mánudagur, desember 30, 2002

Ég er ekki með eins mikla strengi núna eins og eftir síðustu Titty Twisters tónleika...ég hlýt að vera komin í einhverja "surf-æfingu".
Allavega þá var tjúttið roooooosalegt! Ég skemmti mér konunglega. Ég hafði miklar áhyggjur af því að missa af þessu því ég var í bíó til hálf tólf á LOTR. By the way...hún var góð sú mynd...auðvitað...En þegar ég mætti á Grand Rokk þá voru þeir ekki byrjaðir ennþá. Það var ekki mikið af fólki þarna...margir svokallaðir vinir klikkuðu á þessu...ekki gott mál...
Ég skellti í mig einum bjór og svo byrjaði tjúttið og við tjúttuðum til rúmlega eitt! Eftir það skelltu sér allir upp í Eskihlíð í partrý og sprell. Allt í einu var klukkan orðin 5 og þá var mál að drífa sig heim í rúmið.
Þegar ég kom heim varð ég alveg hrikalega einmanna þegar ég sá rúmið mitt, án Morgans og svo er ennþá slatti af fötum og dóti sem Morgan á inni í herberginu mínu...ég fékk smá kúlu í hálsinn og lítið snökt og eitt eða tvö tár runnu niður kinnina....I´m all alone...búhúhúú....En, mig dreymdi Morgan í alla nótt þannig að ég vaknaði með bros á vör í morgun.

Í dag er mánudagur...fiskidagur...já. Ég var var að borða soðna ýsu stappaða með kartöflum, smjöri og tómatsósu ásamt köldu glasi af mjólk. Ótrúlegt en satt...þá var þetta barasta soldið gott!? Ég hef ekki borðað fisk í heeeeiiiiillangan tíma! Það var held ég kominn tími til...

Á morgun er gamlársdagur... þá er málið að skella sér í morgun sund...fara í kirkjugarðinn...kaupa rakettur...undirbúa andarsteikina....setja smákökur á disk...taka fram snakkið...horfa á skaupið...og...VINNA Á BÚÐARKLETTI! Vei....

sunnudagur, desember 29, 2002

Halló halló allir saman og gleðilega hátíð!

Ójá, ég er komin aftur, dauðþreytt eftir ferðalagið með guttan. Það tekur soldið á að hlaupa á eftir 3 ára drengnum útum alla flugvellina...(ég tók sko samtals fjórar vélar)... og ég er fyrst núna fersk eftir ferðalagið.
Þetta var allt saman yndislegt! Rosalega fallegt þarna! Bærin sem ég var í, Champery, er mjög nálægt frönsku landamærunum, í um 1000 eitthvað metra hæð. Þarna er risastór 150 manna skíðalyfta (hús) sem fer upp á efsta fjalltind, 2080 metra hæð, til að fara á skíðasvæðið "Portes de Soleil". Þar eru 220 skíðalyftur og hægt að skíða yfir til Frakklands! Ég sá meira að segja Frakkland þegar ég var að keyra frá Genf til Champery. Genfarvatn er á landamærum Sviss og Frakklands þannig að Frakkland var hinumegin við vatnið. Það var semsagt töluð mestmegnis franska þarna sem var mjög gaman. Ég er nú þokkalega ryðguð í frönskunni eftir 6 ára hlé. Held ég hafi klárað frönsku 403 árið 1998....Samt gaman, það rifjaðist smátt og smátt upp fyrir mér og ég var farin að bulla létt í lokin :o)
Við fórum ekki á skíði. Það var of erfitt með Hörð Gunnar með okkur þar sem að skíðasvæðið var fullt af fólki og það var stórhættulegt að vera þarna á skíðum. Við fórum samt upp í fjallið til að sjá þetta allt saman. Sáum meira að segja konu klessa á annan mann á skíðum. Það endaði með því að snjósleði með sjúkrabörur þurfti að sækja hana...fólkið þarna kann ekki á skíði...það er bara að klessa á annað fólk...ekki mjög sniðugt...
Við fórum líka með Hörð Gunnar á skauta. Það var mjög fyndið. Hann var ekki að fíla það og vildi bara fara heim því hann var alltaf að detta og meiða sig. En í lokin var hann farin að fíla þetta...hann var farin að standa í lappirnar og hreyfa sig lítillega án þess að detta. Ég ætla að halda þessu áfram og fara með hann reglulega á skauta í laugardalnum, hann á að vera íshokkíplayer!
Aðfangadagskvöld var sætt og notalegt. Morgan útbjó lítið jólahlaðborð handa okkur og Hörður Gunnar opnaði nokkra pakka og við átum súkkulaði og drukkum gott rauðvín og hlustuðum á Sissel Kyrkjebo...næs.. :o)

Núna verð ég að hætta þessu í bili. Ég er að fara suður (er í Borgarnesi) og ætla með familíunni (10 manns) út að borða og svo á The Lord Of The Rings í bíó. Síðan seinna í kvöld eru það Titty Twisters á GrandRokk!!!
Tjútti tjútt!!!

föstudagur, desember 20, 2002

Ég sit heima í sveitinni...það er komin nótt, allir sofnaðir, jólaseríur það eina sem er í gangi...og þvottavélin. Ég er að bíða eftir þvottavélinni svo ég geti hent jólafötunum hans Harðar Gunnars í vélina. Hann var á jólaballi í dag og varð svolítið skítugur...Úff..kisa stökk upp í stól til mín og klóraði mig í leiðinni! Það kemur meira að segja blóð og læti!
Pabbi ætlar að keyra mig út á völl á morgun...mamma ætlar að sækja mig eftir viku. Yfirmaðurinn hans Morgan bauðst til þess að sækja okkur á flugvöllinn þar sem Morgan þurfti helst að vinna. Góður yfirmaður... Ég er nýklippt og sæt eftir Villa bestaskinn. Jáhh...þetta er allt voða ljúft...

Tónleikarnir í Iðnó tókust mjög vel þó ég segi sjálf frá. Þetta sándaði mjög vel hjá okkur og fólk sagðist hafa fengið góðan hroll við sönginn minn :o) Það komu allavega tveir blaðamenn upp að mér og vildu viðtal...ég benti þeim á Árna Teit, höfuðmanninn. Hann Árni var líka í Alætunni hans Dr. Gunna í kvöld. Sem minnir mig á það, diskurinn okkar verður örugglega gjöf í síðasta Popppunktinum. Hann er allavega kominn í búðir, thank God for that! Hann týndist sko...það vissi enginn hvar sendingin var...leit mjög ílla út. En ég fór í Skífuna í dag og hitti Sonju þar sem hún var að vinna þar. Þar er eitt borð með öllum jóladiskunum og þar á meðal okkar. Það eru alltaf vænir búnkar af hverjum disk á þessu borði, en það voru bara þrír af disknum okkar sem þýðir það að það hafi verið keypt soldið af þeim :o) Sonja og Þórhallur (skagamaður) selja hann örugglega grimmt!

Jæja...ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og allt það. Ég kem heim aftur þann 27. des. og þá verður sprellað aftur hér...

Ble ble ble

miðvikudagur, desember 18, 2002

Góðan daginn gott fólk!
Ég er hress und kát, nýbúin að fá mér bakarís-gúmmelaði að borða. Vakti Berglindi klukkan níu með ilmandi kanil-hnetu kaffi. Snæddum, með kertaljós á borðinu og aðventuljósið úti í glugga. Ég tók til í gær, þreif öll gólf, þvoði tonn af þvotti þannig að þvottakarfan er tóm núna. Ég leigði mér DVD í gær og sat í rólegheitum yfir sjónvarpinu, í hreinni íbúðinni með popp og pepsi (hljómar miklu betur en popp og kók). Sofnaði síðan vært, nýbúin að skoða flugmiðan minn og hugsandi um Morgan...
Á eftir ætla ég að skella mér í Borgarnesið og ná mér í eitt stykki stóra ferðatösku. Einnig þarf ég að sækja vegabréfið hans Harðar Gunnars. Gvuð hann var svo sætur þegar ég fór með hann í passamyndatöku. Spurning um að setja myndina af honum hérna inn á síðuna mína...tékká´ðví....
Umm..hvað þetta er gott kaffi!
Jæja, en svo er sándtékk í dag, veit ekki hvenær, en tónleikarnir verða svo í kvöld. Húsið opnar kl. 20:00 og miðinn kostar 2000kr og það fylgir einn Thulediskur með miðanum... Fúlt er það nú með diskinn okkar! Hann týndist í sendingu og það veit enginn hvar hann er! Vonandi finnst hann og kemst í hendur okkar í dag...vonandi... viljið þið öll biðja til Guðs með okkur...
Svo á morgun...fyrir þá sem komast ekki á stórtónleikana í kvöld, þá er hægt að mæta á mini-gigg á morgun. Við verðum að spila á Laugarveginum, klukkan 3 í Japís og kl 8 í Mál og Menningu...held ég að það sé örugglega...
Eftir það ætlar Villi að koma með mér heim og...klippa mig og lita rótina...og klippa Hörð Gunnar líka... maður má nú ekki lenda í þessum jólaketti. Ég dró fram jólakjólinn minn í gærkvöldi og athugaði hvort allt væri í lagi..jújú..allt í góðu. Ég á eftir að kaupa föt á drenginn, en, mamma gaf honum ný rosa fín föt, föt sem hann getur síðan notað eitthvað eftir jólin. Það er soldið súrt að vera að kaupa einhver lítil jakkaföt eða lakkskó fyrir svaka upphæð og svo er þetta notað einusinni á ári! Þannig að ég held ég láti hann bara vera í þessum fínu nýju fötum frá ömmu sinni...
Jæja..enginn tími til að hangsa. Ég ætla að ganga frá í eldhúsinu (húsmóðirin í mér er vöknuð eftir próf-dvalann) og skella mér svo í nesið...
Adios my friends!

mánudagur, desember 16, 2002

JÆJA, ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM!!!!

Halellúja... ég fór beint heim eftir prófið..upp í rúm...sofnaði vært undir mjúkri dúnsænginni...var að vakna um tvö leytið...ljúft..
Ég ætla að skella mér í sturtu, horfa á Royal Tenenbaums af því að Berglind tók hana á leigu í gær, sækja Hödda litla kl. fjögur og kaupa eitthvað gott í matinn. Jah...ég gæti meira að segja farið að taka aðeins til. Það er sandur og ló út um allt! og þvottur í hrúgu. Svo þarf ég að fara að skipuleggja pakkningu fyrir Sviss...víííí...gaman saman!
Svo þarf ég að tékka á Árna Teit. Málið er að auk þessara tónleika 18. des. í Iðnó, þá þurfum við líka að performa pínulítið á laugarveginum í Mál og Menningu og Japis svo eitthvað sé nefnt. Það er annaðhvort á miðvikudag eða fimmtudag eða bæði...þarf að athuga það... það verður tónlistað alveg fram á síðasta dag að jólum og ég þarf að vera aktív til 20. des....
Jahh! Svo gæti ég jafnvel keypt litlar jólagjafir þar sem ég er búin að lifa mikið á núðlupökkum sem kosta 19. kr.... smart og kül.....
Jæja...
til hamingju allir saman! :o)

laugardagur, desember 14, 2002

Það er eitthvað fokk í gangi með síðuna mína...kanski bara í minni tölvu...eða hvað?

Ég get ekki lært!!!!!!!!! Síðasta prófið er að fara með mig...ég er að missa heilsu...og það má ekki gerast núna!

föstudagur, desember 13, 2002

Ojjjj..hvað ég nenni ekki að læra í dag! :(

Í gær lærði ég ekki neitt...sat bara og sprellaði með Sonju "streptó" allan daginn og fór á fund uppí Thule með Árna og Villa um kvöldið.'
Diskurinn er kominn í hús...fer líklegast í Skífu-dreifingu á morgun. Við eigum að koma disknum í alla fjölmiðla og reyna að fá dóma og vitöl og fá að spila hér og þar og læti fram að jólum. Ég á eitt próf eftir og ég get ekki einbeitt mér fyrir það! Alveg búin með orkuna...plöhh...nenni ekki einusinni að blogga...bara sofa...

fimmtudagur, desember 12, 2002
Er þetta ekki fallegt...þarna verð ég eftir 8 daga... :o)
Jæja...var að koma úr næstsíðasta prófinu, sem þýðir það, að, ég á eitt próf eftir!!! Síðasta prófið er á mánudaginn og það er Félagsfræði I. Ég var hinsvegar að koma úr prófi í Inngangi að Hjúkrunarfræði I og það gekk mjög fljótt yfir. Ég var klukkutíma og 20 mín. í prófinu og fór ekki fyrst út. Það besta við þessi próf er að maður lendir ekki í neinni tímaþröng þar sem við höfum 3 tíma til atlögu! Ég var að bölva því samt hvað þetta voru flóknar og lúmskar krossaspurningar..".er a og b rétt, er a og b rangt, er a rétt og b rangt eða er a rangt og b rétt"....og fullyrðingarnar voru settar fram þannig að maður ruglaðist allur í ríminu...pleehhh...þetta er búið og gert!...kemur bara í ljós....

Í kvöld er ég að fara á einhvern fund með Orminum...Worm Is Green...Bjarni kemur heim til landsins í dag þannig að hann kemur kanski með líka...Það á að fara að ræða markaðssetningu plötunnar og eitthvað dudd.. Platan kemur líklegast á morgun...(eftir langar tafir) og það er viðtal við okkur í næstu Undirtónum og líklegast einhver dómur í næsta Sánd blaði...nújá, svo auðvitað í næsta Skessuhorni. Gísli gaur hringdi í mig rétt áður en ég fór á Nick Cave tónleikana á þriðjudaginn og var að spyrja mig úti Worm Is Green og ég benti honum á Árna Teit því hann væri aðalmaðurinn! Þannig að...þetta er allt að gerast...

Svo verða tónleikar 18. desember, ALLIR TAKA ÞENNAN DAG FRÁ. Þeir verða í Iðnó og þetta verður svona Thule-kvöld. Við spilum ásamt Appart og Ampop og líklegast eitthvað fleira...Küül stemming...

