ekkert hvort að þið skiljið mig...ég skil allavega sjálfa mig...held ég...

Floppy discs!!! I´ll give you for this five pesetas!!!

þriðjudagur, maí 21, 2002

Helv...fokk! Það birtist ekki síðan mín og nokkrar aðrar síður sem ég er að reynað komast inn á!
Auminginn er lamaður á fingri í dag...þess vegna verður ekki mikið skrifað.

Hörður Gunnar er lasin með 39 stiga hita og ég er með bólginn putta sem gröftur vellur út úr...skemmtilegt.
Ég fór til læknis í dag og hann stakk í puttan og hleypti heilu flóði af stað. Síðan skar hann bara burt dautt stykki sem var fyrir neðan nöglina. Ég missi bara KANSKI nöglina, lekkert! Síðan þarf ég að mæta reglulega til að tæma úr puttanum og á meðan er ég með puttan vel vafin og á því mjög erfitt með að pikka inn í tölvuna. Þannig það verður kanski ekki mikið hugarflæði sem kemst á skjáinn næstu daga...þvílíkur bömmer!

mánudagur, maí 20, 2002

*geisp*
Afsakið, ég er mjög þreytt. Það kemur bara í ljós hvort að það verði eitthvað mikið flæði...
Ég er búin að vera á þönum síðastliðna viku. Ég hef varla getið haldið augum mínum opnum í allan dag.

Við spiluðum á fimmtudaginn ásamt fleirum við að kynna nýjan disk frá Thulemusik, eða réttara sagt uniform. Þessir tónleikar byrjuðu klukkan átta um kvöldið og við vorum síðasta hljómsveitin sem spiluðum. Ég söng síðan í síðasta laginu og var þá orðin svolítið þreytt í röddinni en þetta tókst samt mjög vel og við fengum mikið klapp og hrós eftirá. Við byrjuðum ekki að spila fyrr en rúmlega tólf...ég fór líka beint heim að sofa eftir þetta!
Föstudeginum eyddi ég í að labba laugarveginn alein í glampandi sólskíni. Ég keypti mér brjálæðislega góðan disk með Autechre sem kallast Tri Repetae. Ég mæli svo sannarlega með honum raftónlistarunnendur! Ég keypti mér líka svartar, víðar hörbuxur. Buxur sem ég er búin að vera að leita að heillengi og fann svo loksins í FLASH hjá henni Huldu. Auðvitað. Síðan keypti ég mér tvo sumarboli, svo ágætis hróarskelduboli held ég. Annars kaupir maður sér alltaf bol á mörkuðunum á hróarskeldu.
Mig dauðhlakkar til að fara. Ég fer með frábæru fólki! :-)
Ég lenti síðan á óvæntu djammi í bænum um kvöldið. Það var sko grillað og svo drukkinn bjór og svo ennþá meiri bjór og svo var bara skellt sér niðrí bæ á barinn. Það var ágætt. Ég hitti Særúnu vinkonu mína, sem var með mér í bekk í MA og ég held að ég hafi verið að faðma hana það sem eftir var kvöldsins. Hún Særún er alveg yndisleg stúlka og ég get ekki beðið eftir því að fara suður í háskólan í haust. Þá ætti það að verða auðveldara að hitta hina og þessa sem að maður hefur ekki alltaf tækifæri til þess að hitta.

Laugardeginum eyddi ég í að liggja útá svölum til klukkan fimm um daginn. Þá var bara sól allan tíman og hlustað á tónlist og étið snarl. Rosalega gott! Svo fór ég klukkan fimm í gæsadæmi. Við byrjuðum á því að fara með gæsina klukkan fimm í magadans! Það var alveg frábært! Mig hefur alltaf langað til að læra þetta og ég held barasta að ég skelli mér í magadans næsta haust. Þegar við vorum búnar í dansinum fórum við allar saman í sturtu...úlalala...og klæddum okkur í fínar flíkur og máluðum okkur sætar. Síðan nörtuðum við aðeins í osta og ólívur og drukkum rauðvín og biðum eftir að fara í leikhús. Þá fórum við í Borgarleikhúsið að sjá Kryddlegin hjörtu. Það er held ég fallegasta leiksýning sem ég hef nokkurn tíman séð. Mæli með henni!!! Eftir leikhúsið fórum við út að borða hjá Austur-Indía félaginju og átum yfir okkur yndislegan mat!
Eftir allt þetta var eins og það slokknaði á okkur og við fórum ekki mjög seint heim....En yndislegt kvöld!

Í gær, sunnudag, fékk ég lömunarveiki í puttan minn og var bara aumingi. Ég fór samt óvænt á ball uppí Hreðavatnsskála. Málið var að ég var að keyra fólk og skellti mér því inn líka. Það var fólk þarna sem ég hafði ekki séð í langan tíma og það var bara líka gaman að vera fluga á vegg... Ótrúlegt hvað maður getur einhvernveginn séð sjálfan sig blindfullan og ógeðslegan þegar maður horfir svona edrú á allt djammliðið. Bara...hvað er maður að pæla. Ég var samt ógeðslega fyndin og skemmtileg í gær....þótt ég hafi verið edrú :-)
Ég er líka fegin. Ég er búin að vera óhugnalega þreytt í allan dag...get ekki haldið augum opnum...er ennþá svona núna...kanski af því að ég er ekki búin að borða Build up síðan á miðvikudaginn...getur það verið ástæðan...?
Behh....

fimmtudagur, maí 16, 2002

Harðfiskur með smjöri, hollt og gott!
Ég er mjög stolt af mér í dag! Ég fór út að borða í gær með nokkrum vinkonum mínum. Tilefnið var að við vorum að kveðja hana Þórdísi því að hún var að skella sér til Tyrklands. Hún ætlar að vera á Marmaris og vinna í skartgripabúð og tala dönsku!?! Gott hjá henni, hún lærir af þessu og á aldrei eftir að gleyma þessu og rifjar þetta upp fyrir barnabörnin sín og læti...

En allavega..ég er semsé stolt yfir því að hafa farið á Sticks ´n Sushi! Ég borðaði hráan fisk!!! Dugleg stelpa. Ég hef aldrei verið mikið fyrir fisk, alltaf sett upp skeifu þegar mamma eldar fisk. Eini fiskurinn sem ég get étið eins og villingur er harðfiskur með smjöri. I love it!!! En soðin ýsa og bein og saltfiskur og roð....uhhhh. Ullabjakk! En ég semsé át þetta og þetta var bara mjög gott. Ég var reyndar ekki hrifin af þessu græna...sölinu semsagt, eða þang, eins og ég vil kalla það! Það var það eina sem ég skildi eftir.

Reyndar hef ég verið svolítið dugleg við að borða fisk svona síðan Geir kom inn í líf mitt. Við eigum barn saman og hann kemur alltaf með fisk í soðið þegar hann skellir sér á sjóinn í einhverja mánuði. Þar kemur hann líka með GLÆNÝJAR ýsur, þorska, rauðmaga, lúðu, karfa og jafnvel svartfugl ef að hann flækist í netið! Ekki lélegt þetta... og mamma hún eldar þetta líka á svona skemmtilegan máta. Ekki bara soðið eða steikt á pönnu í raspi!

Já...nú held ég barasta að ég geti étið allan mat! Nema kanski svið og hákarl...
Dugleg stelpa...

Og eitt í lokin. Þá vil ég minna vini mína á það að það eru tónleikar klukkan átta í kvöld í Vesturporti (Vesturgötu) á vegum ThuleMusik. Þið getið séð um þetta á heimasíðu Thule eða bara Hljómalind. Þar verðum við...Worm Is Green, að spila ásamt fleiri góðum listamönnum. Sjáumst hress!

miðvikudagur, maí 15, 2002

Ummm.... ég fór heim í hádeginu og steinsofnaði!

Þetta er kanski merki um það að ég þarf ef til vill á smá hvíld að halda. Ég er á þönum allann daginn, vakna snemma og fer seint að sofa. Svo er heilmikið að gera hjá manni. Maður er náttúrulega alltaf að hugsa um fjölskylduna og vinina...og maður gleymir sjálfum sér stundum. Stundum þarf maður að segja, NEI, ég ætla að liggja heima og bora í nefið! Þá meina ég, gera ekki neitt...