Tempó, tempó...ég ætla að leggja mig í smástund...

miðvikudagur, desember 11, 2002

Mamma hringdi í mig áðan. Hún spurði hvenær ég ætlaði að koma upp í Borgarnes fyrir helgi því henni vantar mig í spurningarkeppni!?! Sko það er einhver fyrirtækjaleikur í gangi í útvarpinu í Borgarnesi og mamma, með Snyrtistofu Jennýjar Lind, var að keppa við Hótel Borgarnes og rústaði leiknum. Hún er komin í úrslit og á að keppa á móti Kaupfélagi Borgfirðinga næst á föstudaginn!?!?! How funny is that... og hún semsagt bað mig um að koma og keppa með sér þar sem hún er bara ein í sínu liði, það mega vera tveir...ég slæ til! Það verður bara gaman... maður ætti að vera fullur af fróðleik núna þegar maður er að lesa fyrir próf!
Magnað himnaríki!!!
Þetta eru bestu tónleikar sem ég hef farið á!!! Ég sat á góðum stað, sá í hnakkan á Nick Cave, en hann snéri sér við reglulega :o) og svo sá ég beint framan í Warren Ellis fiðluleikara sem var sjúkur! Bassaleikarinn var samblanda af Beatlejuice og Riff Raff, átti góða takta. Sá reyndar ekkert í trommuleikaran en heyrði vel í honum og hann var að gera góða hluti, þeir allir!!!
Jájá...lokalagið var laaang best. Þeir tóku gamalt Birthday Party lag þar sem að Nikki barði píanóið með míkrafóninum öskrandi af reiði. Fiðluleikarinn tók rafmagns "gítar" sóló á gripinn sinn (og hann sleit geðveikt mörg hár á boganum sínum og notar líklega alltaf nýjan boga fyrir hverja tónleika)...
Þeir voru klappaðir tvisvar sinnum upp og voru indælir á milli laga, spjallandi og hressir...
Það er rúmlega klukkutími síðan ég kom heim og ég er ennþá of æst til að fara upp í rúm! Reyna að blogga mig niður....úfff

þriðjudagur, desember 10, 2002

Jæja krakkar, í dag er 10. desember og hvað gerist þá!? Jú,jú, það er rétt, Nick Cave ætlar að spila fyrir mig og Særúnu í kvöld (og einhverja aðra) og ég held að ég geri eins og Sonja, fari í gulldressið mitt (semsagt í fínt púss). Ég get enganvegin einbeitt mér að lærdóminum núna...döhhh...ekki þegar maður veit að það er stefnumót við meistarann í kvöld! Jæja, jæja...ahhh :)

En annars áttum við Berglind hið fínasta kvöld í gærkvöld. Ég leyfði mér að liggja í leti eftir fýlu-prófið og lá uppí sófa með tölvuna og horfði á sjónvarpið og prumpaði í sófann... Berglind bakaði smákökur með stórum súkkulaði hnullungum í og svo borðuðum við nokkrar með mjólkurglas í hendi og horfðum á "To Sir, with Love" sem er by the way alveg brilliant mynd! Ég hafði ekki séð hana síðan...dududu....1993?..veit ekki...allavega langt síðan! Gott jólaþema, kertaljós og smákökur og mjólk og gömul bíómynd...
Egill frændi kom í heimsókn í gær og kom semsagt beint heim af Nick Cave tónleikunum. Vá, hann sagði að hann hafi verið sjúkur! Geðveikur! Magnaður!!! Hann lét mig líka vita hvar væri lang best að vera og svoleiðis... :o)

Já...en maður verður víst að halda áfram að læra...böööö...

mánudagur, desember 09, 2002

Jæja, þá er fýlan yfirstaðin... heimspekin og siðræðin... var helv. auðvelt?! Veit ekki... það geta verið svo helv. lúmsk prófin í fýlunni að maður veit ekkert!
Allavega ég var búin í prófinu um 3, hálf fjögur og skellti mér bara á smá rölt um laugarveginn og kíkti í nokkrar búðir. Síðan náði ég í Hörð Gunnar í leikskólan kl. fjögur og svo hittum við Berglindi og fórum í Kringluna. Keyptum efni í smákökur og svo tókum við líka mynd á leigu, "To sir with love". Það verður slakað á í kvöld...svo er bara læra á fullu á morgun og hinn. Ég fer næst í Inngang að Hjúkrunarfræði I á fimmtudaginn.
Úúúú....ég er að horfa á skjá einn og það var svona viðvörun á undan þættinum C.S.I, ekki fyrir viðkvæma! ...ekki skrítið þar sem þátturinn byrjar á því að rotta skríður út úr munninum á dauðri konu!!!
Jæja, ég ætla að horfa á þáttinn og prumpa í sófann...

sunnudagur, desember 08, 2002

Jahérna...það voru slagsmál á 5 min. fresti í gær. Þetta var eins og að vera í Clint Eastwood "vestri". Ég beygði mig niður á bak við barborðið á meðan bjórglös og kertastjakar og sítrónusneiðar flugu í loftinu og oft í áttina til mín...Bjórinn flaut á gólfinu og uppi í loftinu?! og lögreglan var kölluð á svæðið. Þannig að það var orðið vel tómt fyrir lokun og ég komst semsagt "snemma" heim... Küül...

Núna eru augun mín að breytast í sýru, held ég...ég er búin að lesa svo mikið. Auðvitað tek ég mér pásu fyrir framan tölvuskjáinn og þá verður sýran sterkari!...ekki gott mál...varð bara aðeins að kíkja á Bibba blogg og svo hrindi líka Særún í mig áðan og minnti mig á það hvað það er stutt á Nick Cave tónleikana. Gummi (Gvendur) sagði reyndar við mig í gær að hann væri eitthvað að missa álitið á Cave. No more shall we part var ekki eins góð og hann bjóst við..."hann er að missa það..." sagði Gvendur. "Ég skal hringja í þig á morgun og láta þig vita hvort að tónleikarnir voru skemmtilegir.." Ég sagði við hann að hann þyrfti nú ekkert að gera það þar sem að Nick Cave hefur alls ekki fallið í áliti hjá mér!
Reyndar hélt hann að þetta yrðu kanski soldið spennó tónleikar þar sem Dirty Three eru að spila með honum. Warren Ellis, fiðluleikari..mmmmm...yndislegur! Hlakkar til.... :o)

Jæja. Nóg hangs. Ég verð að lesa meira um Sókrates og Aristóteles og siðferðislegt meðalhóf.... Mamma er líka að baka smákökur, best að skella sér í eldhúsið og tékka á tempóinu þar!

laugardagur, desember 07, 2002

Hey já...það er búið að fresta Titty Twisters dæminu til 29. desember! Þannig að ég ætti að ná þeim tónleikum, nema ég verði að vinna í Búðarkletti. En ég ætlaði nú kanski að vinna þar um áramótin, kanski get ég fengið að vera í fríi þá 29., það þarf að athuga...
Ég startaði árámótaheitinu mínu aðeins of snemma! Ég fór í sund og synti heilmikið í morgun (nenni aldrei að telja hvað mikið...ruglast alltaf í talningunni). Ég var að segja mömmu frá "uppgötvun líkamans" og hún var svo ánægð með það að hún skuli getað talað við mig um heilbrigt líferni. Hún er hinsvegar ekki mjög ánægð með það að ég skuli hafa flutt lögheimili mitt til Reykjavíkur. Nú má ég ekki kjósa til bæjarstjórnarkosningar í Borgarbyggð. (Það er verið að kjósa aftur í dag, hin kosningin var dæmd ógild af hæstarétti). Þar sem að það munaði einu fokkings atkvæði á milli borgarbyggðarlistans og framsóknarlistans þurfti að kasta krónu til að ákveða hvor flokkurinn fengi næsta mann. Þannig að...hvert einasta atkvæði skiptir máli...
Nóg um pólitík, ég er sú mest ópólítíska manneskja í familíunni. Neyðist bara að tala um þetta svona af því að fjölskyldan er á kafi í þessu.

Ég er búin með anatómíu prófið. Hjúkk! En ég get samt ekki hætt að hugsa á latínu...dreymdi latínu í nótt og vöðva og lifur og læti... Núna er ég að reyna að einbeita mér að heimspekinni/siðfræðinni. Mér finnst samt eins og maður geti ekki beint lesið sig til um heimspeki/siðfræði. Þetta er eitthvað sem maður hefur inni í sér. Mismikið og fjölbreytt á milli manna. Hver hefur sína skoðun og sinn hugsunarhátt og þetta er ekki eitthvað sem maður lærir uppúr bók. Ég er bara að lesa helstu glósurnar. Læra svona aðalatriðin um Aristóteles og Platón og alla þessa kalla. Svo er hitt bara að rökræða endalaust um eitthvað bull!
En ég er nú samt að spá í að halda áfram að læra núna...

fimmtudagur, desember 05, 2002

Ég byrjaði morguninn á að bölva þessu helv... veðri úti! Það er rok og rigning í hámarki og enginn vill skríða framúr sínu heita rúmi með mjúkri dúnsænginni!
Allavega þá dreif ég mig á fætur, þurfti náttúrulega að koma stráknum í leikskólan og auðvitað að læra eftirá. Mér leist nú ekkert á blikuna þar sem að rúmið beið eftir mér þegar ég kæmi heim aftur, kallandi á mig, "komdu, komdu...hér er notalegt..." En til allrar lukku þá breyttist skapið. Þegar ég kom upp í leikskólanu, mundi ég allt í einu eftir því að það var foreldrakaffi! Þannig að ég fór upp og settist með krökkunum og leikskólakennurunum og fékk heitt kakó, ristaðbrauð og kaffi og var orðin eldhress þegar ég fór heim. Ég bjó um rúmið, hitaði mér te og skellti mér strax í anatómíuna!

Ég held að allir hafi gott af því að lesa líffærafræði. Allavega hefur hugsanaganur minn um líkaman breyst töluvert eftir að hafa lesið um öll líffærakerfin og hversu mikilvægt það er að hreyfa sig!!! Sko...nú er ég örugglega mesti antisportisti sem til er! og það er ekkert djók. Í gegnum grunnskóla sagðist ég alltaf vera veik ef við áttum að fara í íþróttir, eða á túr, eða bara skrópaði. Það skemmtilegasta var þó að pirra Elvar íþróttakennara (sem ég hataði af því að við gerðum ekki neitt nema spila körfubolta bara af því að hann var í körfuboltaliði Skallagríms) og setjast bara á gólfið og mótmæla og neita að taka þátt í leiknum. Það endaði náttúrulega með því að hann sendi mig inn í klefa í sturtu sem ég var Guðs-fegin! Í menntaskóla og fjölbraut skrópaði ég. Ég skrópaði þannig að ég féll í menntaskóla og ég skrópaði mig úr áfanganum, þurfti að skrópa fjóra tíma í fjölbraut, svo ég gæti sagt mig úr áfanganum. Ég held að ég sé með samtals 3 einingar í íþróttum í stúdentsprófinu mínu og er hreykin af því! ...eða var...

Málið er að maður er alltaf að heyra það hvað það sé gott að hreyfa sig, gott fyrir andlegt og líkamlegt heilbrigði. Örvar blóðflæði til heilans, vessakerfið, ónæmiskerfið og bla bla bla...maður alltaf, "Já, já, já...ég veit.." en nennti aldrei að pæla meira í því. Núna, þegar ég er búin að fara ítarlega í þetta, er mér bara ekkert sama. Ég er að lesa þetta og skil þetta miklu betur nú heldur en þegar mamma eða íþróttakennararnir mínir voru að tuða í mér! Plús það með að éta hollan mat og fá næg vítamín og kalk og allt það... lifrin er geymsla fyrir næringarefni. Hún geymir umframbirgðir til mögru áranna...Ég ætla mér ekki að vera með beinþynningu og máttleysi og göngugrind þegar ég verð eldri! No way jose!!!
Nú hlæja örugglega margir að mér....en ég ætla mér að setja áramótaheit....HREYFA MIG!

...takk fyrir!

miðvikudagur, desember 04, 2002

Jæja, var að bæta litla kívíinu inná "fame" listann minn...

Djöf... er nú auðvelt að taka sér pásur frá lærdómnum. Ég er nú samt hreykin af því að hafa byrjað að læra klukkan átta í morgun í staðin fyrir að hafa sofið til hádegis. Magnað himnaríki! Ég dreif mig að búa um rúmið mitt, dró frá gardínur og kveikti öll ljós svo að andrúmsloftið í íbúðinni myndi ekki svæfa mig. Rúmið mitt heillar mig alltaf svo rosalega. Spurning um að kaupa sér eitthvað horribulus rúm sem er svo hrikalega vont að sofa í...ne..þá er alltaf hægt að skella sér í sófan...hann heillar líka soldið... sérstaklega núna þennan mánuð. Það er dimmt úti, jólaseríur í glugganum, gæti ekki verið meira notalegt að liggja undir hlýrri dúnsænginni! Púff, en ég er að læra...

Ég leyfi mér samt frekar að blogga í pásunum mínum. Ef ég fer eitthvað fram í stofu að lesa fréttablaðið eða eitthvað, þá leggst ég upp í sófa og ...tadadatummm!! (hættustef)...þið vitið hvað getur gerst! Guðríður er sofnuð!!!

Bíddu við, það er 4. desember, sem þýðir að ég fer út eftir...16 daga!!! Víhííí... En svo er annað mál. Ég kem heim 27. desember, seint um kvöld, miðnætti minnir mig. Það er föstudagskvöld og það verður gigg með Titty Twisters (líklegast á Grand-rokk)!!! Svo verð ég mjööög líklega beðin um að vinna 28. desember á Búðarkletti, a.k.a. "the rock"! Ég verð að pródúsera þetta einhvernveginn. Ég vil helst ekki sleppi Titty Twisters, því það er stuð aldarinnar! Þannig ég verða að redda mér pössun þann 27. des. þegar ég kem heim. Kanski geta bara mam & pab náð í mig á völlinn og tekið guttan með sér í "nesið". Þetta þarf að athuga...

Jæja, það er best að halda áfram. Ætli ég komi ekki við aftur eftir tvo tíma eða svo...í næstu pásu...(hehe..ég ætlaði að segja pjásu...hehe...ehhhh)
:o)
Það er ekki alveg nógu gott tempó með þessa mynd hjá mér...hún kemur bara stundum...
En hún er samt soldið küül...allavega sprellin...

þriðjudagur, desember 03, 2002

Jæja ég ætti að geta puplishað eitthvað núna.
Hef svosem ekkert nýtt að segja. Ekki búin að vera neitt rosalega dugleg að læra í dag. Ég fór að gera ýmsa hluti sem ég hef ekki haft tíma til að gera. Þvo þvott, borga reikninga, taka aðeins til, vaska upp, kaupa inn og leika við Hörð Gunnar. Maður er ekkert voðalega gott foreldri núna. Ég reyni að gera allt fyrir strákinn svo hann trufli mig ekki við lærdóminn. Það er alltaf eitthvað "mamma, mamma" og þá þarf ég að standa upp og sjá eitthvað eða hjálpa eitthvað. Ég semsé "mútaði" Herði Gunnari aðeins núna, leigði handa honum DVD teiknimynd og hann horfði á hana 3svar sinnum! Ágætis lærdómstími þar...
Ég leyfði mér að gera mér einhvern uppáhaldsmat í kvöld. Ég ákvað að gera mér kínarúllur með karrýhrísgrjónum. Það er eitt það besta sem ég fæ. Svo á ég nóg afgang eftir þannig ég get bruðlað á þessu líka á morgun. Ég er búin að éta ansi marga núðlupakka á 19kr undanfarið...baaahhh!
Ég bjó líka til Royal-súkkulaði búðing! Yummiii...nema hvað, rjóminn minn var ónýtur þannig að þetta var bara "hálfur" búðingur.
Ég skellti mér líka í laaaanga heeiita sturtu áðan og notaði uppáhalds sápurnar mínar og bar á mig ilmolíu eftirá og dúllerí. Ég var líka svo meygluð eftir efnafræðilærdóminn að það hálfa væri nóg. Hreinsa það í burtu...nýtt tekur við...líffærafræðin...Hafa líkamann á hreinu (get it)hehehe....eehhhh..