Eftir þessa viku, sem er mjög "bissí" hjá mér, þá ætla ég að leggjast með bók uppí rúm eftir alla vinnudagana og ekkert að vesenast í þvotti eða þrifum. Ég ætla láta aðra sjá um það. Mér finnst ég eiga það skilið. Ég er "öskubuska dauðans" heima! Sérstaklega eftir að mamma fór að klína sér í bæjarstjórnarmálin, þá er hún náttúrulega aldrei heima. Bróðir minn er unglingur. Það þarf ekki að segja meira, hann gerir ekki neitt. Hann setur ekki einu sinni eitt glas eða gaffal í uppþvottavélina. Pabbi er bara pabbi og reynir eins og hann getur, en hann er bara orkulítill greyið...Púff! Ég verð að hemja mig, því ef ég fer að tala um þessi blessuðu heimilsstörf, þá enda ég á Klepp!

Já...ég ætla að taka það rólega næstu viku....púff pabbi!

þriðjudagur, maí 14, 2002

Hefur þetta fólk ekkert að gera!?
Þarf það ekki að mæta í skóla, læra undir próf eða bara vinna?
Breytist myndin eitthvað eftir tvo sólahringa eða meira???
Hvað...?

Ehemm...ég er sko afsökuð...ég er að vinna en það kemur enginn á safnið!
Ohh.... ég var búin að gera þvílikt góðan og flottan pistil heima í hádeginu og svo var tölvan mín eitthvað að bögga mig og það hvarf pistillinn minn!!! Þannig að ég fór í fýlu og nennti ekki að byrja upp á nýtt. Núna ætla ég að reyna aftur, en ég man ekki helminginn af því sem ég skrifaði í hádeginu. Það var svona stundar-flæði sem kemur af og til og maður bara..."ahh! ég verð að skrifa NÚNA!" Núna er ekki mikið stundar-flæði eins og í hádeginu. Núna er ég bara að sitja hér í vinnunni og éta "Crac a Nut" með Bacon/Cheese bragði...rosalega gott...því að ég er að vinna til átta og það er lítið að gera.

Það er svoooo gaman í vinnunni núna og verður í sumar! Sigrún, sumarstúlka safnahússins, er komin til starfa á ný og við erum búin að hlæja úr okkur lungu og lifur. Við eigum örugglega eftir að fá fallega magavöðva eftir sumarið því að við hlæjum svo mikið. Hitt starfsfólkið á safninu segir að við séum eins og Beavis & Butthead eða Wayne & Garth eða bara einhverjir hressir félagar...

You like this!? You like this?? You want to buy? Special price for you today! Only for you! If you buy this you get this free! Okey! I´ll give you this for FIVE PESETAS!

Smá "local" húmor í gangi sem ég og Sigrún föttum... og kanski aðrir sem hafa lent í agressivum sölumönnum eins og ég lenti til dæmis í útí Mexico!

Annars var Árni Teitur að hringja í mig í gær og tilkynna mér það að við værum aftur komin á lista yfir bókaðar grúppur fyrir Etoile Polaire hátíðina í frakklandi. Hún á að vera í lok september. Þetta átti upphaflega að vera í apríl-maí á þessu ári, en þetta datt allt niður og var semsagt frestað til septembers. En við tökum þessu með vara. En... ef allt gengur áfallalaust, þá erum við á leiðinni í tónleikaferðalag til frakklands í haust. Ekki slæmt... :-)

Svo eitt í lokin. Hverjum öðrum en mér finnst þessi öryggisgæsla útaf NATO-fundinum útí öfgar??? Ég las í dag í DV að ferðataska hefði verið sprengd upp. Blá ferðataska, sem lá nálægt Hótel Lofleiðum. Það sást til grunsamlegra mannaferða, fólks í bíl, þar sem taskan fannst. En í töskunni reyndust vera föt og sængurver.
"Að sögn ríkislögreglustjóraembættisins er taskan nú í vörslu Lögreglunnar í Reykjavík vilji eigandinn vitja hennar. Hún er að vísu skemmd eftir sprenginguna."
Hverjum langar í uppsprengda tösku? Var þetta ekki einum of? Eða er ég bara alltof "ligeglad" af því að ég bjó eitt sinn í Danmörku?
Ég er alveg ástfangin af einum disk núna, Goldfrapp!

sunnudagur, maí 12, 2002

Fokk mar!!!
Ég er svo hrikalega dugleg að það er bara ekki hægt!