Bjarni minn, ég er ekkert dugleg! :o)
Jæja..eitthvað puplishing vesen, en ég blogga samt...

Sonja var að commenta það að þó svo að Bjarni hafi farið á tónleikana með Lamb, þá er hann ekki að fara að sjá Nick Cave eins og við! HEHE!!! Já, það styttist í það...10. desember...tadadada!!!! (hættustef eins og hjá Bjarna, nema þetta er spennustef). Og það er allt henni Særúnu bestu að þakka! Særún, ég elska þig!

Ég er búin með fyrsta prófið mitt, efnafræði, húrra fyrir pulsugerðarmanninum!
Núna tekur líffærafræðin við, ekkert auðveldara sko, milljón latnesk heiti þarf ég að kunna og hver eru hlið við hlið og hvur andsk...

Best að halda áfram...

laugardagur, nóvember 30, 2002

Já...magnað! Ég held að ég sé á leiðinlegasta kaflanum í efnafræðinni... að reikna mól og mólmassa og massa.... bleeehhh!
Þá er líka freistandi að skella sér á internetið hérna hjá möm & pab því þau eru komin með ADSL! Ekki slæmt. Ekkert vesen að skella sér á netið, ná í góða tónlist til að hlusta á meðan maður lærir, tékkað öðrum bloggum þegar maður tekur sér smá pásur. Þær verða kanski of margar stundum, pásurnar, en ég er samt voða dugleg miðað við hvernig ég haga mér venjulega í kringum lærdóm :o)
Úff...ég er með svo sterkan maska í andlitinu að ég verð að fara og taka hann af. Ég sá einhverjar bólur vera að koma; stress-próf-bólur. Beint í hreinsun!
Nú svo er ég að fara að vinna á "Klettinum" á eftir...veihh....ehh :$

Djöf... öfunda ég Bjarna. Hann er á tónleikum með Lamb!

föstudagur, nóvember 29, 2002

Hér getið þið séð allar tilnefningarnar....

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

IV - Keisarinn

Sanngirni og hjálpsemi einkenna þig. Orðum þínum má treysta fullkomlega og þú virðist ekki segja neitt nema þú meinir það. Þú leitar án efa sannleikans og trúir því að hann sé aðeins einn þegar ástin er annars vegar. Þú getur gert það sem þér líkar ef þú aðeins hlúir að eigin tilfinningum. Þú ert að sama skapi fær um að draga að þér það sem þú þarfnast. Þegar þú færð að ráða nærð þú stórgóðum árangri.

Hér upplifir þú hápunkta gleðinnar og finnur frið, hlýju og samruna við alheiminn. Þú virðist vera komin/n í samband við náttúruna, stjörnurnar og hafa fundið þinn eigin dularfulla innri frið. Þú ert friðsæl/l og elskandi og ættir að leyfa tilfinningagáttum þínum að opnast gagnvart manneskjunni sem hlúir að hjarta þínu um þessar mundir.

Þú býrð yfir sjálfsöryggi sem margir öfunda þig eflaust af og styrkur þinn gerir að verkum að enginn getur ráðskast með þig og tilfinningar þínar. Þig þyrstir hinsvegar í hrós og viðurkenningu sem sýnir að þér hafi tekist vel upp í því sambandi sem þú virðist vera staddur/stödd í um þessar mundir.


Eins og talað út úr hjarta mínu ...!!
Vogin (23.sept - 23.okt)
Hér kemur fram ómæld hamgingja þegar stjarna vogar birtist. Ef þú stendur á vegamótum varðandi starf þitt er það sem koma skal jákvætt svo sannarlega þó þú haldir öðru fram í dag. Ef þú trúir ekki á eigin getu mun náunginn ekki heldur trúa á þig, hafðu það hugfast miðjan desember. Hlátrasköll þín eru áberandi hérna og þú ættir ekki að hika við að gera meira af því að brosa því þannig dregur þú jákvæðni inn á við svo um munar.


Hlátrasköllin og hamingjan já...
Lífstalan hér er 9

Eiginleikar sem tengjast þessari tölu eru:

Mannúð, örlæti, óeigingirni, skuldbindingar og sköpunargáfa - hættir til að tapa áttum

Ég tók þetta úr Spámanninum...interesting...sérstaklega það að manni hættir til að tapa áttum...á vel við...

Svo skoðaði ég líka árstölurnar mínar til ársins 2006, það hljómar svo:

Ríkjandi þættir í þessari tölu
Talan 6, árið 2002 - Ást, fjölskylda, heimili og ábyrgð
Talan 7, árið 2003 - Lífsskoðun og skilningur
Talan 8, árið 2004 - Efnahagslegur árangur
Talan 9, árið 2005 - Ná til fólks
Talan 1, árið 2006 - Nýtt upphaf í lífi þínu...


Spennandi framtíð!
Ég fór niður í bæ áðan og hitti Árna Teit og Villa niðrá Prikinu. Við áttum stefnumót við hana Tinnu, blaðakona frá Undirtónum. Hún var svona nett að spjalla við okkur um hitt og þetta í sambandi við bandið. Hver erum við? Hvað erum við að gera, í músíkinni, daglega? Hverjar eru stefnurnar? Hver eru áhrifin? Svo vorum við komin út í rosa umræður um heimspeki, XX og XY litninga og búddisma... Það var samt gaman. Létt, nett sprell á prikinu.

Annars er ekkert að gera núna nema að læra á fullu, (ég er að stelast). Ég varð reyndar að vera heima í dag, síðasta kennsludaginn í skólanum, af því að Hörður Gunnar var eitthvað "sloj". Við fórum semsé ekki í leikskólann og háskólann Við ætlum upp í Borgarnes á morgun fljótlega eftir að við vöknum. Ég þarf að fá vegabréf fyrir guttan og fara þess vegna með hann í passamyndatöku og svoleiðis. Hann verður vonandi aðeins ferskari í útliti. Nú svo er bara svo helv... gott að læra inní gestaherberginu heima hjá möm&pab. Þá getur líka Martha passað og Jóhann líka. Pínu erfitt að vera ein með hann núna akkúrat þegar próflesturinn byrjar. Sérstaklega þar sem ég leyfi mér að vinna á Búðarkletti líka! En peningarnir koma sér vel þessa dagana.

Ég er að hlusta á diskinn okkar..bara svona afrit af honum. Hann rennur voða ljúft í gegnum mann, þó ég segi sjálf frá. Árni og Villi voru að tala um það að hann kæmi út í Bandaríkjunum og Evrópu í febrúar...úlala. Þá get ég bent öllum vinum mínum erlendis á diskinn og látið þá spreða út um okkur lofsöng...Ég held barasta að þetta komi ágætlega út hjá okkur :o)

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Engillinn minn og yndið mitt, hún Særún, hún stóð í röð í dag fyrir utan Japís á laugarveginum, til þess að kaupa fyrir mig miða á Nick Cave tónleikana! Ég er semsé komin með MIÐA!!! Víhííí...fagnað með góðum hádegismat á Kaffibrennslunni...umm..það er gaman að vera til í dag... :o)

Annars var Árni að hringja í mig og segja mér að ýmislegt væri líklegast að gerast í kringum þessa litlu sætu tónleika á Cafe 15 núna á fimmtudagskvöldið. Jafnvel einhver myndataka og einhver viðtöl. Hljómar spennó, en það er allavega alveg að koma að því að platan kemur út. Það er allavega komið um hana á Thule-vefsíðunni örlitlar upplýsingar.

Nú annars er síðasti kennsludagur á morgun. Ég er semsé núna að fara að grafa mig niður í bækurnar til að lesa undir prófin..úff..það er svo mikið...
Hvað er ég að gera hér?!?! Ég er farin að læra, bleehh....

sunnudagur, nóvember 24, 2002

HEY!!!!
Ég var að komast að svolitlu áðan. Ég og Berglind og Þórdís vorum að éta skyndimat með fituga fingur og horfðum á "Villtu vinna milljón?" þáttin á meðan, það var ekkert betra í imbanum. Svo var svona..didd..verið að velja nýja hugaða manneskju til að takast á við spurningarnar og þá sitja svona einhverjar sex manneskjur upp við vegg með tölvu fyrir framan sig. Nema hvað, spurt var um einhverja ráðherra og það átti að raða þeim eftir aldursröð eða eitthvað (skiptir ekki öllu máli). NEMA hvað, þegar myndavélin rétt bregður linsu sinni á þetta fólk sem keppist við að svara rétt og það á sem fyrst, þá fannst mér ég kannast við einn mannin þarna. Ég bara..."nei..það getur ekki verið...eða jú..svosem" Síðan eru birt nöfn þeirra sem voru að keppast og hver komst áfram, sé ég ekki nafnið og þetta var svo sannarlega maðurinn sem ég hélt þetta var! (Hann komst samt ekki áfram, en það skiptir ekki máli). Þetta var hann Haraldur Óskarsson, kennarinn minn í gaggó!!!

Við erum að tala um einn skrýtinn kennara! Áður en hann kom upp í Borgarnes að kenna okkur aumingjunum, þá var hann víst skólastjóri í grunnskólanum í Hrísey...Allt í lagi með það, nema hann var rekinn þaðan! Þetta er líka einn strangasti kennari sem ég hef átt. Skapsveiflurnar voru gríðarlegar..úfff..ég gæti talað um hann hér í allt kvöld, en ég ætla bara að segja smá frá núna. Hann er ritgerðarefni! Það er fínt, þá get ég alltaf komið með smá sögu um hann í hvert skipti sem ég blogga...hehehe!

Ein saga, sönn saga úr grunnskóla Borgarness:

Haraldur kennari var oft mjög andfúll! Maður tók aldrei af sér trefilinn þegar maður kom í skólann...a aa..við höfðum hann vafinn þétt um hálsinn og helst aðeins yfir nefið, þvi það var óbærilegt að þurfa að biðja hann um aðstoð í tímum. Hann angaði eins og dautt lík (sem hefur ekki fundist í margar vikur) að innan..veit samt ekki hvernig það lyktar, en ég get ímyndað mér að það sé verulega vond lykt! Hey, við ræddum þetta mjög mikið í frítíma okkar hvað við gætum gert í þessu máli. Þetta var alveg að fara með okkur. Ef hann opnaði munninn sinn í tíma, þá gulnuðu allir í framan! Síðan var komist að niðurstöðu í því hvað við ættum að gera.
Ég og nokkrar stelpur fórum niður í Kaupfélagið og keyptum ógeðslega ljótan tannbursta, hvítur með brúnum röndum, ég hef aldrei séð svona ljótan tannbursta áður, ég hélt þeir væru ekki til!!! Allavega, við keyptum líka tannkrem og svo hálsbrjóstsykur. Síðan skrifuðum við fallegt bréf til hans um að okkur þætti andfýlan hans vond og hann mætti alveg gera eitthvað í því... Við laumuðum þessu inn um opinn gluggann í frímínutunum í gluggakistuna...(það var eina leiðin til þess að skilja þetta eftir einhversstaðar. Hann var með lykilinn og beið alltaf eftir því að allir væru komnir út eða inn og stóð þá í dyrunum og horfði yfir stofuna).
Síðan fórum við í næsta tíma, allir að deyja úr spenningi og hlátri. Hann labbaði upp að glugganum eins og hann gerði vanalega (til að skilja eftir hor-kögglana í gardínunum) og sá þá eitthvað liggjandi þarna. Hann tók það upp, las bréfið, handfjatlaði tannburstann og settist svo niður við skrifborðið sitt með allt draslið í höndunum. (VIð vorum alveg að deyja!!!) Síðan horfði hann vandræðaleg til okkar og byrjaði svo að mumla eitthvað um það að þegar kennarar drekka kaffi og fá sér kanski sígarettu um morguninn og gleyma kanski að tannbursta sig og bla bla bla...og hann ætlaði nú svo sannarlega að reyna að bæta sig í þessu...
Við hlupum út úr tímanum þegar hann var búinn eins og eldingar og dóum úr hlátri einhversstaðar á skólalóðinni!!!


Já, þannig var nú það...en þetta er bara brota brot af honum Haraldi Óskarssyni...to be continued...
Gott tempó hjá henni Sonju...

Ég er búin að vera löt í dag og leyfði mér að læra ekki. Reyndar kláraði ég dæmin í fjórða kafla í efnafræðinni áður en ég keyrði suður.
Hef ekki mikið að segja, bara að mig langar að upplifa Nick Cave tónleikana!
Jámm..skóli á morgun...jámm...svo var ég að reyna að setja svona "comment" dæmi á bloggið...spurning hvernig það kemur út.

Nenni ekki að segja meir.
Vá. Ég var að koma úr vinnunni, "the Rock". Sveitin alltaf söm við sig. Þarna voru samt helv... hressir guttar. Gvendur, Grelli (Grétar) og Pálmi þar á meðal. Nú fólk dansaði eins og vitleysingar og ég dansaði líka eins og vitleysingur á bak við barborðið. Alltaf gaman að taka þátt í leiknum, tíminn líður hraðar og svoleiðis. Allavega var klukkan allt í einu orðin fjögur og Jói farin að smala út með lopahúfu á hausnum..sprell!

Ég var að skoða ógeðslega fyndnar myndir af mér síðan í partýinu 9.nóv. á heimasíðunni hennar Særúnar, kveðjupartýið hans Morgans. Ég er eitthvað sprellandi (dansandi með atriði) og svo voða sætar myndir af mér og Morgan :)

En núna er ég þreytt og ég er farin að sofa. Bleehhh..zzzzzz

laugardagur, nóvember 23, 2002

Ég er farin að æla efnafræði formúlum út um nefið og eyrun á mér! Ég held að ég sé að setja persónulegt met í heimalærdómi...og það í efnafræði! Úff, ég á skilið að vafra aðeins núna og blogga bull.
Ég skellti líka mínum ágæta geisladiski með Autechre í; Tri Repetae. Það er ein mesta snilld sem ég hef heyrt í gegnum ævina. Og það er ennþá meiri snilld þegar einhver veit hvað ég er að tala um, þá meina ég, þekkir bandið, diskinn...Ég veit að bibbi litli gerir það. Bibbi, við erum líka snillingar.
Talandi um tónlist þá erum við Worm Is Green með tónleika næsta fimmtudagskvöld, 28. nóvember, á Cafe 15 á Akranesi. Léttir, nettir tónleikar svona rétt til að gleðja mannskapinn og sýna þeim hvað þau eiga von á frá plötunni okkar. By the way, coverið á plötunni er komið...rosalega flott!
Já, það verður spennandi að sjá hvernig verður tekið á móti okkur með þessa plötu. Mér finnst hún eiga verðskuldað lof, hún er góð, þó ég segi sjálf frá. Strákarnir eru búnir að gera heilmikil undur, ég svona rétt kem inn í og raula nokkrar línur. Ekkert big-time. En það er gaman að taka þátt í þessu, þetta er mitt hobbí.

Svo er það "The Rock" í kvöld (Búðarklettur). Ég fer að vinna klukkan tíu þannig að ég "get ekki" legið meira yfir efnafræðinni...Það verða einhverjir merkilegir vínar-tónleikar þarna í kvöld?!?! á laugardagskvöldi klukkan 10. Geta ekki verið lengur en tvo tíma, það kemur nú í ljós hvernig fólk tekur á móti þessu. Ég gleymi því aldrei, í þessi tvö skipti sem að Andrea og Blúsmenn komu til að halda tónleika á klettinum. Usss..það mættu svo fáir. Svo kvarta allir endalaust yfir því í þessum daunílla bæ að það sé aldrei gert neitt menningarlegt hérna. Aldrei neitt um að vera. Usss..

Eitt magnað! Sonja er komin með blogg-síðu. Þá er um að gera að bæta henni á "fame-listann" hjá mér. Kíkið endilega á hana. Hún hefur örugglega eitthvað sniðugt að segja...og hefur alltaf síðasta orðið!
Sonja, þú ert frábær!

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

YESSSS!!!!!
Ég fékk smá yakk!! tilfinningu í dag. Málið var þegar ég kom úr skólanum í dag, þá tók á móti mér ló-herliðið úr herberginu! Ég opnaði hurðina og þá fauk upp af gólfinu á móti mér allt þetta ló sem hefur safnast upp í langan tíma. Ég hef ekki gefið mér tíma til að þrífa í herberginu í langan tíma. Lærdómur og vinna og að vera móðir hefur verið í efstu sætunum. Einnig hefur þvottur safnast upp í langan tíma, sérstaklega af Herði Gunnari. Hann skítur út fötin sín á hverjum degi. Og ég sem á ekki mikið af flíkum er búin að ganga öll fötin mín skítug og núna er ég bara í léttum sumarfötum. Þannig að ég skellti í vél í dag...gott mál.

Ég er samt ekki í miklu lærdómsstuði núna. Ég leyfði mér að hvíla mig aðeins í dag og ryksuga og það... Núna er ég bara svona aðeins í hvíld af því að ég ætla að taka helgina með trompi. Ég ætla upp í Borgarnes snemma á morgun og fara svo á bókasafnið og loka mig inni í lesstofu. Og svo auðvitað vinna á klettinum...
Sveitin er alltaf söm við sig. Það er alltaf sama liðið hangandi á kantinum við barinn. Gvuð hvað ég er feginn að vera ekki búsett í Borgarnesi lengur...dapurt...

miðvikudagur, nóvember 20, 2002

Ég er risin upp úr bókum. Ég er hætt að læra núna fram yfir miðnætti. Ég kláraði líka heimadæmin fyrir tíman á morgun.
Ég er búin að vera að hagræða sólarhringnum núna eftir að Morgan fór. Málið var að hann var alltaf búinn að vinna svo seint. Í fyrsta lagi 10 á kvöldin, en það var sjaldan. Oftast var það nú 11 eða 12 á kvöldin. Yfir miðnætti um helgar. Þannig að við fórum aldrei beint að sofa. Við þurftum að "ketchup" daginn. Það var kanski farið að sofa klukkan 3 um nóttina!
Ég var líka dauðans þreytt í skólanum alltaf. Gat aldrei neitt nema geispað. Humm... ekki góð áhrif þessir kærastar...nene. Við vildum bara eiga eins mikinn tíma saman og við gátum. Sérstaklega rétt áður en hann fór út til Sviss.

Jamm. Best að fara að sofa.
Mikið rosalega er nú gott að drekka kamillu te...
Dapurt Dapurt...ég get ekki hætt að hugsa um það!

Anyways þá er það bara efnafræði og líffærafræði sem fangar hjarta mitt þessa stundina. Hörður Gunnar fær rétt svo að borða og knús fyrir svefninn. Ég gaf mér þó tíma til að elda mexikóskan jukk-mat og það vakti lukku á heimilinu. Einnig bjó ég til uppáhaldið mitt. Avocado sósu a la Dúdda. Yummmííííí...mjög gott að eiga afganginn á ristað brauð. Ljúffengt!!!

Annars er lítið að segja í dag. Bara það að bloggið hans bibba fær mig alltaf til að brosa. Nú svo náttúrulega bréfið frá Morgan í dag, úffff...það var svo fallegt. Nú svo gekk mér vel í skólanum í dag. Þó svo að það hafi verið langur leiðinlegur dagur. Miðvikudagarnir eru alltaf verstir.
Ég fór upp í Kringlu og beint í uppáhaldsbúðina mína þar, Lush! Þar keypti ég mér tvær Karma-baðbombur, eitt stykki Karma-sápu og eitt slakandi freyðibað með Patchouli ilmi og Sandalwood...Um að gera að ná góðri slökun á kvöldin í baðinu eftir erfiðan heimalærdóm allan daginn.

Jahh! Nú er best að farað ganga frá í eldhúsinu og halda svo áfram í chemistry. Sprell!!! ....not!

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Þetta var soldið súr biti í dag...
...ég fór niður á Laugarveg í dag um 12:45 til þess að kaupa mér miða á Nick Cave tónleikana. Særún var komin í röðina og ég hitti hana þar. Miðasalan opnaði kl. 13:00. Við stóðum þarna og spjölluðum létt saman. Veðrið var ágætt og síðar kom Katla vinkona hennar Særúnar líka í röðina. Hún var veik, með gubbupest eða eitthvað. Hún lét sig nú samt hafa það og kom í röðina. En halló, halló...haldiði ekki að það hafi verið hrópað UPPSELT þegar við stóðum rétt við dyrnar á Japís!!! Og það er ekki eins og við höfum verið aftarlega í röðinni, alls ekki. Hvað, voru seldir miðar fyrir fimm manns eða hvað!?!? Hversu margar íslenskar "stórstjörnur" létu taka frá fyrir sig miða eða "höðu sambönd"?!?!
Mér fannst þetta mjög súr og leiðinlegur, ílla meltandi biti!
En...þeir sögðu að það yrðu mjög líklega tónleikar kvöldið eftir og það yrði auglýst síðar í vikunni. En það er þó ekki 100%...
Baaahhh :(

En, ég átti þó ágætis stund með Særúnu í dag. Við ræddum um karlmenn, útsölur, tónlist, gamalt menntaskóla sprell og lög svo eitthvað sé nefnt. Við fórum á Svartakaffi og fengum okkur ljúffenga brauðsúpu. Smá sárabót.

Fékk þó helv.. háan símareikning...

Og ekkert bréf frá Morgan í dag...

Æji, það er best að ég þegi og haldi bara áfram að læra!

Úúú...Björk í nærmynd á sunnudaginn kl 21:55 í Sjónvarpinu!

mánudagur, nóvember 18, 2002

By the way...hann Bibbi er svo skemmtilegur penni! Endilega ef þið viljið hlæja aðeins þá skuluð þið fylgjast með pistlunum hans. Hann kemur manni alltaf til að brosa. Hann skrifaði allavega pistilinn um mig í útskriftarblaðið þegar ég útskrifaðist. Það var skemmtilega grófur texti sem ég varð aðeins að breyta í ritskoðuninni svo ég myndi ekki fá kennarana brjálaða í mig. Hvernig var þetta...Dúdda og Úrsúla eru búnar að grafa stríðsöxina...Dúdda þarf ekki að sitja undir kúlnahríð hjá honum Steingrími lengur...
Ég þarf að finna þennan texta og setja hann hérna á bloggið mitt.
Bibbi, þú ert snillingur!
sprell sprell.. mikið að gerast þessa dagana...

Ég sit uppí gestarúminu heima hjá mömmu og pabba og Hörður Gunnar liggur hrjótandi hérna við hliðina á mér. Jább, við erum ennþá í Borgarnesi sem þýðir það að við vöknum hér á mánudagsmorgun.
Ég var að vinna eins og mófó á Búðarkletti um helgina. Einnig reyndi ég að læra líka, en það tókst ekki nema í dag. Ég sat inni í bílskúr og lærði í allan fokkings dag og ég er komin með gigt eftir daginn. Þó sérstaklega í úlnliðinn þar sem að ég hlýt að hafa glósað einhverjar 50-100 blaðsíður skriflega í anatomíunni.
Það er fínt á sitja inni í bílskúr. Ég hef þarna stórt og fínt borð og stóla sem eru nýtt til sumars úti á palli en geymd inni í bílskúr á veturna. Hlýtt og enginn hávaði. Nema náttúrulega í rokinu úti en það er ekkert áreiti.
Rokið já, það er líka ein af ástæðunum fyrir því að ég fór ekki til Reykjavíkur í kvöld OG mamma eldaði kjötsúpu. NAMMI, uppáhaldsmaturinn minn!
Sonja leit líka aðeins við hérna áðan. Ekki oft sem maður sér hana núna. Reyndar er hún að vinna út þennan mánuð í Hreðavatnsskála og svo kemur hún til höfuðborgar lýðveldisins í desember. Kúl, þá getur hún leikið við mig eftir áramót.
Jæja, það er víst byrjað að selja miða á Nick Cave tónleikana. Eins gott að drífa sig í að tryggja sér miða. Ég get líklegast ekki keypt miða fyrr en á þriðjudaginn. Er kanski byrjað að selja þá núna?? Veit allavega að þeir eru seldir í Japís.
Nú svo fer að líða að því líka að diskurinn með Worm Is Green verður gefinn út...um mánaðarmótin...og þá verða haldnir einhverjir tónleikar. Vonandi truflar það ekki prófin mín. Fyrsta prófið mitt er 3. des. Efnafræði takk fyrir. Svo er það líffærafræðin 6. des. Brrrrr...mig farið að kvíða fyrir. Samt eins og í kvöld. Ég lærði svo roooooosalega í líffærafræðinni að ég var farin að rumsa upp heilu latnesku nöfnin án þess að líta á mynd, hvað þá blað...þetta er allt að festast saman í heilanum, smátt og smátt.
Og svo er þetta líka pínu skemmtilegt :)
Jæja...ég er farin að sjá hyllingar af þreytu, best að farað lúlla.
Gute Nacht

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Búhúú again...
Er þetta vitleysa í mér? Já örugglega. Ég heyri ekki í Morgan í einn dag og ég naga á mér allar neglurnar.

Það eru tvær vikur eftir af skólanum, tvær! Og svo er bara að læra og læra fyrir prófin. Ætli ég verði sljó og bloggi bara þegar ég á að vera að læra? Það er alveg líklegt, allavega miðað við mitt andlega ástand í dag.
Samt, það er auðveldara að vakna á morgnana núna þegar ég er bara ein í köldu rúminu. Maður rýkur strax upp. Ekkert að nudda sér upp við hlýjan líkaman við hliðin á sér...búhúú..
Hörður Gunnar fór með mömmu og pabba upp í Borgarnesi í dag. Það er frí í leikskólanum á morgun og ég verð semsé extra einmanna í herberginu í nótt! Búhúú..
Vorkennið þið mér ekki? Nei, nei. Ég er í góðu lagi. Það styttist í jólin og þá fer ég út og húllúmhæ. Prófin verða búin og bara afslappelse. Fara svo bara að vinna, ef ég kemst ekki á næstu önn, og lifa rólegu, áhyggjulausu lífi. Ekki læra heima.
Ég held að ég hafi ekki tekið mér nógu langt frí frá skóla eftir fjölbraut. Ég var helv... lengi þar. Humm...ég byrjaði haustið 1994 í framhaldsskóla og kláraði stúdentinn í febrúar 2001. Það er helv... löng skólaganga. Þar sem að ég tók mér ekkert ársleyfi eða neitt svoleiðis. Ég var reyndar utanskóla eina önn, en hætti, þannig að ein önn er mínus frá þessum ferli, sem er ekki mikið.
Ég var bara að skrópa, lærði aldrei heima, varð ófrísk, var of mikið í félagslífi, var þunglynd, lenti í tveim verkföllum, rútuslysi, humm..hvað meira..peningalítil...búfokkinghú! Auma ég.
Reyndar var ég búin að snúa við blaðinu síðustu annirnar mínar, eftir að ég varð móðir. Þá setti ég smá drifkraft í skólagönguna og kláraði blessað námið, með heimalærdómi og engu skrópi. HA! Ég gat það alveg!
En ég var líka búin að fá mig alveg fullsadda af skólagöngu þegar ég útskrifaðist. Kanski hefði ég átt að taka mér aðeins lengra frí, eða hvað? Ég er kanski ekki bara þessa skólastúlka. Kann ekki að læra, skipuleggja mig og allt það. Ég er kanski best geymd í þjónustubransanum, hvort sem það er á bar eða veitingahúsi eða hóteli...hef alltaf virkað vel þar.
Ég átti mér líka lengi draum um að verða flugfreyja, ferðast um löndin og svona. En það er frekar erfitt með barn eða fjölskyldu yfir höfuðið. Vinnutíminn er ekki beint skipulagður eða reglulegur meina ég. Svo voru líka alltof mikið af fyrrverandi fegurðardrottningarstúlkum sem fóru í flugfreyjuna og það er ekki alveg mín ímynd.

Hmmm... hvaða útrás er þetta nú? Kanski er þetta kvíðinn á leiðinni og tími til að leita sér læknishjálpar... Achhh! Ég er farin að sofa og hætta að vorkenna mér, alein...

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Dagana 20. til 27. desember mun ég vera stödd í fjallaþorpinu Champery í Sviss.
Ég er búin að bíta þetta í mig!

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Búhúú...Morgan er farinn. Hann hringdi í mig rétt áðan á flugvellinum í Englandi og þar var hann að bíða eftir fluginu til Sviss, sem seinkaði um klukkutíma. Þetta er helv.. langt ferðalag fyrir hann. Hann vaknaði upp klukkan 6 í morgun og verður líklegast komin um ellefu-tólf til fjallaþorpsins í ölpunum. Hann virkaði allavega mjööög þreyttur í símann.
Ég viðurkenni það að ég felldi þó nokkur tár á leiðinn heim frá Keflavík. En ég var ekki sú eina sem grét. Hörður Gunnar sat aftur í og vældi næstum alla leiðina.. "Ég vill fara með Morgan, Morgan má ekki fara.." Sætt, ekki satt? :)
En það er nefnilega eitt sem ég þarf að farað gera núna, það er að panta ferð til Sviss um jólin. Jamm. Ég og Hörður ætlum að heimsækja hann í viku um jólin. Þannig að það er nú ekki svo langt þangað til ég hitti hann.

Nú fer að styttast í male-idol-ið mitt...

mánudagur, nóvember 11, 2002

Enn einn gleðibloggarinn bætist í hópinn. Bibbi bumba er staddur í Skotlandi og þarf að tjá sig fyrir vini og vandamenn. Hann fær að vera á "fame"-listanum mínum. Til hamingju með það Bjarni...