Sko. Í fyrsta lagi, þá er ég alltaf í svo góðu skapi nú til dags. Svo er ég svo dugleg að vinna ýmiss heimilisstörf. Svo tók ég upp á því í dag að fara að læra!
Ég er ekki í skóla, þannig að ég bjó mér til verkefni. Ég tók eitt eintak af New Scientist og fann þar grein um E-pilluna. Ég er alltaf búin að vera á leiðinni að fríska aðeins uppá enskuna mína, þannig að ég ljósritaði þessa grein og fór með hana heim (af bókasafninu). Það er oft sem ég sé athyglisverðar greinar í New Scientist og líka Scientific American, vísindablöð.
Jæja, ég las hana svo yfir í dag og var um leið með gulan yfirstrikunarpenna og strikaði yfir öll orðin sem ég var ekki viss með. Þarna var ég semsagt komin með ágætisbúnka af orðum og ég tók síðan ensk-íslensku orðabókina mína og er að þýða þessi orð núna. Og það sem meira er, ég gat ekki hætt! Mér fannst þetta svo áhugavert og skemmtilegt! Strange...

Það eru semsé uppi ýmsar kenningar og rannsóknir um það hvort E-pillan sé skaðsöm fyrir heilan, eða ekki. Dánartíðni E-pillu tilfella eru alls ekki mikil. Og þau dánartilfelli E-pilla eru oft af dansgólfi dauðans! Þetta er í rauninni dansgólfinu að kenna, og að vísu, hvernig þú ert byggður upp í genunum. Alveg eins og sumir eru bara mismunandi móttækilegir fyrir hinum ýmsu lyfjum. Heilaskaðsemin er ekki mikil, eða sko...það er talað um að það hverfa einhverjar heilafrumur, en hæfni í prófum og tralala er ekki minni en hjá þeim sem neyta ekki E-pillunar. Ef að þú tekur inn E-pillu og ferð útá dansgólfið, þá gerir þú þér ekki grein fyrir því að þú þurfir að stoppa og kæla þig og hvíla. Dánarorsökin er oftast nær hitaslag og/eða ofþornun. Svo er líka visst efni í E-pillunni sem veikir nýrnastarfsemina og þú getur ekki losað þvag alminnilega. Og það má víst alls ekki drekka of mikið af vatni, því þá geta nýrun farið í kaoz útaf þessu efni þarna....

Úfff hvað ég er orðin gáfuð!

En þarna stikla ég auðvitað á stóru... mér finnst þetta bara mjög áhugavert. Mér hlakkar svo til að fara í hjúkkuna!

laugardagur, maí 11, 2002

Fretur er merkilegt efni
sem kemur þar sem ég sat.
Hann smýgur um allar buxur
og gerir þar jafnvel gat.

Að leysa vind er engin synd
því líkaminn þá hlær.
Hann yljar sæng á vetrarnótt
og kæfir allar flær.


úr kvikmyndinni "In bed with Madonna"
Það er ótrúlegt hvað maður getur verið mislyndur.
Fyrir svona 2-3 mánuðum síðan, þá var ég svo langt niðri. Ég hafði ekki verið svona langt niðri síðan ég lenti í mínu Sverris-dæmi 1996 eða eitthvað. En semsagt, ég hef átt mínar skapsveiflur. Þegar að ég hef verið svona langt niðri, er ég oftast í sambandi, semsagt á föstu með strák. Eru karlmenn að gera mig svona óhamingjusama? Draga karlmenn mig niður í hamingjunni? Á maður ekki að blómstra af ást?...nei, maður verður blindur af ást. Siðblindur jafnvel. Ég sé sjálfa mig eins og ég var fyrir þessum 2-3 mánuðum síðan og ég slæ mig í hausinn. Hvað var ég að hugsa!! Afhverju verð ég svona undirlát? Núna, í dag, BLÓMSTRA ég af hamingju! Mér líður svooooo vel. Ég er svo fegin að vera laus úr þessu sambandi, sem að ég hélt á þessum tíma að væri mitt framtíðarsamband. Draumaprinsinn, á hvíta hestinum. USSSSSUSSUSS!

Núna þegar ég blómstra svoleiðis af hamingjunni, þá virðist eins og ég sé segull á karlmenn...hehe.. það er mjög fyndið. I feel popular! Ég virðist allavega laða fullt af karlmönnum að mér. Mér finnst líka gaman að daðra, ég viðurkenni það. En... ég er ansi hrædd um að ég velji mér alltaf einhverja drulluhala...okey, ég er ekki að segja að ég hafi verið með endalausum drulluhölum, en þeir eru nokkrir. Er ekki sagt líkur sækir líkan? Er ég drulluhali? Eða núna, þegar ég er breytt og bætt manneskja, búin að læra VEL af reynslunni, þá ætti ég kanski að fara að laða að mér alminnilega, lífsreynda menn með vit í kollinum. Hummm...þetta er pæling.

En mín fyrrverandi sambönd hafa skapað vissan ótta við að fara í annað samband... Ég er svo hrædd um að lenda í sama svartholinu aftur. Það var svo svart. Hver segir líka að maður verði að vera í sambandi? Ég þarf þess náttúrulega alls ekki. Það er engin skylda. Maður getur náttúrulega átt svona góðan "vin". En ég er þannig manneskja að ég er mjög tilfinningarík og vil gefa mikið frá mér. Þá vil ég helst eiga einn góðan að og eiga hann! Ég vil ekki vera í lausu lofti með tilfinningarnar mínar. Síðan ef að maður er í svona "vinasambandi", þá finnst mér ég jafnvel komin með gamla druslustimpilinn á mig.

Stundum langar mig bara að fara í klaustur og vera þar í friði. Og vera svona hamingjusöm eins og ég er í dag. Þá myndi ég sleppa við svona hugarangur eins og er að gerast í kollinum núna...er það ekki annars?

föstudagur, maí 10, 2002

Afhverju er sumu fólki alveg rosalega illa við annað fólk?!

Jafnvel þó að við þekkjum ekki manneskjuna, höfum aldrei talað við hana, þá er manni stundum illa við hana. Stundum fær maður svona "bad wibe" eða eitthvað frá fólki og maður hreinlega forðast að tala við það og maður vill helst ekki "meika eye-contact" við það.

Ég sem vinn við afgreiðslu, tek mjög vel eftir þessu. Ég tel mig nú samt vera kristna og friðelskandi manneskju. Ég reyni eftir bestu getu að koma fram við náungann eins og ég vil að hann komi fram við mig. Ég brosa og er með svona "small-talk" í gangi sem virðist virka ágætlega á flest fólk. Samt... maður er alltaf svolítið á varðbergi gagnvart sumu fólki. Sumt fólk vil ég helst sleppa við að afgreiða, (og ég geri það, ég læt Evu sjá um það). Sem betur fer er alls ekki mikið af svona fólki, en það kemur því miður fyrir. Þá er barasta að bíta á jaxlinn...

Svo aftur á móti er til fólk sem fær mann til þess að ljóma! Það kom nú til dæmis ein kona hérna áðan og það svoleiðis geislaði af henni hamingjan og gleðin. Mér finnst svo gaman að tala við hana þegar hún kemur. Er maður næmur eða er þetta bara kjaftæði í kollinum á manni?

æj....þetta er eintómt bull í mér, eða hvað...?

fimmtudagur, maí 09, 2002

Að strauja þvott.

Ég fæ þunglyndiskast þegar ég sé búnka af óstraujuðum þvotti. Það þýðir það að ég neyðist til að taka fram strauborðið og straujárnið. Þá fæ ég ennþá meira þunglyndiskast. Ég neyðist til þess að gera þetta. Ég þoli ekki að strauja!!! Mamma setur allan þvottinn í þurrkarann,(en ef ég þvæ hann þá hengi ég hann upp og slétti vel úr þvottinum svo ég þurfi ekki að strauja), og svo gleymir hún honum kanski í þurkaranum og þá er hann orðinn virkilega krumpaður! Og aumingja ég, sem bý enn í foreldrahúsum til þess að spara pening, neyðist til að hjálpa til á heimilinu. Ég borga enga húsaleigu. Ég borga matinn stundum og elda hann, síðan borga ég stöð 2 og sýn fyrir bróðir minn, því að hann er svo duglegur að passa fyrir mig. Ég borga ekki mikið meira en það heim. Þannig að... ég strauja!
Mér er í rauninni sama um allt annað. Þrífa klósett er minnsta mál í heimi. Vaska upp og elda mat, ekkert mál! EN, að strauja er samasem þunglyndi! Ég er búin að vera að bíta á jaxlinn í allan morgun og þegja og strauja tveggja metra þvottabunka! Mest leiðist mér sængurverin. Mamma er með strauj-áráttu. Hún vill strauja allt (nema handklæði og sokka og nærföt).
En þetta er í lagi eins og núna. Ég er ein heima, ég sit Nick Cave í botn (þunglyndi), og minnist hróaskelduhátíðarinnar í fyrra og hugsa um næstu hátíð sem er eftir rúmlega mánuð!
Þá þarf ég ekki að strauja.