Annars átti ég mjög fullan laugardag! Það var semsé smá kveðjupartý fyrir Morgan og nokkrir góðir kunningjar komu í heimsókn til að hugga mig.
Ég var nú samt mjög hress og ekkert að reyna að vera þunglynd útí horni, heldur glampandi fín með IKEA jólaljósaseríur. Við vorum lengi bara þrjú, ég, Morgan og Berglind að staupa í okkur hina ýmsu skrítnu kokteila. Þegar fyrstu gestirnir komu, sem voru Sigrún og Ívar (þau eru best), vorum við orðin ágætlega hífuð...svona rétt fyrir klukkan tíu. Ég man bara að ég varð fljótt hyper-active með skemmtiatriðið í eldhúsinu og galdra. Síðan var sungið og dansað og DJ Dúdda var mætt á svæðið.
Einhverntíman um 2 leytið var ákveðið að fara niður í bæ...Humm...við fórum á Sportkaffi og drukkum meira og meira og dönsuðum meira... þangað til Dúdda litla fór og kastaði upp...mikið...of margir kokteilar...
Við Morgan fórum heim um 3 leitið..stutt stopp í bænum. Við keyptum okkur pizzu í pizzaturninum áður en við fórum heim, en ég borðaði ekki mikið af henni þar sem að matarlystin var frekar lítið og allt hringsnérist fyrir framan mig. Við lögðumst upp í sófa og byrjuðum að horfa á einhverja bíómynd...
Daginn eftir, um 12 leytið, vekur Morgan mig ljúflega og spyr mig afhverju ég sé liggjandi á gólfinu??? Þá höfðum við sofnað inni í stofu, liggjandi uppí sófa. Ég hafði greinilega dottið á gólfið, vafin í teppi. Morgan vaknaði og tók eftir því að hann lá í fötunum sínum uppí sófa og hélt að við hefðum verið að rífast eða eitthvað. Þá sá hann teppið á gólfinu og ætlaði að sofa bara áfram með teppið. En þá lá einhver þarna...ég!?!
Ég hafði ekki hugmynd um það afhverju ég lá á gólfinu, en eftir að ég vaknaði fékk ég svo mikið hláturkast að ég ætlaði ekki að geta sofnað aftur eftir að ég færði mig upp í rúm!

Já... þetta var fyndið. Ég er samt hress í dag, en ég efast um að ég geti drukkið kokteila aftur. Ever!
Takk góðu vinir fyrir komuna og góða skapið.
Þetta gladdi Morgan allavega og þetta var í rauninni partýið hans :)

Á morgun leggjum við af stað kl. sex í fyrramálið á Keflavíkurvöll. Þá munu tár falla...

föstudagur, nóvember 08, 2002

Ójá, ég ætlaði auðvitað að lýsa yfir gleði minni að Nick Cave skuli vera að koma til landsins.
Ég man bara að þegar ég sá hann og The Bad Seeds á hróarskeldu 2001, þá var ég með strútspínu og hroll niður hrygginn alla tónleikana og bros út að eyrum...
Hlakkar svo til!!!
Ég varð að taka eitt svona fáránlegt próf, kossapróf. Ég vissi ekki að ég væri svona rosalega góð kossageit...
(Morgan kallar mig oft geit, ég á það til að stanga hann harkalega með höfðinu þegar ég ætla að kyssa hann)

juicy kisserYou Are A Juicy Kisser!


Your lips are totally kissable baby, and you know how to use them.

You are the perfect kisser - with the right combo of lips and tongue.

It's important to flaunt it, so kiss early and often on dates!
How Do *You* Kiss?

More Great Quizzes from Quiz Diva

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Ég bætti honum Einsa inn á bloggið mitt núna. Bæði af því að hann setti link á mína síðu frá sinni og líka út af því að hann er barasta helv.. skemmtilegur penni!
Skilgreiningin á ástandi hans í dag er skemmtileg. Einar minn, þú ert ágætur!

miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Hó hó, ég er risin upp úr veikindum. Það er reyndar soldið síðan, en ég var helv... slöpp alveg í heillangan tíma. Úff, það er langt síðan ég hef verið svona veik í mallanum.

Ég fór í skemmtilegt Halloween partý um helgina. Ég klæddi mig upp í pakistanska punjabinn minn og setti á mig svörtu hárkolluna og rauðan blett á mitt ennið. Þar var svo fullt af flottum búningum í partýinu, sérstaklega gestgjafarnir, rússnesk hjúkrunarkona með blóðslettur á pínulitla hjúkkubúningnum og risastóra sprautu fulla af Stroh rommi (80%), sem hún bauð öllum gestum uppá. Svo var maðurinn hennar mormóni, labbandi um með biblíuna í svörtum buxum og hvítri skyrtu og axlabönd. "Jesús vill tala við þig"...
Morgan var að vinna til rúmlega tólf, en þegar hann hringdi þá tókst mér að sannfæra hann um að koma með mér aftur í partýið eftir að ég sótti hann. Við fórum heim og fundum á hann búning, sem var hjúkkubúningur og ljósa hárkollu, en sú var sænsk en ekki rússnesk og hét Inga. Rallalrallarææjjj....skrall niðrí bæ!

Búhúúú....Morgan fer eftir helgi... *snökt*
Eftir að hann fer ætla ég að gerast moldvarpa. Ég fer bara út til að fara í skólan og leikskólan, út í búð til að kaupa nauðsynjar og helst ekki meira. Svo verð ég heima að læra öll kvöld og fer aldrei út að djamma um helgar. Ég ætla að spara pening og borða sem minnst. Hörður Gunnar fær alltaf nóg af mat í leikskólanum þannig að hann þarf ekki mikið á kvöldin eftir að hann kemur heim. Já. Ég ætla að gerast moldvarpa þangað til prófin eru búin...

Humm...ég var að fá undarlegt símtal...Ég var beðin um að taka frá þriðjudagskvöld fyrir fund. Fundur um einhverja vinnu, sem er unnin heima og peningar fást fyrir...Sándar vel fyrir fátæka námsmanninn, en þorir maður að fara í eitthvað svona. Ég náttúrulega get ákveðið það eftir þennan fund, þá ætti ég að vita eitthvað um þetta. En ef það er eitthvað, þá er ég ekki fégráðug manneskja og geri ekki hvað sem er fyrir peningana!

ójá...

miðvikudagur, október 30, 2002

Talandi um að detta niður dauð á eftir!

Ég er aumingi aumingjana núna, með hrikalegan niðurgang og gubbupest frá helvíti!
Ég get rétt svo setið uppi núna af því að ég er nýbúin að æla.
Annars hef ég legið í allt kvöld veltandi um í rúminu í fósturstellingunni og hlaupandi á klósettið af og til.
öööö......mér líður ílla í mallanum....
:$
Hann á afmæli í dag....Hann á afmæli hann Hörður Gunnar...Hann er þriggja ára í dag!!!

Morgan var svo sniðugur að baka stóra súkkulaðitertu í gærkvöldi og skreyta hana með stórum þristi (3) og þrem kertum. Síðan vöknuðum við klukkan sjö í morgun og náðum í kökuna, kveiktum á kertunum og fórum inní herbergi syngjandi afmælissöngin fyrir guttan. Hann vaknaði, nuddaði stýrurnar úr skökkum augunum og sagði...ég á afmæli í dag og hefur verið eins og biluð plata síðan, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag....
Við gáfum honum feitan súkkulaðikökubita og mjólkurglas klukkan rúmlega sjö og hann var eitt stórt bros. Ohh...hann Morgan er svo sniðugur!

Sigrún og Ívar komu í heimsókn í gær :) Það var gaman að sjá þau, sérstaklega því að langt er síðan við sáum síðast og sprelluðum yfir snakki! Hún Sigrún kom með þessa FÍNU lopapeysu, bláa á litin, hneppt með silfurhnöppum, alveg eins og mér hefur alltaf langað í! Vildi óska að ég kynni að prjóna svona... Sigrún, mundu bara að rukka mig eftir mánaðamót! Já þau voru hress. Ég var með skemmtiatriði a la Ace Ventura (klikkar ekki þegar Sigrún er nálægt) og saltstengur og pepsi. Ljómandi fínt!

Ég er að hugleiða það að vera í Sviss um jólin og taka Hörð Gunnar með mér. Ég er líka búin að gera plan uppá framtíðina. Ef ég kemst ekki áfram á næstu önn í hjúkrun, þá ætla ég að vinna á einhverju elliheimili eða spítala eða við einhverja umönnun þangað til næsta vetur. Þá annaðhvort fer ég aftur í hjúkkuna hérna eða þá að ég flyt erlendis og fer í hjúkkunám eða eitthvað annað nám (ef ég finn eitthvað meira spennandi). Mér líður betur þegar ég veit aðeins hvernig vegurinn er framávið...ekki kvíðatilfinning...

Ég meira að segja er ekki þreytt, þrátt fyrir að hafa sofið í kanski 2-3 tíma í nótt. Ég er hinsvegar með námsbækur uppi, full af orku!
Svo dett ég örugglega dauð niður á eftir...

sunnudagur, október 27, 2002

Komiði blessuð og sæl elskurnar mínar!

Ég átti MEST kósý kvöld í gærkvöldi. Ég fór ekki út á þetta vanabundna djamm eins og alltaf um helgar, heldur hélt ég mig heima með rauðvínsflösku, góða bíómynd, kertaljós og ristaðbrauð og snitterí...og auðvitað kærastan minn :)
Ójá, mér líður ágætlega núna og get ekki kvartað. Þetta var svona "við erum ein heima" fílíngur eins og maður upplifaði stundum í foreldra húsum. Gaman af því!
Ég fór líka í heimsókn til Særúnar pæju á föstudaginn. Við spjölluðum saman og skoðuðum myndir hjá hvorri annarri, rifjuðum upp gamla MA tíma og svoleiðis. Og svo þurfti ég aðeins að hella úr vorkunnsskálum mínum, en það lagaðist. Hún gaf mér vínarbrauð og kaffi og lánaði mér líka DVD myndir til að glápa á í vonleysisköstunum. En það var nú ekki í vonleysiskasti sem ég horfði á myndina í gær. Ég var ánægð, hamingjusöm og er það enn! Ekkert vonleysi. Ég meira að segja var að læra í gær, með slökkt á sjónvarpinu, borðaði grjónagraut, á laugardagskvöldi! Magnað...

Það er gott þegar það birtir til inn á milli í lífi manns. Það sé ekki bara alltaf sama þunga skammdegið. Þess vegna hef ég alltaf getað komið mér á rétt ról eftir vont ról. Ég næ alltaf að tosa mig uppúr þessari svörtu holu sem ég virðist alltaf detta í af og til.
Úff...nóg af þessu bulli, bara the bottom line is: Mér líður vel!
:)

laugardagur, október 26, 2002

En núna þýðir ekki að sprella meira á netinu. Ég verð að fara yfir vessakerfið, ég missti alveg af þeim kafla þegar ég var veik heima einn dag. Úff..hvað er ég að gera, þetta er svo rooooosalega mikið efni í líffærafræðinni að ég fyllist alltaf meira og meira vonleysi við að sjá fleiri og flóknari kafla... Humm! Það kemur í ljós hver niðurstaðan verður úr þessu námi. Bara helv... súrt að maður fær ekki að vita einkannir og hvort maður hafi komist áfram í clausus fyrr en í janúar! Þannig að þá verður maður gjörrrusvovel að redda sér öðru hobbíi. Mig dauðlangar að fara bara í jazz-söngnám, en hvaða framtíð er í því??? Allt sem ég hef áhuga á er eitthvað sem hefur ekki mikið uppá að bjóða í framtíðinni. Fúlt, súrt, klúrt!

By the way...mér líður ekki ílla í dag, mér líður vel bara :)
Vog - Félagsmálamaður og diplómat sem vill bæta heiminn

Vogin er félagslynd og hugmyndarík. Hún er jákvæð og vingjarnleg og iðulega kurteis, ljúf og þægi-leg í umgengni, enda leggur hún áherslu á samvinnu. Hún er oft ágætur diplómat eða sáttasemjari. Vogin vill vega og meta og sjá fleiri en eina hlið á hverju máli. Hún er því oft sanngjörn og víðsýn, en er stundum lengi að taka ákvörðun og á því til að vera óákveðin. Þegar hún er hins vegar búin að ákveða sig er hún föst fyrir og ósveigjanleg. Sumar Vogir eru ráðríkar, en nota þá bros og rökræðu til að sannfæra aðra um réttmæti skoðana sinna (hin ljúfa frekja). Vogin er oft listræn eða leggur a.m.k. áherslu á að hafa fegurð í umhverfi sínu. Henni fellur illa við grófleika og ósamræmi. Einkennandi fyrir Vogina er sterk réttlætiskennd og það er helst að hún reiðist þegar hún sér aðra beitta órétti. Hún stendur því oft framarlega í baráttu fyrir réttlætismálum. Voginni fellur best að fást við huglæga vinnu og hefur hæfileika til að taka frumkvæði á félagslegum sviðum og láta samvinnu ganga vel.

...þetta á ágætlega við mig...

föstudagur, október 25, 2002

Ótrúlegt hvað dagarnir geta verið misjafnir. Ég stekk úr blissandi hamingju niður í svartasta og djúpasta þunglyndi...
Onei...mér líður ekki vel í dag :(

fimmtudagur, október 24, 2002

Kúkalabbi og skeina!

Ég þoli ekki mitt núverandi ástand. Ég er Blönk! og ég nenni aldrei að læra, ég er ennþá með bólur á andlitinu og ég bíð bara eftir því að leggjast inná KLEPP!
Mig vantar að tala við Sigrúnu....heyrir þú í mér?!

Annars er alltaf nóg að gera. Ég er boðin í partý, eins og venjulega, um helgina heima hjá Árna Teit. SkYlDuMæTiNg þar sem að hann Gvendur verður kominn til landsins og feiki mikið fjör í gangi þar þá. Ég hef ekki hitt Gvend síðan í sumar einhverntímann... það er sko sprellari af Guðs náð!

Afi minn á Akureyri hefði átt afmæli í gær ef hann hefði verið á lífi. Blessuð sé minning hans. Mér gekk meira að segja rosalega vel í efnafræðinni í gær. Hann afi var örugglega hjá mér og hjálpa mér, hann var nú einu sinni tannlæknir og ætti að kunna eitthvað í efnafræðinni :)

Annars átti ég ljúft kvöld í gærkvöldi. Morgan pantaði borð fyrir okkur á Sommelier vegna þess að við gerðum ekkert sérstakt á afmælisdögunum okkar. Við fengum fimm rétta máltíð með vínsmökkun og fræðslu með hverjum rétti. Rooooooooooosaaaaleeeegaaaa gott! Mæli sterklega með þessum stað, reyndar einn dýrasti staðurinn á landinu, en hann er peninganna virði! Ég fann hvernig vínið passaði alltaf með hverjum rétti, fullkomlega. Sævar, sem er besti sommelier Íslands, var að fræða okkur um vínið. Besti matur og besti staður sem ég hef upplifað.

Svo er ég búin að vera heima í allan dag með strákinn. Hörður Gunnar hóstaði svo rosalega í alla nótt og svo kvartaði hann yfir magaverk og drullaði þokkalega í þokkabót. Svo sat hann og horfði á Ace Ventura svona 10 sinnum í dag! Hann situr stjarfur allan tíman fyrir framan skjáinn, ótrúlega fyndið...Jim Carrey er heldur ekki venjulegur maður! En guttinn er ekki óhress lengur. Hann hoppar út um allt og er syngjandi á fullu. Hann fer beinustu leið í leikskólan á morgun.

Ég ætla að kíkja í heimsókn til Særúnar á morgun. Hún á eftir að sýna mér allar þessar 70-80 myndir sem hún tók í parýinu sínu um daginn. Fróðlegt að sjá... Það var svo gaman að hitta hana og Helgu eftir öll þessi ár. Við vorum like this!!! (vafnir fingur)
Æj...ég keypti mér vorkunnsemis gotterí. Ég ætla að fá mér royal súkkulaðibúðing núna.
Ble.

mánudagur, október 21, 2002

Ójá...Til hamingju með afmælið Axel!
Frunsa, bólur, hálsbólga og blæðingar....svona líður mér í dag.

Ég átti ósköp venjulegan dag á laugardaginn, afmælisdaginn minn. Ekkert sérstakt gerðist. Morgan var að vinna.
Reyndar kvöldið áður átti Morgan afmæli (þann 18. okt.) og hann var líka að vinna þá. En hann kom heim úr vinnunni um miðnætti og þá var ég búin að þrífa allt heima voða fínt og baka gulrótarköku og sitja 24+4 kerti á kökuna. Svo áttum við bæði afmæli og fögnuðum því með smá bjór. Horfðum á sjónvarp og fórum svo að sofa því Morgan þurfti að fara að vinna klukkan ellefu daginn eftir.
Á laugardaginn skrapp ég uppí Borgarnes og mamma og pabbi gáfu mér brauðrist. Síðan fór ég aftur suður og Jóhann bróðir kom með mér. Ég skellti mér síðan á tónleika í laugardalshöllinni um kvöldið með Árna Teit, Lísu og Gumma. Það voru allt í lagi, en samt langir og þreyttir tónleikar... Ég nennti ekki að vera þarna til þrjú þannig að ég fór niður í bæ um eitt-hálf tvö og hitti þar Morgan og vinnufélaga hans. Þeir voru hressir og kátir en ég var edrú og þreytt. Það leið samt ekki á löngu þar til ég var alveg á eyrnasneplunum því þeir buðu mér endalaust í glas. Ég var alltaf með svona 3 til 4 glös fyrir framan mig! Kokkar og þjónar þurfa alltaf að prófa sig áfram í kokteilum og drykkjum...
Við enduðum heima klukkan eitthvað (ég hafði ekkert tímaskyn) og við tókum pizzur með okkur úr pizzaturninum niðrí bæ heim. Síðan horfðum við aðeins á Ace Ventura 2 og hlógum mikið. En svo vaknaði ég daginn eftir með mestu þynnku í heimi...skjálfandi, rauðbólgin í framan og með höfuðverk dauðans!
En það var samt mjög gaman þarna um kvöldið, ég var allavega sprellihress. Ég var sko næstum farin heim að sofa eftir tónleikana í höllinni, ég var svo þreytt.

Núna var ég heima því ég var algjört hræ þegar ég vaknaði í morgun. Fór með Hörð í leikskólan en snéri svo við og fór aftur upp í rúm með hor í nefi.
Sonja kom í gær og eldaði góðan mat til heiðurs mér. Það var ljúft. Við sprelluðum mikið og hlógum mikið. Alltaf fjör þegar Sonja er nálægt, aldrei lognmolla. Takk Sonja.
Núna er ég aðeins að hressast og ég held ég fari bara í skólan á morgun. Ég verð samt að vera hress á miðvikudaginn. Morgan ætlar að gefa mér flotta máltíð og vínsmökkun á Sommelier á miðvikudagskvöldið í afmælisgjöf! Hlakkar til.... Ég gaf honum bara lásí gulrótarköku og egils gull í afmælisgjöf..en hann sagði að þetta hafi verið besta afmæli sem hann hefði upplifað í langan tíma! :)

Úfff...en nú þarf ég að læra! Humm..ætli námið komi ekki skrautlega út hjá mér í prófunum...

þriðjudagur, október 08, 2002

Hvítlaukur!!!

Ég og Berglind erum búnar að vera latar í dag. Sofa, stara í loftið og kaupa ömmupizzu og hituðum í ofninum. Ég afrekaði samt að búa til helv...fína hvítlauksolíu og núna er þó nokkuð mikill fnykur af hvítlauk í loftinu. Vonandi líður ekki yfir Morgan þegar hann hittir okkur seinna í kvöld...

Hörður Gunnar þessi elska er búin að vera rosalega duglegur í dag. Bleyjulaus! Ég er búin að vera að láta hann striplast um á nærbuxum eftir að hann kemur heim úr leikskólanum. Það er búið að pissa í sófan, á gólfið, í rúmið, í buxurnar og fleira...skúra hér og skrúbba þar. En í dag! Hann er búinn að hlaupa sjálfur á klósettið, tvisvar og pissaði sjálfur! Mjög fyndið þar sem að hann nær rétt svo yfir setuna :) Ekkert í buxurnar og ekkert á gólfið.

Iceland Airwaves nálgast. Worm is Green verður að spila í Iðnó á fimmtudagskvöldinu 17. október klukkan 21:30 minnir mig, (bandið sem ég er í...). Annars er hægt að skoða þetta allt saman á Airwaves linknum mínum. Allir að mæta! Svo erum við búin að vera að taka upp plötu sem kemur út fyrir jól, við verðum semsé í jólaflóðinu...fyndið.
Já, það er gaman af þessu.
Svo er verið að gæla við það að halda afmælispartý þessa airwaves-helgi þar sem að ég á afmæli 19. október og Morgan á afmæli 18. október. Allir að hafa það í huga...ef einhver les þetta..hehe... :)

Jæja, ég ætla að skella mér í notalegt heitt bað þar sem að ég er að drepast í baki og vöðvabólguveseni. Kanski ég ætti að reyna að gera eitthvað við þessum hvítlauksandardrætti...gott te eða bursta tennurnar í klukkutíma og fá mér hálsbrjóstsykur.
Svo er það "Eins og skepnan deyr" á stöð tvö á eftir! Hef ekki séð hana í mörg ár...man að hún var eitthvað spúkí...vúhúhúúú..

þriðjudagur, október 01, 2002

Fjallafenomenom, gef mér Fanta-Lemon!

...nú er ég komin með bakteríuna...
Ég var að koma heim úr skólanum, stuttur dagur, þriðjudagur.
Ég tók strætó heim eins fljótt og ég gat. Ég ætlaði að ná í bílinn minn hjá Sommelier eða Kaupfélaginu en ég fann hann ekki. Ég gat ekki leitað meir, ég var að DREPAST í maganum. Ég hljóp inn í næstu fimmu og settist í keng í næsta sæti. Svo klöngraði ég út úr strætónum þegar hann var kominn á langholtsveginn fyrir framan drekavog. Ég hljóp eins og Quasimodo heim og beint inná klósett....þar átti ég hræðilegar hægðir!!!!
Núna líður mér aðeins betur. Það er bara greinilega einhver helvítis magakveisa að ganga. Morgan er líka búinn að vera að kvarta, ælandi og læti. Eitt er víst að það verður ekki djammað næstu helgi! Hvíld og lærdómur!
Ég hélt ég ætti kók eða eitthvað til að róa litla magann minn í ískápnum, en það var því miður nokkurra daga gamalt og var ekki mjög bragðgott og lítið gos í því.

Annað mál...HALELLÚJA! Við fáum þvottavél á morgun!!! Loksins, loksins. Ég auglýsti eftir þvottavél og það hringdi maður í mig í gær. Hann sagðist vera fráskilinn og var búinn að búa einn í mörg ár og þvoði semsagt mjög lítið í sinni þvottavél. Síðan kynntist hann konu og þau fóru að búa saman og áttu því miður of mikið tvennt af öllu. Hann vildi semsé selja mér lítið notaða Siemens vel á 15.000 krónur! Sátt við það, hann ætlar meira að segja að koma með vélina hingað! Ég þarf ekki að sækja hana eða flytja hana sjálf! Magnað.

Æj..ég þarf að komast og ná í bílinn minn. Magaverkurinn er horfinn. Svo þarf ég að athuga bankamál! Þá kemur örugglega annar magaverkur...

föstudagur, september 27, 2002

Úfff..morð í Reykjavík og það rétt hjá leikskólanum hans Harðar Gunnars!

Velkomin í höfuðborg lýðveldisins Dúdda.
Annars verð ég nú að segja það að mér líður vel heima hjá mér. Mér finnst ég eiga heima í Reykjavík. Ég sem var alltaf svo "hrædd" við þessa borg og var alltaf viss um að ég myndi ekki tolla lengi hérna. En strax frá fyrsta degi leið mér vel og mér líður alltaf betur og betur. Líka með mitt eigið heimili og mínar ákvarðanir, ekki foreldra minna...
Þau eru nú ágæt greyin, mamma og pabbi, vilja alltaf taka Hörð núna um helgar, sakna hans svo mikið.

En Guð hvað ég er úldin eitthvað. Ég byrjaði full af orku í dag að læra. Ég var að lesa bók um siðfræði og varð síðan svo rosalega kalt að ég lagðist upp í rúm undir teppi með bókina. Allt í einu sofnaði ég í smá stund þangað til Hörður Gunnar vakti mig með leiðinlegu væli. Þá varð ég svo pirruð að ég varð fúl og svo hálfpartin þunglynd. Þá fór ég að hugsa um hvað Geir sleppur alltaf auðveldlega frá sínu föðurhlutverki.
Morgan er sko búin að taka við stóru hlutverki í lífi Harðar. Hörður er alltaf að kalla á hann og honum finnst alltaf svo gaman að vera með honum og leika við hann. Það finnst mér líka alveg frábært. En auðvitað er það sorglegt líka hvað Geir missir af miklu. Hann er að missa af uppeldi sem á eftir að hafa áhrif á Hörð það sem eftir er. Mótunarárin er í gangi hjá honum. Það er sorglegt ef hann vill ekkert vera hjá pabba sínum af því að hann þekkir hann svo lítið... skiljú?

Haldiði að Geir hafi ekki hringt akkúrat núna! Hann var að spekúlera hvort að ég væri eitthvað á leiðinni uppí Borgarnes um helgina. Ég sagðist KANSKI vera að fara á morgun, þá snemma, um 10 leytið. Þá spurði ég hann hvort hann gæti eitthvað verið með hann um helgina. Hann sagðist kanski geta verið með hann á morgun og svo skilað honum aftur um kvöldið. (Hann er sko að vinna á sjónum alla helgina, alla daga, lítið líf í gangi þarna). Ég hugsaði bara að það væri lítið sem ekkert gagn. Bara þvælingur á stráknum sem hann hefur ekki gott af. Ef hann getur ekki verið með hann í þrjá daga, bara þrjá tíma, þá getur hann alveg sleppt þessu! Æji, ég er kanski að "over-reacta"....
Hann ætlaði allavega að hringja aftur í kvöld og ræða þetta betur. Kanski getur hann reddað pössun.

Ég get ekki reddað pössun þessa helgi. Það er búið að bjóða mér í gæsapartý og svo þarf ég líka að læra mikið. Það er vont að læra með vælandi krakka við hliðina á sér (hann er nú samt ekkert alltaf vælandi) eða þá það er líka leiðinlegt fyrir Hörð að hanga inní í marga tíma og gera ekki neitt meðan mamman er að læra á fullu og ignorar hann. Svona er þetta nú. Mamma og pabbi hefðu nú passað fyrir (ekkert mál, þau eru alltaf til í það) en þau voru bara að fara norður til Akureyrar um helgina. Þannig að...hummm.

Annars datt mér annað í hug. Martha smarta litla frænka mín. Hún er alltaf til í að passa. Kanski ég ætti að hringja í hana og spyrja hana hvort hún gæti verið með strákinn á morgun og sunnudaginn. Veit ekki...kemur í ljós...

Jæja. Hörður Gunnar er búin að þvo rassafýluna af sér í baðinu. Best að taka hann upp úr og fara svo og borða eitthvað.

mánudagur, september 23, 2002

Hæ aftur!

Það mætti alveg segja að ég sé í leyfi frá bloggi núna þessa dagana. Ekki er hægt að hangsa mikið hér, en núna hef ég smá tíma þar sem að ég er að reyna að hlaða inn einhverju drasli í tölvuna mína svo að ég geti náð í glósurnar mínar á netinu.
Ég er líka búin að vera voða bissí síðustu viku útaf leikskólaaðlögun Harðars. Hann byrjaði í síðustu viku og er núna sem betur fer komin á fullt. Ég hinsvegar þurfti að sleppa síðustu viku í skólanum þar sem ég þurfti að vera viðstödd í leikskólanum og svo vorum við þar í stuttan tíma og þá hafði ég engan til að passa fyrir mig á meðan og vesen og svo framvegis...
En ég lærði þó aðeins heima og fékk ekki mikið samviskubit, bara smá... Hinsvegar fór ég í skólan í morgun og mér sýndist það vera fækkun í hópnum...eða? Allavega voru mörg laus sæti miðað við síðast þegar ég var í tíma. Það er ágætt. Því færri sem eru í hópnum, því meiri líkur eru á því að ég komist áfram á næstu önn!
Morgan fékk vinnu á Sommelier þessa fáu daga sem hann verður hérna á landinu þangað til hann fer til Sviss. Fínn staður, einn af topp-veitingastöðum landsins. Hann var að deyja úr eirðarleysi hérna áður en hann fékk vinnuna.
FOKKKKK!!!!
Það slitnaði sambandið sem þýðir það að ég missti allt sem var búið að hlaðast niður og núna nenni ég þessu ekki lengur! Verð bara að fara á bókasafnið og prenta þetta út þar!!! Fokk fokk fokk!!!
Jæja. Ég verð þá víst að hætta þessu hangsi og fara að læra.

Adios!

fimmtudagur, september 12, 2002

Það er komin helgi...eða svona næstum. Ég er ekki í skólanum á föstudögum en ætti samt að vakna snemma og fara að lesa. Það er mikið að gerast, mikill lestur, mikill fjöldi nema sem keppir um topp 65 sætin í hjúkrunarfræðinni. Allir eru baráttuglaðir og spyrja og forvitnast eins og þeir geta hjá kennaranum. Ég hef aldrei verið svona duglega að glósa áður! Það er svona, maður þroskast aðeins. Það er ekki eins leiðinlegt að læra efnafræði núna eins og það var þegar ég byrjaði í menntaskóla. Þá bölvaði maður því endalaust að þurfa að taka einn lúsaralegan efnafræði 103 á málabraut!!! "Ég á sko aldrei eftir að þurfa að nota þetta!!!" Hugsuðu margir...

Nú er annar tími. Ég fylgist með öllu af áhuga, fyndið, ég hef ekki fundið fyrir svona áhuga áður. En þó svo að ég sé alveg fullviss um það að komast áfram og vera sterkur nemandi, þá get ég ekki annað en reynt að finna mér eitthvað backup plan. Ég meina, ég verð að gera eitthvað af viti ef ég kemst ekki áfram næstu önn. Heimspekin heillar mig lúmskt, ótrúlegt en satt. Ég hélt actually að þetta myndi verða leiðinlegasta fagið. Heimspeki og siðfræði, það er spennó. Annars veit ég ekki. Þetta er voða gaman svona fyrstu vikurnar kanski og svo er ég alveg að fara að æla eftir nokkrar vikur...eða hvað?!