Þá vitið þið það, EKKI gefa mér straujárn í afmælis-, jóla- eða brúðargjöf!

miðvikudagur, maí 08, 2002

ÚFF!
Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn!
Ég er búin að vera á þönum í allan dag og núna þegar ég loksins kem heim, varð ég að gefa mér smá tíma í pásu frá öllu við tölvuna mína. Það er nefnilega allt á rúi og stúi hérna, tonn af þvotti til að ganga frá, plús glös og diskar útum allt eldhús og svo á eftir að gefa börnunum að borða. Þannig að ég skellti einni tilbúnri pizzu í ofninn og franskar og það ætti að bjarga liðinu og sjálfri mér...
Ég fór í samsöng í dag... það virðist vera að virka ágætlega þetta tríó sem að ég lenti óvart í. Svona, svona, þetta er alveg að vera búið.
Ég keypti miða á Hróarskeldu í dag!!!! Vííí, loksins! Ég fer ein út, en, Unnur og þau ætla að taka tjaldið mitt og planta því fyrir mig, svo kem ég til þeirra tveim dögum seinna. Mig hlakkar svooo til!

Ég lenti í svo furðulegu í dag. Það kom maður á safnið og vildi fá að komast á internetið. Þetta gerist oft og ég sagði bara "já, gjörðu svo vel". Síðan hélt ég minni vinnu áfram og slúðraði áfram við Evu. Hann sat þarna í svona korter, tuttugu mínutur og steig síðan upp, leit mjúklega í augun á mér, tók í hendina á mér og þakkaði mér innilega fyrir! Þetta sama gerði hann við Evu. Við urðum svo asnalegar og hissa, en samt rosalega ánægðar. Það er ekki á hverjum degi sem að maður lendir á svona hjartnæmu fólki! Fólk í dag er kuldalegt og faðmar sjaldann náungann, það er gott að gera það. Ég faðma alla vini mína og kyssi. En þetta var svona ókunnugur maður, aldrei séð hann áður. Þetta var alls ekki neitt óþægilegt áreiti, alls ekki. Það mætti bara vera meira um svona! :-)

Jæja, ég held að pizzan sé að brenna í ofninum. Þetta er orðið gott í bili. Það bíður mín þvottur og uppvask, en notalegt bað og afslappelse seinna í kvöld!

þriðjudagur, maí 07, 2002

Welll....Þá er maður loksins kominn með kjaftæðisdálk.
Það verður svona spurning hvernig þetta gengur. Ég er rosalega dugleg að skrifa í dagbókina mína. En ég er ekki viss um að ég fari að skrifa það allt saman í opinberan netmiðil. Það er náttúrulega voða vont að þekkja mig hérna, en það er samt aldrei of varlega farið.
Mér finnst í rauninni mjög óhugnalegt hvað maður getur komist að um manneskjur, þá er ég að meina persónulegar upplýsingar. Og það er líka verið að auðvelda aðgang að þessum persónulegu upplýsingum hérna á netinu. Það er kanski bara það sem fólk vill?!
Fjúhh...ég er orðinn þreytt á öllu þessu tölvuveseni í dag. Fyrst og fremst er ég að vinna fyrir framan tölvu, í öðru lagi fer ég beint heim í tölvu og er þar dágóðan tíma, þar sem að ég var líka að kaupa mér þessa fínu fartölvu.
Let´s call it a day!