Á morgun verður dáltið að gera. Undirbúningur fyrir 25 ára brúðkaupsafmæli mömmu og pabba er í gangi. Veislan verður á laugardaginn. Verst að ég missi af giggi á laugardagskvöldið með Worm is Green. Hey! Við vorum að skrifa undir plötusamning í gær hjá Thule, víhííí fyrir okkur! En það verða fleiri gigg. Við verðum líklegast að spila á Nasa á Iceland Airwaves. Frakklandsferðinni var kansellað. Við vorum eiginlega bara fegin. Þetta var vond tímasetning fyrir okkur flest öll og svo var þetta allt frekar sheikí þar sem að allt var frekar óvíst og svona...Ég meina, þetta er í annað skipti sem þeir hætta við þetta, tveim vikum fyrir giggið!!

Jæja. Pítsa er á leiðinni. Letikvöld í Drekavogi.

föstudagur, september 06, 2002

Guðríður er risinn upp frá dauðum!!!

Vá maður. Ég er flutt suður. Ég er byrjuð í háskólanum. Ég er með stóra frunsu á vörinni út af kvíða og stressi. Í gær fékk ég mér símanúmer sem ég man ekki hvað er, en ég kemst allavega á netið. Víhaaa!!!
Já. Moggin er kominn. Ég og Berglind og hann erum búin að vera´ð reyna´ð gera íbúðina okkar huggulega og fína. Ég verð að segja að hún er virkilega fín íbúðin, nánast fullkomin. Nema, okkur langar að mála eldhúsið...og...OKKUR VANTAR ÞVOTTAVÉL!!!! Ef einhver vill losna við þvottavél, látið mig vita...

Annars hef ég ekki mikið að segja frá núna. Það er bara mikið að gera í skólanum, þá meina ég við að lesa og glósa og skilja ensku og læra líffærafræðina...
Hörður Gunnar kom í heimsókn í dag. Við ætlum að hafa hann hjá okkur um helgina. Leikskólinn hérna í bænum getur ekki tekið við honum fyrr en 16. september. Hann verður þá hjá mömmu og pabba á meðan. Ég þarf að fara að kaupa nýtt rúm handa honum. Rimlarúmið hans var farið að merkja hann með röndum...ekki nógu sniðugt. Annars er þetta dýr mánuður. Það er dýrt að starta. Símanúmer, hillur, hreinsidót, matur, gardínur, áhöld í eldhús...það er bara ýmislegt sem vantar og það safnast fljótt upp stór upphæð! Jæja, það er allavega skárra að það sé september mánuður, ég á held ég mestan pening þá, en í framtíðinni...ekki mikinn.

Það er brjálæðislega gott veður úti þannig að ég nenni ekki að sitja hér við tölvuna. Ég er búin að reyna að hafa opna glugga og svalahurðina til að hleypa hlýja loftinu inn. Það eina sem virðist koma hérna inn eru stórir feitir geitungar!!! Það eru búnir að koma 3 geitungar inn í dag! Það er einhver faraldur í gangi..hmmm.. Ég ætla bara að skella mér út í göngutúr.
Lifið heil elskurnar mínar.

sunnudagur, ágúst 25, 2002

Ég er í fýlu út í bílinn minn núna! :(

Ég er búin að vera með bilaða miðstöð í bílnum núna síðan um síðustu páska. Það blæs bara köldu og því er mjög vont að vera keyrandi í kulda úti. Svo er líka búið að vera eitthvað hitavesen í gangi. Ef að bíllinn stendur kyrr í gangi á smá tíma, þá ofhitnar hann og rautt ljós blikkar og læti. Þá þarf ég að drepa á honum og baahhhh!
Í dag ætlaði ég að skella mér út á Skaga til Árna Teits að syngja. Þegar ég sest inn í bílinn minn og ætla að fara að starta honum þá er hann barasta steindauður og ekkert gerist! Helv.. djöf... ands....!!!!!! Vá hvað ég varð pirruð! Það er ekki eins og ég hafi efni á því að fara með hann í einhverja meiriháttar viðgerð, framtíðar fátækur námsmaður! En Beggi frændi kom hingað angandi af Tuborg og reddaði mér startköpplum og Mummi frændi kom á bílnum sínum með rafmagnið. Síðan komst bíllinn í gang og ég dreif mig út á Skaga.
Þegar ég ætlaði heim aftur þá var bíllinn aftur dauður og ég þurfti að biðja pabba hans Árna Teits um að starta bílnum aftur! BAHHHHH!! Svona vesen gerir mig brjálaða. Nenni ekki svona veseni. Líka út af því að ég er hundrað sinnum búin að reyna að biðja þá á GH verkstæðinu um að hjálpa mér og mér finnst ég vera að tala við heiladauða þarna á verkstæðinu. Þeir geta ekkert aðstoðað mann eða sagt manni neitt og hafa engann tíma til að laga bílinn!!!
Fojj hvað ég er reið!
Verð að fara og kæla mig niður...

laugardagur, ágúst 24, 2002

Vá maður, þvílíka þynnku hef ég aldrei upplifað!

Það varð allt vitlaust í gær! Nene, það varð bara óvænt staffapartý í gær. Bjór og hvítvín flæddi útum allt. Ég sat og drakk bjór frá átta um kvöldið til ca tólf. Þá ákváðu þau allt í einu að fara á Dússabar og fá sér að borða. Við höfðum ekkert borðað heldur síðan í hádeginu. Það var flott. Pöntuðum okkur pizzur og sátum í gróðurhúsinu hans Axels. Fullt af nammi líka og læti. Allavega, þegar við ætluðum að fara á Dússabar, þá stóð ég upp og komst þá að því hvað ég var orðin verulega drukkin. Ég dinglaði á löppunum út og út í bíl hjá Sigrúnu. Hún vildi endilega keyra mig heim en ég þrjóskaðist og settist inn með þeim á Dússabar. Ég settist ekki niður í eina sekúndu þarna inni, heldur bað ég Sigrúnu um að keyra mig heim, ég væri alveg búin... Þegar ég kom heim hlóu bara mamma og pabbi að mér. Ég var veltandi hérna um, full af ógleði, reyna að leita að skúringarfötunni til að hafa við rúmið. Reyndi að finna símanúmerið hjá Morgan í Svíþjóð. Lagðist upp í rúm, veltandi um með síman og reyndi að hringja til Svíþjóðar. Sem betur fer náði ég ekki sambandi, veit ekki afhverju, allavega man ég bara að ég var eitthvað að bölva sænskri símakonu. Síðan lagðist ég á hliðina og það slokknaði á mér.

Þegar ég vaknaði í morgun, með hálfa málninguna á andlitinu, var ég með höfuðverk dauðans! Ég leit í kringum mig, það láu föt út um allt á gólfinu, það var ennþá kveikt á lampanum mínum og það var galopin hurðin að herberginu. Úff..ég gat ekki staðið upp. Pabbi þurfti að koma með verkjatöflu til mín. Svo lá ég dálitla stund þar til hún fór að virka svo að ég gæti staðið upp. Nei nei, þegar ég stóð upp þá fór maginn af stað. Ég lá yfir klósettinu og reyndi að æla, en það kom bara ógeðsleg bjór-gall-sýru-froða upp sem ég kúgaðist ennþá meira að sjá. Síðan dreif ég mig í sturtu til að fríska upp á mig. En eftir sturtuna fór maginn aftur af stað! Ég henti mér yfir klósettið og ældi meiri froðu sem var blá á litinn!? Jæja, ég hef ekki ælt meira, en ég er ennþá með einhverja helv.. velgju í maganum. En hún fer samt mínnkandi.
Sem betur fer, því mamma er að elda ítalskan kjúkling og humar! Nammi namm, ég er til í það og ég vona að maginn minn sé líka til í það. Vantar bara kók í mallan. Verð að kaupa mér...Svo ætla ég að horfa á Lord of the Rings á eftir. Jóhann bróðir snillingur keypti sér DVD myndina.

Sprell...í veikari kantinum núna.

föstudagur, ágúst 23, 2002

Í dag er síðasti vinnudagurinn! Núna er bara sprellað, engin alvara í vinnunni. Ég mætti áðan með kúrekahatt á hausnum og öskraði "Íííííhhaaaaaa!!!" og allir fóru að hlæja. Það var gott. Síðan bakaði ég púðursykurstertu í gærkvöldi og skreytti hana með súkkulaðispænum og smarties. Ég skrifaði Sprell á kökuna. Svo förum við á eftir í pikknikkið og borðum svo kökuna í kaffinu klukkan fjögur í dag....
Þetta verður góóóóður dagur!

Meiri fréttir síðar.

fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Lenti í helv.. fínu afmæli í gær! :)
Þetta var semsagt Kata vinkona hennar Sonju sem varð 25 ára í gær. Afmælið var haldið í sætum bústað rétt hjá Borgarnesi. Mamma Kötu hafði smurt alveg tonn af brauði með kæfu, osti, grænmeti, eggjum og fleira. Það lá á víð og dreif um sumarbústaðinn svo fólk gæti nartað í um kvöldið. Síðan voru víst grillaðar pylsur og læti áður en við Sonju komum. Ekki nóg með það, heldur kom hún með fulla skál af kartöflumús í desert þegar allir voru búnir með pylsurnar!? Skemmtileg kona þarna... Svo var mamma hennar líka búin að kaupa fullan poka af drasl-skartgripum á einhverjum markaði. Það var mjög fyndið. Allir í afmælinu voru með stórar gullkeðjur um hálsin, feita hringa á puttunum, gígantíska eyrnalokka, ljótar nælur hér og þar! Mjööög fyndið. Allir fengu skart...það var nóg til!
Síðan var sungið og sungið og sungið allt kvöldið. Sprellifjör. Ég stóð meira að segja upp og söng lag með Edith Piaf, "La vie en Rose" fyrir afmælisbarnið, því hún var svo skemmtileg. Eftir mikinn söng og eurovision upprifjun, þá fórum við öll út í myrkrið með stjörnuljós og sungum afmælislagið því klukkan var orðin tólf. Hamingja, hamingja! Síðan var ég komin heim um eitt leitið, dauðþreytt, en ánægð með gott kvöld.
Sonja svíkur engan...

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Ég get svo auðveldlega hneykslast eða er ég alveg með réttu ráði og er þetta alveg rétt hugsun hjá mér???

Mér finnst eins og MAMMON ráði ríkjum í hugsanahætti fólks. Ég er til dæmis mjööög oft spurð að því í dag hvort ég sé að fara í skóla, af því að allir í borgarbyggð vita að ég er að hætta að vinna á bókasafninu. Ég svara því náttúrulega játandi og segi af fyrra bragði að ég sé að fara í hjúkrun af því að ég veit að það er næsta spurning; "Hvað ætlar þú að fara að læra?". Ég fæ yfirleitt alltaf sama svarið þegar ég segi hjúkrun...."Það er nú ílla launað maður!"
Common! Ég er bara greinilega ein af fáum sem hugsar um eitthvað annað en peninga. Ég er fyrst og fremst að fara í þetta út af því að ég ætla að hjálpa fólki og líka af því að ég ætla að verða ljósmóðir. Ég get alveg lifað af á hjúkkulaunum. Ég þarf ekki að eiga jeppa og tjald-felli-hjól-hýsi eða hvað það nú kallast. Ég þarf ekki að komast til sólarlanda á hverju ári...bara hróarskeldu :) og það er ekki svo dýrt. Alveg jafn dýrt og að fara á þjóðhátíð í Eyjum sem er það mest óspennandi sem ég veit um. Heillar mig ekki. Ég þarf ekki að eiga eitthvað glæsihús og nýjustu húsgögnin. Bara eitthvað þægilegt umhverfi sem mér líður vel í.
Auðvitað eiga hjúkkur betri laun skilið...ég er ekki að segja það, svona miðað við aðrar launagreiðslur.

Sonja var að hríngja í mig. Okkur var boðið í afmæli hjá vinkonu hennar sem hún hitti í Hyrnunni rétt áðan...humm...hef aldrei hitt þessa stelpu áður en samt er mér boðið..Við ætluðum hvort sem er að bralla eitthvað saman í kvöld, þannig að ég skelli mér bara með henni. Ég er í fríi í kvöld...

þriðjudagur, ágúst 20, 2002

Sigrún...þessi elska...týndi öllu sem ég var búin að skrifa áðan og ætlaði að setja inn á bloggið...en það er allt í lagi...því að allt sem ég segi er svo ómerkilegt...

Annars þá er búið að ákveða "kveðjupartý" fyrir mig af því að ég hætti eftir þessa vinnuviku. Við ætlum aðeins að brjóta upp út-að-borða-í-hádeginu hefðina og fara í pikknikk í jarðlengjuna hans Axels-yfirstrumps í staðinn! Sounds like fun... Þá kaupum við okkur eitthvað sniðugt í nesti og ætli ég verði ekki að baka eitthvað eða koma með eitthvað óvænt...það er nú ekki mikið óvænt ef þau lesa þetta. Ef það verður alveg tjúllað veður, þá er hægt að skella sér bara inn í 25 fm gróðurhúsið hans "Sela" og sitja þar við rauð-hvíta köflótta pikknikk dúkinn með bastkörfuna og rauðvínið... (fékk smá svona franska mynd í hugann) Ég bíð spennt!

Veðrið úti!!! Úff. Það er komið haust skal ég segja ykkur. Fjúkandi marglyttur út um alla strandlengjuna hérna fyrir utan og sumarblómin dansandi kveðjudans á götunum. Ég var líka einmitt að biðja hana Sigrúnu um að prjóna fyrir mig hneppta íslenska ullarpeysu fyrir veturinn. Ég hef ekki átt lopapeysu síðan ég var fimm ára!!! Ég þori varla að segja frá því... Sigrún þessi elska. Hún ætlar að prjóna fyrir mig, ekki málið! Svo vorum við einmitt að tala um það að athuga með magadansinn í vetur. Við þurfum örugglega að fara að skrá okkur í þetta núna...
Önnur pæling. EF ég kemst ekki í topp 65 í hjúkkunni, sem ég vona að gerist ekki, þá er ég með smá plan fyrir eftir jól. Ég gæti skellt mér í jóga-kennara nám! Mig hefur alltaf langað til þess og það er líka bara gott fyrir mig, kvíða- og þunglyndissjúklinginn! Nei, nei, ég er í ágætu, bara mjöööög góðu jafnvægi núna. Ég get ekki kvartað...

mánudagur, ágúst 19, 2002

Síðasta vinnuvikan mín!

Við Berglind ætlum að fara að “íbúðast” næstu helgi. Íbúðin er laus núna, en ég ætla að klára þessa viku hérna heima í vinnu. Svo verður bara farið á fullt í að pakka og ganga frá og redda sér sófaborði og þvottavél. Svo eru víst einhver partý um helgina, komin tími á svoleiðis hjá mér. Mjööög langt síðan ég fór í partýdjamm með skvísunum fyrir sunnan. Kanski verður Geir kominn til landsins, þannig það smellpassar ef hann vill taka pjakkinn um helgina. Svo væri líka fínt að fá frí á Búðarkletti svona einu sinni…

Djöfull og dauði! Liðið á Búðarkletti var frekar skuggalegt á laugardeginum… Það var með sperrt augu, furðulegt í skapi og drakk bara vatn og kaffi…úúú…dóparalið! Ég er að segja það..var með störu út í loftið..brjálæðislegan glampa í augunum. Ég hélt mér í hæfilegri fjarlægð og var bara góða barstúlkan. Ég reyndar þekkti þessa gaura aðeins. Vinir fyrrverandi kærasta míns. Þeir létu mig í friði og voru bara næs, …en samt furðulegir.
Hvað er að. Ég skil ekki hvernig fólki getur langað í þennan viðbjóð…

Við Sigrún erum að skrásetja gamlar Egils-sögur…fun, fun, fun! Alveg frá sautján hundruð og súrkál og til nú.…this is dedicated to my mother and my living father….
Everyman’s library…

föstudagur, ágúst 16, 2002

Bööö...ég sofnaði við hliðin á Herði þegar ég var að svæfa hann. Var að vakna núna. Nenni ekki út á Skaga núna með stýrur í augunum. Á örugglega ekki eftir að sofna strax aftur. Mér er ógeðslega íllt í hálsinum. Með hálsbólgu og sýkingu og einhvern fjandann. Ekkert gott til hérna heima. Ég er búin að missa af sjoppunni. Það eru bara fokkings íþróttir í sjónvarpinu. Mér er ískalt eða sjóðandi heitt til skiptis. Held ég sé að vera veik. Ekki í góðu skapi. Það er enginn tölvupóstur til mín eða neitt. Ég vildi að ég væri hjá Morgan í sólinni. Það eru engir vinir hérna. Ég vildi að ég væri flutt núna. Ég nenni ekki að vera öskubuska í ca. tvær vikur í viðbót. Grrrrrr....
:(
:(
:(
Jæja..nú er helgin að renna upp, klukkan fimm mínutur í sex, Bára komin í bleyti, majonesan orðin gul...
Ég verð í slökun um helgina. Verð reyndar að vinna á laugardagskvöldið á Búðarkletti, en verð ekki ein. Sigga verður hjá mér. Var að spekúlera í að skella mér á Akranesið í kvöld og heimsækja vini og kunningja. Alltof langt síðan ég hef gert það. Kanski ég baki norska snúða um helgina. Þeir eru alltaf góðir. Verst að þeir klárast alltaf "einn, tveir og þrír" heima! Morgan er nú líklegast komin í sólina á Möltu :(
Malta, deux points!

Góða helgi öll sömul!!!

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Já, já Ívar, þú ert ágætur...

En annars eru heitustu fréttirnar þær að Hörður Gunnar er komin með leikskólapláss!!! Jibbííí.. ég var að verða gráhærð á þessari bið, vissi ekki neitt hvað myndi verða um barnið mitt í vetur! En hann fékk semsagt pláss í Lindarborg á Lindargötu í miðbænum. Ekki slæmt, þetta er nefnilega akkúrat í leiðinni frá heiman og í skólan. Svo getur hann einmitt byrjað 16. september og það er sko mánaðar uppsagnarfrestur hérna heima í leikskólanum. Það er 15. ágúst í dag, þannig að þetta smell-passar! Svo verður Hörður bara hjá mömmu og pabba þarna fyrstu vikurnar í september þegar ég er byrjuð í skólanum. Það er fínt, þá get ég byrjað í engu stressi!
Kvíðasjúklingurinn ég fagna þessu þvílíkt. Ég er búin að losa nokkur kíló af herðum mínum.

Morgan hrindi aftur í mig í morgun. Hann er svo sætur, gerir samt endalaust grín að mér. En það er samt fyndið, við hlæjum að því. Hann er á leiðinni til Möltu núna. Úff hvað ég væri til í að fara að kafa í heitum sjónum þarna... En ég geri það bara eftir nokkur ár. Best að fara að lesa bloggið hennar Sigrúnar, hún var víst að bæta einhverju við...spennó!
Muuuoooouhahaahaaaa....
Ég og Sigrún, aftur, vorum að ræða við tvo þunna karlmannshausa í gær um feminisma. Eða sko, hvort að karlmenn gætu verið feministar. Auðvitað finnst okkur Sigrúnu það að karlar geti líka verið feministar. En þessi þunnu hausar vildu meina það að það væri ekki hægt. Hvað finnst ykkur?
Er þetta ekki spurning um baráttuna, að breyta kerfinu, það þarf báða aðilana til þess...eða hvað...er ég að bulla...

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Ég og Sigrún kvörtum óðar yfir því að það skrifar sig aldrei neinn í gestabókina, samt er gestagangur allan daginn!

En allavega þá er miðvikudagur í dag eða Séð og Heyrt dagur. Ef fólk hefur vafrað inn á síðuna hans Íbba, þá er hann einmitt líka að tala um sambandsslit Þórunnar leikkónu. Greyið konan... henni er troðið á forsíðu Séð og Heyrt af því að einhver bjáni frétti það að þau væru hætt saman hjúin og fékk fúlgu af pening í staðin af því að hann/hún hringdi í Séð og Heyrt og lét þau vita! Susss.. Ég veit til þess að ein stúlka sem ég þekki hringdi eitt sinn í Séð og Heyrt af því að hún var alltaf að sjá Selmu og Rúnar saman (fljótlega eftir Grease) og allir voru að velta því fyrir sér hvort þau væru orðin par. Nema hvað, þessi stúlka sá þau kyssast á almannafæri og hún var ekki lengi að hringja í Séð og Heyrt (sem að hún er með í símaskránni sinni í GSM símanum sínum) og slúðra í það drullu blað fréttirnar um kossinn! Stúlkan fékk forsíðufréttina og nokkra þúsundkalla í staðinn! Hún hefur hringt oftar en einu sinni í Séð og Heyrt... Þvílíkt líf!
Nóg um þennan sora...

Morgan hrindi í mig í hádeginu og það var gaman! Það er ljúft að geta heyrt í honum af og til, ekki bara ímeilast! Hann saknar mín mikið og elskar mig mikið og ég sakna hans líka mikið og elska hann líka mikið...(smá væmni). En hann kom mér til að hlæja og brosa framan í daginn!
Berglind hringdi líka í mig í dag. Við erum búnar að ákveða að mála tilvonandi herbergin okkar. Við ætlum að reyna að redda okkur ódýrri afganga málning og lappa uppá heimilið. Það er svo hræðilega sítrónu-skær-gulur litur á herberginu mínu og svo er alveg dökk-þunglyndis-rauður litur á herberginu hennar Berglindar. Ekki nógu gott. Við bætum úr því. Svo þarf ég að fara að eltast við eldhúsborð...sem ég á en mamma lánaði til frænku minnar.

Ohhh..ég sá svo æðislega mynd í gær! "Amelíe" er stórkostleg grín-ástarmynd sem enginn má missa af. Skærir litir og skemmtilegar týpur og fullt af fjöri...enginn ástarþvæla! Ég fékk netta gæsahúð þegar hún kyssti...ne, má ekki segja. Ég má eiginlega ekki við ástarmyndum núna....mig vantar minn!!!

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

Ég fór að hugsa..út af pistlinum hennar Sigrúnar í dag þá er ég hrædd um drenginn minn. EN. Hann mun alast upp hjá mér, móður sinni, enginn karlmaður á heimilinu. Hann mun alast upp við feminisma og hann skal læra að vera kurteis. Ég vona að hann verði ekki svona durgur þegar hann verður kominn á þrítugs-aldurinn! Þeir eru nefnilega ofboðslegir durgar á þessum aldri. Því miður. Hvenær ætli karlmenn þroskist svona alminnilega að það sé hægt að umgangast þá?????

mánudagur, ágúst 12, 2002

Wúhú!
Það kom par hérna inn áðan á bókasafnið og ætlaði að skrá sig í safnið og taka nokkrar bækur. Eftir að hafa vafrað um safnið í slatta tíma komu þau með bækur og hún sagði, nota bene, HÚN; “Settu þetta á nafnið mitt.”
Kvennveröldin lengi lifi!

Annars er allt gott að frétta hér úr Andabæ. Ég hugsa að þetta sé nú barasta næst síðasta vikan mín hér á bókasafninu. Núna er ég farin að pæla alvarlega í flutningum og veseni. En það er barasta gaman!
Ég fór til Sigurðar í heilun í hádeginu. Lappirnar mínar eru alltaf að angra mig. Nema hvað, hann svoleiðis fann bólgu-hnútana í löppunum; lærunum, kálfunum og iljunum! Það hlaut að vera að það væri eitthvað að. Ekki var ég með endalausa vaxtarverki, ég er löngu hætt að stækka!
En semsagt sogæðakerfið í löppunum á mér er á góðri leið með að verða alveg stíflað. Eins gott að losa þessa hnúta. Nú er bara að sitja rétt og strjúka lappirnar reglulega og borða réttan mat…og auðvitað hreyfa sig eitthvað.
Ég var nú reyndar búin að ákveða það að fara í eitthvað sniðugt í vetur með skólanum. Þá er ég að tala um magadans, jóga eða afró eða einhverja “öðruvísi” íþrótt. Anti-sportistinn ég hef aldrei getað fundið mig í körfu-/fótbolta eða eróbikk eða einhverjum fjanda. Helst að ég hafi farið í sund og synt örfáar ferðir þar, það er í lagi. En ég nenni því aldrei. Við hérna Borgnesingar eigum nefnilega svo “splendid” sundlaug, rosalega vinsæl hjá mörgum landsmönnum, þannig að það er alltaf svo fjandi troðið í sundlauginni, semsagt klefunum og öllu. Þoli það ekki! Maður beygir sig og næsti olnbogi fer í næsta rassgat!
Nóg um íþróttir…

Mánudagur. Hvað geri ég þá í kvöld. Snökta uppi í rúmi og sakna Morgans. Nei, nei, ekki bara það, ég er komin með nýtt áhugamál. Ég er að reikna út stjörnukort hjá nokkrum vinum. Ef einhverjir hafa áhuga á að fá grófan úrdrátt á stjörnukorti fyrir sig, þá hafið samband.
Dúdda dularfulla!

sunnudagur, ágúst 11, 2002

Það kom upp smá kvennapæling í mér áðan. Ég reyndar hef oft verið að pæla í þessu. Allan tíman á meðan ég hef unnið á þessu blessaða safni.
Málið er það á bókasafnsnúmerunum eru skráð nöfn og heimilsföng og símanúmer og allt það. EN, ég hef tekið eftir því að í laaaang flestum tilvikum, hjóna- eða paratilvikum, þá er alltaf karlmaðurinn skráður fyrir bókasafnsnúmerinu. Svo er það alltaf konan sem kemur á safnið og tekur bækurnar.
Dæmi:
Jón Jónsson
Tröllagötu 6
Undrabyggð
Konan hans kemur á safnið, hún Guðrún. Hún leitar að bókum fyrir sig OG karlinn. Síðan kemur hún og ég bið um númerið og ég tek eftir því að það er karlmaður skráður á númerið. Húsbóndinn á heimilinu eða hvað?
Svo er þetta líka þegar að nýtt fólk kemur á safnið og ætlar að fá númer. Hjón eða par. Og ég spyr á hvaða nafn á ég að setja þetta..."Æi settu þetta bara á hann Jón minn". Þetta er ekki bara á gömlu númerunum sem eru búin að gilda í mörg, mörg ár, heldur er þetta að koma inn líka í dag, að maðurinn sé nafn fjölskyldunnar.
Ég er reyndar farin að spyrja alltaf konurnar hvað þær heita svo að ég geti skráð aðeins fleiri kvenmannsnöfn í bókasafnið.
Er þetta asnaleg pæling hjá mér? Er ég að gera mikið úr litlu?
Mér finnst þetta bara mjög áhugavert...

laugardagur, ágúst 10, 2002

Úfff!
Þetta er svo mikill harmleikur...
Nú sit ég hér og geri sem minnst inná Safnahúsinu. Það er laugardagur og byggðasafnið er opið frá eitt til sex, líka á morgun. Þetta er samt allt í lagi. Ég er með tölvuna hérna, ég er með bækur, ég er með snakk og íste og ég er með fullt af góðum geisladiskum til að hlusta á. Plús það að ég slaka ágætlega á hérna. Ég var nefnilega að vinna á Búðarkletti í gærkvöldi og þarf að vinna þarf aftur í kvöld. Ég er bara ein á barnum þannig að ég var soldið mikið uppgefin í gærkvöldi.
Ótrúlegt hvað þetta er samt alltaf sama liðið þarna. Barflugur dauðans. Ohhh hvað mig hlakkar til að hverfa úr þessum bæ. Þetta skemmtanalíf hérna er að mínu mati drepleiðinilegt. Það hefur einu sinni verið alveg ROSALEGA gaman hérna. Það var auðvitað þegar Titty Twisters voru að spila á Búðarkletti fyrr í sumar. Djöf... dansaði ég mikið það kvöld. Stanslaust! Ég var eins og Tóti Tómatur í framan og öll fötin mín gegnumblaut eftir dansinn. Svo fékk ég verki dauðans í skrokkinn og gat ekki labbað nema ef ég tæki verkjatöflur daginn eftir. Geðveikt.

Nú er Morgan farin til Svíþjóðar. Hann verður þar í þrjár vikur. Þess vegna er ég líka að reyna að hafa nóg að gera. Vinna og lesa og basla ýmislegt. Þá er tíminn fljótari að líða og þá kemur hann fyrr heim. Hann ætlar nú samt ekki bara að vera í Svíþjóð þessar þrjár vikur. Hann er náttúrulega fyrst og fremst að fara að hitta foreldra sína sem hann hefur ekki séð í tvö ár, minnir mig. Hann ætlar líka að skella sér til Möltu í eina viku í köfunarferð með vini sínum! Vá, ef að ég gæti það einhverntíman.
Allavega þá keyrði ég hann útá flugvöll í gær. Djöf.. umferð er nú hérna á þessu landi! Þegar ég var að keyra heim um kvöldmatarleytið var bara runan út úr bænum og líka í bæinn. Endalaus lest, en var samt á ágætum hraða, 90 kílómetra löglegum hraða. En það eru alltaf til einhverjir BJÁNAR sem þurfa alltaf að flýta sér um nokkrar mínútur. Fólk á stórum jeppum með tjaldhýsin sín dinglandi aftaná. Brenna framhjá manni á 120 km hraða! Er ekki hámarkshraði bíla með vagn 70 eða 80 km hraði!? Ég bara spyr. Og svo er bara tekið framúr þótt að það sé að koma bíll á móti. Það þykjast allir vera á svo kröftugum miklum (bílaláns)bílum að þeir nái þessu alveg.
Ég skal segja ykkur. Þessi gullbogi sem Íslendingar eru að spenna alltof mikið núna á eftir að brotna einn daginn!

Æ, ég ætla að fá mér Nachos og Salsa og hlusta á Serge Gainsbourg.